Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 52
VOI.VO
wagti&xaet ÆS^
™AC «A>».<J JL^i -íJAki XBHkgmÍBka
8esí/ Wnur sjómannsins!
Vorveður í vetrarbyijun
HLÝTT loft hefur leikið um landið undanfarna daga með 7-10 stiga hita. Sunnanlands rigndi í gær. Veðrið var eins og á vordegi og ekki hægt að
sjá að veturinn væri í nánd en fyrsti vetrardagur er einmitt í dag. Á sunnudag má búast við að það fari að snúast í norðanátt og kólna með
éljum norðanlands en að heiðskírt verði sunnanlands og vestan. Myndin sem tekin var í Lækjargötu í gær getur minnt okkur á veðrið, skamm-
degið og hraðann og að aka varlega nú þegar svartasta skammdegið er í nánd.
Prófmál höfðað um skiptaverð til sjómanna á frystiskipum:
Getur ínimið hundruðum millj-
óna króna fyrir flotann allan
-seg-ir Kristján Loftsson forsljóri Hvals hf.
Skagafjörður:
Stórhætta
af fjöður
Sauðárkróki.
ÓHAPP varð á þjóðvegi 1, rétt
sunnan við Varmahlíð, síðastlið-
inn föstudag þegar 30 til 40 sm
langt bílfjaðrarblað, sem legið
hafði á veginum, kastaðist und-
an hjóli Range Rover-bíls og
lenti á Lancer, sem ekið var
rétt á eftir jeppanum.
Fjaðrarbrotið lenti í vélarhlíf
seinni bílsins og skar það eins og
dósarlok eftir endilöngu, fór síðan
inn um framrúðuna, rétt snerti
höfuð farþega í framsætinu, eyði-
lagði hnakkapúðann og kastaðist
þaðan upp i þak bílsins og stór-
skemmdi.
Farþeginn skarst lítillega á
gagnauga og var áverkinn saum-
aður á Sjúkrahúsinu á Blönduósi.
Að sögn lögreglu á Sauðárkróki,
er talin mikil mildi að ekki varð
þama stórslys.
Þar munaði litlu að járnstykkið
lenti í andliti farþegans.
HÁSETI á frystitogaranum Ven-
usi HF-519 hefur stefnt útgerðar-
fyrirtæki skipsins, Hval hf., fyrir
bæjarþing Iteykjavíkur vegna
launakröfu í sambandi við sölu-
skilmála og uppgjör á skiptaverði
til sjómanna þegar afurðir eru
seldar í Asiu. Er hér prófmál á
ferðinni sem getur numið hundr-
uðum milljóna króna fyrir frysti-
togaraflotann allan. Að mati Sjó-
mannasambandsins og útgerðar-
innar snýst það um grundvallarat-
riði við túlkun laga um skiptaverð
á frystiskipum.
Ágreiningur hefur ríkt á milli sjó-
manna og útgerðarmanna um hvort
reikna skuii söluverð á fob-verði eða
cif-verði þegar gert er upp við sjó-
menn en á síðustu þrem árum hefur
orðið algengt að fiskafurðir til Asíu-
landa séu seldar með svokölluðum
c&f-söluskilmáium. Uppgjör við sjó-
menn hefur hins vegar verið látið
miðast við fob-verð. Við fob-sölu
ber kaupandi flutningskostnaðinn en
skv. c&f-skilmálunum sér seljandi
um kostnað og fraktina. Hafa bæði
Sjómannasamband íslands og LÍU
fylgst grannt með þessu máli. Krafa
sjómannsins er upp á rúmar 300
þús. krónur, en að sögn Kristjáns
Loftssonar, forstjóra Hvals hf., getur
þetta mál skipt frystitogaraflotann
allan hundruð milljóna kr.
Sjómannasambandið telur að þar
sem skiptaverð til sjómanna ráðist
af því með hvaða söluskilmálum af-
urðir eru seldar sé óheimilt sam-
kvæmt lögum að umreikna söluverð
með þessum hætti þegar selt er.
Vilja þeir að við umreikning verði
miðað við cif-verð en ekki fob-verð
og að sjómenn fái greiddan þennan
mismun. Kristján Loftsson segir að
þessi háttur hafi verið hafður á í
uppgjör við sjómenn í góðri trú enda
væri c&f-söluskilmála hvergi getið
í kjarasamningum eða lögum.
