Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
Frá g’óðu fólki í Aðalvík
Lítið eitt um frásögn Gunnars Friðrikssonar
. eftir Sigurð
Bjarnason
Það var sumarið 1937 að ég kom
í fyrsta skipti inn á Aðalvík í Sléttu-
hreppi. Við vorum á einum „Arna-
punganna", 18 tonna vélbáti, Bolla
frá Súðavík, sem var þá í. fyrsta
skipti á dragnótaveiðum allt frá
Látrabjargi norður að Rifstanga á
Sléttu. Það var mikill veiðiskapur í
fjóra mánuði. En ekki eftir því
ábatasamur. Ég hafði þijú hundruð
krónur upp úr sumrinu. Það dugði
skammt til lífsbjargar annan vetur-
inn minn í háskólanum.
En þessar línur áttu ekki að vera
um mig sjálfan, heldur um gamlan
vin minn úr Aðalvík, Gunnar Frið-
riksson, og bók hans, Mannlíf í
Aðalvík, sem nýlega er komin út
og er veraldarsaga hans og þess
góða og dugmikla fólks, sem hann
er kominn af norður þar. Við Gunn-
ar kynntumst fyrst ungir drengir
við sundnám í Reykjanesi við Djúp
og síðan í Framhaldinu á Isafirði.
Sá skóli var upphafið að gagn-
fræðaskólanum á ísafirði.
Síðan hafa örlögin skákað okkur
til á ýmsa vegu. Þurfum við hvorug-
ir undan þeim að kvarta.
Lífsbaráttan var hörð í Aðalvík,
búin smá en sjórinn oft gjöfull. Um
hana hefur Gunnar Friðriksson
skrifað fyrri hluta bókar sinnar.
Hann hóf athafnaferil sinn með til-
raun til útgerðar í heimabyggð sinni
á Látrum, þar sem Friðrik Magnús-
son faðir hans hafði sótt sjóinn í
ijörutíu ár. Mikill atorkumaður, vel
greindur öðlingsmaður. Mér er það
minnisstætt að hann og kona hans,
Rannveig Ásgeirsdóttir frá Eiði í
Hestfirði í Súðavíkurhreppi, voru
fyrsta fólkið á Látrum, sem ég
heimsótti sumarið 1942 þegar ég
kom þangað í minni fyrstu kosn-
ingabaráttu í Norður-ísafjarðar-
sýslu. Þau tóku mér afburða vel og
raunar allt það fólk sem ég heim-
sótti í þessari sérkennilegu, rúm-
lega hundrað manna byggð. Eg
héld þó að flestir Látramenn hafi
kosið Vilmund lækni í kosningunum
1933 og 1937. Ég þurfti þó ekki
að kvarta undan móttökunum þar.
Ásgeir á Eiði, faðir Rannveigar
móður Gunnars, var góður kunningi
okkar Vigurfólks. Hjá þeim var
ekki í kot vísað þegar ungir dreng-
ir komu þreyttir og þyrstir úr
smalamennsku í Hestfirði.
Rannveig Ásgeirsdóttir átti í mér
hvert bein þegar ég heimsótti hana
á Látrum. Hún sagði mér að séra
Sigurður í Vigur afi minn hefði
fermt sig, að mig minnir í Eyrar-
kirkju í Seyðisfirði. Meira þurfti
ekki til að koma. Þessi gerðarlega
kona varð þegar vinur minn.
Bók Gunnars Friðrikssonar er
full af fróðleik um menn og málefni
í Sléttuhreppi. Frændur hans
bjuggu þar á flestum bæjum, bænd-
ur og ýtvegsmenn, margt harð-
skeytt fólk.
En þótt Aðalvíkin væri sjómönn-
um sínum gjöful voru veður öll oft
válynd við hið ysta haf. Friðrik
Magnússon lenti í mörgum svaðil-
förum í sinni löngu sjómannstíð.
Hefur séra Sigurður Einarsson lýst
einni þeirra. Tekur Gunnar upp
kafla úr þeirri frásögn í bók sína,
til þess að „varpa ljósi á lífsbaráttu
feðra okkar sem fæstir núlifandi
íslendingar geta gert sér grein fyr-
ir á öld velmegunar og allsnægta".
