Morgunblaðið - 07.10.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990
miðvikudag að halda opið prófkjör.
Matthías Á. Mathiesen, fyrsti
þingrnaður Reyknesinga, tilkynnti
í síðustu viku að hann gæfi ekki
kost á sér til framboðs á ný. Þar
sem sjálfstæðismenn á Reykjanesi
telja sig eiga eftir að bæta við að
minnsta kosti einum manni í næstu
kosningum verður í prófkjöri þeirra
tekist á um í það minnsta kosti tvö
„örugg“ þingsæti.
Aðrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins á Reykjanesi, þau Ólafur
G. Einarsson, Salome Þorkelsdóttir
og Hreggviður Jónsson, hafa allir
lýst því yfír að þeir muni gefa kost
á sér áfram og taka þátt í próf-
kjöri. Af varaþingmönnum flokks-
ins á Reykjanesi er það að segja
að þeir Víglundur Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri, og Ellert Eiríks-
son, bæjarstjóri, ætla ekki að gefa
kost á sér á ný. Gunnar G. Schram
sagðist aðspurður um hugsanlega
prófkjörsþátttöku ekkert hafa um
það að segja eins og sakir stæðu.
Kolbrún Jónsdóttir, sem er vara-
maður Hreggviðs Jónssonar, ætlar
að taka þátt í prófkjörinu.
Þá ætla að taka þátt þau Sveinn
Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, María E. Ingvadóttir, fjár-
málastjóri Útflutningsráðs, Sigríð-
ur Þórðardóttir, formaður Lands-
sambands sjálfstæðiskvenna, Vikt-
or Borgar Kjartansson, tölvunar-
fræðingur úr Keflavík og formaður
kjördæmissamtaka ungra sjálf-
stæðismanna á Reykjanesi, og loks
Árni Ragnar Ámason, deildarstjóri
hjá Varnarliðinu, formaður Full-
trúaráðs sjálfstæðisfélaganna í
Keflavík og formaður atvinnumála-
nefndar Keflavíkur.
Þá segist Jón Kristinn Snæhólm,
háskólanemi úr Kópavogi, vera að
íhuga alvarlega þátttöku vegna
þrýstings frá mörgum Kópavogsbú-
um. Helgi H,ólm, framkvæmdastjóri
í Keflavík, segir mjög líklegt að
hann gefi kost á sér en að hann
hafi ekki enn tekið endanlega
ákvörðun.
Einnig hefur heyrst að líklejgur
frambjóðandi í prófkjörinu sé Arni
M. Mathiesen, dýralæknir. Að-
spurður sagðist hann mikinn áhuga
hafa á þessu. „Ég hef ekki enn
tekið endanlega ákvörðun enda
stutt síðan ákvörðun var tekin um
prófkjör. Ég er þessa stundina að
ræða við vini mína og samstarfs-
menn í kjördæminu og að því loknu
mun ég gera upp hug minn.“
Árni er sonur Matthíasar Á.
Mathiesen. Þegar hann var spurður
hvort að hann teldi það eiga eftir
að hafa áhrif að faðir hann væri
einmitt nú að láta af þingmennsku
svaraði hann: „Ég hef starfað lengi
í Sjálfstæðisflokknum, verið for-
maður Stefnis í Hafnarfirði, vara-
formaður Sambands ungra sjálf-
stæðismanna og setið í stjórnum
málefnanefnda og þvl er ekki óeðli-
legt að ég hafi áhuga á að taka
þátt í prófkjöri. Menntun mín og
starfsreynsla er slík að ég tel að
hún geti nýst flokknum vel en það
þarf að taka ýmislegt til greina
þegar svona ákvörðun er tekin."
Arni var formaður handknatt-
leiksdeildar FH 1988-90.
Línur á Vesturlandi skýrast á
miðvikudag
Á Vesturlandi hefur stjórn kjör-
dæmisráðs Sjálfstæðisflokksins
ákveðið að leggja til við fund kjör-
dæmisráðsins, sem haldinn verður
á miðvikudaginn, að raðað verði á
framboðslista flokksins með kosn-
ingu í kjördæmisráðinu. Gengur til-
lagan út á að aðalmenn jafnt sem
varamenn myndu hafa kosningar-
étt, alls 140 manns. Meirihluti
LÍKLEGTERAÐTIL-
RAUNVERÐI GERÐ
TILAÐ FELLAGUÐ-
RÚNU HELGADÓTT-
UR ÚR ÖÐRU SÆTI
LISTAALÞÝÐU-
BANDALAGSINS í
REYKJAVÍK
HUGSANLEGTAÐ
EINHVER RÁÐ-
HERRAALÞÝÐU-
FLOKKSINSFARI í
ANNAÐ KJÖRDÆMI
EN REYKJAVÍK
stjórnarinnar mun standa að slíkri
tillögu, en minnihluti stjórnarinnar
áskildi sér rétt á stjórnarfundi til
að flytja tillögu um prófkjör.