„Þetta mál snýst um það hvort
útgerðin á að greiða sjómönnum afla-
hlut af flutningskostnaði vöru frá
íslandi á erlenda markaði eða ekki,“
segir hann. Hann bendir á að þegar
kjarasamningar við sjómenn á frysti-
skipum voru gerðir árið 1985 hafí
það komið nokkuð jafnt út í skipta-
verðinu hvort selt var skv. fob- eða
cif-söluskilmálum í Evrópu. A
síðustu árum hafi íslenskir útflytj-
endur tekið að sér stjórnun útflutn-
ingsins til Asíu og til að ráða við
flutningskostnaðinn hafi oftast verið
samið um c&f-verð. Sjómenn telja
að það jafngildi cif-sölu en á það
vilja útvegsmenn ekki fallast.
Að sögn Hólmgeirs Jónssonar,
framkvæmdastjóra Sjómannasam-
bandsins, benda sjómenn á að flutn-
ingskostnaðurinn skv. kjarasamning-
um sé um 7-8% og með því að
umreikna söluverðin yfir í fob-verð
þegar vara er flutt er til Asíu rýrni
skiptaverðið verulega vegna þess hve
kostnaður vegur þungt þegar selt er
til ijarlægari markaða.
Háseti á Klakk VE féll útbyrðis og
var 10 mínútur í sjónum:
Hugsaði ekki um annað
en að mér yrði bjargað
- segir Unnar Víðisson sem telur
flotgalla hafa bjargað lífi sínu
Vestmannaeyjum. •
UNNAR Víðisson 22 ára gamall háseti á Klakk VE féll útbyrðis
þegar skipið var á veiðum á Öræfagrunni en náðist úr sjónum eft-
ir tíu mínútur. Unnar telur að flotgalli sem hann var í hafi bjargað
lífi sínu, en hann var nýbúinn að kaupa gallann.
Verið var að draga inn veiðar-
færin laust eftir miðnætti þegar
blökk slóst í bak Unnars og hann
féll útbyrðis. Hann sagði að fyrstu
viðbrögð sín hefðu verið að synda
að skut skipsins til að komast upp
í rennuna en það tókst ekki. Skipið
var á ferð og íjarlægðist hann
smátt og smátt.
„Ég er kannski ekki hár í loftinu
Morgunblaðið/Sigurgeir
en mér fannst ég vera svo óendan-
lega lítill þar sem ég svamlaði í
ísköldum sjónum í myrkrinu. Allt
sem ég sá í kringum mig fannst'
mér vera svo ótrúlega stórt og ég
svo smár í samanburði við það.
Þetta var óþægileg og skrýtin til-
finning," sagði Unnar.
Hann náði hvorki til björgunar-
hrings né Markúsarnets, sem félag-
ar hans köstuðu til hans, en tókst
loks að ná taki á trollpokanum og
var (ireginn á honum um borð.
„Ég held að ég hafi aldrei verið
hræddur enda veitti það mér mikið
öryggi að vera í flotgallanum. Það
róaði mig og fullvissaði mig um
að mér yrði bjargað. Enda kom
aldrei neitt annað til greina í huga
mér, ég hugsaði ekki um annað
og var ákveðinn í að gefast ekki
upp,“ sagði Unnar Víðisson.
Unnar Víðisson
góða.
í flotgallanum sjá viðtöl á bls. 22.
Grímur
LAUGARDAGUR 27. OKTOBER 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Sameinaða
sveitarfélag-
ið heitir Eyja-
fjarðarsveit
Ytri-Tjörnum, Eyjafirði.
Á fundi hreppsnefnda hrepp-
anna þriggja framan Akureyrar
í gærkvöldi var ákveðið að nýja
sveitarfélagið sem formlega
verður stofnað 1. janúar næst-
komandi heiti Eyjafjarðarsveit.
Tveir áttu uppástunguna, Helga
Hallgrímsdóttir í Hvammi og Guð-
mundur Sveinsson á Selfossi. Þau
fá bókaverðlaun. Fjórtán af fimm-
tán hreppsnefndarmönnum sam-
þykktu nafnið.
Á fundinum var lagður fram
sameiginlegur framboðslisti frá-
farandi hreppsnefnda fyrir vænt-
anlegar sveitarstjórnarkosningar
sem verða 17. nóvember. Annar
framboðslisti er í undirbúningi.
Benjamín