Þessa sjóferð fór Friðrik Magnús-
son 6. janúar árið 1905 og var „ró-
ið út á Kögur, þar sem helst þótti
afla von“. Friðrik var þá 28 ára
gamall formaður og hafði stundað
sjómennsku frá unglingsárum. Lét
hann að þessu sinni aðeins leggja
nokkrar ióðir þar sem veðurhorfur
gerðust nú uggvænlegar. „Skipti
engum "togum að mjöll sést ijúka
um allt fjallið og samtímis fara að
koma skinnaköst á sjóinn, er sjó-
menn kalla svo. Eftir örfáar mínút-
Gunnar Friðriksson
Gunnar Friðriksson og kona hans, Unnur Halldórsdóttir, á Djúpavík
1937.
Þessi mynd var tekin af Látrum í Aðalvík vorið 1940.
ur er kominn skarpur vindur og fer
þyngjandi." Formaður skipar þá að
leggja að duflinu og reyna að ná
því og einhveiju af lóðunum. Var
það gert svo fljótt sem auðið er.
Bráðhvessti nú í einni svipan svo
að andófsmenn höfðu ekki áfram á
ióðinni. Voru þá settir fjórir menn
til róðurs og dugði ekki til. Leið
ekki á löngu uns veðrið herti svo
að ekki markaði áfram.“
Um það verður ekki fjölyrt hér
hvað síðar gerðist út á Kögrinu.
Vitlaust veður var skollið á þetta
litla fley. Formaður lét skera á lóð-
ina og nú var um það eitt hugsað
að ná til lands. En veðurofsinn var
slíkur að aðeins var hægt að sigla
með smásnepli. Til Aðalvíkur var
útilokað að ná. Sjá skipveijar þar
fyrst til lands að glórir í fjall fram-
undan. Eru þeir þá komnir upp að
grunnbrotum fram af Gijótleiti und-
ir Stigahlíð fyrir utan Bolungarvík.
Hafsjóar eru þungir og leggur þá
inn á móti bárunni. Segl þýðir ekki
að hafa uppi.
í fulla þijá klukkutíma róa Látra-
menn þar til komið er inn á móts
við Bolungarvík, nærri landi. Lend-
ing í Víkinni er nú framundan. Er
nú stefnt á ljósin í þorpinu í svarta-
myrkri. Þegar svo fyrsta landbrotið
tók bátinn hvolfdi honum..
„Fjórir af skipshöfninni urðu
þegar lausir við bátinn, en tveir
lentu undir honum.“
Það sætir mikilli furðu að allir
mennirnir björguðust, einn þeirra
að vísu með nær engu lífsmarki.
Hafði hann verið að „velkjast í
mastri bátsins á annan klukku-
tíma“.
Þetta gerðist um klukkan átta
að kvöidi. Á tólfta tímanum fannst
lífsmark með Friðrik Finnbogasyni.
Segir í bókinni að hann háfi „eflaust
átt líf sitt að þakka nærgætni og
kunnáttusamlegri aðferð Bolvík-
inga“, sem tóku á móti hinum sjó-
hröktu Aðalvíkingum er þá bar að
landi.
Eftir níu daga komust þessir
menn heim til sín norður í Aðalvík.
Höfðu þeir þá verið taldir af þar
heima.
Mörgum þeirra manna sem lýst
er í bókinni kynntist ég persónu-
lega. Má meðal þeirra nefna Jónas
Dósótheusson hreppstjóra á Sléttu
og Þórunni konu hans, Júlíus Geir-
mundsson á Atlastöðum í Fljóti,
Sigurð Þorkelsson sem missti hægri
höndina af skotsári á unglingsárum,
en varð hinn mesti afreksmaður
þrátt fyrir fötlun sína. Guðmundur
Pálmason vitavörður á Straumnes-
vita er bjó í Rekavík bak Látur var
sérkennilegur dugnaðarmaður.
