Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 7. OKTÓBER 1990 SUND Sundið sem varð næstum að hætta við Björn Kristjánsson, sjötugur heiðursmaður, gerði sér lítið fyr- ir og synti yfir Palmaflóann á Mallorca, alls 16 kílómetra, eins og frá var greint í fréttum Morg- unblaðsins í siðasta mánuði. Þótti afrekið ekki síst markvert fyrir þær sakir að hann átti við brjósk- los að stríða síðastliðið sumar og Ijáði læknir hans honum er hann hélt til Spánar, að hann yrði að gæta sín alveg sérstaklega og ofbjóða sér ekki og hætta fremur við sundið heldur en að storka örlögunum um of. Björn var hins vegar ákveðinn i því að synda sprettinn og það gerði hann þótt eitt og annað hafi tafið hann frá því og um tíma hafi litið svo út að hann yrði að hætta við allt saman vegna ótrúlegs skrifræðis. Þannig var að á síðustu stundu var honum tjáð að hann þyrfti bæði að hafa læknisvottorð og líftryggingu upp á vasann og svo yrði að sækja sérstaklega um leyfi til að synda inn í höfnina í Palma og þyrfti til þess tveggja mánaða fyrirvara. Þetta leit ekki vel út, en eftir nokkrar vangavelt- ur voru menn sammála um að það gæti ekki skipt meginmáli hvaðan synt væri og hvar væri ient. Afráðið var því að leggja upp frá fyrirhuguðum punkti, en í stað þess að synda inn í höfnina, að taka land nærri hafnar- mynninu. 16 kílómetrar í stað 17. Og hófst nú sundið. Jónas Jónsson úr Reykjavík og Óli S. Júlíusson frá Siglufirði fylgdu Birni á hjólabátum svona til vonar og vara. Fyrstu tíu kílómetrana var logn og sléttur sjór og gekk þá allt greiðlega. Synti Bjöm þann sprett á svona 2 klukkustundum. Þá hvessti og töluverð ágjöf fylgdi því. Tafðist sundið við þetta, en Birni fataðist ekki. Þegar þeir félagar sáu í landi að græn flögg, sem banna um- ferð smábáta, voru komin á loft ák- váðu þeir að skila bátunum, en Björn lyki sundinu einn síns liðs. Skildi nú með þeim, en Björri lauk sundinu. Hann lenti þó í smáveseni en það gekk þó eftir og Björn skilaði sér á sitt hó- tel, hetja dagsins. Björn syndir baksund. F.h. Óli S. Júlíusson, Jónas Jónsson, sundkappinn sjálfur og loks Juan Maimo Canellas hótelstjóri á Sol Tropico Playa sem var Birni mikil hjálparhella. Hf. Eimskipafélag íslands býður nú til sölu á almennum markaði hlutabréf í félaginu að naínverði 41.315.802 kr. ÚTBOÐ A HLUTAFÉ EIMSKIPS Bréfm eru seld með áskrift. Öllum er gefínn kostur á að skrá sig fyrir hlutafé að nafnverði 5.000-25.000 kr. á genginu 5,60. Þeir sem óska eftir að kaupa fyrir hærri íjárhæð geta gert tilboð í hlutabréf á hærra gengi. Eigið fé EIMSKIPS hinn 30. júní sl. var 3,2 milljarðar króna. Áætluð velta félagsins árið 1990 er um 7 milljarð- ar króna og fyrstu 6 mánuði ársins nam hagnaður samtals 257 milljónum króna. Nánari upplýsingar um útboðið liggja frammi_hjá Verðbréfa- markaði íslandsbanka hf., Armúla 13a, Reykjavík, útibúum íslandsbanka hf. og Fjárfestingarfélagi íslands hf., Hafnarstræti 7, Reykjavík. EIMSKIP Umsjónaraöili útboðsins er Veröbréfamarkaöur (slandsbanka hf., Ármúla 13a, 108 Reykjavík, sími: 681530. . VAXTARRÆKT Að komast í úrslit væri meiri háttar sig’ur fyrir mig Vaxtarrækt þykir jafnan for- vitnileg íþróttagrein og hún á jafn framt vaxandi vinsældum að fagna hér á landi. 25.-26. októ- ber næstkomandi fara tveir íslenskir vaxtarræktarmenn til Kuala Lumpur í Malasíu á heims- meistaramót í vaxtarrækt. Þetta eru þeir ívar Hauksson og Guð- mundur Bragason. Morgunblaðið ræddi við ívar um þetta mót og þá styrktaraðila sem styrkja ívar til fararinnar. „Við erum að ná umheiminum í greininni og miðað við það sem ég sá á síðasta heimsmeistaramóti þykir mér ekki óraunhæft að stefna á 3.-4. sætið, en um keppendur á þessu móti veit maður ekkert og í rauninni rennur maður blint í sjóinn, en auðvitað gerir maður sitt besta. En að kom- • ast í úrslit myndi raunar vera meiri háttar sigur, því að þetta er í fyrsta skipti sem íslenskir keppendur taka þátt í heimsmejstaramóti í vaxtar- rækt,“ sagði ívar sem keppir í þyngsta flokkinum, plús 90 kg, Keppnin fer fram í leikhúsi sem tek- ur 5.000 manns í sæti og vonandi verður hvert þeirra skipað. Þetta verður ævintýralegt og eitthvað ann- i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.