Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 Ragnhildur Guðmunds- dóttir — Minning Fædd 29. apríl 1895 Dáin 7. október 1990 Okkur langar með nokkrum orð- um að minnast ömmu okkar, Ragn- hildar Guðmundsdóttur, sem lést á Sjúkrahúsi Selfoss 7. þessa mánað- ar á 96. aldursári. Amma fæddist í Hrauk í Landeyj- um 29. apríl 1895 og var elst af fimm bömum hjónanna Guðmundar Ólafssonar bónda og Önnu Árna- dóttur, sem bæði voru ættuð úr Landeyjum. Foreldrar hennar bjuggu fyrst í Hrauk, svo Eystri- Hól, síðan í Vestri-Tungu í Landeyj- um en síðast í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, en þangað fluttust þau þegar amma var aðeins fimm ára gömul. Af systkinum hennar er nú aðeins eitt á lífi, það er Einar rithöfundur og fyrrverandi kennari sem nú dvelur á Hrafnistu í Reykjavík. í Syðra-Langholti ólst amma upp og vann af dugnaði við bú foreldra sinna til ársins 1928 er hún giftist afa okkar, Einari Sigurfinnssyni frá Lágu-Kotey í Meðallandi. Hann var þá ekkjumaður og átti fyrir tvo syni, þá Sigurbjörn, síðar biskup, og Sigurfinn, fyrrverandi verkstjóra í Vestmannaeyjum. Árið 1929 eign- uðust amma og afi soninn Guð- mund, sem nú er garðyrkjumaður í Hveragerði. Uppeldissonur ömmu og afa var Skúli Helgason sem lát- inn er fyrir nokkrum árum. Hann hafði áður verið hjá foreldrum ömmu í Syðra-Langholti, en kom til ömmu og afa þegar þau byijuðu búskap á Iðu í Biskupstungum. Amma og afi bjuggu lengst af á Iðu, en er þau hættu búskap þar árið 1955 settust þau að í Vest- mannaeyjum þar sem bræðumir Guðmundur og Sigurfinnur bjuggu. t Bróðir okkar, BJÖRN SCHEVING ARNFINNSSON, Hraunbæ160, Reykjavík, lést 10. október á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Systkini hins látna. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KJARTAN BJÖRGVIN JÓNSSON frá Hafnarhólmi, Ásabraut 5, Keflavík, andaðist f Landspítalanum að morgni 12. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Sigríður Ingimundardóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð og hiýhug við andlát og jaröarför RAGNARS EMILSSONAR arkitekts. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurborg Ragnarsdóttir, EmilJón Ragnarsson og aðrir vandamenn. J Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR, Kópavogsbraut 10. Guðmundur Guðmundsson, Samúel Guðmundsson, Ásta Guðmundsdóttir, Einar Þór Samúelsson, Guðmundur Jónsson, Sigurður Jónsson, Kristján Jónsson, Guðrún Einarsdóttir, Helgi Einarsson. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföð- ur og afa, JÓHANNS I. PÉTURSSONAR, Laugavegi 159a, ísafold Kristjánsdóttir, Marfa Jóhannsdóttir, Sigurður Lindal, Sigríður Jóhannsdóttir, Leifur Breiðfjörð og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, er sýndu okkur samúð og vináttu við andát og útför GUÐRÚNAR ANDRÉSDÓTTUR, Starkaðarhúsum, Stokkseyri. Sérstakar þakkir færum viðöllu hjúkrunarfólki og læknum, sem önnuðust hana í veikindum hennar. Ólafia Sigurðardóttir, Guðjón Jónsson, Hanna Valdimarsdóttir. í Vestmannaeyjum bjuggu þau í mörg ár. Seinna fluttust þau ásamt Guðmundi og fjölskyldu til Hvera- gerðis og þar bjuggu amma ög afi síðustu æviárin. Afi lést 17. maí 1979, 94 ára að aldri. Við systkinin eigum margar góð- ar minningar um ömmu og afa. Minningarnar tengjast fyrst og fremst heimilinu að Sólvangi í Vest- mannaeyjum en síðar Hveragerði. I Vestmannaeyjum vorum við svo lánsöm að eiga heima í sama húsi og amma og afi. Þau áttu heima á efri hæðinni en við á þeirri neðri svo mikiii og góður samgangur