Morgunblaðið - 27.10.1990, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 27.10.1990, Qupperneq 43
KEPPNI SLATTUMAÐURINN Kunnur rokk- ari sjöunda áratugarins skilinn við Tónlistarmaðurinn Tom Fo- gerty lést fyrir skömmu úr berklum í Scottsdale, Ariz- ona, aðeins 48 ára gamall. Fo- gerty var annar tveggja höfuð- paura rokkhljómsveitarinnar Creedence Clearwater Revival sem var ein fremsta rokksveit sjöunda áratugarins. Hinn leið- toginn var bróðir hans, John Fogerty, sem var söngvari sveitarinnar. Undir forystu Fo- gerty-bræðra, rakaði sveitin saman sex gullplötum og kom átta lögum í „topp tíu“ í Banda- ríkjunum. Meðal þekktari laga sveitarinnar má nefna „Born on the Bayou“, „Proud Mary“ og „Bad Moon Rising“. Langt er síðan Creedence Clearwater Revival lögðu upp laupana en Tom Fogerty vann fyrir sér sem rokkhljómlista- maður og gaf út nokkrar só- lóskífur án þess þó að slá nokkru sinni í gegn svo vit væri í. Við minningarathöfn um Tom Fogerty tók bróðir hans, John, til máls og sagði meðal annars: „Draumur okkar þegar við vorum snáðar var að verða fullorðnir og verða rokkstjörn- ur. Við náðum því síðarnefnda. Fullorðnir urðum við aldrei.“ SHAMAL C. O ■ M P R É S S 0 R S LOFTÞJÖPPUR Fyrirliggjandi loftþjöppur samkvæmt sænskum öryggiskröfum með eða án loftkúts. Hagstætt verð. LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Nafn Ingi- mars Eydal úr hattinum Hitachi-umboðið á íslandi stóð fyrir skritinni keppni fyrir skömm. Þá var dregið úr nöfnum fjölmargra eigenda Hitachi-góss og valinn fremsti Hitachi-eigandi ársins. Hinn kunni hljómlistarmað- ur Ingimar Eydal var dreginn úr hattinum og fékk hann gjöf frá umboðinu í viðurkenningarskyni. Ingimar með gjöfina ásamt starfsfólki Jóhanns Rönning, umboðsaðila hins japanska fyrirtækis á ís- landi, og gestum. * • reksturs og stjórnunar fyrirtækja Lára Margrét á fjölþættan náms- og starfsferil að baki, bæði hérlendis og erlendis. Hún er þekkt fyrir einstakan dugnað og frumkvæði og þau málefni sem hún tekur að sér komast heil í höfn. Sérþekking hennar á atvinnulífi, efnahagsmálum og heilbrigðismálum sýnir best og sannar að hún er kjörin til starfa á Alþingi Islendinga. Kosningaskrifstofan er í Hafnarstræti 20, 4. hæð (lyfta) verður opin.frá kl. 10.00 til 22.00. Símar 27804, 27810, 28817 og 28847. Kjósum Láru Margréti í 4.—6. sæti. Látum frumkvæði og fyrirhyggju ráða úrslitum MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.