Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Einleikstónleikar í Operunni
Einleikstónleikar þeirra Evu Mjallar Ingólfsdóttur fíðluleikara og Dou-
glas Poggioli píanóleikara, verða haldnir í íslensku óperunni, sunnudag
28. október kl. 16. Góð aðsókn var að fyrri tónleikunum í Seljakirkju
síðastliðið fimmtudagskvöld og var listamönnunum vel tekið. Á efnis-
skránni voru verk eftir Fritz Kreisler, Béla Bartók, Wieniawsky, J.S.
Bach, Ravel og Brams.
Tíu tonn af endurvinnsluhæfum
pappír falla til árlega:
Islendingar ættu að
semja við útlend-
inga um endurvinnslu
-segir tæknilegur framkvæmdastjóri
Basberg Papper a/s í Osló
TORE STRAND, tæknilegur
framkvæmdastjóri hjá Basberg
Papper a/s í Osló, segir að ís-
lendingar ættu að semja við
erlenda aðila, í Evrópu eða
Ameríku, um endurvinnslu á 10
tonnum af endurvinnsluhæfum-
pappír sem til fellur á íslandi á
ári hveiju. Hann segir að þjóðin
ætti ekki búast við fjárhagsleg-
um hagnaði af endurvinnslunni
en bendir á með þessu móti
leggjum við fram skerf til um-
hverfisverndar. Framkvæmda-
sljórinn hefur haldið tvo fyrir-
lestra um endurunninn pappír
hér á landi, annan fyrir prent-
ara og starfsfólk í prentsmiðj-
um en hinn fyrir áhuga- og fag-
fólk um pappír. Hann er stadd-
ur hér á landi í boði Félags
íslenska prentiðnaðarins.
;,Ég reikna með að íslandingar
noti um 39 þúsund tonn af pappír
á hveiju ári,“ sagði Tore í samtali
við Morgunblaðið. „Tæplega helm-
ingur þess magns, eða 20 þúsund
tonn, er óafturkræfur en af þeim
er ekki hægt að endurvinna nema
10 þúsund tonn á hveiju ári. Mín
skoðun er sú að fyrir þetta lítið
magn borgi sig ekki fyrir Islend-
inga að koma upp tækjakosti til
endurvinnslu enda er hann rándýr.
Ég hugsa að það minnsta sem þið
kæmust af með væru 200 miljónir
fyrir gömul tæki en þá ætti eftir
að borga starfsfólki laun. Þar að
auki yrðu þið að sjá til þess að
pappírinn væri flokkaður heima á
heimilunum áður en hann færi í
endurvinnslu. Þess vegna er það
mín skoðun að hagkvæmasti kost-
urinn fyrir ykkur væri að semja
við erlenda aðila, í Skandinavíu
eða Ameríku, um að endurvinna
fyrir ykkur þann pappír sem á
annað borð er endurvinnsluhæfur.
í því samhengi tel ég þó skylt að
benda á þá staðreynd ekki yrði
um beinan_ fjárhagslegan gróða
að ræða. Ágóðinn yrði fyrst og
fremst í þágu umhverfísins.“
í máli Tore kemur meðal ann-
ars fram að dagblaðapappír sé
ekki hentugur til endurvinnslu.
„Hann er þunnur og fullur af bleki
sem erfítt er að ná af,“ segir Tore.
Tore Strand.
„Dagblaðapappír hefur þó verið
notaður til vinnslu á öðrum pappír
en skrifpappír og þá með því að
blanda annars konar pappír saman
við dagblaðapappírinn og styrkja
hann með því móti. Ef við ætlum
aftur á móti að endurvinna dag-
blaðapappír í skrifpappír verðum
við að gera annað hvort, að breyta
honum í pappamassa eða grafa
hann í jörðu og láta vaxa af honum
tré,“ segir Tore og kímir góðlát-
lega.
