Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 34

Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna: Umbótastefna Gorba- tsjovs hefur brugðist NIKOLAJ Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna, sagði í ræðu á fulltrúaþingi Sovétríkjanna í Moskvu í gær að perestrojkan, umbóta- stefna Míkhaíls S. Gorbatsjovs Sovétleiðtoga, hefði brugðist og kvað helsta markmið andstæðinga ríkisstjórnar sinnar vera hrun Sovét-kerf- isins. í fréttaskeytum sagði að svo virtist sem forsætisráðherrann hefði með þessari ræðu verið að boða afsögn sína en henni hafa fréttaskýr- endur þráfaldlega spáð á undanförnum vikum og mánuðum. Ríkisráðið segir áformin brot á stj órnar skránni Belgraö. Reuter. Ryzhkov sagði að ekki hefði tekist að hrinda umbótastefnunni í fram- kvæmd í samræmi við þær forskrift- ir sem lagðar hefðu verið henni til grundvallar. Kvaðst hann sem for- sætisráðherra Sovétríkjanna vera ábyrgur fyrir þessari þróun á sama hátt og Míkhaíl S. Gorbatsjov. At- hygli vöktu þau ummæli Ryzhkovs að umbótastefnan hefði m.a. mistek- ist vegna þess að hefðbundin hug- Sovétríkin: Leníngrad verði olíuhöfn Amsterdam. Reuter. LENÍNGRAD gæti orðið mesta útflutningshöfn Sovétmanna fyrir svartolíu til Norðvestur-Evrópu í staðinn fyrir höfnina í Klaipeda. Aðflutningsleiðir þangað liggja um litháiskt landsvæði Eystra- saltsþjóðirnar krefjast fulls sjálf- stæðis frá Sovétríkjunum. Heimildarmaður sem þekkir vel til sovéskra olíuviðskipta sagði að þegar væri hafin vinna við nýja útflutnings- höfn í Leníngrad og væri stefnt að því að ljúka verkinu á næsta ári. myndafræði kommúnista hefði verið talin mikilvægari en umbreytingar á vettvangi efnahagsmála. Umbóta- sinnaðir hagfræðingar og róttækir þingmenn hafa oftlega sakað forsæt- isráðherrann um einmitt þetta og sagt hann standa í vegi fyrir þeim breytingum sem nauðsynlegar séu til að koma á markaðshagkerfi í Sovétríkjunum. Ryzhkov gaf greini- lega til kynna að hann væri ósáttur við tillögur þær sem Gorbatsjov hef- ur kynnt og miða að því að tryggja viðgang sovéska ríkjasambandsins og vald ráðamanna í Kreml en sagð- ist jafnframt gleðjast yfir því að hafa fengið tækifæri til að vinna undir stjórn hans. „Ég geri greinar- mun á háleitum markmiðum hans og mistökum við framkvæmd stefnu- mála,“ sagði Ryzhkov. Hann hvatti Gorbatsjov til þess að grípa strax til sérstakra ráðastaf- ana til að unnt reyndist að sigrast á því ófremdarástandi sem skapast hefði. Virtist hann með þessu taka undir sjónarmið bæði harðlínukom- múnista og ráðamanna innan Rauða hersins sem fyrr um daginn höfðu hvatt Gorbatsjov til að færa óróa- og átakasvæði í Sovétríkjunum undir beina stjóm ráðamanna í Kreml. í áskorun þessari er vikið sérstaklega að „and-félagslegum“ og „and- sósíalískum" öflum í Sovétríkjunum. RÍKISRÁÐ Júgóslavíu fordæmdi í gær fyrirætlanir Slóvena um að efna til þjóðaratkvæðis um sjálfstæðisyfirlýsingu næstkom- andi sunnudag og sagði þessi Einn þátttakendanna, James Lil- ley, sendiherra Bandaríkjanna í Kína, sagði að hann hefði séð við- horfsbreytingu hjá Kínveijunum meðan á hinum tveggja daga langa fundi stóð. „Þetta var viðleitni til að mæta okkur á miðri leið,“ sagði Lilley. „Frá því mótmæli náms- manna voru brotin harkalega á bak aftur fyrir um 18 mánuðum hafa Kínveijar sagt Bandaríkjamönnum að vera ekki að skipta sér af málum annarra," bætti hann við. Að sögn embættismanns í bandarísku sendi- áform vera brot á