varð okkar á milli. Okkur systkinun- um þótti svo sjáifsagt og eðlilegt að eiga ömmu -og afa „uppi á lofti“ að við vorum hálf hissa á því að ekki skyldu öll börn búa við það sama og sannarlega vorkenndum við þeim börnum svolítið. Alltaf gátum við hlaupið upp til ömmu og afa og fengið að skoða hjá þeim bækur, hlusta á barnatímann í friði eða smakka á góðu pönnukökunum hennar ömmu. Amma átti tölusafn sem hún geymdi í skúffu í eldhús- borðinu sínu. Mikið þótti okkur skemmtilegt að skoða tölurnar hennar ömmu og leika okkur að þeim. Sumar voru svo skrautlegar að við höfðum þær fyrir kónga og drottningar, prinsessur og prinsa, aðrar voni lægra settar. Amma var mjög dugleg og vand- virk kona. Meðal annars pijónaði hún mikið af sokkum og vettlingum og fengum við systkinin að njóta þess. Amma átti rokk sem hún spann á band úr lopa. Þegar amma fór að spinna heyrðist hljóðið í rokknum niður til okkar. Þetta var ákaflega heimilislegt hljóð og vor- um við þá fljót að skjótast upp til að horfa á ömmu „rokka“ eins og sum okkar kölluðu það. Okkur þótti mjög gaman að fylgjast með þess- ari vinnu hennar. Á sunnudögum fórum við systk- inin oft með ömmu og afa í kirkju, en þau voru mjög trúuð og kirkju- rækin. Á kvöldin voru þau vís með að koma niður til okkar og segja okkur sögur þegar við vorum hátt- uð. Oft söng amma líka fyrir okkur eða kenndi okkur fallegar bænir og vers. Amma sagði okkur ýmsar sögur úr sveitinni tengdar búskapn- um á Iðu og það þótti okkur ákaf- lega skemmtilegt. Hún sýndi okkur líka margar myndir, bæði af mönn- um og skepnum. Af þessum mynd- um og frásögn ömmu lærðum við ýmislegt um vinnubrögð í svéitum fyrr á tímum. Þar sem amma var fædd rétt fyrir aldamótin, tilheyrði hún þeirri kynslóð íslendinga sem lifað hafa einhveijar mestu breyt- ingar sem orðið hafa í þessu þjóðfé- lagi. Það er undarlegt til þess að hugsa að amma hafi verið orðin 19 ára þegar fýrri heimsstyijöldin skall á. Svo lengi hefur hún amma lífað. Amma var einstaklega snyrtileg og alltaf var hreint og fínt í kring- um hana. Og þótt íbúðin þeirra afa væri hvorki stór né ríkmannleg, var hún mjög hlýleg. Amma vildi að fötin sem hún gengi í færu vel og við vorum stoltar systumar þegar hún fór að bera það undir okkur hvort pilsið hennar færi nógu vel að aftan eða hvort skotthúfan sæti ekki rétt. Henni ömmu var ekki sama hvernig hún leit út. Jafnvel eftir að hún var orðin níræð hugs- aði hún vel um útlitið, enda var hún amma okkar alltaf fín og falleg. í Hveragerði bjuggu amma og afí í litlu einbýlishúsi við Heiðmörk- ina. Þangað var alltaf gott að koma. Það var gaman að sjá hversu vænt þeim þótti hvoru um annað og hversu samrýnd þau voru. Þau fylgdust vel með öllu sem var að gerast í kringum þau og voru ung í anda. Alltaf var hægt að spjalla við hana ömmu um allt og alltaf hafði hún tíma til að hlusta og var glöð og hréss. Þegar við nú kveðjum hana ömmu okkar í hinsta sinn er okkur efst í huga þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast henni og fyrir að hafa fengið að hafa hana svo lengi nálægt okkur. Blessuð sé minning hennar. Fyrir hönd systkina Ásdís og Ragnhildur Palle Grönvaldt sölu- maður - Minning Fæddur 15. mars 1925 Dáinn 10. október 1990 Svili minn Palle Grönvaldt sölu- maður lést miðvikudaginn 10. októ- ber sl. á Herlevspítala í Danmörku. Banamein hans var krabbamein í lifur. Hér á landi eignaðist hann marga vini og kunningja eftir ára- tuga viðskipti sem hann átti við íslenska farmenn. Palle Grönvaldt fæddist í Kaup- mannahöfn