Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 20.12.1990, Qupperneq 37
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 H- Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík FlaraldurSveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Oráðsía að var einlæg von flestra landsmanna að ríkisstjórn in nýtti það lag, sem þjóðar- sáttin gaf, til að hemja ríkisbú- skapinn og sníða ríkisútgjöld- um stakk úr samtímatekjum. Þessi von hefur því miður orðið sér rækilega til skammar. í nefndaráliti þingmanna Sjálfstæðisflokksins um fjár- lagafrumvarp fyrir komandi ár lýsa þeir m.a. þeirri skoðun, að efnahagsgrunnur þjóðar- sáttarinnar, sem aðilar vinnu- markaðarins knúðu fram, hafi lækkað útgjöld ríkissjóðs sjálf- krafa um rúma tvo milljarða króna frá því sem orðið hefði að óbreyttri efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar. Mergurinn málsins var þó sá, að stöðug- leikinn í verðlags-, launa- og gengismálum, sem sáttin leiddi til, skóp ríkisstjóminni kjörið tækifæri til aðhalds og hag- ræðingar, til að hemja ríkisbú- skapinn og ríkisútgjöldin innan ramma samtímatekna, það er innan ramma hóflegri skatt- heimtu og hóflegra hlutfalls af þjóðartekjum. Fjármálaráðherra og ríkis- stjórn hafa heldur betur glutr- að niður þessu gullna tæki- færi. í tilvitnuðu nefndaráliti sjálfstæðismanna segir m.a.: „Núverandi ríkisstjórn hefur verið afkastamikil við að þenja út ríkisbáknið. Á ámnum 1980-87 voru útgjöld 'ríkisins frá 23-25% af landsfram- leiðslu. Nú er þetta hlutfall komið yfir 29%. Utgjöldin hafa vaxið hraðar en tekjurnar og þykir þó flestum nóg um skattahækkanir ríkisstjórnar- innar.“ Þar segir og að líkur standi til þess að viðskilnaður núverandi fjármálaráðherra verði nær þijátíu milljarða króna ríkissjóðseyðsla umfram tekjur 1988-1991. Svo hrika- legur uppsafnaður fjárlagahalli segir allt sem segja þarf um ijármálastjórnina í ríkisbú- skapnum næstliðin ár. En sagan er ekki öll sögð með uppsöfnuðum fjárlaga- halla. Ríkisstjórnin veltir fleiri og fjallþungum byrðum yfír á herðar framtíðarinnar og skattgreiðenda á komandi árum. Sem dæmi má nefna fjárskuldbindingar, sem falla á ríkissjóð og leyst hefur verið með útgáfu skuldabréfa o.fl., ábyrgðir sem falla kunna á ríkissjóð á næstu árum, tap ijárfestingarsjóða 1989-1991 °g,Byggingarsjóð ríkisins. í tilvitnuðu nefndaráliti er ljósi varpað á ýmis kennileiti, sem við blasa í efnahags- og atvinnulífí þjóðarinnar: 1) Er- lendar skuldir þjóðarbúsins, sem voru 40,3% af landsfram- leiðslu 1987, eru komnar upp í 51,6% og hafa aldrei verið hærri. 2) Greiðslubyrði af er- lendum lánum, sem var 16% af útflutningstekjum 1987, verður 21,7% á næsta ári, skv. spá Seðlabankans. 3) Frá og með 1988 til 1991 hafa skattar til ríkissjóðs hækkað langleið- ina í 15 milljarða króna [miðað við framlagt fjárlagafrum- varp]. 4) Ein meginskýringin á háu vaxtastigi hér á landi felst í stórauknum lántökum opinberra aðila á innlendum lánsíjármarkaði í kjölfar ríkis- sjóðshallans [áætlaðar 32-33 milljarðar króna 1991]. 5) Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur lækkað um 22% frá 1987 talið, atvinnuleysi hefur þre- faldast frá 1988 talið, gjald- þrotum einstaklinga og fyrir- tækja hefur ijölgað ískyggi- lega og fólksflóttinn af lands- byggðinni hefur aukizt. Fjárlagafrumvarp ársins 1991, sem nú er til meðferðar á Alþingi, felur ekki í sér neins konar bragarbót á fjármála- stjórninni eða ríkisbúskapnum. Frumvarpið var lagt fram með 3.700 m.kr. eyðslu umfram tekjur. Við aðra umræðu hækkaði þessi umframeyðsla upp í 4.600 m.kr. Vanáætlaðir útgjaldaliðir standa til þess að Ijárlagagatið stækki enn við þriðju umræðu, jafnvel um milljarða króna. Þar ofan í kaupið er gífurlegum vanda velt yfir á komandi ár. Hann felst m.a. í skuldbindingum ríkisstjórnarinnar, sem þá falla í gjalddaga, og erfiðleikum samfélagslegra sjóða, sem sækja styrk sinn til ríkissjóðs, en ríkisstjómin hefur vanrækt að leggja fé til, svo þeir eru komnir í greiðsluþrot. Aðilar vinnumarkaðarins, launafólk og atvinnuvegir, öxl- uðu þungar byrðar við gerð þjóðarsáttar. Hlutur ríkis- stjórnarinnar hefur hins vegar reynzt lítill sem enginn, eins og skattahækkanir og eyðsla i ríkisbúskapnum, langt umfram tekjur, sýna glögglega. Fjár- lagaafgreiðslan, sem nú er á lokastigi, tíundar rækilega, að ráðherrarnir og ríkisstjórnar- flokkamir hafa engu gleymt og ekkert lært af óráðsíu lið- inna ára. * Arsskýrsla Fangelsismálastofnunar: Afskipti höfð af 1 af liveijuni 200 íslendingum 15-64 ára FYRSTA ársskýrsla Fangelsismálastofnunar hefur verið gefin út en hún var sett á laggirnar með lögum nr. 48 frá 1988 um fangelsi og fangavist. Tók stofnunin við verulegum hluta verkefna fangelsis- máladeildar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins og öllum verkefnum Skilorðseftirliti ríkisins. I inngangsorðum Haraldar Johannessen, forstjóra Fangelsismálastofnunar, kemur fram að fjöldi skjólstæð- inga er mikill og stofnunin þurfi í raun að hafa einhver afskipti af einum af hverjum 200 íslendingum á aldrinum 15-64 ára. Hjá Fangelsismálastofnun starfa átta starfsmenn í jafnmörg- um stöðugildum og skiptist stofn- unin í tvær deildir eftir verkefnum, annars vegar fullnustudeild og hins vegar þjónustudeild. Helstu verk- efni stofnunarinnar eru m.a. dag- leg yfirstjórn á rekstri fangelsa, að sjá um fullnustu refsidóma, annast félagslega þjónustu við fanga og þá sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. Þá er það verkefni stofnunarinnar að sjá til þess að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta s.s. heilbrigðis- þjónusta og prestsþjónusta. Fang- elsismálastofnun annast einnig veitingu reynslulausna og tekur á móti umsóknum um náðun og und- irbýr náðunartillögur. Fjárheimildir stofnunarinnar fyrir árið 1989 voru 20.396.000 krónur, en útgreiðslur á árinu voru kr. 19.998.000. Með rekstrargjöld- um sem féllu til á árinu 1989 en voru greidd í ársbyijun 1990 námu heildargreiðslur vegna ársins 20.450.000 krónum. Mismunur er því krónur 54.000. Verkefni stofnunarinnar hafa aukist jafnt og þétt og um síðustu áramót höfðu 334 dómþolar alls lokið eða voru í afplánun. 