Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 14

Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Opiötilkl. 22.00 Armúla 8, sírnar: 8-22-75 og 68-53-75 | E | ERTU í HÚSGAGNALEIT? Goll úrval leöurhvíldarstóla Verð frá aðeins kr. 30.000,- stgr. Verð kr. 9.900,- stgr. Mikið úrval sjónvarpsskápa Verð frá kr. 6.000,- stgr. Ver* frá kr. 9.780-12.330,- Margar gerðir, margir litir. úthJf H Málari sólarljóða Myndlist BragiÁsgeirsson Það eru fjögur ár síðan Gísli Sigurðsson sýndi síðast og þá var það í vestari sal Kjarvalsstaða. Nú er hann aftur kominn á kreik, en að þessu sinni hefur hann flutt sig yfir í austari salinn, nánar tiltekið Kjarvalssal. Sýningin mun um sumt haldin í tilefni sextugsafmælis Gísla nú fyrst í mánuðinum, en svo hratt líður tíminn, að sá er hér ritar áttaði sig ekki á því fyrr en við nánari athugun. Engin er þetta þó yfirlitssýn- ing frekar en hjá Sigfúsi Hall- dórssyni hinum megin í bygging- unni, en hún dregur þó mjög dám af listsköpun höfundarins í tímans rás ekki síður en sýning Sigfúsar. Gísla eru heimaslóðir kærar ásamt sögusviðinu, ekki síður en Sigfúsi, en þar með er öll samlík- ing fyrir bí, vegna þess að um- hverfi þeirra á uppvaxtarárunum var gjörólíkt. Gísli er sem sagt úr sveit, nánar tiltekið Tungun- um, og vanari meiri víðáttum en starfsbróðir hans. Gísli sækir myndefni sitt til uppruna síns, en fléttar það íslenskri sögu og bókmenntaarfi og hefur m.a. gert myndaröð úr Sólarljóðum, hinum nafnkennda kvæðabálki, sem Iifði í munni fólks öld fram af öld og eru ekki varðveitt nema í tiltölulega ný- legum handritum, þar sem hin elstu eru frá 17du öld. Gísli hefur valið sér erfitt hlut- skipti, en þó er það svo að margt í þessari myndaröð er ótvírætt í sérflokki á þessari sýningu og maður hefði óskað sér að hann hefði einungis einbeitt sér að þessu eina viðfangsefni sýning- una í gegn, enda ærið nóg verk- efni að gera þeim skil. Þannig eru myndirnar nr. 3 og 7 með því besta sem frá honum hefur komið til þessa fyrir þróttmikil átök við liti og form ásamt mögn- uðum frásagnarkrafti. Hvað notkun stafa í myndverki snertir, þá krefst það mjög mikill- ar myndrænnar nákvæmni og agaðs formskyns, því að ella er hætt við, að myndirnar fái svip af myndlýsingum frekar en sjálf- stæðum myndverkum. í mynd- inni „Sálarskipið" (22) tekst Gísla langsamlega best upp að mínum dómi, og bréfbáturinn er að auki vel útfærður, en oftar verða áhrifin meira til þess að koma skoðandanum í bókmenn- talega þanka en myndræna. Dæmið gengur og einnig upp hvað dagblaðið snertir á bak við fígúruna í myndinni „Á norður- hjaranum" (34). Ein mynd á sýningunni, „Aðdáandinn“ (49), vakti sér- staka athygli mína, vegna þess að hún sker sig úr um útúrdúra- lausa og opna tjáningu og hygg ég, að það yrði ávinningur fyrir Gísla að einbeita sér meira að slíkum myndstíl. .Aðrar myndir á sýningunni, sem vöktu sérstaka athygli mína, voru „Á rauðu tungli“ (16) og „Sæluhús við Sóleyjarhöfða“ (55), en báðar búa þær yfir meiri og sjálfsprottnari mýkt en flest annað á sýningunni. Sagan er alltaf nálæg í mynd- verkum Gísla Sigurðssonar, en hún á að undirstrika myndverkið og efnistök myndlistarmannsins en síður að yfirgnæfa. Það