Friðjón Þórðarson sem skipaði
fyrsta sæti listans í síðustu kosning-
um segist enn ekki hafa tekið
ákvörðun um hvort að hann sækist
eftir áframhaldandi þingsetu. „Ég
kýs að segja sem minnst um þessi
mál núna en greini frá því þegar
þar að kemur,“ segir Friðjón.
Valdimar Indriðason, fram-
kvæmdastjóri á Akranesi, skipaði
annað sætið. Hann segist ekki enn
vera búin að gera upp hug sinn um
hvort að hann gefi kost á sér.
Sturla Böðvarsson, sveitarstjóri
í Stykkishólmi, skipaði þriðja sæti
listans síðast. Aðspurður um áform
sín sagði Sturla: „Ég mun gefa út
yfirlýsingu um það þegar það liggur
fyrir hvaða aðferð verður viðhöfð
við val á listann. Þá verður væntan-
lega auglýst eftir frambjóðendum.
Fyrir þann tíma gef ég ekkert
ákveðið út um þetta.“
Sigríður Þórðardóttir sem skipaði
fjórða sæti listans síðast tekur nú,
eins og áður hefur komið fram,
þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna á
Reykjanesi.
Framhald mála í Vesturlands-
kjördæmi skýrist á miðvikudaginn ,
en þá er búist við yfirlýsingu frá
Friðjóni um hvort hann hyggist
sækjast eftir áframhaldandi þing-
mennsku. Ef hann gerir það mun
vera hart lagt að Sturlu að gefa
einnig kost á sér í fyrsta sæti list-
ans gegn Friðjóni.
Stefnir í harðan prófkjörsslag
á Vestfjörðum
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokks-
ins á Vestijörðum hefur ákveðið að
prófkjör þar fari fram laugardaginn
27. október. Matthías Bjamason
fyrsti þingmaður Vestfjarða lýsti
því yfir fyrir síðustu helgi að hann
gæfi kost á sér í prófkjörinu vegna
fjölda áskorana þrátt fyrir fyrri
ákvörðun um að hann ætlaði að
draga sig í hlé. Stefnir hann á
fyrsta sæti listans. „Annað hvort
verð ég I því sæti listans sem ég
hef verið í eða ekki á listanum,"
sagði Matthías við Morgunblaðið
þegar hann tilkynnti um ákvörðun
sína. „Ég liti á það sem vantraust
að verða ekki efstur."
Þorvaldur Garðar Kristjánsson,
sem skipar annað sæti listans hefur
einnig lýst því yfir að hann ætli í
framboð. Aðspurður um hvort hann
stefndi á eitthvert sérstakt sæti
sagði Þorvaldur: „Það er þar til að
taka, að I framhaldi af yfirlýsingu
Matthíasar Bjarnasonar á aðalfundi
kjördæmisráðsins, að hann gæfi
ekki kost á sér í framboð í næstu
alþingiskosningum, fór að koma
hreyfing á framboðsmálin. Ýmsir
áhuga- og frammámenn í flokknum
á Vestfjörðum fóru að koma að
máli við mig og lýstu yfir áhyggjum
sínum við mig að við Matthías
Bjarnason hættum þingmennsku
samtímis. Ég var spurður hvort
treysta mætti því að ég gæfí áfram
kost á mér til framboðs. Ég svaraði
því að menn skyldu ekki hafa
áhyggjur af þessu máli. Ég gerði
ráð fyrir að gefa áfram kost á mér
og stefna þá á fyrsta sætið. Ég
hygg að það hafí verið nokkuð al-
menn skoðun hjá vestfirskum sjálf-
stæðismönnum að allhæfileg end-
umýjun yrði á framboðslista flokks-
ins með því að Matthías hætti, eins
og hann var búinn að ákveða, en
ég héldi áfram. Um þetta virtist
bærileg samstaða með því að end-
urnýjun framboðslistans gengi þá
hvorki of hratt né of seint íyrir sig.
