Morgunblaðið - 07.10.1990, Síða 19

Morgunblaðið - 07.10.1990, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. OKTOBER 1990 19 leggja mat á stöðu efnahagsmála. Magnús kom á síðasta ári með þessari nefnd, sem starfsmaður sjóðsins, og þótti forvitnilegt að skoða málin frá því sjónarhorni. „Sendinefndin taldi raunar að margt hefði tekist vel í stjórn efnahagsmála,“ sagði Magnús. „Verðbólga hafði náðst nið- ur, vextir og peningastjórn væru talin virk- ari og ýmsar aðgerðir í opinberum fjármál- um voru taldar stefna í rétta átt svo sem skattkerfisbreytingar. Nú er sendinefndin væntanleg aftur í nóvember og þá verður gaman að sjá hvert mat hennar verður.“ Kerfið komið að hruni Þegar Magnús kom aftur til landsins um síðustu áramót, tók hann við sínu gamla starfi sem hagsýslustjóri, en honum var jafnframt falið að vinna tillögur um hvernig hægt væri að sameina Fjárlaga- og hagsýslustofnunina og fjármálaráðu- neytið. Fyrsta skrefíð að þeirri sameiningu var raunar stigið skömmu síðar, þegar Sigurgeir Jónsson ráðuneytisstjóri tók við öðru embætti og Magnús var settur í hans stað, þannig að hann gegndi bæði emb- ætti ráðuneytisstjóra og hagsýslustjóra. „Aðdragandinn er í stuttu máli sá að menn hafa alllengi rætt hvort sameining þessara tveggja arma fjármálaráðuneytis- ins sé æskileg,“ segir Magnús. „Það sýn- ist sitt hveijum, en það sem ef til vill reið baggamuninn er að umræðan um endur- skoðun laga um Stjórnarráð íslands hefur yfirleitt hnigið í þá átt. Núverandi fjár- málaráðherra tók af skarið og ákvað að af sameiningu skyldi verða og að skipulag og starfshættir ráðuneytisins yrðu endur- skoðaðir. Ég var raunar á annarri skoðun, og taldi rök mæla með því halda íjárlagavinn- unni og áætlanagerðinni aðskildu. En ann- að var ákveðið og ég er alveg sáttur við það. Það má raunar með nokkrum rökum segja að þessi breyting falli betur að þéirri stefnu að færa ýmis verkefni frá ráðuneyt- inu til annarra ráðuneyta, og auka fjár- hagslega ábyrgð þeirra. Þegar grannt er skoðað höldum við uppi gífurlega miðstýrðu fjármálakerfí, sem ég tel að mörgu leyti komið að hruni. Launamálum ríkisins er til dæmis þannig háttað, að hið miðstýrða eftirlit heldur hvergi, enda er það óopinber staðreynd að allskoaar launagreiðslur viðgangast til að bæta mönnum upp launin. Það væri ef til vill ekki það versta, ef fyrir lægi hver ber ábyrgð á slíkum ákvörðunun, en því er ekki til að dreifa, því miður. Ég tel að annaðhvort þurfi að styrkja eftirlit með starfsmannaráðningum og samræma launagreiðslur, eða dreifa ábyrgðinni til ráðuneyta og stofnana. Ég tel að það eigi að velja síðari leiðina og myndi fagna því að geta ráðið starfsmenn í íjármálaráðu- neytið á launum sem samið er um við hvern og einn. Og Því ekki að reyna þetta í Stjórnarráð- inu öllu? Ef það gæfi góða raun fengju aðrir heimild til slíks, t.d. Póstur og sími, Vegagerðin og svo framvegis. