Morgunblaðið - 27.10.1990, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
11
Viðbrögð Alumax-
manna eru skiljanleg
- segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra
JON SIGURÐSSON iðnaðarráðherra segir skiljanleg viðbrögð
Roberts G. Miilers aðstoðarforstjóra Alumax við þeim umræðum
sem orðið hafa um orkusamninginn á íslandi, og skipunar sérstakr-
ar samninganefndar stjórnar Landsvirkjunar.
„Þeir Alumax-menn óttist að
þetta kunni að tefja málið og valda
þar miklum vanda, vanda sem ég
tel raunar að sé fyrst og fremst
okkar vandi. En ég tók eftir því
að Miller sagði í viðtali við Morg-
unblaðið, að hann vonaði að þetta
væri skref í rétta átt, og hann
vonaði að þetta yrði ekki til að
tefja málið. Eg deili þessum vonum
með honum og tel mjög mikilvegt
að þarna gerist ekkert sem veiki
þann trúnað sem skapaat hefur á
milli samningsaðilanna þann tíma
sem samningarnir hafa staðið,“
sagði Jón..
Hann sagði að fulltrúar Lands-
virkjunar hefðu unnið að samning-
unum og stjórn Landsvirkjunar
hefði haft fullan aðgang að öllu
sem þar gerðist, og nú riði á miklu
að stöðugleiki í samskiptum milli
opinberra fulltrúa íslands og er-
lendra aðila gæti staðist.
„Ég leyfi mér að vona að þessi
innri nefnd Landsvirkjunar muni
starfa að málinu eins og lýst hefur
verið yfir af hennar hálfu, að
kynna sér samninginn og kanna
hvernig haga megi best þeim
tveimur meginatriðum sem ólokið
er, annars vegar sanngirnisákvæði
og endurskoðunarrétti og hins
vegar um ábyrgðir sem fyrirtækin
gefa fyrir því að staðið verði við
samninginn af þeirra hálfu. Það
er hvorttveggja komið vel á veg,
en það þarf að ljúka því og ég
vona að það geti tekist á næstu
vikum.“
- Ertu með þessu að gefa í
skyn að þú hafír efasemdir um
tilgang þessarar nefndar þar sem
samningarnir séu nánast tilbúnir?
„Nei, ég hef engar efasemdir
um hennar starf að öðru leyti en
því að ég sé ekki ástæðu til þess
að starfsemi hennar eigi að tefja
þetta mál mikið,“ sagði Jón Sig-
urðsson.
Þegar Jón var spurður, hvort
hann væri ekki með þessu að segja
að ekki væri hægt að hnika miklu
til frá þeim samningsgrundvelli
sem þegar liggur fyrir, svaraði
hann, að í efnisatriðum samnings-
ins yrði ekki miklu breytt, einfald-
lega vegna þess að það er búið
að ná áfangasamkomulagi um
stærstu efnahagsþætti málsins.
„En það á eftir að ljúka mjög
mikilvægum atriðum sem varða
öryggið í orkusamningnum. Þetta
þarf að gera mjög vandlega úr
garði og það verður líka gert. En
Landsvirkjunarstjórn á, þarf og
skal sýna fýllstu varkárni og að-
gát í þessum samningum en hún
verður einnig að neyta á meðan á
nefinu stendur."
E g vona að ummæli
Millers séu mistök
- segir Birgir ísleifur Gunnarsson
„ÉG VONA að ummæli Millers séu mistök af hans hálfu, enda
ætlar nefnd Landsvirkjunar ekki að breyta samningsgrundvellin-
um, heldur vinna úr þeim flóknu drögum sem liggja fyrir,“ sagði
Birgir ísleifur Gunnarsson, sem sæti á í nefnd þriggja sljórnar-
manna Landsvirkjunar. Nefndinni er ætlað að yfirtaka samnings-
gerð um orkusölu til nýs álvers.
