Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 29 Jón Sverrisson og Reynir Helgason urðu Norðurlandsmeistarar í tvímenningi en keppnin fór fram á Akureyri um síðustu helgi. _____________Brids_________________ Arnór Ragnarsson Akureyringar unnu Norðurlandsmótið í tvímenningi Norðurlandsmótið í tvímenningi var haldið á Akureyri sl. laugardag. Sigur- vegarar urðu Jon Sverrisson og Reynir Helgason eftir harða keppni við fyrra árs meistara og Hvammstangabúa. Lokastaðan: Jón Sverriss.-Reynir Helgas. Ak. 391 Anton Haraldss.-Pétur Guðjónss. Ak. 388 Unnar Guðmundss.-Erlinpr Sverriss. Hvamm. 383 Frimann Frímannss.:Grettir Frímannss. Ak. 359 Soffía Guðmundsd.-Ármann Helags. Ak. 346 Jón Sigurbj.son-Ásgrímur Sigurbj.son Sigiuf. 346 Ragnhildur Gunnarsd.-Gissur Jónass. Ak. 345 Ólafur Jonss.-Steinar Jónss. Sigluf. 344 Stefán Benediktss.-IngaJ. Stefánsd. Fljótum 325 JónasRóbertss.-GunnarBergAk. 322 Keppnisstjóri var Albert Sigurðsson. Næsta Norðurlandsmót verður haldið á Norðurlandi vestra að ári. Bridsfélag Breiðholts Þriðjudaginn 9. september lauk hausttvímenning félagsins. Ungir og efnilegir spilarar unnu keppnina með glæsibrag. Eftirtalin pör skipuðu efstu sætin: Ingi Agnarsson - Haraldur Þ. Gunnlaugsson 542 GuðmundurSkúlason-EinarHafsteinsson • 511 Gunnar B. Kjartansson - Valdimar Sveinsson 507 Guðmundur Baidursson - Jóhann Stefánsson 498 María Ásmundsdóttir - Steindór Ingimundarson 496 Guðjón Jonsson - Lovísa Eyþórsdóttir 492 Næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenningur, . en þriðjudaginn 23. október hefst hraðsveitakeppni. Skráning hafin. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega. Bridsdeild Barðstrenginga Mánudaginn 8. október var spiluð önnur umferðin í aðaltvímenningn- um hjá Bridsdeild Barðstrendinga. 36 pör taka þátt í keppninni en spilaður er 5-kvölda Mitchell. Efstu skor í 2. umferð fengu eftirfarandi: N-S riðill: Kristín Pálsdóttir - Vilhelm Lúðvíksson 43Ö Edda Thorlacius - Sigurður ísaksson 429 Þórarinn Árnason - Gísli Víglundsson 427 A-V riðill: Friðjón Margeirsson - Einar Torfason 425 Pétur Sigurðsson - Viðar Guðinundsson 408 Þorleifur Þórarinsson - Hörður Davíðsson 408 Meðalskor: 364 Staða efstu para eftir 2 umferðir: Edda Thorlacius - Sigurður ísaksson 862 Haraldur Sverrisson - Leifur Kr. Johannesson 843 Þórarinn Ámason - Gísli Víglundsson 829 V aldimar Sveinsson - Gunnar Bragi 826 Kristín Pálsdóttir - Vilhelm Lúðvíksson 822 Bridsfélag Hornafjarðar Hafinn er þriggja kvölda Michell-tví- menningur með þátttöku 19 para. Stað- an eftir fyrsta kvöld af þremur: Árni Stefár.sson - Bragi Bjarnason 293 BjömJúlíusson-ÓlafurJonsson 282 Guðbrandur Jóhannss. - Gunnar P. Halldórss. 250 Svava Gunnarsdóttir - Gunnhildur Gunnarsd. 242 Kolbeinn Þorgeirsson - Jón Gunnar Gunnarss. 