Hann hefur ekki miklar áhyggj-
ur af fækkun skóga og bendir
íbygginn á að í Svíþjóð, Noregi
og Finnlandi séu mun meiri skógar
nú en fyrir tíu árum. „Tré verða
aldrei vandamál,“ segir hann. „Við
gróðursetjum tré, þau vaxa og við
höggvum þau. Af tijám verður
alltaf nóg og ég held að við þurfum
ekki að vera hrædd um að eyða
skógunum ef við notum óendur-
unnin pappír enda er þess konar
pappír í sumum tilfellum mun
ákjósanlegri en endurunnin
pappír. Þetta á til dæmis við um
bækur sem við viljum að endist
næstu kynslóð og bækur sem
límdar eru á kili eða heftaðar. í
þeim tilfellum er endurunnin
pappír einfaldlega ekki nægilega
sterkur," segir framkvæmdastjór-
inn.
Féll útbyrðis af Klakki VE:
Mér fannst ég vera
svo óendanlega lítíll
- segir Unnar Víðisson
Vestmannaeyjum.
Unnar
Víðissoná
dekkinu á
Klakk, í flot-
gallanum
góða sem án
efa bjargaði
lífi hans.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jðnasson
„EG ER kannski ekki hár í loft-
inu en mér fannst ég vera svo
óendanlega lítill þar sem ég
svamlaði í isköldum sjónum í
myrkrinu. Allt sem ég sá í kring-
um mig fannst mér vera svo
ótrúlega stórt og ég svo smár í
samanburði við það. Þetta var
óþægileg og skrýtin tilfinning,"
sagði Unnar Víðisson, 22 ára
Eyjapeyi, háseti á Klakk VE, en
hann féll útbyrðis er Klakkur
var að veiðum á Oræfagrunninu
en náðist úr sjónum eftir tíu
mínútur. Gerðist þetta í byijun
túrsins en Klakkur kom til Vest-
mannaeyja í gær. Skipið kom til
að taka ís en hélt samdægurs i
siglingu til Þýskalands.
„Við vorum að takaþað. Upphal-
arinn var eitthvað óklár og við
gátum ekki lásað bakstroffunni úr
hleranum. Ég prílaði því upp á
lunninguna til að redda þessu en
þá kom smá velta, og blökkin slóst
í bakið á mér þanig að ég hentist
útbyrðis.
Sem betur fer var ég í flotgalla,
því annars væri ég líklega ekki hér
til frásagnar nú. Ég er búinn að
vera hér um borð í tvö ár og hef
ekki verið í flotgalla allan þann
tíma fyrr en í síðasta túr en fyrir
hann keypti ég mér gallann. Það
var góð fjárfesting því líklega hefur
hann bjargað lífi mínu þegar ég
féll í hafíð,“ sagði Unnar.
Hann sagði að fyrstu viðbrögð
sín hefðu verið að synda að skut
skipsins til að komast upp í renn-
una en það hafi ekki tekist. Skipið
hafi verið á ferð þegar hann féll
út og hann hafí því smá saman
fjarlægst það.
„Strákamir reyndu að kasta til
mín bjarghring en línan í honum
flæktist eitthvað og þegar átti að
kasta til mín Markúsarneti þá var
ég kominn það Iangt frá að ég
náði ekki til þess. Ég heyrði öskrin
og lætin um borð en reyndi að
halda ró minni. Ég held ég hafi
aldrei verið hræddur enda veitti það
mér mikið öryggi að vera í flotgall-
anum. Það róaði mig og fullvissaði-
mig um að mér yrði bjargað. Enda
kom aldrei neitt annað til greina í
huga mér, ég hugsaði ekki um
annað og var ákveðinn í að gefast
ekki upp. Það var svolítil alda, ég
fór nokkrum sinnum á kaf og saup
smávegis sjó en það var ekkert til
að tala um. Mér var náttúrulega
hálf kalt en það var ekkert að ráði
nema á höndum og fótum, þar var
ég orðinn verulega kaldur en eigin-
lega fann ég lítið fyrir kuldanum
fyrr en eftir að ég var kominn um
borð á ný,“ sagði Unnar.
Hann sagðist hafa verið kominn
all langt frá skipinu er pokanum
skaut upp og hann gat synt að
honum. „Það voru ein fjögur tonn
í pokanum þannig 'að hann flaut
upp. Ég gat þvi synt að honum
komist upp á hann þar sem ég lagð-
ist. Pokinn sökk reyndar undan
mér skömmu síðar en kom fljótt
upp aftur og þá gat ég synt að
honum á ný og flækt mig fastan
við hann. Ég var síðan dregin upp
í rennuna á pokanum og þar náðu
strákarnir f mig.