422 voru undir eftirliti þar af 167 með skil- orðsbundna reynslulausn, 11 með skilorðsbundna náðun og 233 með skilorðsbundna ákærufrestun. Um 148 dómþolar voru að jafnaði í hveijum mánuði boðaðir til afplán- unar og segir í skýrslu stofnunar- innar að nærri láti að fjöldi skjól- stæðinga hennar á hveijum tíma sé á bilinu 700-800. Á síðasta ári voru Fangelsis- málastofnun sendar til fullnustu 880 dómsgerðir. Þar af bárust 839 frá ríkissaksóknara en 37 frá Hæstarétti íslands. Auk þess sendi dómsmálaráðuneytið stofnuninni til fullnustu 4 dómsgerðir frá Noyðurlöndunum. í skýrslunni kemur fram að þijár algengustu tegundir refsinga sem sendar voru Fangelsismálastofnun til fullnustu á árinu 1989 voru óskilorðsbundin refsivist (328 dómþolar), skilorðsbundin refsivist (298 dómþolar) og sekt (252 dóm- þolar). Samtals voru dómþolar 962. Fjöldi dómþola með óskilorðs- bundinn dóm í fullnustu hefur far- ið stöðugt fjölgandi. í lok ársins 1985 voru þeir 288 talsins, 324 talsins í lok ársins 1986, 361 tals- ins í lok ársins 1987, 398 talsins í lok ársins 1988 og 415 í lok árs- ins 1989. Skiptust dómþolar þann- ig niður í lok síðasta árs að 83 (20%) voru í afplánun, 143 (34,5%) voru í boðun, 167 (40,2%) voru á reynslulausn, 11 (2,7%) voru með náðun, 3 (0,7%) voru í öryggis- gæslu og 8 (1,9%) féllu undir lið- innn „annað“ en þá er oftast um fullnustu erlendis að ræða. Aldursskipting fanga sem luku afplánun var á síðasta ári sú að enginn var á bilinu 16-17 ára, 18 (7,3%) voru á bilinu 18-20 ára, 63 (25,5%) voru á bilinu 21-25 ára, 60 (24,3%) voru á bilinu 26-30 ára, 42 (17%) voru á bilinu 31-35 ára, 32 (13%) voru á bilinu 36-40 ára, 21 (8,5%) voru á aldrinum 41-50 ára og 11 (4,4%) voru eldri en 51 árs. Tilefni fangavistar Tilefni fangavistar er æði mis- jafnt. Árið 1989 var tilefnið í 4,2% tilvika manndráp (4,8% árið 1985), auðgunarbrot/skjalafals í 53,9% tilvika (55% árið 1985), nytjataka, áfengislög og/eða umferðarlög í 24,5% tilvika (20,9% árið 1985), fíkniefnabrot í 7,5% tilvika (6,4% tilvika), kynferðisbrot í 3,6% tilvika (4% árið 1985), ofbeldisbrot í 4,2% tilvika (6,9%), brenna í 0,9% tilvika (0,4%), manndráp af gáleysi var tilefnið í 0,3% tilvika (0%), 220. gr. hegningarlaganna í 0,3% (0%) tilvika og annað í 0,6% tilvika (0,8% árið 1985). í töflu yfir fjölda óskilorðsbund- inna dóma sem berast til fullnustu kemur fram að heildarefsitíminn hefur vaxið mjög á síðustu fimm árum. Þannig var heildarrefsitím- inn árið 1985 110 ár og 11 mánuð- ir (348 dómar), árið 1986 147 ár (361 dómar), árið 1987 127 ár og 3 mánuðir (364 dómar), árið 1988 149 ár og 8 mánuðir (363 dómar) og árið 1989 175 ár og 2 mánuðir (378 dómar). Heildarfjöldi afplánunardaga í íslenskum fangelsum hefur flölgað mjög á síðustu árum. Þannig var heildarfjöldinn 26.738 árið 1985, 31.962 árið 1986, 29.696 árið 1987, 33.278 árið 1988 og 35.567 árið 1989. Nýtingarhlutfallið hefur samhliða þessu einnig færst stöð- ugt upp á við og var á síðasta ári (árið 1985 til samanburðar í sviga) 90,35% (42%) í Hegningarhúsinu, 98,25% (85,71%) á Litla-Hrauni, 98,91% (85,36%) á Kvíabryggju og 98,33% (63,50%) á