Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 5 Seltjarnarnes: Stjórn safn- aðaríns segir öll af sér Stjórn Seltjarnarnessafnaðar sagði af sér og gekk í kjölfar þess út af fundi seni hún hafði boðað til í fyrradag vegna djúp- stæðs ágreinings sem ríkt hefur innan safnaðarins síðastliðið ár um fyrirkomulag safnaðar- starfs, messutíma og óeiningar um hlutverkaskipan prests og saf naðarstjórnar. „Við teljum okkur verða að víkja þar sem við störfum augsjáanlega í óþökk hluta safnaðarins,“ sagði Kristín Friðbjamardóttir fyrrver- andi formaður safnaðarstjórnar í samtali við Morgunblaðið. Undirskriftalistar sem safnaðar- stjórninni bárust fyrir skömmu urðu til þess að hún tók ákvörðun um að segja af sér. í listunum var farið fram á að fyrirkomulag guðs- þjónusta yrði aftur fært til þess horfs er séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir safnaðarprestur kom á fyrir um það bil ári, er barna- guðsþjónustur og almennar guðs- þjónustur voru sameinaðar. Þessu fyrirkomulagi var breytt fyrir til- stuðlan safnaðarstjórnarinnar fyrir skömmu. Að sögn sr. Solveigar Láru Guð- mundsdóttur snýst málið um ágreining sem ríkt hefur um það hvert hlutverk prests annars vegar og safnaðarstjómar hins vegar eigi að vera og hveijum beri að ákveða messutíma og tilhögun safnaðar- starfsins. Séra Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur mun á næstunni kalla saman fund þar sem kjörin verður ný safnaðarstjórn. Sjálfstæðisflokkur- inn á Austfjörðum: Tíu gefa kost á sér / /1*1 • •• • í protkjon Egilsstöðum. TÍU MANNS gefa kost á sér í opnu prófkjöri sjálfstæðis- manna á Austurlandi, sem verð- ur haldið 27. október næstkom- andi. Framboðsfrestur rann út á hádegi í gær. í hópi þeirra, sem gefa kost á sér í prófkjörinu, em alþingis- mennirnir Egill Jónsson og Krist- inn Pétursson ásamt Hrafnkatli A. Jónssvni varaþingmanni. Einn- ig gefur Guðni Nikulásson rekstr- arstjóri á Egilsstöðum kost á sér, en hann skipaði 1. sætið á lista Þjóðarflokksins við síðustu kosn- ingar. Aðrir sem gefa kost á sér í próf- kjörinu era: Arnbjörg Sveinsdóttir, skrifstofustjóri, Seyðisfirði, Dóra Gunnarsdóttir, húsmóðir, Fá- skrúðsfirði, Einar Rafn Haralds- son, framkvæmdastjóri, Egilsstöð- um, Guðjón Þorbjörnsson, fram- kvæmdastjóri, Höfn, Rúnar Páls- son, umdæmisstjóri, Egilsstöðum, og Stella Steinþórsdóttir, verka- kona, Neskaupstað. Að sögn Garðars Rúnars Sigur- geirssonar, formanns kjördæmis- ráðs Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi, er stefnt að því að kjörnefnd komi saman að morgni sunnudags, daginn eftir prófkjör, og telji atkvæði. Fundur kjör- dæmisráðsins verði svo kallaður saman á sunnudagskvöld, þar sem borin verði upp tillaga kjörnefndar um skipun framboðslista. - Björn Varanlegt SLITLAG Á UMFERÐAR- ÞUNG STIGAHIJS Stigahús eiga það sameiginlegt með [jöirörnum vegum að á þau dugir aðeins varanlegt slitlag. Þegar stigahús eru annarsvegar er þó um mun fleira að velja í litum og áferð en það sem við eigum að venjast á íslenskum vegum. í Teppalandi-Dúkalandi er geysimikið úrval af níðsterkum, fallegum, þrifléttum og vönduðum teppum fyrir stigahús. Fagfólk okkar tekur vel á móti þér með fyrsta flokks þjónustu. Gólfmeistarar í meira en 20 ár Tkppaland’ Dúkaland Grensásvegi 13 • sími 83577

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.