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þótt hagsmunir ríkisins séu nokkrir í þessu sambandi þá Mctgnús Péturs- son, nýi ráðu- neytisstjórinn í fjármálaráðu- neytinu, vill rót- tækar breytingar í skipulagi ráðu- neytisins, upp- stokkun í ríkis- rekstrinum og um byltingu í mennta kerfinu sem hann segir komið að fótum fram. Það er engu líkara en kominn sé minkur í hænsnabúið. markmið að að vinna fjármálaráðuneytinu traust hjá öðrum ráðuneytum, hjá hags- munaaðilum og hjá löggjafanum. Og ég tel að ráðuneytið eigi að vera miklu sókn- djarfara í mörgum málum. Við eigum ekki alltaf að vera í vörn. Fyrsta skrefið er að taka ráðuneytið sjálft til skoðunar og meta hvort þar er unnið að réttum hlutum og skynsamlega. Næsta skref er að auka tengslin við ýmis hagsmunasamtök sem eiga samskipti við ráðuneytið. Þar get ég nefnt VSÍ og ASÍ, BSRB, BHMR, skrifstofu viðskiptalífsins og fleiri. Viðræður við þessa aðila eiga að vera á efnislegum grunni um ýmis mál, sem varða bæði hagsmuni ríkisins og hags- muni þessara hópa. Gleggsta dæmið um misbrest að þessu leyti eru samskipti ríkisins og BHMR. Það er einfaldlega afleitt að ekki sé talast við annarstaðar en í fjölmiðlum og þá yfirleitt í fjandsamlegum tón. Ég vildi gjarnan sjá að fjármálaráðuneytið ætti jafngott sam- starf við BHMR og það á við forustu BSRB. Launanefnd BSRB og íjármála- ráðuneytisins, sem sett var á fót með kjara- samningunum í febrúar, hefur reynst ágætur vettvangur til viðræðna um annað en launataxta og starfsmannamál. Þar hefur verið skipst á skoðunum um þróun efnahagsmála, viðskiptakjör og stöðu ríkissjóðs, sem er nauðsynlegur undanfari þeirrar endurskoðunar á kjarasamningi sem fer í hönd.“ Magnús telur einnig að ráðuneytið þurfi að móta skýrari reglur varðandi samskipti við Alþingi, Ríkisendurskoðun, umboðs- mann Alþingis og íjárveitinganefnd. „Ég hef ekkert á móti aðhaldi að fram- kvæmdavaldinu frá Alþingi og stofnunum þess, og tel raunar að tilkoma umboðs- manns hafi verið mjög þörf ákvörðun. En staðreyndin er samt sú að það er viðvan- ingsbragur á samskiptum framkvæmda- valdsins við umboðsmann og ríkisendur- skoðun enn sem komið er. Ráðuneytin hafa sjálfsagt verið full sinnulítil um álit umboðsmanns í ýmsum málum, og það verður bætt úr því í fjármálaráðuneytinu. Ég tel einnig að ríkisendurskoðun hafi komið með margar þarfar ábendingar, en sú stofnun verður líka að gæta þess að misskilja ekki hlutverk sitt,“ segir Magnús. Stefnulaus menntamál Fjárlög næsta árs eru nú að líta dagsins ljós og fýrirsjáanlegt að ríkið verður rekið með talsverðum halla enn eitt árið. Því er haldið fram að ríkisreksturinn sé þann- ig uppbyggður að á honum sé varanlegur halli sem til lengdar sé að grafa undan sjálfstæði þjóðarinnar. Þegar þetta er bor- ið undir Magnús segir hann það alrangt að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu, en hins vegar sé það hárrétt að það sé tóma- hljóð í ríkiskassanum. „Þetta hefur komið í ljós ekki síst nú, þegar menn fleyta sér ekki á verðbólg- unni, sem oft hefur reynst afkomu ríkis- sjóðs hliðholl þrátt fyrir allt. Það hefur ekki verið tekið á hallarekstri ríkissjóðs til þessa. Þótt núverandi fjármálaráðherra vilji draga úr útgjöldum og leggja á skatta — öðruvísi verður málið vafla leyst — þá eru enn meiri hagsmunir í húfi fyrir stétt- arfélögin því hlutverk þeirra myndi gjör- breytast. Það þarf því að steypa undan þessu launakerfi ríkisins og endurskoðun á því ætti að mínum dómi að vera eitt af verkefnum nýrrar ríkisstjórnar,“ segir Magnús. Ekki svartur og hvítur heimur En er ekki erfitt að sameina þessar tvær stofnanir, þar sem hagsýslan er tækni- og áætlanastofnun meðan fjármálaráðu- neytið er pólitísk framkvæmdastofnun? Magnús svarar því til að hann vilji gjarnan skilja á milli þess sem hægt. sé að kalla fagmennsku og pólitík í störfum ráðuneyt- isins. „Það má draga skarpari línur en nú er. