Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 * T\\Cev sunnudagur 7. október, 17. sunnudagur eftir •I- JL/xjlvJ trínitatis, 280. dagur ársíns. 1990. Árdegisflóð er í Reykjavík kl. 7.45 og síðdegisflóð kl. 20.06. Fjara ér ki. 1.38 og kl. 14.02. Sólarupprás er kl. 7.53 og sólarlag kl. 18.37. Sól er í hásuðri frá Rvík kl. 13.16 ogtunglið í suðri kl. 3.30. (Almanak Háskóla íslands.) Hver sem eyra hefur hann heyri, hvað andinn segi söfn- uðinum. Þeim er sigrar mun sá annar dauði ekki granda. (Opinb. 2,11.) ÁRNAÐ HEILLA Þann 25 ágúst voru gefin saman í hjónaband í Víðistaða- kirkju af séra Sigurði Guð- mundssyni Laufey Karls- dóttir og Gunnar Sig- urbergsson. Heimili þeirra er á Flyðru- granda 4. Ljósm./Sigr. Bachmann B 9 KROSSGATAN 8 - 11 14 □ 17 16 □ 3 1" H__i ^■21 22. 23 24 I LÁRÉTT: — 1 frétt, 5 yfír- læti, 8 hlífír, 9 höfuðfats, 11 safna saman, 14 guðs, 15 galdrakvendi, 16 útvegar, 17 und, 19 klaufdýr, 21 slæmt veður, 22 heitir, 25 spil, 26 stök, 27 for. LOÐRETT: 2 fara á sjó, 3 megna, 4 btjóstnælu, 5 krot- ar, 6 snák, 7 verkfæri, 9 hag- kvæmt, 10 karldýrin, 12 linna, 13 ákveður, 18 fljótjnu, 20 einkennisstafir, 21 mynni, 23 frumefni, 24 greinir. LAUSN SIÐUSTU KROSSGATU: LÁRÉTT: — 1 kulda, 5 gæran, 8 aftur, 9 ódæll, 11 lafir, 14 afl, 15 volið, 16 illan, 17 inn, 19 næði, 21 aðal, 22 iðj- unni, 25 aur, 26 áði, 27 rýr. LÓÐRÉTT: — 2 und, 3 dal, 4 aflaði, 5 gullin, 6 æra, 7 ali, 9 ósvinna, 10 ætlaðir, 12 falaðir, 13 ranglar, 18 nauð, 20 ið, 21 an, 23 já, 24 Ni. Þessar ungu dömur heita írena Kristjánsdóttir af Meistara- völlunum og Sara Kristjánsdóttir Lækjarbakka 5 Lýtings- staðahreppi færðu Rauða krossinum 3.198.50 kr. fyrir nokkru sem þær höfðu safnað. FRÉTTIR/MANNAMÓT FRETTIR KR-konur halda fund í fé- lagsheimilinu þriðjudaginn 9. okt. kl. 20.30. Gestur fundar- ins verður Hallgrímur Magn- ússon læknir. KVENF. Fríkirkjunnar í Rvík. Fyrsti fundur vetrarins verður í safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar, Lækjargötu 14a, nk. mánudagskvöld kl. 20.30. Gestur fundarins verður Gunnlaugur Guðmundsson stjömuspekingur. Kaffiveit- ingar. SÖNGFÓLK úr Borgar- firði. Komum saman og syngjum. Söngstjóri Snorri Bjarnason. Uppl. í síma 74975, 74669 eða 24713. KVENF. Grensássóknar. Fyrsti fundur vetrarins verð- ur í safnaðarheimilinu á morgun, mánudag, kl. 20.30. Rætt um vetrarstarfið. Takið með ykkur myndir úr haust- ferðinni. Kaffíveitingar. KVENF. Breiðholts. Fundur í kirkjunni á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Vetrarstarfið rætt. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐIN, Norðurbrún 1. Dagskrá mánudagsins verður eftirfar- andi: Kl. 8 böðun, kl. 9 smíði, kl. 10 upplestur framhalds- sögu, kl. 13 bókaútlán, fót- snyrting, leikfími og leirmu- nagerð, kl. 14 enska og kl. 15 kaffí. lands. Aðalfundur verður haldinn á Hótel Esju (Skála- felli), Suðurlandsbraut 2, í dag, sunnudag, kl. 13.30. ITC-deildin Kvistur. Fundur á Holiday Inn 8. okt. kl. 20. Húsið er öllum opið. Upplýs- ingar gefur Olga Hafberg sími 35562. HRAUNPRÝÐI, Hafnar- firði. Fyrsti fundur vetrarins verður 9. okt. kl. 20.30 í húsi félagsins á Hjallabraut 9. Sagt frá þingi SVFÍ o.fl. SAMTÖKIN um sorg og sorgarviðbrögð. Þriðjudag- inn 9. október verður sr. Bragi Skúlason með fyrirlest- ur um sorg og sorgarviðbrögð í safnaðarheimili Laugarnes- kirkju, sem hefst kl. 20.30. Syrgjendur leiða umræður. FÉLAGSSTARF aldraðra, Aflagranda 40. Á morgun kl. 8.15-9.50 leikfími, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 handavinna, kl. 13 föndur, postulínsmálun, andlits-, hand- og fótsnyrting og almenn spilamennska. FÉLAGIÐ svæðameðferð verður með opið hús mánu- dagskvöld kl. 20 í Síðumúla 8. Brynjólfur Hauksson Iækn- ir ’neldur fyrirlestur um áhrif vímuefna. Húsið er öllum op- ið. MOSFELLSBÆR. Tóm- stundastarf aldraðra í Mos- fellsbæ efnir til Ieikhúsferðar í Borgarleikhúsið 18. okt. að sjá Fló á skinni. Væntanlegir þátttakendur Iáti skrá sig í safnaðarheimilinu í Þverholti 3, þriðjudag 9. okt. eftir há- degi. ITC-deiIdin Nes, Vestur- bær, heldur fund á mánu- dagskvöid kl. 20 á Hallveigar- stöðum, Túngötu 14. Fundar- stef er: Launin fyrir gott verk eru fólgin í því að hafa unnið það. Húsið er öllum opið. Upplýsingar í síma' 26816. FÉLAG eldri borgara. Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag kl. 14. Frjálst spil og tafl. Kl. 20 dans. VÉLPRJÓNAFÉLAG ís- ARBÆJARKIRKJA. Æsku- lýðsfélagsfundur í kvöld kl. 20. MÆÐUR í Ártúnsholti. Mömmumorgun þriðjudag kl. 10-12 í safnaðarheimili Ár- bæjarkirkju. NESKIRKJA. Mánudag: Æskulýðsstarf 13 ára ogéldri kl. 9.30. Þriðjudag: Mömmu- morgun. Opið hús fyrir mæð- ur og börn þeirra kl. 10-12. Ár læsis, fræðsla um bækur fyrir börn undir 5 ára aldri. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára þriðjudag kl. 17. FELLA- og Hólakirkja. Fundur í æskulýðsfélaginu mánudagskvöld kl. 20.30. SELJAKIRKJA. Mánudag: KFUK fundur fyrir 6-9 ára stúlkur kl. 17.30 , fyrir 10-12 ára stúlkur kl. 18. Æskulýðs- fundur kl. 20. SELTJARNARNES- KIKRJA. Opið hús fyrir 10-12 ára mánudag kl. 17. Opið hús fyrir foreldra ungra barna þriðjudag kl. 15-17. Bænir, fræðsla, söngur, fönd- ur. Foreldrar geta tekið börn- in með. Morgunblaðið fyrir 25 árum í Morgunblaðinu fyrir réttum 25 árum nánar tiltekið 5. okt. segir frá því að KR-ingar hafi unnið íslandsbikarinn í knattspyrnu. Tæplega 10 þúsund manns sáu leikinn sem var metað- sókn. Þá segir í fyrir- sögn að tveir leikmenn Akurnesinga hafi verið bornir af leikvelli, annar illa særður og að Akur- nesingar hafi misnotað vítaspyrnu. f upphafi greinar, sem var á aðra síðu, sagði m.a.: KR-ing- ar endurheimtu íslands- bikarinn er þeir á sunnu- daginn unnu Akurnes- inga í úrslitaleik með 2-1. Leikurinn var lengst af mjög spennandi — barátta tveggja liða þar sem vart mátti á milli sjá, hvort væri betra. En er KR tókst að ná foryst- unni hófu þeir varnar- leik, og tók þá í senn að hitna í hamsi hjá leik- mönnum — og einnig hjá áhorfendum. Á 37. og 38. mínútú síðari hálf- leiks voru þeir Eyleifur og Ríkharður, „stjörn- ur“ Akranesliðsins, bornir af leikvelli á sjúkrabörum. Bæði leik- brotin voru gróf og harkaleg og höfðu það í för með sér að áhorfend- ur létu sljórnast af heift í garð KR, og voru ljót- ustu skrílslæti höfð í frammi bæði við verð- Iaunaafhendingu og mótsslit og eins er KR- liðið hvarf af leikvangin- um. Slík skrílslæti þjóna engum tilgangi og ber að víta þau harðlega. Það var sannkölluð úr- slitastemmning ríkjandi er leikur hófst. Og það var úrslitastemmning yfir leik liðanna. — Barizt var af öllum mætti á báða bóga, fal- legir leikkaflar sáust, magnaðir af mikilvægi úrslitanna og ákveðnum sigurvilja beggja liða. Nálega 10 þúsund vallargestir settu sinn svip á úrslitaleikinn og nú voru hvatningarorðin ekki spöruð. Það1 var stemmning yfir öllu — og allt fór skemmtilega og vel fram. ORÐABOKIN Fótur Oft hef ég hugleitt það, hvers vegna menn kjósa fremur að tala um löpp og lappir á mönnum en tala um fót og fætur. Ekki getur það stafað af því, að no. fótur sé svo vandbeygt orð í föll- um, að menn forðist það þess vegna. Öðru nær. Fyrir mér — 0 g vafalaust mörgum — er einkum talað um Iapp- ir á skepnum, en aftur um fætur á mönnum. Þess vegna hrukku margir við, þegar fréttamaður í ríkis- sjónvarpinu talaði um, að forseti Frakklands, sem hér var í opinberri heimsókn fyrir skömmu, hefði orðið „forugur í lappirnar“ á ferð sinni við Geysi. Þetta varð hlustanda að umræðu- og hneykslunarefni í DV 4. löpp sept. sl. Og ekki lái ég hon- um það. Hann spyr að von- um: „Hvernig skyldu lapp- imar á forseta okkar hafa verið eða lappirnar á Steingrími, úr því „lappirn- ar“ á Mitterand voru orðnar svo óhreinar að tíðindum sætti?“ Hann spyr svo áfram: „En hvar er nú virð- ingin fyrir okkar ástkæra ylhýra tungumáli þegar fætur á fyrirmönnum eru kallaðar Iappir?“ Því miður klingir þetta víða í eyrum. Ég lá nýlega á bæklunar- deild spítala. Þar mátti heyra „háa sem lága“ tala um löpp og lappir. „Hvernig líður þér í Iöppinni,“ var spurt eða: „Geturðu stigið í lappirnar?“ Fótur virtist þar nær óþekkt orð. — JAJ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.