Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 25

Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 25 b. f FYLGD STÓR- • • SONGVARANS Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Garðar Sverrisson: Kristján Útg. Iðunn 1990 Kristján Jóhannsson stórsöngvari er í hópi „unglinganna" sem út koma bækur um um þessi jól. Kristján hefur allar götur frá því hann ákvað að brjóta brýr að baki sér og fara út í heim og læra að syngja verið býsna umtalaður. Hann hefur oft gefið ástæðu til að mönnum þyki nóg um hversu dirfskulega hann talar um sjálfan sig og stórkostlega hæfileika og heimsfrægð. En fáum blandast hugur um að hann er söngvari sem hefur getið sér orð svo er honum og landi hans til sóma. Undirtektir þeg- ar hann syngur hér heima eða send- ir frá sér plötur sýna svo ekki verður um villst að hann er ekki misskilinn í föðurlandinu. I bókinni sem heitir því einfalda og kórrétta nafni „Kristján" lætur söguritari Kristján vinda sig vel fram í frásögn; er hann var polli og prakk- ari á Akureyri, en alinn upp á heim- ili þar sem allir voru syngjandi, faðir hans Jóhann Konráðsson þekktur vel og bræður hans hafa einnig getið sér orð. Hann segir frá þegar faðir hans fer að skilja söngáhuga drengsins og það er bara ljúft að lesa um þeg- ar hann kemur fyrst fram í hlutverki „Stúfs“ og syngur Heims um ból. Hann lýkur iðnnámi, festir ráð sitt, syngur með kórum og hér og hvar en það skiptir sköpum þegar Sigurð- ur Demets Fransson tekur hann í kennslu. Uppfrá því er ókyrrðin kom- in í sálina hann væntir einhvers meira, einhvers hærra. Það endar með því að ijölskyldan selur mestall- ar eigur og heldur í nám á nýjar slóð- ir, til Ítalíu. Það er viðfelldið og læsilegt að lesa um söngnámið og gera sér grein fyrir hversu hart hann hefur lagt að sér en alltaf haldinn nokkurn veginn óbilandi trú á sjálfan sig — jafnvel þó hann segi frá mistökum og sprungum — hann skal. Og skal nokk. Það verður ýmsú fórnað óneit- anlega. En eftir miklar sviptingar og baráttu finnst honum sem hann geti verið nokkuð sáttur við það sem hann hefur þegar gert og það sem er ógert er sjálfsagt ekki minna. Garðar Sverrisson Garðar Sverrisson skrifar söguna af einlægni og vandvirkni, málfar er eðlilegt og þjált en ekki rismikið. Sagan er í hvívetna hefðbundin sem sjálfssaga og það er eiginlega hvorki lof né last. Kristján skilar sér skemmtilega og kemur ugglaust mörgum þeim á óvart sem hafa æst sig yfir monti hans og sjálfsoryggi. Hann hefur húmor fyrir sjálfum sér, er lagið að segja skemmtilega frá og hikar ekkert við að segja frá ýmsum sínum yfirsjónum, sumum spaugilegum öðrum ekki. Hann er sannfærður um sig og hefur ástæðu til. En hann hefur líka verið misskilinn, orð hans slitin úr samhengi í viðtölum og lögð áhersla einlægt á að draga fram þær hliðar í fari hans sem geta verkað skop- lega. Hann þjáist ekki af minnimátt- arkennd, satt er það, en hann hefur alveg ástæðu til að vera sæmilega glaður með sig. En það er engu líkara en slíkt sé eitur í beinum margra. Menn mættu hafa í hug"a að forsenda þess að aðrir geti verið ánægðir með mann er að viðkomandi sé sáttur við sjálfan sig. Og Kristján má vera ánægður með þá mynd sem Garðar Sverrisson og hann hafa náð í sam- einingu af honum og lesendur eiga þekkilega stund með Kristjáni meðan bókin er lesin. Ykkur öllum, sem glöddu mig með heimsókn- um, heillaóskum, símskeytum og gjöfum á nírœðisafmœli mínu þann 16. þ.m., sendi ég mínar ástúðlegustu þakkir og bið þess, að bless- un Guðs og varðveisla leiði ykkur og styðji á óförnum leiðum. Laufey Tryggvadóttir. Myndavél ársins í Evrópu 1990-1991. En láttu ekki dómnefnd Ijósmyndatímaritanna eina um málið. Prófaðu sjálf (ur). Okkur grunar að þú verðir sammála. Engin önnur „compact" myndavél getur keppt við Pentax. Skipholti31 - Sími 680450 Einnig fást PENTAX myndavélar hjá: Heimilistækjum í Kringlunni, Fuji framköllunarfyrirtækjum um allt land, Fríhöfninni á Keflavíkurflugvelli og víðar. PENTAX ZOOmMSjþfuper Niðurstaðan gat ekki farið á annan veg. PENTAX er frumkvöðull í framleiðslu „compact" myndavéla með súmlinsu. I umsögn dóm- nefndar segir: „Pentax Zoom 105 Super, er fyrirferðarlítil en býður þó þrefalt súm, nærmyndatökur og margar tækni- nýjungar er auð- velda myndatökur. Myndgæði eru frábær“. fM.UtV&RlE PEHTtPAN OGVASIU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.