Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990
eftir Guðmund Sv, Hermgnsson/Myndi Krisfién G, Arngrimsion
„ÞAÐ þarf að steypa undan launa-
kerfi ríksins.“ „Menntakerfið er mein-
gallað,“ Sir Humphrey ráðuneytis-
stjóri í sjónvarpsþáttunum Já ráðherra
hefði hvítnað og blánað hefði hann
heyrt starfsbróður sinn segja þessi
orð. En það er samt Magnús Péturs-
son ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneyt-
isins sem hefur orðið; hann hefur
ákveðnar skoðanir á málum en er jafn-
framt hreinskilinn og ætlast til þess
sama á móti. „Ég hef það markmið
að vinna þessu ráðuneyti traust,“ seg-
ir hann.
Fjármálaráðuneytið hefur fengið á
sig frekar neikvæðan stimpil hjá
almenningi. Það er svo sem ekki
að furða því þar eru skattamir
búnir til, én einnig hefur ráðu-
neytinu verið borið á brýn, sér
staklega í kringum miklar skattkerfis-
breytingar síðustu ára, að það hagræði
staðreyndum til að þjóna pólitískum hags-
munum. En nú eru í undirbúningi vemleg-
ar breytingar á skipulagi ráðuneytisins
undir stjórn Magnúsar Péturssonar sem
kom aftur til starfa í fjármálaráðuneytið
í vetur, eftir tveggja ára starf hjá Alþjóða-
gjaldeyrissjóðnum í Washington. Þær
breytingar em tilefni þessa viðtals.
Við ræddum fyrst um dvöl Magnúsar í
Washington, en þar gegndi hann starfi
varafulltrúa Norðurlandanna í stjórn Al-
þjóðagjaldeyrissjóðsins. Hann segir að það
hafi verið gífurlega lærdómsríkt að taka
þátt í starfi alþjóðlegrar stofnunar þar sem
fjallað er um heimsefnahagsmálin og
vandamál einstakra landa.
„Mér fannst sérlega fróðlegt að kynnast
því hvernig svona stór stofnun á okkar
mælikvarða starfar, og taka þátt í undir-
búningi og ákvörðunum um mál sem hafa
áhrif á efnahag og afkomu manna í ýmsum
löndum.
Hjá sjóðnum er upp til hópa mjög fært
starfslið, bæði við stjórnun og hagfræði-
störf. Ég hef, held ég, aldrei unnið með
jafn hæfum hópi manna og lært jafn mik-
ið í hagnýtri hagfræði eins og þarna. Hvað
snertir stjórn stofnunarinnar þá lærist
fljótt að reglusemi og tiltekin formfesta
sicipta miklu máli. Það má nefna einföld
dæmi en mikilvæg eins og fundarstjórn,
greinargerðir og það að fundir og fundar-
seta leiði til einhvers.
Mér er þó eftirminnilegri þátttakan í
umræðum um efnahagsþróun í heiminum
og vandamál einstakra ríkja. Það var sér-
staklega áhugavert að fylgjast með þeim
breytingum sem voru að hefjast síðari
hluta ársins 1989 í Austur-Evrópu. En þó
að athygli manna beinist nú mjög að því
endurreisnarstarfi sem þar er framundan,
þá eru vandamál margra Afríku- og
Suður-Ameríkuríkja ekki síður hrikaleg.
Það er ekki nóg með að efnahagsframfar-
irnar séu afar hægar eða engar, heldur
er stjórnarfarið mjög ótryggt. Sumir telja
raunar að það sé sín hvor hliðin á sama
hlutnum, og í mörgum ríkjum Suður-
Ameríku virðist lýðræðið standa og falla
með framvindu efnahagsmálanna.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur sig
fyrst og fremst sérfræðistofnun í efna-
hagsmálum en það lærist fljótt að þar er
einnig rekin hagsmunapólitík stórþjóð-
anna. Bandaríkin fara til dæmis með tæp
20% atkvæða í stjórn sjóðsins og eru ótvír-
ætt fúsari að lána vinveittum ríkjum en
óvinveittum. Sama viðhorf er t.d. hjá
Frökkum og Belgum til fyrrum nýlendna
í Afríku, Þrátt fyrir að hlutur Norðurland-
anna í stjórn sjóðsins sé lítill, eða 8-4%,
þá hafa þau náð áhrifum, vegna þess ein-
mitt að þau þurfa ekki að gæta hliðstæðra
hagsmuna og mörg stóru landanna,“ segir
Magnús.
GjaldeyrÍBsjóðurinn hefur eftirlit með
öllum 150 aðildarríkjum sínum, og hingað
til lands kemur árlega sendinefnd, til að