Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990 Málað út fyr- ir rammann Hörður í Nýhöfn Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er algengt að listamenn komi víðar við á sínum ferli en flestir aðrir gera á starfsævinni. Víst er að þannig háttar til með Hörð Ágústsson, því að utan þess að hafa starfað sem mynd- listarmaður og kennari um langt skeið hefur hann framkvæmt merkar grunnrannsóknir á bygg- ingarsögu landsmanna, svo og fleiri þáttum menningarsögu ís- lands, og er því ekki síður virtur sem fræðimaður en listamaður. Hitt er mun sjaldgæfara nú á tímum, að merkur hluti úr sköp- unarferli listamanna komi aðeins fyrir sjónir almennings mörgum árum eða áratugum eftir að hann varð til, og jafnvel nokkru eftir að viðkomandi hefur lagt liti og pensla á hilluna. — Þannig er þessu nú samt farið með mynd- irnar á sýningu Harðar í lista- salnum Nýhöfn þessa dagana, því sýningin ber yfirskriftina „Ljóðrænar fansanir frá árunum 1956-1963 og 1973-1976“. Allar eru þessar fimmtíu litlu myndir unnar á pappír, þær eldri með gvassi en hinar yngri með tússi. Þær sýna vel, að listrænt gildi þarf hvorki að felast í stærð né margbrotinni framsetningu. Og flestir þekkja þau almennu sannindi að myndlistinni verður ekki þrengt að mönnum, heldur skulu þeir leita til listarinnar; því til áherslu eru myndirnar á sýn- ingunni hengdar nokkuð fyrir neðan sjónlínu meðalmanns, og því þurfa flestir að „beygja sig fyrir listinni" til að njóta hennar sem best. Þó áratugur hið minnsta sé á milli þeirra myndaflokka sem hér eru sýndir, þá tengjast þeir mefra og minna í gegnum viðfangsefni sem eru dregin af einföldum náttúrumyndum. Þannig fjalla „Vefur 1“ (nr. 12), „Vefur 11“ (nr. 38) og „Megn“ (nr. 4) um svipaða hluti, þó tveir áratugir séu frá því fyrsta til hins síðasta. Þetta og fleiri dæmi á sýning- unni leiðir vel í ljós þann eilífa sannleika, að ekkert verkefni myndlistarinnar verður nokkurn tíma afgreitt endanlega, og at- Hörður Ágústsson: Teikning. Túss á pappír. 1973. hugulir listamenn munu sífellt koma aftur að verðugum mynd- efnum. Myndimar tengjast einnig í þeim vinnubrögðum sem Hörður hefur tamið sér í þessum verk- um. Þar er ekkert ofgert, og hver mótun nýtur þess að standa ein og skýrt mörkuð á fletinum, hvort sem um er að ræða frjálsa litun „Sveiflu“ (nr. 28) frá 1957, nákvæmari framsetningu „Hafs- brúnar“ (nr. 1) frá 1974 eða ein- litar tússteikningar frá miðjum áttunda áratugnum. Það er birta og líf í öllum þessum verkum, og eru þau gott vitni þess að tilraunir i myndgerð og þróun myndmáls geta verið Ijósar, skemmtilegar og fræð- andi. Margar myndanna frá sjötta áratugnum varpa ljósi á hvernig hin óhlutbundna list mýktist og tók að Ieita fanga í náttúrunni meira en áður hafði verið. Myndraðirnar frá áttunda áratugnum eru ekki síður áhuga- verðar, bæði fyrir einfaldleik línunnar í þeim verkum sem heita „Teikning“ (nr. 15-24 og 45-47) og skemmtilegar sam- setningar litanna í myndröð frá 1976 (nr. 39-44). Á síðasta ári voru sýndar í Nýhöfn portrettmyndir sem Hörður hafði gert á árunum 1947-49, og var sú sýning einnig opinberun á því sem hann hafði ekki sýnt áður. Þessi sýning er flestum jafnmikil nýjung, og ef Hörður á fleiri flokka listaverka frá árum áður, sem ekki hafa enn komið fyrir sjónir listunn- enda, gæti verið forvitnilegt að sjá þær myndir við annað tæki- færi. Sýningunni í Nýhöfn lýkur 17. október. eftir Gunnar Salvarsson í Morgunblaðinu, 11. september síðastliðinn, gagnrýndi ég viðhorf sem birtust í grein Braga Ásgeirs- sonar myndlistarmanns, „Móður- mál heymarlausra“, sem birst hafði 4. september, en í þeirri grein taldi hann okkur grunnhyggna, sem tök- um undir eitt helsta baráttumál Félags heyrnarlausra um viður- kenningu á táknmáli sem móður- máli þeirra. Látum vera þó Bragi telji sér það til framdráttar að tala um grunn- hyggni í þessu sambandi. Hitt er miklu alvarlegra að maður sem íslenskur almenningur telur vera skólabókardæmi um getu og hæfni