Unnari varð ekki meint af volk-
inu að öðru leyti en því að hann
er aumur í handlegg en hann skall
utan í skutrennuna er hann féll
útbyrðis. „Ég hef ekki fundið að
þetta hafi haft nein eftirköst og
það hefur ekki sett að mér neina
hræðslu en flotgallann nota ég ör-
ugglega alltaf eftir þetta og hvet
aðra til að gera það líka enda á
ég gallanum líf mitt að launa,“
sagði Unnar Víðisson að lokum.
Grímur
Unnai’ var ótrúlega
í’ólegnr allan tíniann
- segir Páll Þór Guðmundsson stýrimaður
Vestmannaeyjum.
„MÉR dauðbrá auðvitað en þeg-
ar ég sá að maðurinn, sem fór
í sjóinn, var í flotgalla þá varð
ég strax rólegri. Það gaf manni
visst öryggi og ég er næstum
viss um að hann hefði ekki haft
þetta af ef hann hefði ekki verið
i gallanum,“ sagði Páll Þór Guð-
mundsson, 1. stýrimaður á
Klakki, en hann var á vakt í
brúnni þegar Unnar féll útbyrð-
is.
„Við vorum að hífa á Öræfa-
grunninu, laust eftir miðnætti.
Hleramir voru komnir upp og
strákamir voru að lása úr hlerun-
um. Það var eitthað bras hjá þeim
við bakborðshlerann. Upphalarinn
var óklár og Unnar fór upp á lunn-
inguna til að reyr^ að fá þetta
klárt. Um leið og hann var að brasa
við þetta kom einhver kvika, hler-
inn hreyfðist til og blökkin sló
strákinn í sjóinn.
Það var austan kaldi, fjögur _til
fímm vindstig og dulítill sjór. Ég
bakkaði strax og eins mikið og ég
mögulega þorði en Unnar fjarlægð-
ist okkur og við náðum ekki að
henda til hans bjarghring, enda
vorum við þá lens þannig að vindur-
inn hjálpaði ekki til. Eg lét ræsa
skipstjórann strax en síðan kveikt-
um við á ískastaranum og vorum
fljótir að finna strákinn í sjónum
og beina geislanum á hann. Það
Páll Þór Guðmundsson, 1. stýri-
maður á Klakki VE.
kom sér vel að hafa öll endurskins-
merkin á gallanum því við gátum
allan tímann fylgst vel með honum
vegna þess hve vel glampaði á þau.
Unnar fjarlægðist skipið og var
orðinn talsvert langt fyrir aftan
okkur. Við gátum lítið gert til að
komast að honum fyrr en trollið
væri komið um borð því skipið hef-
ur takmarkaða stjórnhæfni með
veiðarfærin í skutnum. Við byrjuð-
um að hífa í grandarana og þá
sáum við hvar pokinn kom úpp
langt aftan við skipið. Skipstjórinn
kallaði þá til Unnars í gegnum
kallkerfið og sagði honum að synda
að pokanum og koma sér á hann.
Hann var þá skammt frá pokanum
um 70 metrum aftan við skipið og
tókst að komast upp á hann. Við
héldum síðan áfram að hifa en
hífðum full skart í fyrstu þannig
að pokinn sökk aftur en hann kom
strax upp er við stoppuðum hífíng-
una og Unnari tókst að komast upp
á hann á ný. Við hífðum trollið
síðan rólega inn og lýstum pokann
upp með kastaranum allan tímann
þannig að við gátum fylgst með
stráknum þar sem hann lá á pokan-
um. Pokinn var síðan hífður upp í
rennuna og hékk Unnar ofan á
honum þar til strákarnir náðu taki
á honum,“ sagði Páll.
Hann sagði að Unnar hefði verið
ótrúlega rólegur allan tímann sem
hann var í sjónum og hann hafí
bara verið hress þegar hann var
kominn um borð á ný. „Hann kvart-
aði um kulda á höndum og fótum
en að öðru leyti virtist honum ekki
neitt ofsalega kalt. Hann dreif sig
í sturtu og eftir að hafa fengið sér
kaffisopa fór hann í aðgerð með
strákunum og var svo kominn á
dekk næst þegar híft var og það
var ekki að sjá neinn beig í honum".
Grímur