er margt vel gert í mynd- unum á þessari sýningu, en enn- þá á gerandinn nokkuð í land við að tengja saman allar eigindir málverksins í eina svipmikla og samræmda heild. Reykjavíkurmyndir Það var mikið um að vera í kringum Kjarvalsstaði laugar- daginn 8. þ.m., en þann dag var tveim sýningum hleypt af stokk- unum. Þegar mig bar að garði, er klukkan var nokkuð gengin í fjögur, átti sonur minn fullt í fangi með að finna bílastæði og það voru fleiri um það að leita að smugu til að leggja bílum sínum, auk þess sem fólk streymdi að úr öllum áttum á tveim jafnfljótum. Minnist ég þess naumast að hafa lent í öðru eins á þessum stað, en þó mætti vel segja mér, að svipuð og jafnvel meiri örtröð hafi verið þegar Erró sýndi síðast, en þar er ég ekki til frá- sagnar, því að nokkuð var liðið á opnunina er ég mætti. Tilefnið var, að Ijúflingur Reykjavíkurborgar (og Kópa- vogs) fjöllistamaðurinn Sigfús Halldórsson var að halda upp á sjötugsafmæli sitt fyrr í haust með „pompi og pragt“, eins og það iðulega var orðað hér áður fyrr.. Auk þess var Gísli Sigurðs- son, ritstjóri Lesbókar, nýorðinn sextugur, að opna í hinum enda byggingarinnar og báðir eru þessir menn nafnkenndir og vin- margir. Svo var mannfjöldinn mikill inni, að við hrökkluðumst á burt um stund og þótti vænlegra að líta áður inn á aðrar sýningar, sem voru opnaðar þennan dag. Er við komum til baka, voru all- margir horfnir til síns heima en samt drjúgur manngrúi í bygg- ingunni. Satt að segja er byggingin ekki þessleg, að það sé hentugt að opna sýningar með tónlist og ræðuhöldum, en það er annað mál og hér var um sértilfelli að ræða og auðvitað vildu heilmarg- ir heiðra listamennina og taka í höndina á Sigfúsi í tilefni afmæl- is, sýningar og bókarútkomu. Það eru yfir hundrað myndir á þessari sýningu og tengjast að sjálfsögðu allar Reykjavík og þá aðallega eldri hluta borgarinnar, þótt nýbyggingar skjóti upp koll- inum hér og þar og því miður iðulega eins og steinrunnin nátt- tröll. Sigfúsi líkar þessi þróun einnig ekki of vel, og ekki er ég heldur sáttur við allar bifreiðirnar á myndum Iistamannsins upp við þessi gömlu vinalegu hús, sem eru í skerandi andstöðu við þau. Ekki svo að maður sé á móti framþróuninni, sei sei nei, en hér verður að vera samræmi á milli og einnig á myndfletinum. Það er með sanni heilmikill andblær gömlu Reykjavíkur, sem j streymir frá myndum Sigfúsar, og þær bera þess vott um jafnan áður, að hér er fyrst og fremst um tilfinningamann að ræða. Mann sem nýtur þess að taka sér pentskúf í hönd og dragá það upp, sem hjarta hans stendur næst í tíma og rúmi. Búa til eins konar sviðsmyndir af tilverunni og því, sem tekur hug hans fang- inn hveiju sinni. Og þegar Sigfús virðist gleyma sjálfi sínu i pataldri við lit og línu, líkt og í sambandi við tilorðningu sumra þekktustu laga hans, nær hann þrumuskoti í bláhornið, eins og stundum er sagt. Á það að mínu mati einkum við myndir eins og „Á Lækjartorgi" (12), „Hús við Nýlendugötu“ (20), „Brunnstígur“ (39) og „Úr Gijótaþorpi" (75). Allar búa þær yfir samræmdum þokka og lát- leysi sem ég tel bestu eðliskosti Sigfúsar Halldórssonar sem myndlistarmanns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.