Haft var eftir Robert G. Miller,
aðstoðarframkvæmdastjóa Alum-
ax, að öll tormerki væru á því að
gera miklar breytingar á þeim
samningsgrundvelli um orkuverð,
sém fyrir liggur og málið þyldi
ekki miklar tafír. „Eg er undrandi
á þessum ummælum,“ sagð Birgir
ísleifur. „Samningsdrögin eru
mjög flókin og ítarleg og enn á
eftir að ná samkomulagi um tjöl-
mörg atriði. Því er ekki hægt að
segja að eitthvert eitt atriði samn-
inganna sé frágengið.“
Birgir sagði að nefndin ætti
eftir að leggja mat á samnings-
grundvöllinn. „Aðilar að Atlantsál-
hópnum hafa lýst því yfir að þeir
séu háðir samþykktum stjórna
sinna fyrirtækja og við verðum
auðvitað að hugsa málið ítarlega
af okkar hálfu líka. Ég vonast til
að þetta hafi verið mistök af hans
hálfu og trúi því, þar til annað
reynist réttara, að skýringin sé sú,
að hann hefur ekki tekið þátt í
samningaviðræðunum sjálfur.
Nefndarskipun Landsvirkjunar á
ekki að vera til þess að tefja mál-
ið á nokkurn hátt.“
Kirkjuþing’ haldið
í Bústaðakirkju
KIRKJUÞING Þjóðkirkju Is-
lands, hið 21., verður haldið í
Bústaðakirkju í Reykjavík 30.
október til 8. nóvember.
Kirkjuþingið hefst með messu í
Bústaðakirkju kl. 14.00. Séra Sig-
uijón Einarsson, prófastur Skaft-
fellinga, predikar og altarisþjón-
ustu annast þeir séra Hreinn
Hjartarson og séra Jón Einarsson.
Að messu lokinni flytur biskupinn,
herra Ólafur Skúlason, þingsetn-
ingarræðu sína. Þá mun kirkju-
málaráðherra, Óli Þ. Guðbjartsson,
ávarpa þingið.
I fréttatilkynningu frá Biskups-
stofu segir að meðal mála sem
Kirkjuráð leggur fram á þessu
þingi, sé álitsgjörð um störf djákna
í íslensku þjóðkirkjunni, álitsgjörð
um messutíma, sem byggð er á
könnun Félagsvísindastofnunar,
álitsgjörð Rannsóknarstofnunar í
siðfræði um dauðaskilgreiningu
og ígræðslu líffæra og álit nefndar
þar sem borin er saman staða
vígðrar og óvígðrar sambúðar í
samfélaginu.
Það Kirkjuþing sem nú kemur
saman er hið fyrsta á nýju
kjörtímabili og á þessu þingi verð-
ur kjörið nýtt Kirkjuráð til næstu
fjögurra ára.
A Kirkjuþingi eiga sæti fulltrú-
ar leikmanna og presta úr öllum
kjördæmum og að auki eiga full-
trúar sérþjónustupresta og guð-
fræðideildar Háskólans sæti. Þá
sitja vígslubiskupar Kirkjuþing.
1
Kjósum
Sólveigu Pétursdóttur
í þriðja sætið
fylgismeiin
sjáustæðis-
stefinunmir
þurfa að eiga
sérsteriöai
málsmra
/ rúmlega sextíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn og
sjálfstæðisstefnan verið kjölfestan í íslensku þjóðfélagi.
Undanfarin tvö ár hefur hins vegar setið við völd óvinsælasta
ríkisstjórn á íslandi fyrr og síðar. Mál er að linni og að Sjálf-
stæðisflokkurinn taki aftur við stjórnartaumunum.
Kjarninn í stefnu Sjálfstæðisflokksins er trúin á
einstaklinginn og gildi hans. Sjálfstæðisstefnan felst m.a. í
því að vilja heilbrigða samkeppni, en jafnframt samvinnu
milli stétta og kynja og byggðarlaga.
Sjálfstæðisstefnan felst líka í því að tryggja þeim sem
höllum fæti standa í lífsbaráttunni viðunandi lífskjör.
Þess vegna þurfa sjálfstæðismenn og Reykvíkingar
sterkan málsvara sjálfstæðis-
stefnunnar á Alþingi.
Þess vegna kjósum við
Sólveigu Péturs-
dóttur í þriðja
sæti í prófkjörinu
í Reykjavík.
Kosningaskrifstofa, símar: 679516, 38300 og 38303