Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 38

Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990 ( ' iiltóóur a morgun ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristinn Agúst Friðfinnsson. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jens Sigurðsson messar. Miðvikudag: Fyrirþæna- stund kl. 16.30. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Fermd verður Linda Björk Hallgr- ímsdóttir, Austurgötu 38, Flafnar- firði. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Með þátttöku KFUM og K starfsins við Maríu- bakka. Organisti Daníel Jónasson. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðrún Ebba Ól- afsdóttir, sr. Pálmi Matthíasson. Guðsþjónusta kl. 14. Kristín Sig- tryggsdóttir syngur einsöng. Messukaffi Rangæinga eftir messu. Sr. Pálmi Matthíasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kóþavogskirkju kl. 14. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. DÓMKIRKJAN: Kl. 11 messa. Dómkórinn syngur. Organleikari Marteinn Hunger Friðriksson. Fundur með foreldrum fermingar- barna eftir guðsþjónustuna. Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson. Barna- messa í safnaðarheimili á sama tíma. Kl. 17 síðdegismessa. Sr. Hjalti Guðmundsson. LANDAKOTSSPÍTALI: Helgistund kl. 13.30. Organleikari Birgir Ás Guðmundsson. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 10. Sr. Magnús Björnsson. FELLA- og Hólakirkja: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón Jóhanna Guðjónsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Eftir guðsþjón- ustuna verður kvenfélagið Fjall- konurnar með kaffisölu. Miðviku- dag: Guðsþjónusta kl. 20.30. Prestur sr. Guðmundur Karl Ágústsson. Sóknarprestar. GRAFARVOGSSÓKN:. Barna- messa kl. 11 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Aðstoðarmenn Katrín, Valgerður og Aðalbjörg. Skólabíll- inn fer einso g venjulega frá Húsa- hverfi kl. 10.30 í Foldir og síðan í Hamrahverfi. Guðsþjónusta kl. 14 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Ferm- ingarþörn og foreldrar þeirra sér- staklega hvattir til þátttöku. Eftir messu verður fundur með foreldr- um og fermingarbörnum (8. SP og 8. GH). Kaffiveitingar. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Sr. Vigfús Þór Árnason. GRENSÁSKIRKJA: Barnastarfið kl. 11. Eldri börnin uppi, yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal. Prestarnir. HALLGRÍMSKIRKJA: 316. ártíð Hallgríms Péturssonár. Laugardag 27. október, afmælishátíð Hallgr- ímssafnaðar. Hallgrímsmessa kl. 14. Hr. Sigurbjörn Einarsson préd- ikar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. Davíð Oddsson borgar- stjóri flytur ávarp. Ljósmyndasýn- ing í forkirkjunni. Afmæliskaffi eftir messu. Tekið við framlögum í org- elsjóð. Sunnudag 28. október: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Börn úr Aust- urbæjarskóla taka þátt í mess- unni. Barnakór Austurbæjarskól- ans syngur. Kvöldmessa kl. 17. Fluttir sálmar og textar eftir Hallgrím Pétursson. Mánudagur 29. október, dagskrá um Thomas Kingo, sr. Sigurjón Guðjónsson, Guðrún Ásmundsdóttir og Mót- ettukór Hallgrímskirkju. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Morgunmessa kl. 10. Sr. Tómas Sveinsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer um Suðurhlíðar og Hlíðar fyrir og á eftir barnaguðs- þjónustunni. Hámessa kl. 14. Sr. Arngrímur Jónsson. Kvöldbænirog fyrirbænir eru í kirkjunni á miðviku- dögum kl. 18. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messusal- ur Hjallasóknar Digranesskóla. Barnamessur kl. 11, fyrir yngri og eldri börn. Húsið er opnað kl. 10.30. