Morgunblaðið - 27.10.1990, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
Þingkosningar á Nýja Sjálandi:
Þj óðarflokknum
spáð stórsigri
Wellington. Reuter.
ÚRSLIT skoðanakönnunar sem birt var á Nýja Sjálandi á fimmtudag
benda til þess að stjórn Verkamannaflokksins muni gjalda mikið af-
hroð í þingkosningum sem fram fara í dag, laugardag, og missa stjórn-
artaumana.
Könnunin bendir ennfremur til
þess að Mike Moore forsætisráð-
herra sé síður en svo öruggur með
að halda þingsæti sínu en hann situr
á þingi fyrir kjördæmi í norðurhluta
Christchurch. Þá stefnir allt í að
David Caygill fjármálaráðherra
muni ekki ná endurkjöri en hann er
þingmaður St. Albans sem er næsta
lq'ördæmi við kjördæmi Moores.
Niðurstöður könnunarinnar gefa
til kynna að forysta Þjóðarflokksins,
sem er mið- og hægriflokkur, á
Verkmannaflokkinn hafi minnkað
úr 21% í 16% á rúmum mánuði.
Fylgissveiflan frá Verkamanna-
flokknum til Þjóðarflokksins er
11,5%.
Moore, sem tók við starfi forsætis-
ráðherra í síðasta mánuði af Geof-
frey Palmer, hefur undanfamar vik-
ur reynt ákaft að vinna fyrrverandi
kjósendur Verkamannaflokksins aft-
Danmörk;
Ellefu slas-
ast í járn-
brautarslysi
Herning. Reuter.
ELLEFU menn slösuðust í
gær í árekstri jámbrautar-
lestar og vörubíls á nærri
borghinni Ikast á Jótlandi.
Lestin var á leið frá Árósum
til Heming er hún ók á vöru-
flutningabíl á brautarmótum
skammt frá Ikast.
Með lestinni voru 20 farþeg-
ar og slasaðist helmingur
þeirra er hún fór út af teinun-
um og valt.
Okumaður vörubílsins slas-
aðist lífshættulega.
ur á band flokksins en þær tilraunir
virðast hafa lítinn árangur borið,
enda binda kjósendur ekki miklar
vonir við að flokkurinn geti leyst
þann vanda sem við er að etja, sem
lýsir sér m.a. í meira atvinnuleysi
en áður og háum vöxtum.
Samkvæmt könnuninni, sem birt-
ist í blaðinu New Zealand Herald á
fimmtudag, má gera ráð fyrir því
að Verkamannaflokkurinn tapi 34
þingsætum af 56 sem hann hlaut í
kosningunum 1987 og lendi því í
minnihluta en 97 menn sitja á nýsjá-
lenska þinginu. Til þingsins er kosið
með sama hætti og í Bretlandi, þ.e.
sá frambjóðandi vinnur kjördæmið
sem flest atkvæði hlýtur.
I gær birti svo nýsjálenska útvarp-
ið niðurstöður skoðanakönnunar sem
gerð var fyrir stöðina og eru úrslit
hennar á sömu lund og í framan-
greindri könnun, Þjóðarflokkurinn
fær 43% atkvæða en Verkamanna-
flokkurinn 28%.
Moldova:
Keuter
Moldovi af rúmensku bergi brotinn heldur á skilti í höfuðborg lands-
ins, Kishinjov, þar sem fólk er hvatt til að halda til héraðs Tyrkja til
að veija föðurlandið.
Neyðarlög sett í héraði
tyrkneska miimihlutans
Moskvu. Reuter.
RÁÐAMENN í lýðveldinu Moldovu, áður Sovétlýðveldinu Moldavíu,
hafa sett neyðarlög í héraði tyrkneska minnihlutans í landinu.
Einnig hefur héraðsstjórnin verið lýst ómerk og nefnd sett á fót
til að stjóma í staðinn.
Moldova tilheyrði áður Rúmeníu
en var innlimuð í Sovétríkin fyrir
fimmtíu árum. Mikill meirihluti
íbúanna eru Rúmenar.
Þing landsins lýsti yfir fullveldi
í júní og þá var nafninu breytt ú
Moldovu. Þar búa einnig 150.000
manns af tyrkneskum uppruna.