Júlíusar Geirmundssonar á Atla-
stöðum minnast margir fyrir frá-
bæran dugnað hans, skapfestu og
léttlyndi. Gunnar Friðriksson segir
meðal annars um hann í bók sinni:
„Ég sé hann fyrir mér er hann
kemur á hraðferð niður brekkuna
á Látrum“. „Með frakkann frá-
hnepptan svo að löfín stóðu út í
loftið. Stundum sýndist mér að
hann kæmi vart við jörðina, slík v'ar
ferðin á honum, og svo létt sté
hann til jarðar. Og löngu áður en
hann kom að húsinu kallaði hann:
„Komið þið blessuð, elskurnar
mínar — hér er Júlíus frændi kom-
inn. Hvað er að frétta.V‘
Síðan hló hann hinum hvella,
smitandi hlátri sínum áður en hann
kyssti föður minn og okkur öll.
Það var ekki alltaf auðvelt að
festa blund á réttum tíma þau
kvöld, sem Júlíus frændi gisti hjá
okkur því að faðir minn og hann
áttu það til að ræða áhugamál sín
langt fram á nótt. Umræðuefni
þeirra og áhugamál virtust óþijót-
andi.
Meðal barna Júlíusar á Atlastöð-
um og Guðrúnar voru þeir frændur
mínir Jóhann og Þórður, sem stofn-
uðu útgerðarfélagið Gunnvöru hf.
á ísafirði 1955 ásamt Jóni B. skip-
stjóra og urðu þeir kunnir útgerð-
ar- og athafnamenn þar.“
Sannleikurinn er sá að Júlíus
Geirmundsson var ógleymanlegur
maður þeim er honum kynntust.
Heimsókn mín til hans og fólks
hans á Atlastöðum líður mér ekki
úr minni. Baráttugleði hans var
dæmalaus. Ólafur Hjálmarsson á
Látrum var einn þeirra manna sem
Gunnar minnist og ég kynntist við
fyrstu komu mína til Aðalvíkur.
Gisti ég hjá honum og naut mikillar
gestrisni hjá honum og fólki hans.
En Gunnar Friðriksson kvaddi
Aðalvík haustið 1935» Hann hafði
einlægan áhuga á að byggja þar
upp betra og ijölbreyttara mannlíf.
En þungur straumur lá í fang hans
og annarra, sem þar vildu gjarnan
búa. Nýir tímar og nýjar kröfur
gerðu lífsbaráttuna þar erfiða ekki
síst í og eftir síðari heimsstyijöld-
ina. Þess vegna flutti unga fólkið
þaðan, sumt til ísafjarðar og kaup-
túnanna við Djúp en annað suður
í fjölmennið við Faxaflóa.
En Gunnar lýsir vel mannlífinu
í Aðalvík. Honum þótti vænt um
æskustöðvar sínar og fólkið þar.
Bók hans lýsir síðan farsælli bar-
áttu hans og hans ágætu konu,
Unnar Halldórsdóttur, hér syðra.
Má segja að allt hafi farnast þeim
vel. Gunnar Friðriksson gerðist
mikill athafnamaður ekki aðeins í
Vélasölunni heldur á sviði íslenskra
slysavarna. Við Slysavarnafélag
íslands mun saga hans lengi verða
tengd.
Um bók hans, Mannlíf í Aðalvík,
má segja að hún sé um marga hiuti
merkilegt rit. Hún lýsir harðri
lífsbaráttu dugandi fólks við erfiðar
aðstæður í einum ystu og sérkenni-
legustu byggðum íslands.
En þar búa víkur og fjöll yfir
svipmikilli fegurð og töfrum, sem
fóllrið man löngu eftir að sviðið er
autt í heimahögum þess.
Höfundur er fv. alþingismnður,
ritsljóri og sendiherra.
Félagslegar íbúðir í Kópavogi
Morgunblaðið/RAX
Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar afhenti 26 nýjar
félagslegar eignaríbúðir að Hlíðarhjalla 69-73
s.l. laugardag. Bygging hússins tók rúmt eitt
ár. Að sögn Björns Þorsteinssonar bæjarritara
er mjög vandað til alls frágangs í húsinu og
undir því er bílastæðageymsla. A myndinni sést
Sigurður Geirdal bæjarstjóri afhenda eina af
íbúðunum 26.