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Sr. Guðmundur Þorsteinsson dómprófastur visiterar Hjallasöfn- uð og prédikar við guðsþjón- ustuna. Sóknarprestur þjónar fyrir altari. Altarisganga. Kór og barna- kór Hjallasóknar syngja. Organisti Elías'Davíðsson. Kórstjóri barna- kórs Friðrik S. Kristinsson. Ferm- ingarbörn aðstoða við guðsþjón- ustuna. Sóknarfólk er hvatt til þátt- töku. Sóknarnefndin. KÁRSNESPRESTAKALL. Fjöl- skylduguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju sunnudag kl. 11. Organisti Guðmundur Gilsson. Sóknarprest- ur. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barn- anna kl. 11. Söngur, sögur, leikir. Þór Hauksson guðfræðingur og Jón Stefánsson organisti sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sigurður Haukur Guð- jónsson. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju syngur stól- vers „Mín sál þinn söngur hljómi". Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Bjarni Karlsson. Barnastarf á sama tíma. Organisti Ronald V. Turner. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustu. Fimmtudag. Kyrrðarstund í hádeginu. Orgel- leikur, fyrirbænir, altarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjón Sigríðar Óladóttur. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mið- vikudag: Fyrirþænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Fimmtudag: Biblíulestur kl. 20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Molasopi eftir guðs- þjónustu. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Gyða Haildórsdóttir. Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Miðvikudag: Samkoma kl. 20.30. Sönghópurinn „Án skilyrða", stjórnandi Þorvaldur Halldórsson. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Útvarps- messa kl. 11. Þórsteinn Ragnars- son safnaðarprestur. KRISTSKIRKJA, Landakoti. Lág- messa kl. 8.30. Stundum lesin á ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág- messa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18, nema á laugar- dögum þá kl. 14. Á laugardögum er ensk messa kl. 20. í október er lesin Rósakransbæn fyrir lág- messuna kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18, nema á fimmtu- dögum þá kl. 19.30. KAPELLA ST. JÓSEPSSYSTRA, Garðabæ: Hámessa kl. 10. KAPELLA ST. JÓSEPSSPÍTALA Hafnarfirði: Hámessa kl. 10.30. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga er messa kl. 8. KAÞÓLSKA KAPELLAN, Hafnarg. 71 Keflavík: Messa kl. 16 á sunnu- dag. FRIKIRKJAN í Reykjavík: Guðs- þjónusta kl. 14. Morgunandakt miðvikudag kl. 7.30. Cesil Haralds- son. KFUM og K: Samkoma kl. 20.30 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58. Ræðumaður Arnmundur Kr. Jónasson. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyld- utími kl. 14. Kapteinn Erlingur Níelsson stjórnar. Almenn sam- koma kl. 20.30. Imma og Óskar sjá um samkomuna. Inngangsorð major Reidun Morken. NÝJA POSTULAKIRKJAN, Háa- leitisbraut 58-60. Guðsþjónusta sunnudag kl. 11. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta í Víðistaðakirkju kl. 14. Vináttudag- ur St. Georgsskáta. Kór Víðistaða- sóknar syngur. Einsöngvari Inga Bachman. Organisti Jakob Hallgr- ímsson. Sigurður Helgi Guð- mundsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffisala kvenfélagsins hefst í Góðtemplarahúsinu að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Séra Gunnþór Ingason. GARÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 13. Hljómeyki syngur. Minnstverð- ur 30 ára afmælis Stjörnunnar. Halldór Vilhelmsson syngur ein- söng. Organisti Ferenc Utassy. Séra Bragi Friðriksson. Barnasam- koma er í Kirkjuhvoli kl. 13. KÁLFATJARNARKIRKJA: Barna- samkoma verður í Stóru-Voga- skóla í dag, laugard. kl. 13. INNRI-NJARÐVIKURKIRKJA: Barnastarf í safnaðarheimilinu. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Barnakórinn syngur. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11 í umsjá Málfríðar og Ragnars. Munið skólabílinn. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 14. Ferm- ingarbarnakórinn syngur. Nem- endur Tónlistarskóla Keflavíkur vígja nýjan flygil kirkjunnar með píanóleik frá kl. 13.30. Steinn Erl- ingsson syngur einsöng við undir- leik Einars Arnar Einarssonar. Fermingarbörn flytja frásöguna af bræðrunum Herði, Hilmari og Har- aldi. Vænst er þátttöku fermingar- barna og foreldra þeirra. Mynd- band af fermingarbarnanámskeiði í Skálholti verður sýnt í Kirkjulundi eftir guðsþjónustuna. Bifreið fer kl. 13.15 að íbúðum eldri borgara við Suðurgötu og að Hlévangi við Faxabraut og sömu leið til baka að lokinni messu. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJ A: Sunnudaga- skóli kl. 14. Munið nýtt efni. Hjört- ur Magni Jóhannsson. HVALSNESKIRKJA: Sunnudaga- skóli verður í grunnskólanum í Sandgerði kl. 11. Munið nýtt efni. Hjörtur Magni Jóhannsson. GRINDAVÍKURKIRKJA: Fjöl- skyldumessa kl. 11. Helgistund bæði fyrir börn og fullorðna. Barnakór og kirkjukór Grindavíkur- kirkju syngja. Órganisti Siguróli Geirsson. Gítarundirleikur Svanhvít Hallgrímsdóttir. Áður en prédikun hefst er börnunum boðið í safnaðarheimilið og höfð með þeim stund þar í umsjón Svan- hvítar, Soffíu og Birnu. Sóknar- prestur. HVERAGERÐISPREST AKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Tómas Guðmundsson. ÞORLÁKSHAFNARPRESTA- KALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Rúnars Reynissonar. Messa í Strandarkirkju kl. 14. Tómas Guð- mundsson. KIRKJUVOGSKIRKJA: Laugardag 27. október: Barnastarf kl. 13. Umsjón Sigurður Lúther og Hrafn- hildur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 10.30. Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. Sóknarprest- ur. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Sunnudaga- skóli í safnaðarheimilinu Þverholti 3 kl. 11. Skólabíllinn fer venjulega leið og verður uppi í Dal kl. 10.25 og við Reykjalund kl. 10.40. Jón Þorsteinsson. AKRANESKIRKJA: Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimil- inu Vinaminni laugardag kl. 13. Barnaguðsþjónusta í kirkjunni sunnudag kl. 11. Messa kl. 14. Sigurbjörn Þorkelsson, frkvstj. Sambands Gideonfélaganna á ís- landi flytur stólræðu og kynnir starf félaganna. Altarisganga. Messa í dvalarheimilinu Höfða kl. 15.30. Fyrirbænaguðsþjónusta fimmtudag kl. 18.30. Beðið fyrir sjúkum. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Séra Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta verður í Borgarnes- kirkju sunnudag kl. 10. ^óknar- prestur. Minning: Lilja Sigfúsdótt- ir frá Kirkjubæ Fædd 11. október 1917 Dáinn 15. október 1990 í dag er til moldar borin fyrrver- andi tengdamóðir mín Lilja Sigfús- dóttir frá Kirkjubæ í Vestmannaeyj- um. Ég minnist hennar með hlýhug og þakklæti. Hún tók mér opnum örmum þegar ég kom til Vest- mannaeyja og var að bytja búskap með Brynju dóttur hennar. Við byrj- uðum að búa í risíbúð í húsi tengda- foreldra minna í Eyjum, eða í loft- inu, sem var kallað, og bjuggum þar fram að eldgosinu, ásamt tveim bömum Brynju, þeim Kela og Lilju titlu. Samgangur okkar var því mikill, þar sem hjálpsemi sat í fyrirrúmi. Alltaf var Lilja boðin og búin til að líta eftir og passa börnin þegar hún gat og oft þurfti að leita til hennar þar sem við unnum bæði úti. Sérstöku ástfóstri tók hún litlu nöfnu sína Lilju Berglindi og var henni einkar góð. Uppi af Urðunum austur í Heimaey var mjög fallegt. Þar voru grösug tún og gamlir matjurtagarð- ar og hvítmáluð húsin á víð og dreif. Þegar eldgosið hófst í Vest- mannaeyjum í janúar 1973 stóð Kirkjubær næst eldstöðvunum og var líka fyrsta húsið sem varð eldin- um að bráð. Allt þetta svæði liggur nú undir tugum metra af hrauni og ösku og þeir Vestmanneyingar sem þarna áttu heima gátu fæstir hugsað sér að flytja til Eyja aftur, þar sem öll þeirra heimabyggð var horfin. Eftir gosið fluttum við því öll upp á land og Lilja settist að í Garðinum ásamt eiginma'nni sínum Pétri Guð- jónssyni en hann lést fyrir 8 árum. í Garðinn fluttu um þetta leiti töluverður fjöldi Vestmanneyinga og átti hún bæði ættingja, tengda- fólk og vini í þeim hópi. Það