Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 2

Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 I Forsætisráðherra um beiðni Halldórs Blöndals: Ljósmynd/Hafþór Ferdinandsson Jólavarningur til Hveravalla HEIMILISFÓLKIÐ á Hveravöllum fékk í gær glaðning frá byggðum þegar Hafþór Ferdinandsson kom færandi hendi með jólamatinn og jólapakka og annan jólavaming. Á myndinni eru Harpa Lind Guð- brandsdóttir og Grímur Sigtirjónsson ásamt tíkinni Skottu. Gefur upp nöfn lögfræðinganna HALLDÓR Blöndal alþingismaður fór fram á það við forsætisráð- herra að hann upplýsti hvaða lögfræðingar veittu ríkisstjórninni sérfræðiálit við setningu bráðabirgðalaganna siðastliðið sumar. For- sætisráðherra svaraði erindi þingmannsins á þriðjudag á þá lund að honum yrðu veittar umbeðnar upplýsingar í fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar alþingis sem trúnaðarmál. Kveðst Haildór eiga von á að það verði eftir áramót. Halldór segist hafa sagt við for- sætisráðherra að hann myndi kalla hann fyrir í fjárhags- og viðskipta- nefnd til að spytja hvaða lögfræð- ingar hefðu verið kallaðir til á veg- um ríkisstjórnarinnar í sambandi við undirbúning bráðabirgðalag- anna um launamál og það álit að 1. grein laganna héldi og ekki þyrfti að standa við kjarasamning- inn við BHMR. „Forsætsráðherra svaraði því á þriðjudaginn að hann myndi gefa þessar upplýsingar í fjárhags- og viðskiptanefnd. Það verður þó ekki fyrr en eftir áramót,“ sagði Halldór í samtali við Morgunblaðið í gær. Mæðrastyrksnefnd; Margar ungar konur koma í fyrsta sinn í GÆR leitaði ung 6 barna gift móðir aðstoðar hjá Mæðra- styrksnefnd vegna jólanna. Hún á ekki kost á að vinna úti vegna barnanna en eiginmaður hennar hefur 57 þúsund króna mánað- arlaun. Þau búa í 57 fermetra íbúð sem þau festu kaup á fyrir tveimur árum og gengur erfið- lega að standa í skilum. „Þessi kona hefur aldrei áður leitað til okkar en hún er eitt dæmi af mörgum því hingað koma nú margar ungar konur í fyrsta sinn. Fleiri leita aðstoðar Mæðrastyrksnefndar en áður. Konan fór mjög sæl frá okkur og það er það ánægjulega við þetta, að geta veitt fólki veru- lega hjálp,“ segir Guðlaug Run- ólfsdóttir, starfsmaður nefndar- innar í samtali við Morgunblaðið í gær. Að sögn Guðlaugar var stans- laus ös hjá Mæðrastyrksnefnd í gær. „Fólk hefur tekið við sér og við höfum fengið töluverð framlög en þó eru þeir fleiri sem leita eftir aðstoð," sagði hún. Guðlaug sagði að nú bæri nokk- uð á því að fólk styrkti Mæðra- styrksnefnd sem ekki hefur gert það áður. „Við erum mjög þakklát- ar fyrir það,“ sagði hún. Á seinasta ári leituðu um 300 fjölskyldur og einstaklingar að- stoðar hjá nefndinni og þykir ljóst að þeim muni eitthvað fjölga í ár. „Hingað koma margar ungar, frá- skildar konur sem eru með böm á framfæri sínu, og ekki hafa sést hér áður. Við reynum að hjálpa öllum sem þurfa á aðstoð að haida,“sagði hún. Auk peningagjafa berst talsvert af notuðum fatnaði en minna hefur borist af nýjum fatnaði. Sagði Gúðlaug að helst hafi skort nær- fatnað á böm. Umfangsmikil leit ber ekki árangrir Bolungarvík. í DAG hefur verið haldið áfram leit að mönnunum tveimur sem saknað er af vélbátnum Hauki ÍS 195 frá Bolungarvík, sem fannst mannlaus á siglingu út af Stigahlíð á þriðjudag. Fjöldi báta leitaði á sjó, auk varðskips, sem tók við stjórn leitarinnar í gær, en fram að því hafði leit verið stjórnað frá skuttogaranum Páli Pálssyni Leitarflokkar björgunarsveita frá Bolungarvík, Hnífsdal og ísafírði, gengu fjömr allt frá Arnamesi að Gelti. Þá leitaði þyrla af danska eftirlitsskipinu Vædderen með allri strandlengjunni, frá mynni Álfta- fjarðar að Súgandafírði. Leitin hef- ur engan árangur borið og um kl. Vélbáturinn Haukur. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson Steingrímur segir sig úr stjórn Stöðvar 2 Steingrímur Ellingsen stjórnarmaður í stjórn Stöðvar 2 sagði sig úr sljórn íslenska útvarpsfélagsins h.f. í gær, en hann tók sæti Hreins Loftssonar þegar hann sagði sig úr stjórn félagsins fyrir skömmu. Steingrímur segir sig úr stjórninni á sömu forsendum, það er að hann sjái sér ekki fært að starfa í félaginu þar sem stjórnin hafi brotið hlutafjárlögin er varðar 112. grein, en það er sama ástæða og Hreinn Loftsson gaf m.a. fyrir úrsögn sinni Steingrímur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann byggði úr- sögn sína á álitsgerð lögmanns síns, Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. um álitaefni innan félagsins. Steingrímur telur að greinargerðina eigi að leggja fyrir hluthafafund til ákvörðunar ásamt öðrum brýnum málum sem varða innri mál félags- ins. Steingrímur kvaðst hafa gert Jóhanni J. Olafssyni formanni stjómar Stöðvar 2 grein fyrir úr- sögn sinni. 