Morgunblaðið - 18.10.1990, Side 51
51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDÁGUR 18. OKTÓBER 1990
KNATTSPYRNA
Amór til Bordeaux!
Franska félagið ertilbúið að greiða Anderlecht 65 milljónir íslenskra króna lyrir Arnór
ARNÓR Guðjohnsen er á förum til Frakklands í dag þar sem
hann kannar aðstæður hjá Bordeaux, sem leikur í frönsku 1.
deildinni. Anderlecht, félag Arnórs í Belgíu, hefur náð samkomu-
lagi við Bordeaux. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að
Bordeaux sé tilbúið að greiða andvirði 65 milljónir íslenskra króna
fyrir Arnór, sem er svipuð upphæð og Anderlecht setti upp fyrir
leikmanninn í viðræðum við önnur félög fyrr á árinu. Arnór er
29 ára.
Arnór sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi að honum
litist mjög vel á að fara til Borde-
aux. „Eg fer til Frakklands á morg-
un [í dag] og mun setjast að samn-
ingaborði við Bordeaux á föstudag
eða laugardag. Mér líst mjög vel á
þetta fornfræga lið. Þetta lið er
mjög spennandi, en ég á enn eftir
að skrifa undir,“ sagði Árnór.
Gekk hratt fyrir sig
Hann sagði að þetta hafi gengið
mjög fljótt fyrir sig. „Ég frétti það
fyrir nokkru að Bordeaux hefði
áhuga en hlutirnir fóru ekki að
gerast fyrr en um síðustu helgi.
Eg fékk hringingu frá félaginu eft-
ir að ég kom heim frá Spáni á laug-
ardag og var spurður hvort ég hefði
áhuga, sem ég sagðist hafa. I fram-
haldi af því fór forseti Bordeaux til
Belgíu til viðræðna við Anderlecht
og það náðist strax samkomulag. í
gærkvöldi [þriðjudagskvöld] var
síðan hringt í mig og mér tjáð að
félögin hafi náð samkomulagi um
kaupverðið og því ekkert því til
fyrirstöðu að ég kæmi út til við-
ræðna.“
Arnór sagði að aðstoðarþjálfari
Bordaux væri Lippens, sem var
aðstoðarþjálfari Anderlecht í sex
ár, og þekkti hann því vel til sín.
Annar fyrrum félagi Arnórs hjá
Anderlecht, Vervoort, var keyptur
til franska liðsins í sumar. Amór
sagði að hlutverk sitt hjá Bordaux
yrði að vera á miðjunni og vinna í
kringum Hollendinginn Wim Kift,
markaskorarann kunna sem keypt-
ur var frá PSV Eindhoven í sumar.
Arnór hefur aðeins leikið með
íslenska landsliðinu frá því sl. vor.
Samningur hans við Anderlecht
rann út eftir síðasta keppnistímabil
og vildi Amór ekki endurnýja samn-
ing sinn við félagið. Síðan hefur
hvorki gengið né rekið og And-
erlecht ekki viljað sleppa honum
fyrr en nú.
Frægt félag
Bordeaux er eitt allra frægasta
og sigui-sælasta félag Frakklands.
Það varð meistari 1984, 1985 og
1987, varð síðan í öðru sæti 1988,
datt niður í 13. sæti í fyrra en varð
svo aftur í 2. sæti í deildinni á eft-
ir Marseille í vor.
Liðinu gekk afleitlega framan af
nýbyijuðu keppnistímabili, en hefur
verið á uppleið undanfarið og er nú
í 8. sæti. Þjálfarinn gamalkunni,
Belginn Raymond Goethals, var lát-
inn fara fyrir skömmu, en við starf-
inu tók Gerard Gili, sem stjómaði
meistaraliði Marseille áður. Hann
fór frá meisturunum eftir að Þjóð-
veijinn Franz Beckenbauer kom
þangað.
Um tilboð enska félagsins Leeds
sagði Arnór að forráðamenn þess
hefðu haft fleiri leikmenn inní
myndinni — „þeir vildu bíða átekta
og skoða málið betur. Því kvaddi
ég þá bara enda Bordeaux mun
vænlegri kostur," sagði Arnór.
Arnór Guðjohnsen ógnar marki Albana í Evrópuleiknum á Laugardalsvelii síðastliðið vor.
Ormarr. IMjáll.
faóm
FOLX
P NÆR öruggt er að Ormarr
Orlygsson verði þjálfari 1. deildar-
liðs KA í knattspyrnu næsta sum-
ar. Morgunblaðið greindi frá því á
dögunum að KA-menn hefðu leitað
til hans, Ormarr hefur nú sagst
tilbúinn til að taka verkið að sér,
þannig að aðeins á eftir að komast
að endanlegu samkomulagi og
skrifa undir.
■ ÍR-INGAR hafa hug á að end-
urráða Njál Eiðsson sem þjálfara
2. deildarliðs síns næsta sumar, en
hann stýrði því á nýliðnu keppn-
istímabili, auk þess að leika með
Breiðholtsliðinu. Viðræður eru í
gangi.