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er ekki hvítur og svartur heimur, enda hljóta þau verkefni sem unnin eru fyrir ráðherra hveiju sinni að mótast af þeirri stefnu sem hann vill að fylgt sé. En það má segja að það sé list embættismanna að fylgja eftir pólitískum ákvörðunum og sjónarmiðum innan marka laga, reglna og stundum sanngirni.“ — En eru þessi skil ekki óljós, þegar fjármálaráðherra leggur fram gögn og upplýsingar frá fjármálaráðuneyti og kynnir þau og túlkar með eigin hætti? „Ég held að það megi svara þessu með annarri spurningu: Á ráðuneytið að vera opnara og reiðubúið til að veita upplýsing- ar um ýmsar staðreyndir þannig að hægt sé að draga ályktun þar af? Mér þykir afar slæmt ef menn vefengja álitsgerðir ráðuneytisins vegna þess að þeir eru ekki stuðningsmenn ráðherrans. En ég hef það skortir algerlega stefnu í þessu til fram- búðar og það hlýtur að vera viðvarandi verkefni íjármálaráðherra á næsta ári.“ En margir telja að ekki sé hægt að ganga lengra í skattlagningu og því eigi ríkið að einbeita sér að því að skera niður útgjöld. Það hefur þó ekki reynst auðvelt, og Magnús segir um þetta að það fari algerlega eftir því hver sé spurður, hvar menn telji að ríkið geti sparað. „Aðalútgjöldin skiptast í fáa þætti,“ segir hann. „í fyrsta lagi er rekstur opin- bera kerfisins þar sem obbinn af framlag- inu fer til heilbrigðisstofnana og skólá- starfs. í menntamálum er ekki mikið hægt að spara og það hefur reynst þrautin þyngri að draga saman útgjöld í heilbrigð- ismálum. í öðru lagi eru framkvæmdir ríkisins, sem eru aðeins um 10% heildarút- gjaldanna og mestmegnis vegagerð. í ariðja lagi eru allar greiðslur til atvinnu- vega, einstaklinga og sveitarfélaga. Þarna liggur fast að helmingur útgjaldanna og vilji menn ekki draga úr þessu er ekki um auðugan garð að gresja. En ég spyr mig stundum hvort það sé veijandi að ráðstafa 5 milljörðum í niður- greiðslur á meðan menn tíma ekki að leggja nokkur hundruð milljónir í skóla- kerfið til að koma á samfelldum -skóla- degi. Og ég er raunar mjög gagnrýninn á allt menntakerfið sem mér fínnst vera meingallað, og það þarf sennilega að beina meiri fjármunum til þess, þótt það sé ekki endilega trygging fyrir umbótum. Mér finnst bestu skólarnir vera leikskólar; þar er börnunum haldið að verki því annars væri þar sjálfsagt plíft. Auðvitað eru svo til ágætis skólar á grunn- og framhalds- skólastiginu en í heild held ég að þar megi taka til hendinni. I hnotskurn held ég að stjórnvöld velkist allt of mikið í vafa um hvert skal stefna. Skólastjóm og vinna í skólum er aga- og metnaðarlítil og margir foreldrar telja uppeldishlutverki sínu meira eða minna lokið þegar börn komast á