fyrir rétt rúmlega 65 árum. Foreldrar hans voru Svend Grönvaldt kaupmaður þar í borg og kona hans Else, fædd Ager- bundsen. Palle lauk verslunarprófi og verslunarstörf stundaði hann þar til hann fór á eftirlaun fyrir um fimm árum. Lengst af starfaði hann hjá Oscar Rolffs Eft. eða Óskari Rolf eins og íslendingum var tam- ast að kalla fyrirtækið. Það var árið 1956 sem Palle fór að vinna við afgreiðslu íslenskra farskipa sem sölumaður og inn- heimtumaður og gerði það síðan allan starfsaldur sinn. Hann náði undragóðum tökum á íslenskri tungu, báðum aðilum til hagsbóta. Líklega hafa einhveijir talið nafn hans vera gælunafpið Palli og þar færi íslendingur sem dvalist hefði lengi í Danmörku. Vini og kunn- ingja átti hann fjölmarga hér á landi BLOM SEGJAALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. NÐíKHQOeil Opið alla daga frá kl. 9-21. Sími 689070. eins og vænta mátti. Væri minnst á árekstra, sem æðioft koma upp í viðskiptum, voru nöfn ekki nefnd og aldrei heyrði ég hann leggja illt til nokkurs manns. Hins vegar þurfti oft að forðast misskilning þegar svo orðhagur maður rambaði á egginni milli gamans og alvöru. Palle hafði mörg járn í eldinum í tómstundum sínum. Hann lék dá- vel á píanó og var söngmaður góð- ur. Hann var fjöldamörg ár í karla- kór og raunar aðstoðarkórstjóri um skeið. Ilann var hagorður í bes.ta lagi og orti fjöldann allan af tæki- færiskvæðum til söngs þegar ætt- ingjar og félagar gerðu sér daga- mun. Þá stundaði hann tréskurð af miklu listfengi og gaf vinum og kunningjum góða gripi. Síðast en ekki síst hafði hann unun af ferða- lögum. Hann kom oft hingað til lands og hefði margur maðurinn getað, öfundað hann af þekkingu hans á Islandi. Palle Grönvaldt var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Luth Scheibel. Þau eignuðust tvö börn: Þau eru Peter (f. 1947) rennismiður og Janne (f. 1952) sjúkraliði. Kjördótt- ir hans og dóttir Luths er Lisbeth (f. 1944) sjúkraliði. Hún fluttist um tvítugt til Akureyrar þar sem hún lærði til sjúkraliða og giftist Júlíusi Bjömssyni pípulagningameistara. Eftirlifandi kona hans er Steinunn Gunnsteinsdóttir kennari. Þau eign- uðust einn son barna, Olaf (f. 1963), sem er markaðsfræðingur. Palle eignaðist sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. Ekki grunaði mig, þegar við ók- um um Þýskaland, Áusturríki og Suður-Tíról nú í sumar, að það væri síðasta skemmtiferðin sem við fæmm saman. Þar hafði hann far- arstjóm á hendi og ekki vantaði útsjónarsemina þegar velja skyldi næsta áfanga. Við komumst heil heim eftir góða og ánægjulega ferð en honum var ekki til setunnar boðið. Tæp vika. er síðan læknir kvað upp þann úrskurð að stutt væri eftir þar til svili minn legði af stað í þann áfanga sem enginn fær neinu um ráðið. Menn standa jafnan ráðþrota frammi fyrir slíkum tíðindum og þó er líkt og svo bráð- ur endir á lífshlaupi væri táknrænn fyrir mann eins og Palle Grönvaldt. Hann tvínónaði aldrei við þá hluti sem gera þurfti, kastaði þó aldrei til þeirra höndum. Hann gekk að hveiju verki með vandvirkni, sjálfs- aga og reisn. Þannig háði hann skammvinnt dauðastríð sitt og þannig verður hans minnst hér norður við ysta haf. Steinunni mágkonu minni, börn- um, bamabörnum og öðrum vanda- mönnum hins látna votta ég inni- lega samuð. Ólafur Jens Pétursson ERFISDRYKKJUR Tökum að okkur að sjá um erfisdrykkjur, stórar og smáar, í glænýjum og notalegum sal, Asbyrgi. Upplýsingarí síma 91-687111. lirmjÁIAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.