var mikil samheldni og samhugur milli þessara brottfluttu Vestmanney- inga og oft var líka tilefni til að koma saman og gleðjast. Þá voru stundum rifjaðir upp ýmsir skemmtilegir atburðir úr Eyjum, eða einhver fyndin tilsvör og þá var alltaf tiihlökkunarefni að skreppa suður í Garð og ekki síst fyrir börn- in sem áttu alltaf vísan glaðning hjá ömmu Lilju og afa Pétri. Seinna þegar við Brynja vorum einnig flutt út í Garð í næsta nágrenni við Lilju kom hún að sjálfsögðu oft til okkar og var þá að jafnaði hress og kát. Hún var mjög félagslynd og ætt- rækin og dugleg að heimsækja vini og ættingja enda var oft gestkvæmt hjá henni sjálfri því frændgarðurinn var stór. Seinni ár var heilsu henn- ar farið að hraka en þó átti enginn von á því að kallið kæmi svo skyndi- lega. Börnum hennar og öðrum ástvin- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur og bið góðan guð að styrkja þau. Hvíli hún í friði. Hörður Steinþórsson í dag er kvödd hinstu kveðju móðursystir mín, Lilja Sigfúsdóttir frá Kirkjubæ í Vestmannaeyjum. Hún var yngst 12 systkina en tvö þeirra dóu í frumbernsku. Lilja fæddist í Egilsstaðakoti í Villinga- holtshreppi 11. október 1917. For- eldrar hennar voru hjónin Sigfús Vigfússon bóndi þar og Gróa Gests- dóttir. Lífið var enginn dans á rós- um hjá barnmörgum fjölskyldum . þeirra tíma, húsakynnin þröng og köld og ekki tókst alltaf að metta alla munna sem skyldi. En með guðs og góðra manna hjálp tókst að koma öllum hópnum til manns. Eldri systkinum Lilju var mörg- um komið í fóstur um lengri eða skemmri tíma til að létta á heimil- inu en þar sem hún var yngst, fékk hún að fylgja foreldrum sínum ásamt tveimur sem næst voru í röðinni, þegar foreldrar þeirra brugðu búi og fluttu til Eyrar- bakka. Að Lilju genginni eru nú á lífi tveir bræður hennar, þeir Guðjón og Guðmundur. Þótt sýstkinin tyístruðust fyrr en skyldi, misstu þau aldrei sjónar hvert af öðru og það voru gleðifundir þegar þau komu saman enda var þeim lífsgleði og létt lund í blóð borin. Þegar Lilja var um tvítugt, lá leið hennar til Vestmannaeyja. Þar réðst hún í vist til Péturs Guðjóns- sonar frá Oddsstöðum sem þar bjó á hinu forna höfuðbóli Kirkjubæ. Hann hafði þá nýlega misst konu sfna frá fimm börnum á aldrinum þriggja til þrettán ára. Þau tóku brátt ástfóstri við Lilju og hún undi hag sínum vel. Þau Pétur gengu í hjónaband í fyllingu tímans og ól- ust öll börn Péturs upp hjá þeim utan eitt. Að auki varð þeim fjög- urra bama auðið. Öll börn þeirra lifa móður sína nema Guðjón stjúp- sonur hennar sem lést á besta aldri fyrir nokkrum árum. Pétur missti hún fyrir átta árum. Stjúpbörn hennar voru henni ætíð jafn kær og hennar eigin og blandast engum, sem til þekkir, hugur um að börnum verði ekki betur gengið í móðurstað en hún gerði. Lilja var með afbrigðum vel látin og vinsæl hvar sem hún fór enda var alla tíð gaman að vera í návist hennar. Hún var létt og kát hvað sem á dundi og lét erfiðleika aldrei buga sína léttu lund. Það varð henni mikið áfall líkt og mörgum öðrum að þurfa að yfirgefa heimili sitt í Eyjum og sjá það verða eldi og hrauni að bráð í Heimaeyjargosinu en hún bjó sér og sínum hlýlegt og fallegt heimili í nýjum heimkynnum í Garðinum. Þar festi hún yndi og sætti sig eins vel við orðinn hlut og verða mátti. Ég sóttist eftir að heimsækja Lilju og hennar fólk í Vestmanna- eyjum frá unga aldri og fannst ferð- irnar aldrei nógu margar. Þaðan á ég ógleymanlegar endurminningar frá bernsku- og æskuárum. Þar var mér ævinlega tekið opnum örmum hvort sem var til lengri eða skemmri tíma. Hjá Pétri og Lilju í Kirkjubæ var alltaf glatt á hjalla enda jafnan margt um manninn. Þar var gest- risni í hávegum höfð og heimils- bragur allur til fyrirmyndar. Þar var gott að vera. Hafi hún kæra þökk fyrir. Fjölskyldu hennar votta ég dýpstu samúð. Þóra Kristín

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.