skólaalduri. Og krakkarnir eru þolendurnir. Á meðan þetta er svona er hætta á að það fari að spretta upp einkaskólar. Það væri svo sem í lagi ef þeir væru stofnaðir til að veita hinum aðhald, en á meðan þeir gera það ekki er verr af stað farið en heima setið. Við erum að láta þetta skólakerfi leka út úr höndunum á okkur,“ segir Magnús. „Jákvæður“ ágreiningur í fjármálaráðuneytinu hefur undanfarin ár verið unnið að því að umbylta skattkerf- inu. Hvernig fínnst Magnúsi hafa tekist til? „Að svo miklu leyti sem ég þekki, þá hefur staðgreiðslukerfi skatta reynst miklu betur en menn áttu von á, og það er búið að lækna flesta barnasjúkdómana. Ég held að sömu sögu sé að segja af virðis- aukaskattinum. Næsta lota þarf að vera endurskoðun á skattlagningu fyrirtækja og hún þarf að taka mið af því að atvinnu- reksturinn í landinu geti starfað og keppt við löndin í kringum okkur. Það eru dæmi þess að skattar hér á landi hafi hvatt fyrirtæki til að flytja starf- semina úr landinu þangað sem sem skatt- lagning ér hagstæðari, og það er alvarleg- ur hlutur. Að auki er hægt að velta því fyrir sér, hvort það sé eðlilegt að vera með sérsamninga um skattlagningu hjá stórum fyrirtækjum, eins og álfyrirtækj- um. Þurfum við að vera með skattkerfi sem kallar á slíka samninga? Það getur ekki verið til þess fallið að laða hingað atvinnurekstur.“ — Eigum við von á nýjum sköttum á næstunni, svo sem vaxtaskatti? „Skattlagning fjármagnstekna, eins og það heitir nú á tæknimáli, hefur verið í alvarlegri athugun. Það er engin tilviljun að flestar þjóðir skattleggja fjármagnstekj- ur á einhvern hátt. Þetta var ekki knýj- andi hér fyrir nokkrum árum, þegar fæst- ir höfðu verulegar tekjur af fjármagni. En nú er öldin önnur og margir hafa veru- legar tekjur af fjármagni. Það getur vel verið að menn séu ekki reiðubúnir að fara fram með þetta mál núna, en ég spái því að fyrr eða síðar verði einhvers konar skattur af þessu tagi lagður á. Menn bera því oft við, að þetta dragi niður sparnað og auðvitað hefur slíkur skattur einhver áhrif á sparnaðinn og vextina. En það jafnast út með tímanum þegar menn semja sig að breyttum aðstæðum. Hitt er svo annað mál, að ég dreg sterklega í efa að landsmenn felli sig við það til lengdar að sumir afli skattfijálsra tekna til fram- færslu og aðrir ekki,“ sagði Magnús. í ljósi þess að hann hefur greinilega mjög ákveðnar skoðanir á þeim málefnum sem varða fiármálaráðunevtið oe stiórn- sýsluna, þá er forvitnilegt að vita hvernig honum gengur að vinna með fjármálaráð- herrum sem augljóslega hafa oft önnur viðhorf. „Gengi mér illa að starfa með fjár- málaráðherra, hver sem hann er, hefði ég leitað mér að annarri vinnu fyrir löngu,“ segir Magnús. „Samvinna okkar Olafs Ragnars Grímsso’nar hefur til dæmis verið með miklum ágætum. Hann er í pólitík, ég er embættismaður. Það getur ekki far- ið hjá því að okkur greini stundum á um hvernig fara eigi með mál, nú síðast um hvort ríkið eigi að gefa eftir tolla og virðis- aukaskatt af bensíni. En ég tel skoðana- skipti af þeim toga sem við eigum frekar bera vott um góða samvinnu en það gagn- stæða.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.