Tyrkirnir lýstu yfir stofnun eig-
in lýðveldis í ágúst og ákváðu að
efna til kosninga nú í vikunni.
Rússneski minnihlutinn hefur í
landinu hefur einnig lýst yfir sjálf-
stæði og vill halda í gamla nafnið,
Moldavíu.
Yfirvöld í Moldovu brugðust
ókvæða við aðgerðum Tyrkjanna
og sendu 2.000 lögreglumenn til
Komrat, höfuðborgar tyrkneska
héraðsins.
Opinberir fundir hafa verið
bannaðir í tvo mánuði og ferðalög
takmörkuð. Einnig hafa þúsundir
rúmenskra Moldova streymt til
héraðsins til að spilla kosningun-
um.
Albanía:
Virtur rithöf-
undur fær hæli
í Frakklandi
París. Tirana. Reuter.
ALBANSKA rithöfundinum Isma-
il Kadare hefur verið veitt
pólitískt hæli í Frakklandi. Kad-
are og kona hans höfðu verið í
landinu frá því í september og ósk
hans um pólitískt hæli var nokk-
urt áfall fyrir stjórnvöld í Alb-
aníu, sem að undanförnu hafa
reynt að bæta ímynd sína erlend-
is, segja skilið við stalínismann og
rjúfa einangrun landsins.
Rithöfundurinn og fjölskylda hans
eru undir lögregluvernd og er heimil-
isfangi þeirra haldið leyndu. Hann
kvaðst í samtali við franska blaðið
Le Monde hafa sagt við Ramiz Alia,
forseta Albaníu, að hann hefði neyðst
til að fara í útlegð vegna þess að
albönsk stjómvöld hefðu ekki staðið
við loforð sín um örar lýðræðisbreyt-
ingar. Kadare var virtur á meðal
mennta- og listamanna í Albaníu og
mörgum þeirra kom ákvörðun hans
á óvart.
Nýjasta skáldsaga Kadares, sem
gefin hefur verið út á Vesturlöndum,
heitir „Draumahöllin" og er dæmi-
saga um heim undir alræðisstjórn,
þar sem „draumalögregla" reynir að
segja fyrir um og hafa áhrif á at-
burðarásina með því að njósna um,
drauma fólks.
HÆTTA Á BORG-
ARASTYRJÖLD
160 km S O R i y Moldavar moldo búa sig undir átök meöan tyrkneski minnihlutinn berst fyrir ) eigin lýöveldi / V É T - ( I N VA Kíshínjov -® í ® Komrat y
RÚMENÍA Búkarest REUTER
Litlu hefur munað að brytust
út átök milli Tyrkja og Rúmena.
Fjármál austur-þýska kommúnistaflokksins:
Viðurkenna sviksamleg-
ar millifærslur til að
koma eigunum undan
Trier. Frá Steingrími Sigurgeirssyni, fréttaritara Morgunbladsins.
STJÓRNARMAÐUR í Flokki hins lýðræðislega sósíalisma (PDS),
arftaka austur-þýska Kommúnistaflokksins (SED), sem í síðustu viku
reyndi að taka út 70 milljónir marka af bankareikningi í Ósló, er
nú horfinn. Hafði þessi upphæð verið millifærð af reikningi skráðum
á fyrirtækið „Putnik“ í Berlín. Grunsemdir vöknuðu um að þarna
hefði PDS verið að reyna að koma undan með sviksamlegum hætti
peningum sem flokkurinn hafði safnað saman þegar kommúnista-
flokkurinn var einn við völd í Austur-Þýskalandi. í gær iýsti talsmað-
ur flokksins, Hanno Harnisch, síðan yfir því að ásakanir þessar
væru réttmætar. Gjaldkeri flokksins, Wolfgang Pohl, hefði lýst sig
ábyrgan fyrir millifærslum þessum og sagt af sér. Lögreglan hand-
tók Pohl í gær. Jafnframt sagði talsmaðurinn að formanni PDS,
Gregor Gysi, hefði ekki verið kunnugt um að reynt hefði verið að
koma eigum flokksins undan.