Þessu var ég sammála. Mín afstaða
er óbreytt þó Matthías hætti við
að hætta.“
Þegar Þorvaldur Garðar var
spurður hvort að það væri ekki
óskráð regla að menn hættu þing-
mennsku um sjötugt svaraði hann:
„Það er engin algild regla í þessu
efni.“
Einar Kristinn Guðfinnsson í
Bolungarvík, sem skipað hefur
þriðja sæti lista sjálfstæðismanna í
síðustu tveimur kosningum, segist
ætla að taka þátt í prófkjörinu með
það í hyggju að ná sæti á listanum
sem dugi til þingsætis. „Ég stefni
ekki á þriðja sætið,“ sagði Einar
Kristinn.
Guðjón A. Kristjánsson, formað-
ur Farmanna- og fiskimannasam-
bandsins, segist einnig ætla að taka
þátt í prófkjörinu og stefnir hann
á þriðja sæti listans.
Úlfar B. Thoroddsen, fyrrum
sveitarstjóri á Patreksfirði, hefur
einnig heyrst nefndur sem hugsan-
legur þátttakandi í prófkjörinu.
Aðspurður sagðist hann hvorki vilja
játa því né neita. Hann hefði enga
ákvörðun tekið um þessi mál að svo
stöddu.
Á Norðurlandi vestra var kjör-
nefnd falið á síðasta kjördæmis-
þingi að vinna að tillögu um fram-
boðslista á grundvelli skoðanakönn-
anar sem framkvæmd var meðal
sjálfstæðismanna í kjördæminu á
síðasta ári. í þeirri skoðanakönnun
var Pálmi Jónsson, alþingismaður,
í fyrsta sæti, Vilhjálmur Egilsson,
varaþingmaður og framkvæmda-
stjóri Verslunarráðsins, í öðru sæti
og Hjálmar Jónsson, sóknarprestur
á Sauðárkróki, í þriðja sæti.
Kjörnefnd er enn að störfum og
mun hún skila áliti sínu á aðalfundi
kjördæmisráðs sem verður haldinn
dagana 10.-11. nóvember. Þar verð-
ur tekin ákvörðun um framboðsmál
flokksins í kjördæminu.
Á Norðurlandi eystra mun 29
manna kjörnefnd, skipuð formönn-
um allra félaga og fulltrúaráða
sjálfstæðismanna auk sjö mönnum
kjömum af kjördæmisráði ákveða
skipun framboðslistans. Er von á
niðurstöðu undir lok mánaðarins.
Halldór Blöndal, alþingismaður, er
talinn öruggur með að skipa fyrsta
sæti listans og Tómas Ingi Olrich,
menntaskólakennari, annað sæti,
en hann var í þriðja sæti listans í
síðustu kosningum. Björn Dag-
bjartsson, sem var í öðru sæti list-
ans í síðustu kosningum, hefur tek-
ið við starfi forstjóra Þróunarsam-
vinnustofnunar íslands. Hann seg-
ist ekki ætla að gefa kost á sér í
framboð og hefur beðið kjörnefnd-
ina um að setja sig ekki ofarlega á
listann ef hún vilji hafa hann þar.
Sjálfstæðismenn á Austurlandi
halda prófkjör 27. október. Sverrir
Hermannsson, sem var fyrsti maður
á lista þeirra, tók við stöðu banka-
stjóra Landsbankans um mitt
kjörtímabil og færðist þá Egill Jóns-
son upp í fyrsta sætið. Kristinn
Pétursson frá Bakkafirði, sem var
fyrsti varaþingmaður flokksins á
Áusturlandi, tók við það sæti á
þingi. Þeir Egill og Kristinn gefa
báðir kost á sér í prófkjörinu sem
og Hrafnkell A. Jónsson, verka-
lýðsleiðtogi á
Eskifírði.
Síðasta laug-
ardag ákváðu
sjálfstæðismenn
á Suðurlandi að
halda prófkjör.
Sunnlenskir
sjálfstæðismenn
voru fyrstir allra
fyrir tæpu ári til
að ákveða að
halda prófkjör en
þann 17. sept-
ember sl. ritaði
Eggert Haukdal,
annar þing-
manna flokksins
á Suðurlandi,
stjórn kjördæ-
misráðsins bréf,
þar sem hann
bauðst til að taka
þriðja sætið á
listanum en
hann skipar nú
annað sætið.