stjórnar- skránni. Ríkisráðið sagði ennfremur að einhliða ákvörðun Slóvena um að segja sig úr júgóslavneska ríkja- nefndinni var afstaða Kínveija nú allt önnur. Ástæðu viðhorfsbreytingarinnar hjá kínverskum yfirvöldum má sennilega rekja til þrýstings frá öðrum ríkjum um að bæta ástand í mannréttindamálum. „Kínveijar hafa, í stuttu máli sagt, komist að því að þeir geta ekki átt eðlileg samskipti við margar áhrifamestu þjóðir heims fyrr en þeir gera eitt- hvað róttækt í mannréttindamál- um,“ sagði embættismaðurinn, sem kaus að láta nafn síns ekki getið. sambandinu kæmi aldrei til með að verða samþykkt. Óskaði ráðið, sem fer með æðsta vald í málefnum Júgóslavíu, eftir því við ríkisstjórn landins og þing til þess að gera ráðstafanir er hindri að ríkjasam- bandið liðist í sundur. Ekki var frá því skýrt hvað í þessari beiðni fólst en Slóvenar óttast að herinn verði látin hindra eðlilegar kosnignar. Samþykkti júgóslavneska þingið ályktun þar sem tekið var undir sjónarmið ríkisráðsins í deilunni um þjóðaratkvæðið í Slóveníu. Yfirvöld í Slóveníu brugðust hart við yfirlýsingu ríkisráðsins og sök- uðu það um að reyna að hafa áhrif á niðurstöður þjóðaratkvæðisins. Jafnvel þótt útkoman verði sú að íbúar lýðveldisins samþykki úrsögn úr ríkjasambandinu, eins og við er búist, þarf það ekki að leiða til við- skilnaðar þegar í stað þar sem stjóm lýðveldisins hefur hálfs árs frest til að gera upp hug sinn í málinu. Velmegun er mest í Slóveníu af lýðveldunum sex sem mynda júgó- slavneska ríkjasambandið. Þar hófst barátta sem leiddi til þess að Júgóslavar féllu frá stjórnarháttum kommúnista. Atkvæði taliuá Haítí Fyrstu tölur úr forsetakosningun- um á Haítí benda tifyfírburðasig- urs kaþólska prestsins Jeans Bertrands Aristide. Trúarregla Aristide gaf út yfirlýsingu í Róm í gær þar sem tilkynnt var að honum hefði verið vikið úr regl- unni fyrir tveimur árum fyrir að nota trúarbrögð til að ala á hatri og ofbeldi í landi sínu. Vatikanið hefur enn ekki geið út neina opin- bera yfirlýsingu vegna kosning- anna. Á myndinni sjást talninga- menn við stafla af atkvæðum. Alþjóðleg sendinefnd undir for- ystu Jimmy Carters, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur fylgst með framkvæmd kosning- anna og telja nefndarmenn hana hafa verið til fyrirmyndar. Reuter Kínverjar og Bandaríkja- menn ræða mannréttindi Peking. Reuter. FULLTRÚAR kínverskra og bandarískra stjórnvalda luku í gær við- ræðum um mannréttindamál og þykja viðræðurnar marka timamót. Bandarískir þátttakendur í viðræðunum sögðu í gær að þeim virtist sem kínversk yfirvöld væru að breyta afstöðu sinni gagnvart andófs- mönnum. Þjóðaratkvæði í Slóveníu um úrsögn úr ríkjasambandi Júgóslavíu: Reuter Hjá tannlækninum Tannlæknastofa af þessu tagi yrði trauðla hátt skrif- uð hér á landi en í Karachi, höfuðborg Pakistans, þykir hún duga vel þótt úti á miðri gangstétt við mikla umférðargötu sé. Tannlæknirinn er ekkert að tvínóna með borinn þó óhreinindi og mengun berist frá bifreiðum sem um götuna bruna. Á borðinu geymir hann tæki sín og tól og prentist myndin vel má þar sjá nokkra gervigóma. BARNA- UNGLINGA- GÖNGU- PAKKI PAKKI PAKKI Atomic skíði Salomon skór Salomon bindingar Atomic stafir VERÐ FRÁ KR. 19.990,- Atomic skíði Salomon skór Salomon bindingar Atomic stafir VERÐ FRÁ KR. 14.400,- Atomic skíði Koflac skór Salomon bindingar Atomic stafir VERÐ FRÁ KR. 13.995,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.