Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 14

Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 Efhim Sjálfstæðis- flokkiun til forystu eftir Björn Bjarnason Prófkjörsbaráttan undanfarnar tvær vikur hefur verið lærdómsrík. Meðal þess sem ég hef orðið var við er einlægur áhugi margra á að efla Sjálfstæðisflokkinn til meirihluta- stjórnar í landsmálum. Öilum er ljós munurinn á markvissri stjórn Reykjavíkurborgar undir forystu samhents meirihluta sjálfstæðis- manna og upplausninni í landsstjórn- inni, þar sem Steingrímur Her- mannsson er í forystu fyrir fimm- höfða ríkisstjóm og hvert höfuð vill fá að láta sína rödd ráða ferðinni. í umræðunum um stefnuræðu for- sætisráðherra á mánudagskvöldið kom berlega í ljós, hve sundurlyndið er mikið innan ríkisstjórnarinnar. í stórum dráttum má segja, að ræða Steingríms Hermannssonar hafi ver- ið lítið annað en upptalning á ágrein- ingsefnum innan ríkisstjórnarinnar auk þess sem hann leitaðist við að fegra stjómina með þjóðarsáttinni svonefndu, sem aðilar vinnumarkað- arins gerðu. Forystumenn stjómar- flokkanna láta á stundum eins og þeir ætli sér að halda samstarfi sínu áfram að kosningum loknum. Þeir sem stjóma Alþýðubandalagi, Al- þýðuflokki og Borgaraflokki víla ekki fyrir sér rifrildi við annarra flokka menn í ríkisstjóm; þeir standa hvort eð er alltaf í stórræðum við eigin flokksmenn. Almenningur sér, að eina leiðin til að halda þessum flokk- um frá völdum er að efla Sjálfstæðis- flokkinn. Þreyttir á Framsóknarflokknum í júlí 1971 var mynduð ríkisstjórn Framsóknarflokksins, Alþýðubanda- lagsins og Samtaka fijálslyndra og vinstri manna. Þar með lauk 12 ára samstarfi Alþýðuflokksins og Sjálf- stæðisflokksins í viðreisnarstjóm- inni. Frá því um sumarið 1971 hefur Framsóknarflokkurinn átt ráðherra í ríkisstjómum ef litið er fram hjá þeim fáu mánuðum, sem minnihluta- stjórn Alþýðuflokksins var við völd í kringum áramótin 1979/80. Hin langa stjómarseta framsókn- armanna byggist í fyrsta lagi á skipt- ingu þingsæta, þeir hafa alltaf getað smeygt 'sér upp í bólið með einhveij; um öðrum að kosningum loknum. I öðru lagi njóta framsóknarmenn þess að kjördæmaskipan er þeim hag- stæð. Og loks hafa framsóknarmenn hiklaust skipt um stefnu í meginmál- um til þess eins að halda völdum. Nefna má tvö dæmi: í fyrsta lagi kúvendinguna í vamarmálum haust- ið 1974. I öðru lagi umskiptin í af- stöðunni til kjarasamninga og kjara- mála haustið 1978. Framsóknar- HUSGAGNASYNING Nýjar sendíngar af borðstofuhúsgSgnum oo vegghúsgögnum Teg: SCALA,- Fáanleg í 3 litum. Borð + 6 stólar kr. 88.900,- stgr. Teg: IDECO - 2100. Hvítt - svart. Gott verð - góð kjör Opiö í dag til kl. 16. — Sunnudag kl. 14-16. □□□□□□ HUSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKORVEGI 66 HAFMAREIRÐI SIMI54I00 flokkurinn er hinn dæmigerði miðju- flokkur, sem hagar seglum eftir vindi. Valdhroki setur æ meiri svip á forystumenn Framsóknarflokksins. Steingrímur Hermannsson hefur sér- hæft sig í því að bera ekki ábyrgð á gjörðum eigin ríkisstjórnar. í ræðu á Alþingi á þriðjudag sýndi forsætis- ráðherra þar að auki, að hann gerir ekki nægilega skýran mun á al- mennri lagasetningu og bráðabirgða- lögum. Þá er skammt í að