Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 21 Heiðdís Norðfjörð STfÖRNUKORT Persónulýsing, framtíðarkort, samskiptakort. Gunnlaugur Guðmundsson, Stjömuspekistöðin, Miðbæjarmarkaðinum, Aðalstræti 9, sími 10377. Hljóðsnældur frá Hörpu- útgáfunni Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Ég hefi fengið í hendur tvær hljóðsnældur: Sögur fyrír svefninn, ævintýri og kvöldbænir fyrir sjö daga vikunnar, heitir sú fyrri. Sögu- maður er Heiðdís Norðfjörð, tón- flutning annast Gunnar Gunnars- son, en Björn Sigmundsson um upptöku. Það er skemmst frá því að segja, að þetta er heillandi snælda. Kemur þar fyrst til, að ævintýrin eru ekki valin af verri endanum: Að klæða fjallið eftir Björnstjerne Björnsson, í snilldarþýðingu Þorsteins Gísla- sonar, er fyrst, síðan rekur hver perlan aðra, en lýkur síðan á Kon- ungssyninum hamingjusama, eftir Oskar Wilde. í annan stað kemur frábær flutningur Heiðdísar. Hún hefir sefandi elskulega rödd, les af leikrænni innlifun, svo unun er á að hlýða. Hvern lestur hefur hún með ávarpi, leiðir lítil börn að efni, og í sögulok dregur hún saman þræði til lærdóms, lýkur síðan í bæn, tengda efni sögunnar, og kveður með versi. Gunnar Gunnarsson leikur undir bænir. Það er gott að vera barn með slíka vini sér við hlið, þá hald- ið er inn í draumalönd. Síðari snældan er nefnd Jóla- sveina prakkarar. Flytjendur eru þeir sömu. Hér hefst snældan á rabbi um jólasveina og kvæði Jó- hannesar úr Kötlum Iesið, sjálfsagt þekktasta frásögn okkar um þá sveina. Nú, síðan rekur hver sagan aðra, hugmyndir erlendra þjóða um jólasveina skýrðar, og snældunni lýkur á ævintýrinu um Rudolf - rauðnefja hreindýrið, amerísku fyr- irmyndinni að hinu þekkta ljóði Folaldið mitt hann Fákur, sem börn- um er svo kært. Á þessari snældu skipar leikur Gunnars meiri sess, er eins og seið- andi jóla- eða eigum við að segja aðventuumgjörð. Frábær flutningur, bæði lesara og tónlistarmanns. Börn þrá sögur, þrá ævintýr, löngu áður en þau hafa aldur til að lesa sjálf, suða í mömmu og pabba um lestur. Margir foreldrar telja sig lítinn tíma hafa til slíks, því miður, til að bjóða fram hjalp eru þessar snældur sendar á mark- að. Hafi útgáfan innilega-þökk fyr- ir. Hér er vel að verki staðið, frá- bært efni rétt fram. Nýborg"# Ármúla 23, sími 83636 ÖSKALISTI ★ Victor V386CX * 40 haröur diskur ’ VGA litaskjár ‘ 2 MB minni Mús og Windows 3.0 ★ Victor VPC llc * 20 MB harður diskur * VGA litaskjár ★ Vlctor V86p kjöltutölva . ;° MB harður dískur eyhgö 3,5 kg, MT 81 prentari ★ Microsoft Works forrita-pakki Át LetterPerfect ntvinnsluforrit ★ Mcrosoft leikja-pakki * TA Gabriele 100 skolaritvél 0ÆW' UM ***>: v°ior VPr //„ Mcíor V38enyVerd frá •ZSSS*** f 07.950,- 123.765. !*■ 139.900 _ 'kr 1S-900’- kr 5-900’- kr 16-900’- k' 5631■' kr- 4-900,- Komið og kynnið ykkur jolatilboð Einars J. Sknlasonar hf. á tölvum, prentnram eg hngbúnaði Greiðslusamningar Einar ± Skúíason hf. á£L ÍJCl i3 Grensásvegi 10, sími 686933 Gleðileg jól augljós 28.208____________________________ .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.