Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
}SAtÍYO\
rýfur hljóömúrinn
Betri mynd- og hljómgæði
en áður hafa þekkst.
CEP 3359
•Flatur skjár „MATRIX".
• Stereo 2x15w magnari
meö fjórum hátölurum
• Super VHS • SCART-tergi
• Tengi fyrir aukahátalara
• Sjálfvirk stöðvaleit
• Fjölkerfa, PAL, SECAM,
NTSC • Nicam tengi •
Fullkomin fjarstýring og
skjátexti fyrir aögeröir
• „Teletext" og fleira
kr. 189.900,- stgr
CEP 2872 28”
• Flaturskjár „MATRIX"
• 78 aðgerðir úr fjarstýringu
• „Teletext" • Stereo
• 2x16w magnari • Færan-
legir hátalarar á hliöum • Tvö
SCART-tengi • Sjálfvirk
stöðvaleit • Super-VHS
• Skjátexti með möguleika á
sex tungumálum • Fjölkerfa,
PAL, SECAM, NTSC.
kr. 106.400,- stgr.
CEP2151 21”
• Flatur skjár „MATRIX"
• „Teletext“tengi • Skjátexti
• Tímarofi, 30, 60, 90 og
120 mín. • Tenging fyrir
heyrnartól • SCART-tengi
• Slekkur sjálft á sér eftir aö
útsendingu lýkur
• AV inngangur.
kr. 60.500,- stgr.
CEP 6022 20”
• Skjátexti • Fullkomin
fjarstýring með 32 aðgerðum
• AV inngangur • Tímarofi,
30, 60, 90 og 120 mín.
• Tengi fyrir heyrnartól
• Stöðvalæsing • Flettir
stöðvum í minni • 32 stöðvar.
kr. 44.800,- stgr
Ljós gegnum grimm örlög
Bókmenntir
Jenna Jensdóttir
Jakobína Þormóðsdóttir:
Horfnir dagar
Skákprent, 1990
Höfundur þessarar ljóðabókar er
28 ára gömul stúlka. Um hana seg-
ir í aðfaraorðum: „Jakobína fékk
hrörnunarsjúkdóm, sem kom í ljós,
þegar hún var tveggja ára gömul.
Missti hún smám saman sjón, heym
og jafnvægi og var 17 ára gömul
hjálparvana í hjólastól, blind, heyrn-
arlaus og lömuð.“
Eins og nafn bókarinnar ber með
sér yrkir Jakobína um liðna daga.
Þá daga sem hún gat að einhveiju
leyti séð undur lífsins, numið með
augum gróður jarðar, fylgst með
störfum sveitabóndans, veðrabrigð-
um náttúrunnar, lífi dýranna í
frjálsræði sveitarinnar eða faðmi
mannanna. í miðri lífsmyndinni er
sífellt maðurinn sjálfur — önnum
kafinn og oftast líkamlega fijáls.
Haustljóð
Ég ríð austur yfir pllin.
Alfógur norðurljósin svífa um himininn.
Eldibrand logandi ber ég.
Orðug er leiðin langa ...
Öll ljóð Jakobínu eru ort á
undanförnum árum. Með gáfum
sínum og andríki hefur hún, á
barns- og unglingsárum, náð að
festa allar þessar lífsmyndir í vitund
sína, þar sem þær skýrast og
skerpast með vaxandi sálarþroska
hennar og leita síðan út í ljóðum,
• sem móðir hennar og annað gott
' Jakobina Þormóðsdóttir ásamt móður sinni.
fólk hefur hjálpað henni til þess að
festa á blöð.
Vorþrá
Brautin langa liggur heim,
lengi verð ég að ganga.
Yeldur álögum öllum þeim
Örlagagyðjan stranga.
Tveir þekktir rithöfundar skrifa
nokkurs konar aðfaraorð að bók-
inni. Þessi snerting ljóðanna við
tilfinningar þeirra og aðdáun á
andlegri reisn Jakobínu og orða-
forða samhljóma einnig í vitund
minni við lestur ljóðanna. Móðir
Jakobínu og velunnarar hafa einnig
gert henni kleift að kynnast
fjársjóðum fornra sagna eins og
fáein ljóð hennar bera með sér.
í byrjun bókarinnar ritar
útgefandi lítinn kafla. Þar getur
hann um þá sem hafa lagt út-
gáfunni lið —' bæði með
fjárstyrkjum og gefinni vinnu.
Hagnaður af sölu bókarinnar á að
renna í sjóð, sem nota skal til handa
þeim er hyggjast stunda rannsóknir
á sjúkdómi þeim er skóp Jakobínu
örlög hennar.
Og það er sannarlega von okkar
allra, sem kynnst hafa Jakobínu í
ljóðum hennar að nú sýni
meðbræður sömu árvekni og þeir
sem lögðu hönd að útgáfu
bókarinnar.
Kápumynd er gerð af Sigurborgu
Stefánsdóttur. Bókin er 96 bls. í
kilju.
Hafsjór af fróðleik
um knattspyrnu
__________Bækur_______________
‘Skúli U. Sveinsson
Sigmundur Ó Steinarsson:
Ítalía ’90 - Mexíkó ’86
60 ára saga HM í knattspyrnu.