17.30 í gær var leit hætt, enda komið myrkur og veður farið að versna. Skilyrði til leitar í gær voru góð, en ísing hamlaði þó að minni bátar gætu farið til leitar. Vélbáturinn Haukur ÍS 195, sem er 22 lesta eikarbátur, smíðaður í Reykjavík árið 1973, fór í línuróður frá Bolungarvík á þriðjudagsmorg- un og var þá veður ágætt. Upp úr hádeginu fór veður hins vegar versnandi á miðum. Skipveijar á Hauki lögðu línuna á svokölluðum Eldingahrygg, sem er um átta mílur norður af Deild. Til bátsins sást um hádegisbil, en þá voru skipveijar að draga línuna og amaði ekkert að. Næst verður vart við bátinn um kl. 19 þegar vélbáturinn Kristján ÍS 122 kom að honum, þar sem hann sigldi í hringi, um tvær sjómíl- ur út af Krossavík í Stigahlíð. Að sögn Sveinbjöms Ragnars- sonar, skipstjóra á Kristjáni, gekk vel að koma manni um borð í Hauk þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Rögn- valdi Guðmundssyni, vélstjóra á Kristjáni, tókst að komast um borð í Hauk og kom þá í ljós að enginn maður var um borð og öll ummerki bentu til þess að sjór hafi gengið yfír bátinn. Nokkur sjór var í honum en vel gekk að sigla honum til hafn- ar í Bolungarvík. Af siglingartækjum bátsins má ráða að slysið hafi orðið er bátnum hafði verið siglt rúmar þrjár mílur áleiðis til Bolungarvíkur og gæti því hafa gerst á milli 16 og 17 á þriðjudag. Strax og ljóst var hvað gerst hafði var hafín umfangsmikil leit sem hefur staðið síðan án árangurs. Gunnar Þormóður rammi í eigu heimamanna RÍKISSJÓÐUR seldi í gær um 57% hlutafjár í Þormóði ramma hf. á Siglufirði. Kaupendur voru tvö fyrirtæki á staðnum, Drafnar hf. og Egilssíld hf. Kaupverð var rúmar 87 milljónir króna. Tvö tilboð bárust í Þormóð ramma. Fyrirtækin þijú verða nú sameinuð í eitt og verður hlutur ríkisins í hinu nýja fyrirtæki um 20%. Nýtt hlutafé verður boðið út að nafnvirði 50 milljónir króna og hafa Siglfirðingar forkaupsrétt á því. Aflakvóti sá er fylgir skipum félagins verður nýttur á Siglufirði en ekki seldur þaðan. Hluthafa- fundur verður 27. desember. Eldey kaup- ir Dalborgu fyrir 182 milljónir ELDEY hf. í Keflavík hefur keypt Dalborgu EA af Söltunarfélagi Dalvíkinga hf. fyrir 182 milljónir króna og verður skipið afhent 20. febrúar næstkomandi. Dalborgu EA fylgir 725 tonna aflakvóti, eða 446 tonn í þorskígildum og verð- mæti kvótans er um 65 milljónir. Nafnverð hlutafjár í Eldey hf. er 55 milljónir króna en stefnt er að 35 milljóna króna hlutafjáraukn- ingm í félaginu vegna kaupanna á Dalborgu EA, að sögn Jóns Norð- fjörð stjórnarformanns Eldeyjar. „Dalborgu fylgja mjög hagkvæm lán og við höfum gert ráðstafnir til að brúa mismun á kaupverði og lán- um, sem fylgja skipinu, með hluta- fjáraukningu, sem þegar er farin í gang og miðar vel,“ sagði Jón Norð- fjörð í samtali við Morgunblaðið í gær. Dalborg EA er 274 tonn að stærð og smíðuð í Ancona á Ítalíu árið 1971. Þrátt fyrir kaupin á Dalborginni ætlar Eldey hf. að halda áfram að géra út bátana Eldeyjarboða GK og Eldeyjar-Hjalta GK en aflaverðmæti þeirra er orðið rúmlega 200 milljónir króna á þessu ári. Aflakvóti þessara þriggja skipa verður tæp 1.700 tonn í þorskígildum á næsta ári og afli þeirra verður seldur á Fiskmarkaði Suðurnesja og erlendum fískmörkuð- um. Eldey hf. leigir einnig bátana Guðvarð frá Ólafsfirði og Vigdísi Helgu frá Grindavík og afli þeirra hefur verið seldur á Fiskmarkaði Suðurnesja. Sjálfstæði Eystra- saltsríkja; Alþingi ítrekar við- urkenningu Þingsályktunartillaga frá utanrík- ismálanefnd um stuðning við sjálf- slæði Eystrasaltsríkjanna, Eist- lands, Lettlands og Litháen var samþykkt einróma á sérstökum fundi sameinaðs þings í gær. En nýlcga bað forseti Litháens, Vy- tautas Landsbergis, forsætisráð- herra um að staðfesta og ítreka stuðningsyfirlýsingar íslendinga við málstað Eystrasaltsríkjanna. í þingsályktunartillögunni er stuðningur Alþingis við sjálfstæðis- baráttu Litháens ítrekaður og minnt á að íslensk stjórnvöld hafi viður- kennt sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna óslitið frá 1922 eins og Alþingi og ríkisstjórn hafi staðfest. Alþingi telur að meðan Eystrasaltsríkin hafí ekki fengið fulla viðurkenningu á sjálf- stæði sínu vanti enn mikið á að sett- ar hafí verið niður deilur í Evrópu. I 1 I I I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.