Morgunblaðið - 27.10.1990, Síða 29

Morgunblaðið - 27.10.1990, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 29 Síðasta rallkeppm ársins SÍÐASTA rallkeppni ársins, Armstrong Rally Hjólbarðahall- arinnar fer fram á sunnudag- inn. Tvær áhafnir eiga mögu- leika á íslandsmeistaratitli í rallakstri en þó því aðeins að báðar áhafnir verða að sigra í keppninni, segir í frétt frá Bif- reiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur. Efstir að stigum til íslands- meistara eru þeir feðgar Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson með 65 stig en fast á hæla þeirra koma Ásgeir Sigurðsson og Bragi Guð- mundsson með 60 stig. Sunnudaginn 28. október kl. 08.40 verður fyrsti bíll ræstur inn á fyrstu sérleið sem kallast Tröll- háls og liggur frá Þingvöllum til norðurs að Kaldadal. Einn af öðr- um aka þeir svo sömu leið til baka kl. 9.40, Lyngdalsheiði frá Gjá- bakka v/Þingvelli og að Laugar- vatni fer fyrsti bíll kl. 10.30 og til baka kl. 11.30. Kl. 13.00 verður ekin sérleið við Skútuvog frá verslun Halldórs Jónssonar og í áttina að Mikla- garði v/Sund. Leiðin verður ekin tvisvar. Eftir hádegishlé verður sérleiðin framhjá Djúpavatni og að Krísuvík ekin tvisvar. Akstur þar hefst um kl. 14.30. Endamark verður svo við Hjól- barðahöllina við Fellsmúla kl. 18.00 en þá fyrst verða úrslit í íslandsmeistarakeppninni í rall- akstri ráðin. Hljómsveit konunglega breska landgöngu- liðsins væntanleg HLJÓMSVEIT konunglega breska landgönguliðsins heldur tónleika í húsi íslensku Ópe- runnar við Ingólfsstræti fimmtudaginn 1. nóvember klukkan 20. Hljómsveitin hefur reglulega komið til íslands um árabil og haldið tónleika á Keflavíkurflug- velli og undanfarin tvö ár hefur hún einnig haldið tónleika í Kringl- unni í Reykjavík fyrir fjölda áheyr- enda. Þá lék hljómsveit land- gönguliða af drottningarskipinu Brittania fyrir hundruð áheyrenda á Ægisgarði í tengslum við opin- bera heimsókn Bretadrottningar í sumar. Að tónleikunum standa Breska sendiráðið og Hekla hf. Miðar eru seldir í miðasölu íslensku óperunn- ar við Ingólfsstræti frá 25. októ- ber, alla daga nema mánudaga, frá klukkan 13-18. Miðar kosta 600 krónur en 400 krónur fyrir börn, ellilífeyrisþega og hópa. Hljómsveitin kemur fram endur- gjaldslaust en hugsanlegum ágóða verður varið til góðgerðarstarf- semi. Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað í frétt um könnun á verði bílavarahluta að heimilisfang GS-varahluta var rangt en þeir eru til húsa á Hamars- höfða 1. Morgunblaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. ÍSLENSKUR TÓNUSTARDAGUR Kringlan kl. 12:30 Rarik-kórinn syngur Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Opið hús að hraunbergi 2 milli kl. 13:00 og 15:00 fyrir forskólanemendur og foreldra. Hljóðfærakynning, tónleikar og fundur með foreldrum. íslensk tónlist á afsláttarverði í hljónraplötuverslunum. Tónlistarskóli Miðneshrepps, Sandgerði Sameiginlegur tónfundur kl. 14:00 Ríkisútvarpið heldur upp á íslenskan tónlistardag frá morgni til kvölds og fjallar um málefni tónlistar með ýmsu móti. Rás 1 Árdegis: Spuni, þar sem leiknar verða upptökur frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar. Miðdegis: Þáttur Hönnu G. Sigurðardóttur í tilefni dagsins. Síðkvölds: Laugardagsflétta Svanhildar Jakobsdóttur. Rás 2 íslensk tónlist í fyrirrúmi Borgarleikhúsið Blústónleikar í forsalnum milli kl. 15:00 og 17:00. Fram koma Kristján Kristjánsson og Þorleifur Guðjónsson. Kaffiveitingar. Tónlistarskóli FÍH Opið hús að Rauðagerði 27 frá kl. 14:00 til 16:00. Púlsinn tónlistarbar Valgeir Guðjónsson heldur tónleika milli kl. 16:00 og 18-00 0 A bláum nótum frá ki. 21:30 tii 03-.oo. Bláir englar, Kristján Kristjánsson og Þorleifur Guðjónsson. Óperuhátíð á Hótel íslandi Sunnudaginn 28. október verður Óperuhátíð á Hótel íslandi, þar sem fram koma margir þekktir söngvarar og hljóðfæraleikarar. Opin æfing verður á sal Söngskólans í Reykjavík, Hverfisgötu 44, í dag frá kl. 13:00 til 14:00. FTT FÍH Félag tónskálda og textahöfunda Félag íslenskra hljómlistarmanna FÍT TBÍ Félag íslenskra tónlistarmanna Ríkisútvarpið Tónlistarbandalag íslands Samband hljómpiötuframleiðenda STEF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.