heyrnarlausra, skuli leggja stein í götu annarra heymleysingja, sem beijast fyrir helgum rétti sínum, með því að skrifa með lítilsvirðingu um táknmál, vefengja það sem móðurmál og nefna það aðeins einn af tjáskiptamöguleikum þeirra þeg- ar það í raun ber ægishjálm yfír aðra möguleika til tjáskipta vegna þess að það er fullgilt sjálfstætt mál. Mælikvarðinn í augum almenn- ings á getu heymarlausra hefur því miður mótast í okkar litla samfé- lagi á hæfíleikum Braga Ásgeirs- sonar, einkanlega hæfni hans til að skrifa íslenskt mál og gott vald hans á útlendum tungumálum. Allir heymarlausir em meira og minna Iagðir á þessa röngu mælistiku, þar sem Bragi trónir í efstu tröppunni, og þessi viðmiðun viðheldur for- dómum í garð heyrnarlausra. Þessu væri tæpast til að dreifa ef mynd- listarmaðurinn hefði ætíð gætt þess að undirstrika sína sérstöðu, heyrn- armissi löngu eftir máltökualdur, í fjölmiðlum þegar við hann hefur verið rætt. Og það kastar tólfunum þegar hann sjálfur opinberlega ve- fengir rétt þeirra til að kalla tákn- málið móðurmál. Við sem störfum með og í þágu heymarlausra hljótum að freista þess að eyða fordómum í þeirra garð og auka skilning almennings. Til þess að heymarlausir fái sann- gjaman dóm samfélagsins og séu metnir að eigin verðleikum þyrfti í eitt skipti fyrir öll að útrýma þeirri viðteknu skoðun að hæfnin til að nota talað mál sé í nánum tengslum við greind og hugsun. Hér er annar rangur mælikvarði sem heyrnar- lausir líða fyrir og kemur oft upp í samskiptum við heyrandi meiri- hlutann. Á sama tíma er þeirra mál og þeirra menning litin hornauga. Til skamms tíma vom þær skoð- anir ríkjandi að menntun heymar- lausra skilaði bestum árangri ef nemendur yrðu eins og sæmilegt ljósrit af heyrandi samborgurum. Sjálfsvirðing þeirra beið skipbrot og þeir upplifðu sjálfa sig sem öðruvísi, ófullkomna og annars flokks. Það er ekki fyrr en á síðustu árum að æ fleiri, sem hafa raun- vemlegan áhuga á þessum mál- minnihlutahóp og hans menningu, hafa séð að rétturinn til að nota móðurmál sitt óhindrað er forsenda þess að heyrnariausir fái sterka til- finningu fyrir sjálfum sér og þar með tækifæri til að öðlast mannlega reisn. Þar er ekki um forsjárhyggju okkar heyrandi að ræða^ eða mið- stýringu eins og Bragi Ásgeirsson óttast heldur þvert á móti: við sem heyrandi erum höfum hlustað á óskir og væntingar heymarlausra, gert þeirra skoðun að okkar. Það er kórvilla og hrein öfugmæli að tala í þessu samhengi um forsiár- hyggju. Með auknu vægi táknmálsins í kennslunni er ekki sjálfgefíð að minni áhersla sé lögð á íslensku- kennslu en áður. Öll kennslan og þar með íslenskukennslan verður til muna markvissari þegar kennar- ar og nemendur tala sama mál, táknmál, og útskýra má flóknar málfræðireglur á miklu skemmri t?ma en áður var unnt. Félag heyrn- arlausra og Heyrnleysingjaskólinn eru líka sammála um að nemendur eigi að ná valdi á báðum málunum og bera jafna virðingu fýrir þeim. Á því byggir skólastefnan með tvítyngi að leiðarljósi. Öðrum tjáskiptamöguleikum er líka sinnt í kennslu heymarlausra, eins og varalestri og talþjálfun. Mér er því ljúft að fullvissa Braga Ás- geirsson um það að útrýming vofir ekki yfír þessum möguleikum til tjáskiptra en ég er sammála banda- rískum höfundum bókarinnar „Hvað er heyrnarleysi?“ (© íslensk útgáfa. Foreldrar og styrktarfélag heymardaufra, 1988), sem segja að forðast beri að skaða sjálfs- Gunnar Salvarsson „Með auknu vægi tákn- málsins í kennslunni er ekki sjálfgefið að minni áhersla sé lögð á íslenskukennslu en áð- ur.