„Ég tel rétt að
þessu sinni að
gefa öðrum kost
á að taka það
sæti,“ segir Ég-
gert m.a. í bréfinu. Var þetta bréf
Eggerts talið gefa tilefni til að end-
urskoða framboðsmálin en niður-
staðan varð sú að samþykkt var
að standa við fyrri ákvörðun með
58 atkvæðum gegn 32. Þorsteinn
Pálsson, foimaður Sjálfstæðis-
flokksins, skipar fyrsta sæti listans
á Suðurlandi og mun eflaust gera
það áfram en þeir Árni Johnsen frá
Vestmannaeyjum og Eggert frá
Bergþórshvoli beijast um annað
sæti listans enda er Eggert nú fall-
inn frá því að bjóðast til að sitja í
þriðja sætinu.
„Hér hefur lengi verið deilt um
annað sætið. Ég mat stöðuna svo
að gott væri að menn slíðruðu
sverðin og bauð þetta fram til sátta
að taka þriðja sætið. Þessu var
hafnað og nú blasir við prófkjör og
þá sækist ég eftir atkvæðum fyrst
og fremst í annað sætið. Ég styð
að sjálfsögðu formanninn í fyrsta
sætið," segir Eggert Haukdal.
„Ég sækist eftir öðru sætinu,“
segir Árni Johnsen, „því formaður
Sjálfstæðisflokksins hefur sérstöðu
og ég hef ávallt staðið við bakið á
Þorsteini í erfiðu hlutverki. Ég varð
í öðru sæti í nær 5000 manna próf-
kjöri 1983 og síðan var ég færður
í 3. sæti 1987 án prófkjörs gegn
-vilja mínum af meirihluta hóps trún-
aðarmanna Sjálfstæðisflokksins.
Ég vona að stuðningsmenn mínir í
Suðurlandskjördæmi kippi því í lið-
inn nú.“
Drífa Hjartardóttir, bóndi, ætlar
einnig að taka þátt í prófkjörinu
og segist stefna á þriðja sætið. „Ég
hef fengið mikla hvatningu úr öllu
kjördæminu og þetta er svar mitt
við þessari áskorun. Mér er ekki
stætt á öðru,“ segir Drífa.
Allt í klessu í Reykjavík
Þau átök sem undanfarið hafa
geisað í Alþýðubandalaginu munu
mjög líklega setja svip sinn á fram-
boðsmál þess, að minnsta kosti á
suðvesturhorninu. „Það er allt í
klessu í Reykjavík," eins og einn
viðmælenda orðaði það.
Þeir tveir hópar sem þar hafa
tekist á og eru oft nefndir „flokks-
eigendafélagið“ annars vegar, sem
ræður ríkjum í Alþýðubandalagsfé-
laginu í Reykjavík, og „lýðræðis-
kynslóðin" hins vegar, sem á með
sér félagsskapinn Birtingu, eru ekki
líklegir til að ná saman um fram-
bjóðendur fyrir næstu alþingiskosn-
ingar.
Ágreiningurinn kristallast í per-
sónum þeirra Svavars Gestssonar
og Ólafs Ragnars Grímssonar og
er ólík afstaða þessara tveggja að-
ila í álmálinu einkennandi fyrir
stöðuna og ekki talin góður fyrir-
boði um það sem koma skal innan
flokksins.
Svavar Gestsson, sem skipaði
fyrsta sæti á lista flokksins I
Reykjavík í síðustu kosningum, seg-
ist sækjaSt eftir því á ný. „Ég er
reiðubúinn til að halda áfram í
þessu starfi ef flokkurinn óskar
eftir því,“ segir Svavar.
í öðru sæti var Guðrún Helga-
dóttir, forseti sameinaðs þings, og
telja sumir að staða hennar gæti
orðið vandasöm og nefna þá meðal
annars til, að hún hafi ekki stutt
framboð flokksins í Reykjavík í
síðustu kosningum heldur lýst yfir
stuðningi við Nýjan vettvang. „Ég
spái því að það verði reynt að fá
nýja manneskju í annað sætið sem
samstaða gæti orðið um. Einhvern
nafntogaðan vinstri mann sem ekki
kemur úr innsta hring ABR eða
Birtingar,“ segir einn af helstu for-
ystumönnum Alþýðubandalagsins.