Fróði 1990
Eg hélt að Sigmundur væri hætt-
ur við að skrifa fleiri bækur um
heimsmeistarakeppnina í knatt-
spyrnu, því eftir HM í Mexíkó árið
1986 kom ekki út bók eftir hann.
Það urðu mér, og eflaust fleimm
vonbrigði því bókin um HM á Spáni
1982 var bæði fróðleg og skemmti-
leg. En Sigmundur er ekki hættur
— sem betur fer. Nú sendir hann
frá sér bókina Ítalía ’90 - Mexíkó
’86, 60 ára saga HM í knattspyrnu.
Sigmundur hefur greinilega lagt
geysilega vinnu í þessa bók. Fjallað
er um sögu heimsmeistarakeppn-
innar frá því hún var fyrst haldin
í Uruguay árið 1930 og fram yfir
keppnina á Ítalíu í sumar.
Eðli málsins samkvæmt er stikl-
að á stóru fram að keppninni í
Mexíkó. Engu að síður er mjög fróð-
legt að lesa um allt sem gerðist,
hér áður fyrr, í kring um þessi
miklu mót knattspyrnunnar.
Það er með ólíkindum hversu
fróður Sigmundur er um sögu
heimsmeistarakeppninnar og þrátt
fyrir að ég Iegði ekki í að telja þá
sögulegu punkta, eða staðreyndir,
sem eru í bókinn, þá gæti ég best
trúað að þeir væru um 700. Þrátt
fyrir að ég hafi mikinn áhuga á
knattspyrnu er fjölmargt í þessari
bók sem ég ekki vissi. Einnig er
mikið af sögum sem maður þekkti
en verða ljóslifandi við lestur bókar-
innar.
Keppnin í Mexíkó og á Ítalíu er
meðhöndluð á annan hátt en hinar
fyrri. Rætt er um riðlaskiptinguna,
og síðan koll af kolli þar til komið
er í úrslitaleikinn sjálfan. Þrátt fyr-
ir að keppnin á Ítalíu sé mönnum
enn í fersku minni er margt í bók-
inni sem rifjast upp. Talsvert er af
teikningum til að sýna hvernig
mörk voru gerð og að sjálfsögðu
er bókin full af myndum.
Fyrir þá sem hafa gaman af tölu-
legum staðreyndum er talsverður
skammtur í bókinni því öll úrslit frá
upphafi eru tíunduð og ýmislegt
annað er þar að finna.
Bókin er 144 blaðsíður og ritar
Ásgeir Sigurvinsson formála að
henni. Sérstakir kaflar eru um þátt-
töku íslendinga í undankeppni HM,
allt frá árinu 1958 þegar við tókum
fyrst þátt í henni. Tafla er í lok
bókarinnar þar sem fram kemur
leikjafjöldi allra íslendinga, sem
tekið hafa þátt í undankeppni HM
Sigmundur Ó. Steinarsson
og hversu mörg mörk menn hafa
gert. Alls hafa 93 knattspyrnumenn
leikið fyrir íslands hönd í HM.
Sigmundur kemur verulega á
óvart með þessari bók. Hún er betri
og skemmtilegri en fyrri bækur
hans og hefur að geyma hafsjó af
fróðleik sem þægilegt er að hafa í
bókahillunni sinni. Bókin er reglu-
lega skemmtilega upp sett og því
einstaklega þægileg sem uppfletti-
rit.
Ég er strax farinn að hlakka til
keppninnar í Bandaríkjunum 1994
— og jólabókar Sigmundar um þá
keppni.
CEP 3022
14”
• Fullkomin fjarstýring með
32 aðgerðum • Skjátexti
• Tímarofi, 20,60,90
og 120 mín. • Tengi fyrir
heyrnartól • AV inngangur
• Órlampi og fleira.
kr. 28.300,- stgr.
<2\
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suöurlandsbraut 16 • Sími 680780
Jafnréttismál:
Fræðsluefni fyrir foreldra
Menntamálaráðuneytið hefur
ákveðið að láta útbúa fræðsluefni
fyrir foreldra um jafnréttismál. I
niðurstöðum starfshóps ráðuneyt-
isins um jafna stöðu kynjanna í
skólum segir, að þörf sé á sér-
stöku átaki vegna þeirrar stað-
reyndar, að staða kvenna og karla
í samfélaginu sé að mörgu leyti
ólík.
Hópurinn setur fram það meg-
inmarkmið, að stúlkur og drengir
verði búin að jöfnu undir virka þátt-
töku í fjölskyldulífi, atvinnulífi og
mótun samfélagsins. Lagt er til að
starfsmenn leikskóla, grunnskóla,
framhaldsskóla og háskóla eigi kost
á fræðslufundum og námskeiðum
. um jafnrétti og stöðu kynja í skólum
og viðfangsefni í skólastarfi höfði
jafnt til og taki mið af reynslu beggja
kynja. Náms- og kennslugögn séu
án kynjafordóma og staðalmynda
og boðið verði upp á nám í fjölskyldu-
fræðum í grunn- og framhaldsskól-
um.
Menntamálaráðuneytið hefur
þegar ákveðið að gefa út fræðslu-
efni fyrir foreldra, samkvæmt tillögu
starfshópsins. Mun það verða byggt
á fræðsluriti fyrir kennara og fóstr-
ur, „Upp úr hjólförunum”, sem út
kom á síðastliðnu ári.