Akureyri. Nýtingin á fangelsinu Kópavogs- braut 17, sem hóf starfsemi sína í apríl á síðasta ári, var 78,71% fram til áramóta. Meðaltalsfjöldi fanga á dag í öllum fangelsum var 73,25 árið 1985, 87,57 árið 1986, 81,36 árið 1987, 90,92 árið 1988 og 97,44 árið 1989. Nýting fangaplássa var 74,74% árið 1985, 89,36% árið 1986, 83,02% árið 1987, 92,78% árið 1988 og 96% árið 1989. Fullnusta sektardóma og sakarkostnaðar Fangelsismálastofnun sér einnig um að senda lögreglustjórum sekt- ardóma til fullnustu. Var saman- lögð fjárhæð sektarrefsinga sem stofnunin framsendi þeim á síðasta ári 11.665.000 krónur. Er öll sú fjárhæð til fullnustu hér innan- lands, að undanskildum þremur sektarrefsingum, samtals að fjár- hæð 65.000 krónur, sem sendar voru dómsmálaráðuneytinu með beiðni um fullnustu erlendis, þar sem viðkomandi voru þá búsettir á Norðurlöndunum. í lok ársins 1989 voru útistand- andi heildarsektarinnheimtur sam- tals 38.568.850 krónur. Heildar- flöldi dómanna er 1.056 og þar af eru 9 varðhaldsdómar þar sem refsingu hefur með náðun verið breytt í sekt. Fjárhæð sakarkostnaðar sem stofnunin fól viðkomandi lögreglu- stjóram að innheimta hjá dómþol- um fyrir síðasta ár nam 17.111.093 krónum. Heildarfjár- hæð sakarkostnaðar er mun hærri, en í skýrslu Fangelsismálastofnun- ar segir að ekki verði ætíð séð af þeim málsgögnum sem stofnuninni berast hver heildaríjárhæð hans er og séu þá lögreglustjórar beðnir um innheimtu þess kostnaðar sem kann að hafa verið útlagður við embætti þeirra. Morgunbiaðið/Gunnar Jörgensen Skipverjar á Jóni Finnssyni að gefa síld yfir í Guðmund Kristinn Jón Finnsson á síldarmiðunum útaf Stokksnesi í blíðskaparveðri. frá Fáskrúðsfirði. Á síld í blíðskapar- veðri út af Stokksnesi SÍLDVEIÐISJÓMENN hafa ekki verið sérlega hressir með veiðarnar í haust þar sem stóra síldin hefur látið sig vanta en verulegur munur er á verði hennar og á smásíldinni. Á þessum myndum sem Gunnar Jörgensen tók um borð í Jóni Finnssyni RE 506 fyrir nokkrum vikum má sjá tvö síldveiðiskip í blíðskaparveðri á miðunum útaf Stokksnesi. Jón Finnsson er hér að frysta síldina um borð. Skipið tekur um 50 tonn í einu og er um tvo sólar- hringa að vinna aflann. Skipveijar era að klára upp í samninga um smásíld á Japansmarkað en að und- anförnu hefur skipið reynt við stórsíldina inni á Mjóafirði en geng- ið erfiðlega. Háhyrningarnir eru alltaf nærri og synda fast upp við nótina þegar búið er að draga. Háhyrnipgar eru alltaf nálægir þegar síldarnótin er dregin inn. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 37 Borgir Hnappadals m hclmingur 1*U» undirkndis I dalnum »ru hnunfWmi. F við Eldborg og GuDborg cn auk bejs hafa hraun runnið frl firiri tld- siOðvum eins og Rauðhjilum, Rauðamelskúlum og Bamaborg. Prítt fyrir fiölbreytt og fagurt umhverfi f Hnappadal draga þ*r stöll- ur Eldborg og Gullborg athygU að sri, rinlium þd Bdborg sem er ritt Hl- komumeata ridvarp þeirrar gerðar i Isiandi. Við HlUri rru hreppa- og svslumörk. Mýrasýsla er ausUn herrnar en Hnappadalatýala vesun ir. HlUri akilur lika að Hraunhrepp i Mýr- um og Koibrinasuðahrepp en ti slðamefndi er mikhi mriri hraunhrepp- ur en si fyrri, enda er hann kenndur við bseinn Hraun en ekki atorknaða hnunkviku. Vestan HfUrir fri hrikalegum hlfðum. klettum og gnfpum Fagra- akðgar- og Kolbrinaauðafialls er Undslag iþekkt og i Mýrum alveg til .......