Guðrún sjálf segir hins vegar:
„Ég mun gefa kost á mér til áfram-
haldandi þingstarfa. Ég tel það
fullvíst að flokkurinn minn vilji
bjóða mig fram. Ég teldi það að
minnsta kosti óvenjulegt ef flokkur-
inn hafnaði forseta sameinaðs Al-
þingis. Þá hlyti eitthvað að vera
bogiðvið verkaskiptinguna í flokkn-
um. Ég á heldur ekki von á því að
núverandi ráðherrum verði hafnað.“
Aðspurð um hugsanlega tilraun
til að fella hana úr öðru sæti sagði
Guðrún að það gæti vel verið að
einhveijir teldu ástæðu til að ýta
sér út af þingi en að hún teldi að
kjósendur flokksins í Reykjavík
yrðu ekki ánægðir með það. Hún
segist hins vegar ekki ætla að fara
í jiarða baráttu vegna forvalsins.
„Ég skipti mér ekki af þessum hlut-
um nú frekar en áður. Ég tel að
ef kjósendur sjá ekki ástæðu til að
hafa mig á þingi eftir að hafa
kynnst störfum mínum þar í ellefu
ár þá eigi ég ekki að vera þar.“
Það sem á samt eftir að valda
mestum titringi innan Alþýðu-
bandalagsins eru framboðsmál Ól-
afs Ragnars Grímssonar. í síðustu
kosningum var Geir Gunnarsson í
fyrsta sæti í Reykjaneskjördæmi
og Ólafur Ragnar Grímsson í öðru
sæti. Geir Gunnarsson vill ekki tjá
sig um hvort hann gefi kost á sér
á ný en mikið er nú þrýst á hann
um það, ekki síst _af þeim mönnum
sem ekki vilja að Ólafur Ragnar fái
þingsæti. Ef Geir ákveður að gefa
kost á sér áfram er ólíklegt að Olaf-
ur Ragnar fari í harðan forvalsslag
gegn honum. Jafnvel þó að hann
myndi vinna slíkan slag gæti það
orðið honum ijötur um fót enda
Geir einn óumdeildasti þingmaður-
inn innan flokksins. Hörð átök eru
ekki gæfulegt upphaf á kosninga-
baráttu og spá sumir alþýðubanda-
lagsmenn því jafnvel, að þá myndi
flokkurinn ekki fá neinn þingmann
kjörinn á Reykjanesi. Það má telja
með öllu útilokað að Ólafur Ragnar
taki annað sætið á Reykjanesi á
ný enda litlar sem engar líkur á að
það myndi duga til þingsætis.
Segja sumir stuðningsmenn Ól-
afs Ragnars að það væri þá vitur-
legra að fara gegn Svavari Gests-
syni í Reykjavík, ef ekki næst frið-
ur á annað borð í flokknum og beij-
ast um fyrsta sætið þar. „Það yrði
'injög æsileg barátta sem myndi
enda með endanlegum klofningi í
flokknum,“ sagði Bjrtingarmaður.
Stuðningsmenn Ólafs Ragnars
segja líka að „þröngur G-listi“
áþekkur þeim sem boðið var upp á
í borgarstjórnarkosningunum sé
ekki líklegur til stórræða. Slíkur
listi, þar sem Svavar Gestsson kæmi
í stað Siguijóns Péturssonar, fengi
að þeirra matj svipað fylgi, eða í
kringum 8% og einn þingmann kjör-
inn.
Sú hugmynd til lausnar á deil-
unni hefur verið rædd manna á
milli að gert yrði heildarsamkomu-
lag milli hinna tveggja arma Al-
þýðubandalagsins til að flokkurinn
geti gengið til kosninga sem ein
heild. Þannig myndi Ólafur Ragnar
fá öruggt þingsæti, væntanlega á
Reykjanesi, en í Reykjavík yrði
Svavar Gestsson í fyrsta sæti. Þá
myndi Svanfríður Jónasdóttir, að-
stoðarmaður fjármálaráðherra,
taka annað sætið á listanum.
„Slíkur pakki væri mjög æskilegur
en um þetta eru gífurlega skiptar
skoðanir. Þetta væri á margan hátt
sniðugur leikur þar sem Svanfríður
nýtur viss trausts þó að hún sé
tengd Birtingu," sagði viðmælandi
úr Svavarsarminum en tók fram
að engar formlegar viðræður hefðu
átt sér stað um neitt þessu líkt
Ragnhildur hættir
Matthías hættir