Eftir ítarlega húsleit í aðalstöðv-
um PDS í Berlín fyrr í mánuðinum,
sem um hundrað vopnaðir lögreglu-
menn tóku þátt í, lýstu yfirvöld í
Berlín því yfir, að talið væri að
flokkurinn hefði millifært um 100
milljónir marka (tæplega fjóra millj-
arða íslenskra króna) á bankareikn-
inga utan Þýskalands. Þijátíu millj-
ónir hefðu farið á bankareikning í
Hollandi og sjötíu milljónir á banka-
reikning í Noregi.
Gregor Gysi, formaður PDS,
sagði þarna vera um að ræða skuld-
bindingar á grundvelli gamals
samnings milli SED og sovéska
kommúnistaflokksins um fjármögn-
un náms austur-þýskra ungmenna
í Sovétríkjunum. Einnig hefði SED
skuldbundið sig til að taka þátt í
kostnaði við byggingu alþjóðlegrar
„verkalýðsmiðstöðvar“. Lögreglu-
aðgerðina sagði Gysi vera „hrylli-
Iega“ — „ólöglega" og greinilega
hefðu pólitísk markmið verið að
baki.
Höfðu ekki húsleitarheimild
Lögreglumennirnir höfðu ekki
húsleitarheimild og sögðu yfirvöld
það vera réttlætanlegt í tilvikum
sem þessum þegar hætta væri á
að bið eftir slíkri heimild gæti dreg-
ist á langinn. Margir stjómmála-
menn hafa gagnrýnt hvernig staðið
var að húsleitinni og lögreglan hef-
ur viðurkennt að ákveðin mistök
hafi átt sér stað. Meðal annars var
leitað í skrifstofum þeirra Gregors
Gysis og Hans Modrows, fyrrver-
andi forsætisráðherra Áustur-
Þýskalands, en þeir njóta báðir
þinghelgi.
Um þá staðhæfingu Gysis að
millifærslumar væru vegna gam-
alla skuldbindinga kommúnista-
flokksins sagði Werner Thronicker,
talsmaður yfirvalda í Berlín, að
Gysi væri þarna að tala gegn betri
vitund. Ekki eitt einasta mark hefði
Gregor Gysi
farið til Moskvu heldur væm þau
öll á reikningum í Utrecht og Ósló.
Hefði alþjóðalögreglan Interpol lát-
ið rannsóknarlögreglu Berlínar vita
af því að einn flokksmanna PDS
hefði reynt að fá alla upphæðina,
70 milljónir, greidda úr norskum
banka. Maður þessi, sem situr í
stjórn PDS, heitir Karl-Heinz Kauf-
mann og er frá borginni Halle.
Hann er sá eini sem er með prók-
úm fyrir bankareikninga fyrirtæk-
isins „Putnik“. PDS var því greini-
lega enn með aðgang að þessum
„námsstyrkjum“. Ekkert hefur sést
til Kaufmanns eftir að hann reyndi
að ná út peningunum í Ósló.
Forstjórinn gufaður upp
Putnik er sovéskt fyrirtæki með
lögheimili í Moskvu, stofnað í júlí
á síðasta ári og skráð sem sameigin-
Hans Modrow Reuter
legt áhættufyrirtæki sovéskra og
erlendra aðila (joint-venture) hjá
sovéska fjármálaráðuneytinu. 40%
hlutafjár er í eigu Zhilsots-bank-
ans, 17,3% í eigu samvinnufyrir-
tækis sem ber nafnið „Putnik" og
afgangurinn er skráður á ýmsa
aðila sem enn hafa ekki verið nafn-
greindir í fjölmiðlum. Skráður for-
stjóri fyrirtækisins, maður að nafni
Popov, virðist rétt eins og Kauf-
mann hafa gufað upp með öllu.
Rannsóknarlögregla Berlínar
hafði frá banka fengið upplýsingar
um að peningarnir í Ósló kæmu frá
bankareikningi skráðum á Putnik í
Berlín. Reikningurinn í Berlín var
stofnaður 12. september sl. og talið
að PDS hafi í heild millifært um
220 milljónir marka (rúmlega átta
milljarða íslenskra króna) á hann.
Enn er þó ekki ljóst hvort þessi