tekin verði upp stjóm með tilskipunum. Um- mæli ráðherrans hljóta að vekja þing- menn til umhugsunar um nauðsyn þess að setja valdi ríkisstjómar til að setja bráðabirgðalög skorður. Aráttu framsóknarmanna til mið- stýringar hafa menn kynnst síðustu daga í umræðum um heilbrigðismál, hvort heldur heilsugæslu, rekstur sjúkrahúsa eða lyfjaverslun. í tilefni kosningabaráttunnar hafa samtök sparifjáreigenda snúið sér til fram- bjóðenda með spurningum um lækk- un eignaskatts, frekari skattheimtu, svo sem á vaxtatekjur einstaklinga og afnám lánskjaravístitölunnar. Eg tel að ríkisstjórnin undir forystu framsóknarmanna hafi farið rangt að með hækkun eignaskattsins, hún hafí sem betur fer verið hindrað í að skattleggja spariféð og hringl for- sætisráðherra með lánskjaravísi- töluna sé stórvarasamt. Einfaldasta leiðin til að útiloka framsóknarmenn frá því að geta sveiflað sér á milli flokka í frum- skógi stjómmálanna er að grisja skóginn með því að efla einn flokk til ábyrgðar, Sjálfstæðisflokkinn. Fækkun þingmanna Meðal þeirra leiða sem færar era til þess að skerpa ábyrgð stjórnmála- manna er að breyta skipan Alþingis á þann veg, að það starfi í einni deild í stað tveggja. Er þetta meðal ann- ars á dagskrá' þess þings sem nú situr. Deildaskiptingin á sem kunn- ugt er rætur að rekja tii þess, að í neðri deild sátu þjóðkjörnir þingmenn en fulltrúar konungs í efri deild. Annars staðar byggist deildaskipting þjóðþinga enn á því, að fulltrúar eru kjömir til deildanna með mismunandi Björn Bjarnason hætti. Þær forsendur eiga ekki leng- ur við hér. Samhliða því sem rætt er um að Alþingi starfí í einni málstofu á að huga að fækkun þingmanna. Það er með öllu óþarft að þeir séu 63. Ekki hefur það spillt stjómarháttum í Reykjavík, að Davíð Oddsson beitti sér fyrir því að borgarfulltrúum var fækkað aftur í 15 eftir að þeir höfðu verið 21 í eitt kjörtímabil, samkvæmt ákvörðun vinstri meirihlutans á árun- um 1978-82? Sjálfstæðisflokkurinn. á að beita sér fyrir því, að þingmönnum verði fækkað. Með því að efla smáflokka minnka menn líkur á, að samstaða náist um jafn róttæka ráðstöfun á Alþingi; þingmenn þeirra líta þannig á að lífslíkur flokkanna sép meiri eftir því sem þingmennimir eru fleiri. Þeir sem vilja stuðla að fækkun þing- manna hljófa því óhjákvæmilega að vilja hlut Sjálfstæðisflokksins sem mestan á þingi. Aukinn þingstyrkur Til þess að Sjálfstæðisflokkurinn nái þeim styrk sem hann þarf til að hafa æskileg áhrif á Alþingi þarf að fjölga þingmönnum hans. Skoðana- kannanir sýna, að flokkurinn hefur nú betra tækifæri en oft áður til að eflast. Galdurinn er að nýta þetta tækifæri. Þar skiptir miklu að fram- boðslistar séu þannig að þeir veki í senn traust og höfði til sem flestra. Ég hef aldrei verið talsmaður prófkjara og tel hættuna við þau einkum felast í því, að þau ýti undir sundrangu innan flokka. Þingmenn telji sér síður skylt en ella að lúta þeim flokksaga, sem er nauðsynlegur til að pólitísk barátta skili árangri. 1 Síðasta námskeið ársins! Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig strax á síðasta hrað- lestrarnámskeið ársins, sem hefst miðvikudaginn 31. októ- ber nk. Skráning alla daga í síma 641091. HRAÐLESTRARSKOLINN 10 ARA í stjórnmálum gildir hið sama og í íþróttum, að liðið skilar aldrei betri árangri allt en sem nemur framlagi hvers og eins. Veikur hlekkur veikir alla keðjuna. Þá kann prófkjörsbar- áttan sjálf að skapa sár sem seint gróa eða eitra andrúmsloftið þannig að seint verði úr bætt. í þeirri prófkjörsbaráttu sem nú er að ljúka hér í Reykjavík hef ég ekki orðið var við néitt, sem veldur áhyggjum um framhaldið. Hvemig sem úrslitin verða held ég, að nú sé tækifæri til að velja einhuga hóp manna til að fylgja sjálfstæðisstefn- unni fram með þeim hætti, að sig- urlíkur í komandi þingkosningum aukist. Kjömum þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins ætti að geta fjölgað um tvo eða þijá hér í Reykjavík. Einn þingmanna Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjavík, sem nú sitja á Al- þingi, Ragnhildur Helgadóttir, leitar ekki eftir endurkjöri. Þetta sýnir, að auðvelt ætti að vera fyrir kjósendur að tryggja endumýjun á framboðs- listanum án þess að það bitni á þeim sem fyrir era. í prófkjöri eiga menn ekki að beijast gegn neinum heldur samhliða keppinautum sínum um ákveðið sæti á listanum. Það er kjósenda að ákveða með hve sterkum endumýjunarsvip listinn verður. Um leið og ég þakka með- frambjóðendum mínum framgöngu þeirra og kjósendum þann áhuga sem þeir hafa sýnt, vil ég hvetja sem flesta tii þátttöku í prófkjörinu. Þannig skapast best víðtæk sam- staða um listann og kemur í ljós, hve Sjáfstæðisflokkurinn á mikinn hljóm- grann meðat Reykvíkinga. Með því yrði fyrsta skrefíð stigið til að stór- efla Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. Höfundur er aðstoðarritsjóri Morgunblaðsins og tekur þáttí prófkjöri Sjáfstæðisflokksins í Reykjavík. Leiðrétting- í GREIN Sunnu Borg í Morgunblað- inu í gær: Ósanngjörn og óréttmæt ummæli var höfundur kynntur sem leikari. En hið rétta er að höfundur er formaður Leikfélags Akureyrar. Biðst Morgunblaðið velvirðingar á þessum mistökum. I KYNNING verður á gæða- stjómun þjónustu 30. október kl. 13-17 í Tæknigarði, Dunhaga 5. Gæðastjórnun er vaxandi þáttur í stjómun íslenskra fyrirtækja. Fjöldi athugana hefur sýnt að fyrirtækjum og stofnunum gengur vel ef gæðum er stýrt, því virk gæðastjómun hefur bæði áhrif til kostnaðariækkunar og söluaukningar. Endurmenntunar- nefnd háskólans mun hann 30. októ- ber bjóða upp á kynningu á grann- hugtökum og aðferðafræði, gæða- stjómun þjónustu. Leiðbeinandi verð- ur Höskuldur Frímannsson rekstr- arhagfræðingur hjá Ráðgarði, en hann hefur þróað gæðaaðferðina fyr- ir þjónustufyrirtæki og stofnanir. Kynningin er ætluð stjórnendum fyr- irtækja og stofnana og þeim sem láta sig gæði einhveiju máli skipta. Markmið kynningarinnar er að þátt- takendur kynnist grannhugtökum og aðferðafræði við að ná fram varan- legum umbótum. Þeir geti metið þörf fyrir gæðastjómun þjónustu í fyrirtækjum sínum. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals íValhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 27. október verða til viðtals Árni Sigfússon, í borgarráði, stjórn sjúkrastofnana, húsnæðisnefnd, atvinnumálanefnd, Margrét Theódórsdóttir, í fræðslu- og skólamálaráði, ferða- málanefnd, og Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.