242 Gestur Halldórsson - Magnús Jónsson 239 Ingvar Þórðarson - Gísli Gunnarsson 241 Spilað er á sunnudagskvöldum í golf- skálanum kl. 19.30. Allir spilarar eru velkomnir. Þær stöllur, Fjóla Jóhannesdóttir og Áslaug Sigmarsdóttir, héldu hlutaveltu fyrir nokkru og söfnuðu 2.600 krónum sem þær hafa afhent Rauða krossi Islands. Þessar ungu dömur heita Sara Kristjánsdóttir og Bjarný Björg Arn- órsdóttir. Þær héldu hlutaveltu og söfnuðu 3.323 krónum sem þær gáfu Rauða krossinum. Vélagslíf □ GIMLI 599015107-1 Atkv. HfMöJCM í Frískanda, Faxafeni 9 Ný byrjendanámskeið hefjast 18. október. Hugleiðsla, Hatha- jóga, öndunartækni og slökun. Leiðbeinandi: Helga Mogensen. Opnir tímar: Mánudaga-laugar- daga kl. 07.00. Mánudaga- fimmtudaga kl. 18.15. Mánu- daga og miðvikudaga kl. 12.15. Satsan: Fimmtudaga kl. 20.00. Upplýsingar og skráning hjá Mundu (kl. 12-15 í síma 39532), Heiðu (sími 72711) og Ylfu (á kvöldin í síma 676056). Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund i kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikuna framundan. Sunnudagur Hvítasunnukirkja Völvufelli. Sunnudagaskóli kl. 11.00. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Sunnudagaskóli á sama tíma. Þriðjudagur - laugardags. Biblíulestur með Robert Thomp- son kl. 20.30. Föstudagur Æskulýðssamkoma kl. 20.30. Qútivist GRÓFINNI1 • REYKiAVlK - SlMI/SÍMSVARI 14601 Sunnudagur 14. október Kl. 13.00 Esjuhringurinn Siðasta gangan í Esjuhringnum. Gengið um Svínaskarð frá Svínafelli í Kjós á milli Móskarðs- hnúka og Skálafells. Um næstu helgi Fjallaferð um veturnætur Spennandi óvissuferð upp um fjöll og firnindi. Fjallganga fyrir sprettharða, láglendisganga fyr- ir rólega. Góð gisting í húsi. Sjáumst! Útivist. FERDAFÉLAG ISIANDS ÖLDUGÖTU 3 S. 11798 19533 Dagsferðir um helgina: Laugardagur 13. október kl. 13: Haustlitir við Þingvallavatn Við náum í lok haustlitatímans, en haustlitirnir eru á fáum stöð- um fallegri en á Þingvölllum. Gönguferð við allra hæfi, m.a. með norðausturhluta vatnsins og á Arnarfell. Ferð, sem frestað var frá sunnud. 9. okt. Sunnudagur 14. otkóber kl. 13: Á útlegumannaslóðum í Eldvarpahrauni Ekið að Stapafelli og gengið um Árnastíg að gígaröðinni stór- fenglegu, Eldvörpum og síðan skoðaðir hraunkofar, sem eru hugsanlega reistir af útlegu- mönnum. Áð við Bláa lónið á heimleið. Spennandi gönguferð fyrir unga sem aldna. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, aust- anmegin. Verð 1.000 kr. í báðar ferðirnar, frítt f. börn m. fullorðn- um. Allirvelkomnir! Geristfélag- ar i FÍ og eignist árbók 1990. Ferðafélag islands. Hugræktarnámskeið vekur athygli á leiðum til jafn- vægis og innri friðar. Kennd er almenn hugrækt og hugleiðing. Athyglisæfingar, hvíldariðkun og andardráttaræfingar. Veittar leiðbeiningar um iðkun jóga. Kristján Fr. Guðmundsson, simi 50166 á kvöldin og um helgar. í meðferð gönguskíða verður haidið á skrifstofu félagsins, Amtmannsstíg 2, frá kl. 18.00 til 20.00 nk. mánudag 16. október. Kennari verður Ágúst Björnsson. Þátttaka tilkynnist í síma 12371. Allt skíðagöngufólk velkomið á námskeiðið. Stjórn Skíðafélags Reykjavíkur. Prófkjör sjálfstæðis- manna íReykjavík dagana 26. og 27. október 1990 Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsett- ir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningar- étt I Reykjavík þann 25. apríl 1991 og undirritaö hafa inntökubeiðni I sjálfstæöisfélag I Reykjavík fyrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa? Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda I þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda, sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóð- anda, sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans o.s.frv. Kjósið f því hverfi, sem þér hafið nú búsetu í: Ef þér hafið flutt til Reykjavíkur eftir 1. desember 1989 og ætlið að gerast flokksbundin, þurfið þér að framvísa vottorði frá Hagstof- unni, sem staðfestingu á lögheimili í Reykjavík. Kjörstaðir verða opnir, sem hér segir: Föstudaginn 26. pktóber frá kl. 13.00-22.00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 - öll kjörhverfin saman. Laugardaginn 27. október frá kl. 09.00-22.00 á 5 kjörstöðum í 6 kjörhverfum. 1. kjörhverfi: Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Öll byggð vestan Snorrabrautar og einnig byggð vestan Rauðar- árstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga (Nýja álman) 2. hæð, C-salur - inngangur austurdyr. 2. kjörhverfi: Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi. Öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1, (vestursalur, 1. hæð). 3. kjörhverfi: Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1 (austursalur, 1. hæð). 4. kjörhverfi: Árbæjar- og Seláshverfi og Ártúnsholt. Kjörstaður: Hraunbær 102b (suðurhlið). 5. kjörhverfi: Breiðholtshverfin. Öll byggð í Breiðholti. Kjörstaður: Menningarmiðstöðln við Gerðuberg. 6. kjörhverfi: Grafarvogur. Öll byggð I Grafarvogi. Kjörstaður: Verslunarmiðstöð, Hveraflold 1-3. Akureyri - Akureyri Bæjarmálafundur verður haldinn I Kaupangi mánudaginn 15. októ- ber kl. 20.30. Nefndarmenn og varamenn í nefndum eru sérstaklega hvattir til að mæta. Bæjaríulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Akranes - Báran t Báran heldur aðalfund mánudaginn 15. október kl. 20.30 i Heiðar- gerði 20. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Konur fjölmennið. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélag Borgarfjarðar Aðalfundur Sjálfstæðiskvennafélags Borgarfjarðar verður haldinn miövikudaginn 17. október kl. 21.00 í Sjálfstæðishúsinu Brákarbraut 1, Borgarnesi. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Prófkjör í Reykjavík Utankjörstaðakosning Utankjörstaðakosning vegna prófkjörs sjálfstæðismanna I Reykjavík, sem fer fram dagana 26. og 27. október nk., hefst laugardaginn 13. október kl. 10.00. Utankjörstaðakosningin fer fram á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins I Valhöll, Háaleitisbraut 1, mánudag - föstudag kl. 9.00-17.00 og laugardag kl. 10.00-12.00. Utankjörstaðakosningin er ætluð þeim, sem vegna fjarveru úr borg- inni eða af öðrum ástæðum geta ekki kosið prófkjörsdagana. Þátttaka í prófkjörinu er heimil öllum fullgildum meðlimum sjálfstæð- isfélaganna I Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri 27. október nk., og ennfremur þeim stuðningsmönnum Sjálf- stæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt í kjördæminu þann 25. apríl 1991 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í kjördæminu fyrir lok kjörfundar. Að öðru leyti skulu gilda um framkvæmd prófkjörs ákvæði reglna um prófkjör Sjálfstæðisflokksins, sem miðstjórn hefur sett sbr. 5. gr. skipulagsreglna Sjálfstæðisflokksins. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins Í.Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.