“ traust barnsins með því að leggja áherslu á hluti sem það ræður illa eða alls ekki við. „Því er nauðsyn- legt að líta á heyrnarleysi sem frá- vik fremur en ágalla er þurfí að lagfæra," (bls. 145) segja þeir, og þessi viðhorfbreyting er líkast til sú ánægjulegasta sem orðið hefur í skólamálum heyrnarlausra frá því Bragi var nemandi í gamla Málleys- ingjaskólanum fyrir tæpri hálfri öld. Þá átti talþjálfun og nútíma heyrn- artæki að vera hinn mikli bjarg- vættur en oftrúin á nýtæknina, sem enn virðist vera efst í huga málar- ans, gerði það að verkum að tákn- málinu var útrýmt úr kennslustof- um með tilheyrandi gengisfalli sjálfsvirðingar og mannlegrar reisnar. Ég tel að skoðanaskipti eins og þessi sem fram hafa farið á milli okkar Braga Ásgeirssonar um mál- efni heyrnarlausra eigi aðeins rétt á sér í viðlesnu dagblaði að þar komi fram skoðanir sem eru hinum almenna lesanda til fróðleiks. Margt í fírnalöngu greininni til mín föstu- daginn 5. október var sögulegur fróðleikur og skemmtileg lesning, en uppsþuni og dylgjur settu þar óneitanlega leiðinlegan svip á. Og ég vona það hafí aðeins verið eftir- tektarleysi, sterkari að orði vil ég ekki kveða, þegar Bragi hefur það BLÓMLAUKASPJALL Elisabeth Arden hefur löngum verið gæðastimpill á vinsælum snyrtivörum — þessir glæsilegu túlipanar bera einnig það nafn. Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 186. þáttur Áhugi fólks á ræktun blóm- lauka virðist fara vaxandi ár frá ári. Er það vel, enda ætti enginn garðeigandi — hversu lítilli holu sem hann hefur yfir að ráða — (jafnvel þó það sé ekki nema alt- ankassi eða dallur á stétt) að neita sér um þá ánægju sem þessar vinsælu, litskrúðugu jurtir veita. Vinsældir sínar eiga blómlauk- ar vafalaust fýrst og fremst því að þakka hversu auðræktaðir þeir eru og harðgerðir. Heita má að þeir geti þrifist í hvaða jarðvegi sem er að því tilskildu að hann sé vel framræstur og þess vand- lega gætt að vatn nái ekki að setjast að lauknum. Auðvitað geta verið áraskipti að því hversu vel tekst til með ræktun blómlauka sem og annarra jurta og í miklum umhleypingum þegar snögg skipti verða milli frosts og þíðu hættir rótunum við að slitna sem auð- veldlega getur komið niður á blómguninni. En þetta kemur sem betur fer sjaldan fyrir og ræktun- arfólk er jafnan hlaðið þvílíkri bjartsýni að það horfír björtum augum með eftirvæntingu til næsta vors. Raunar til næstu vora því flestir eru þessir Iaukar fjölær- ir, fjölga sér og geta myndað hin- ar fegurstu blómabreiður í áranna rás. Til þess að fá dágóða breidd í laukaræktun þarf að taka tillit til blómgunartíma laukanna og skulu í því sambandi nefndar hér örfáar tegundir þekktra og reyndra blómlauka. Þeir fyrstu sem koma fram á sjónarsviðið eru vorboði (Erant- his) og vetrargosar (Galanthus), sem oft eru farnir að kíkja upp eftir húsveggjum áður en febrúar- mánuður er liðinn. Þá má nefna vorlilju (Bulbocodoxa vernum), vorstjörnulilju (Puschkinia), snæ- stjömu (Chinodoxa) og ýmsar vil- likrókusategundir sem blómstra fyrr og bera smærri blóm en kyn- bættu tegundimar, sem algeng- astar era hér á laukamarkaðinum. Allt tekur þetta við hvað af öðra og nokkra síðar koma síberíulilja (Scilla sibirica), perlulilja (Mus- cari), Tulipa tarda o.fl. o.fl. Allir þessir smálaukar fara vel undir tijám og rannum sem á þessum tíma era rétt að byija að laufgast og skyggja því litið á þessar sól- elsku jurtir meðan blómgunartími þeirra stendur yfir. Páska- og hvítasunnuliljur eru jafnan ofarlega á blaði hjá þeim sem rækta blómlauka enda era það fagrar og tilkomumiklar jurt- ir, harðgerðar og meðfærilegar á allan hátt. Fjölbreytnin er mikil bæði hvað blómstærð, blómgun- artíma, lit og lögun snertir. Þær era fjölærar, fjölga sér vel og nauðsynlegt að grisja á nokkurra ára fresti. Túlípanar eru allra lauka þekktastir og vinsælastir en var- íega skal því treyst að þeir séu allir fjölærir. Ræktun þeirra og kynbætur hafa þróast jafnt og þétt gegnum aldirnar og nú er svo komið að fjölbreytni þeirra eru lítil takmörk sett í öllu tilliti. Og fyrir þá sem vilja lengja blómgun- artíma laukjurta sinna ætti að vera harla lítið mál að velja teg- undir sem hægt er að láta taka við hveija af annarri með blómgun allt frá fyrstu vordægram og langt fram á sumar. Upplýsingar og leiðbeiningar um slíkt hlýtur að mega fá í hverri blómabúð sem lauka hefur á boðstólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.