“* *■■■ ' ■■■ ■* Eldborgarhrauni. Und- sjivar við Haffjörð og Kaldirös þar Hl —' '"* er þó Bamat arfjalli Veslurmörk Eldborgar- og GuUborgarhrauns eru við Haífjarðari, vcl þekku Uxveiðii i Hnappadal sem fylgir hraunjaðri i svo Hl allri rennslialeið ainni. Handan Haffjarðarir tekur aftur við mýra- og holU- UndsUg en I vestri varðar HafursfeU mynni HnappadaU Undir hirrislu HafursfeUi austanverðu er Dalamynnt. ritt myndartegaaU baejartueði i IsUndi, og norðar er RauðameUfjall með PrifjöU og LjösufjöU að baki. I Hnappadal er ikaflega fjölbreytt UndsUg ba*ði gamalt og nýlegt. Undiratöður dalsins hvfla i bergi fri Tettfrr og eru 7-10 milljón ira gaml- Hnu eru basalllög HafurfeUs. Fagraskögar- og Kofbeins- Yngstu jarðiögm eru aðetns 1-3 þúsund ira gömul. ar. Fri þeim Ht staðafjalls. Yngi iMndslag I Hntppúdalssýslu tr drangur af drmilljdna Iðngu, nrr sUilulausu starji ndllúruaflanna aS upphlrSslu og niSurrifi, myndun og mðlun. jarStldurinn htfur hlaSiS upp þykka hraun- i.——»- — ■-«-*—. ‘--r- - ryiandt m„„ edrunar og rofs lagaslafla, tn iafnfrtmt htfur hin ry slfclll ttriS aS vtrki og anðlaS skðp um þtgar hl/ urSu d rldgangi. Vtrksummrrki þrssa tviþrtta slarfs ndttúruaflanna tr alls staSar aS sjd, aS vbu nokkuS mis- ■ ■ Fjöllin Hgnarlegu við mynni Hnappadals voru ettt sinn hluH tf miklu sfaerri hrsunUgaheild sem niði likiega úf i Undgmnn. M var cnginn Hnappadalur til. JökUr Isaldattfma gröpuðu hann í jarðUgaslafUnn og W--------------niði f sjö frsm tópaðist með ðUu út I myrkur haftins li, yfirboeð sjivtr harkktr. En Urgtð i landinu var ennþi þungt og ajivarstaðan varð þi einna hsest vegna þeas að Und lyfHat afar hárgt. Sjöt M inn f Hnappa- dal cjg hann varð fjörður f 3-4 þúaund ir þar tU Undið reis alveg úr aar. fþi Hð þegar Und vu fjörður stöð sjör (0 mettum hjerrs og niði sl- veg Inn að Oddastaðavatni þar setn sjór hefur myndað maUrhjaUa og bftmþrep. Víðar em sUkar tjjvarmenjar. Sjivargangur it framan af fjöU- unum sem stöðu rins og múlar við tjö. Geröubergið var sjivarbjarg og atrandfleHr sem rinkenna Uglendi HnappedaU mynduðual. Fri HiUri og að RauðhiUahrauni Uggur þjóðvegurism um örfoka meU, margra metra þykk aetlög úr Irir, sandi og möl aem mynduðuat f »jó. MeUmir eru ummerki Ungtlma aetUgamyndurur en hriefni aetUg- anna er bergmyUna fri jökium, atraumvöinum og rofi ajivar. A ýmsum atöðum f ajivaraefi f Hnappadal hafa fundiat Irifar aJúHfvtTa, ».l samlok- Ofan við forru ki tekiat að afmi minjar um hreyfingar jökUnna. jökuUkriði tem hófat fyrir 70 þúsund irum hafi jöUar hutið Hnappadal nema e.t.v. alira hsetHi fjaUabnda. Jökulrikir benda rindregið fil þeta að jökullinn hafl sknðið fri vatnaskilum i fjöllum og brint I tuðvestur út dalinn og f Faxafiöa. Þegar jökuUinn hopaði hefur undiriendl Hnappa- Urnum aem akiptu um farveg fri vori hl hausis Ifkl