■ GRIND VIKINGAR, sem leika
í 2. deild, eru á höttunum eftir Sigu-
róla Kristjánssyni hjá Þór á Akur-
eyri, en hann lék með Suðurnesja-
liðinu í fyrrasumar. í samtali við
Dag segist Siguróli ekki hafa gert
upp hug sinn.
SUND
Fleiri afreksmenn
ekki á leiðinni
EÐVARÐ Eðvarðsson varð í 16. sæti (8. sæti í b-úrslitum) í
100 m baksundi á Ólympíuleikunum íSeoui 1988. Þetta er
mesta afrek íslensks sundmanns. Þá var það ekki talið mikið
afrek, en það var margt sem hafði áhrif.á að hann bætti sig
ekki, þó svo að hann teidi sig geta betur. „Ég fann fyrir mik-
illi fjölmiðlapressu, fannst eins og að ég væri ónærður og
þróttlaus, en ég var aðeins 77 kíló. Svo hafði þjálfari minn
reynt að breyta tækniaðferðinni rétt áður en við fórum til
Seoul. Við héldum að þetta mundi breyta miklu, en ég held
nú að við höfum gert mistök með því að reyna að breyta
tækninni svona stuttu fyrir leikana," sagði Eðvarð í viðtali við
Morgunblaðið.
Hvað varð um Eðvarð, þegar
hann kom heim frá Seoul?
Margir íþróttamenn taka sér
langa hvíld á meðan ákvörðun er
_■■■■ tekin um hvort
Eftir þeir eigi að hætta
Conrad eða halda áfram
Cawley næstu fjögur árin.
Þetta er alltaf erf-
iðara í annað eða þriðja sinn, því
vitað er hveiju gera má ráð fyrir.
Menn sjá fyrir sér langar og
strangar æfingar snemma á
morgnana og ýmsu þarf að fóma;
fara þarf snemma í háttinn, passa
upp á mataræði og æfa ekki aðra
íþrótt vegna meiðslahættu. Af-
reksmaður í sundi verður að gefa
sig alfarið í sundið.
Eftir Ólympíuleikana tók Eð-
varð sér langþráð frí, fljótlega
hafði hann bætt á sig 18 kg sam-
fara því að venjast eðlilegu lífi. Á
sama tíma hætti þjálfari hans —
tók að sér annað lið.
í maí 1989 ákvað Eðvarð að
rétti tíminn væri kominn til að
byija að æfa á ný. Þá hafði hann
engan þjálfara og því reyndist
honum erfitt að koma sér í form,
bæði líkamlega og sálarlega.
Hann vissi hvað hann þurfti að
gera, en hann hafði engan til að
synda með og ýta sér áfram, sem
olli pirringi.
Á þessum tíma tók hann þátt
í Kallot-keppninni hér á landi og
Smáþjóðaleikunum á Kýpur, en
gekk ekki vel. Hann ákvað að
ljúka náminu það árið og æfa
aðeins lítils háttar.
Hvað var að gerast hjá besta
sundmanni íslands? Hann var að
fjarlægjast íþróttina smátt og
smátt, íþróttina, sem hann unni
svo mikið, sem hann var bestur
í, en þetta var ekki beint honum
sjálfum að kenna. „Ég var búinn
að fá nóg og fékk ekki þann stuðn-
ing, sem ég hafði gert ráð fyrir
frá Sundsambandinu. Að mínum
dómi er komið betur fram við
íþróttafólk erlendis. Hér er alltaf
krafist besta árangurs án stuðn-
ings, sem er samt svo mikilvægur.
Sundfélag Suðurnesja hefur
reynst mér mjög vel. Martin
Rademacher, þýski þjálfarinn,
sem er aðeins ári eldri en ég,
hefur vakið áhuga minn á ný og
ég er tilbúinn að æfa.“ Eðvarð
var boðið að þjálfa í Kaliforníuhá-
skóla í Bandaríkjunum, en hann
ákvað að æfa heima. Nú er hann
kominn niður í 83 kg og æfír með
Ævari Emi Jónssyni, sem er einn-
ig í baksundinu.
Radenmacher segir að Eðvarð
hafi hæfileika á heimsmæli-
kvarða. En hvert stefnir Eðvarð?
EAvarð Þ. Eðvarðsson.
„Ég stefni á að kpmast á Heims-
meistaramótið í Ástralíu, en það
verður erfitt, því stutt er í keppn-
ina. Langtímamarkmiðið er að
komast á Ólympíuleikana í Barc-
elona 1992.“
Þetta eru góðar fréttir því sund-
menn eins og Eðvarð eru mjög
sjaldgæfir. Aðspurður um hvort
annar Eðvarð eða önnur Ragn-
heiður Runólfsdóttir væri einhvers
staðar á leiðinni hér á landi, sagði
hann: „Nei. Og ég held að mörg
ár líði þangað til staða sundsins
á íslandi verði í eins góðri stöðu
aftur."
Undirritaður er hræddur um-
að þetta sé satt. Það verður erfitt
að fylla í skörðin, þegar sund-
stjörnumar, Eðvarð og Ragn-
heiður, hætta.