Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 10

Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 10
i r M0fí&Ui\ÍilÍA3jÍrJ' IÚDAGLTK' •L ö.kTÓmi.Yí . lúlið ’ ’ NU FER SA TIMI í HÖND ÞAR SEM eftir Steingrím Sigurgeirsson/Mynd Andrés Magnússon FRAMBOÐSMÁL stjórnmálaflokkanna fyrir næstu alþingiskosningar eru smám saman farin að fá á sig mynd. Væntanlegir frambjóð- endur og vonbiðlar í prófkjörum knýja nú dyra hjá stuðningsmönnum sínum og athuga hvernig landið liggur áður en haldið er í slag- inn. Ungir menn krefjast endurnýjunar en þeir eldri og ráðsettari benda á mikilvægi reynslunnar og kjölfestunnar. Óneitanlega gætir nokkurs taugatitrings á flestum vígstöðvum og mikið er spáð í stöðu þessa og hins. Saklausir atburðir og mannamót sem dags daglega hefðu ekki verið talin hafa neina þýðingu fá allt í einu stórpólitíska merkingu og verða orsök mikilla vanga- veltna. En hveijir hafa boðað þátttöku sína í þessu ærandi kapphlaupi? 8á flokkur sem kominn er á mestan skrið með framboðs- mál sín er Sjálfstæðisflokkur- inn. Sjálfstæðismenn í Reykjavík halda prófkjör föstudaginn 26. og laugardag- inn 27. október og rennur framboðsfrestur fyrir þátttöku í prófkjörinu út á morgun, mánudag. Flestir þeir þingmenn sem nú sitja fyrir flokkinn í Reykjavík hafa ákveðið að gefa kost á sér, þ.e. þeir Friðrik Sophusson, Birgir Isleifur Gunnarsson, Guðmundur H. Garðarsson, Eyjólfur Konráð Jónsson og Geir H. Haarde. Ragn- hildur Helgadóttir ætlar ekki að taka þátt í prófkjörinu. Þá er ljóst að eftirfarandi aðilar gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík: Sólveig Pét- ursdóttir, lögfræðingur og vara- þingmaður, Hreinn Loftsson, lög- fræðingur, Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur, Ólafur ísleifsson, hagfræðingur, Þuríður Pálsdóttir, yfirkennari Söngskólans, Guð- mundur Hailvarðsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, Ingi Björn Albertsson, sem nú er þing- maður fyrir Vesturland, Lára Margrét Ragnarsdóttir, hagfræð- ingur hjá Ríkisspítölunum, Rann- veig Tryggvadóttir, húsmóðir og þýðandi, og Kristján Guðmundsson, formaður Oðins. Auk þeirra sem hafa gefið kost á sér hefur nöfn þeirra Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, og Björns Bjarnasonar, aðstoðarritstjóra, bor- ið hátt í umræðum um hugsanlega frambjóðendur í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík. Hvorugur þeirra hefur þó tilkynnt um fram- boð. Mikil endurnýjun á Reykjanesi Á Reykjanesi ákvað kjördæmis- ráð Sjálfstæðisflokksins síðastliðinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.