og I ððnim jökuldöi um aem nýlega hafa liHð dagsins Ijós. I austurjaðri GuUborgarhrauns ent algengar jokulmenjar iem nefn ast jdkulktr tn þar strönduðu risattóc (sflykki forðum. kannski f jökul tafi. Kringum jakaru hlöðst tvo jökulset en þegar fsflykkin briðnuðt mynduðust kvosir sem fyiltust af vatni og þar eru Eilffavötn. Mun flriri jökulmenjar eru f Hnappadal. StörfenglegasUr eru mó betgsfeU og -hnjúkar sem mynduðusl I gosl undtr jökk. Sunnan HBAai vatna eru l.d. SandleU, ÞverfeU og Hnúkar, aUt möbergsfeU. GuUborgai hrsun umlykur Hnúkana og htfur sfiflað HUðarvatn rins og Oddastaðs vatn og myrtdað eyjar og mjöslegna voga HUðarvatns en vatnsbotninn e grafinn út af »krið|ökJi Umgjörð Hliðarvatns er anai fiöiskrúðug Þar e ekki aðeins nýlrgt úfið hraun og goshnigald undan jökU heldur einru, margfalt eldri HBðarmúU tem var hluH af bligrýHuUfUnum löngu iðu tn ualdartfmi gekk f garð og hjö fstönnum sinum I hann. En litum Hl núHmana vegna þesa að f Hnappadal hefur verið öslifii myndunaisaga, Uk* eftir að land reia úr sjó. I dalnum etu óvenju marga ddstöðvar og hefur mikið hraun runnið fri þeim. Austast et Bamabori rin og ari. en fyrir miðjum dal, avo tilhi dalbotni og Hl sjivar,- aamfclld hr ------- Opna úr bókinni. Bók um „Perlur í náttúru íslands“: Myndabók og fróðleiksrit - segir höfundurinn Guðmundur Páil Ólafsson „PERLUR í náttúru íslands'* heitir bók eftir Guðmund Pál Ólafs- son, sem út er komin hjá Máli og menningu. Árið 1987 kom út eftir sama höfund bókin „Fuglar í náttúru íslands" og er þessi bók að mörgu leyti líkt byggð upp. Guðmundur Páll segir að hug- myndin hafi í upphafi verið sú að vinna bókina þannig að hún væri landkynningarbók fyrir Is- lendinga. Vera í senn myndabók og fróðleiksrit líkt og fuglabókin á sínum tíma. Endanlega var ákveðið að ráðast í útgáfu bókár- innar á útmánuðum 1988 og hefur hún verið þijú ár í vinnslu. „Perlur í náttúru íslands er orðin að stærra og meira verki en upphaflega var ætlunin, sér- staklega hvað jarðfræðina varð- ar, enda hafa margir jarðfræð- ingar aðstoðað við gerð bókarinn- ar,“ segir Guðmundur Páll. Hann segir að undirbúningnum við vinnslu bókarinnar hafi ekki síst fylgt gríðarlega mikil ferðalög og eitt sumarið hafi hann til dæmis ferðast sem svaraði 30 sinnum í kringum hringveginn, oftast einn. Bókina „Periur í náttúru ís- lands“ prýðir á sjötta hundrað myndir, þar af á fimmta hundrað ljósmyndir og tók höfundur 2/3 þeirra sjálfur. „Flestar ljósmynd- irnar eru teknar að vori til og í vetrarbyijun en ég hef reynt að taka myndir á öllum árstíðum og í mismunandi vetrarbrigðum. Það er þáttur í því að reyna að segja sem trúverðugasta sögu af íslenskri náttúra,“ ságði Guð- mundur Páll. Hann sagði lykilinn á bak við texta bókarinnar vera að segja frá náttúranni á alþýðlegan máta og tengja hana við þjóðsögurnar og þar með menninguna. Bókin væri tvískipt, annars vegar væri almenn jarðfræði og myndun ís- lands, en í seinni hlutanum væri sagt frá einstökum stöðum á landinu sem eru merkilegir fyrir ýmissa hluta sakir. „Ég reyni að segja frá hveijum þessara út- völdu staða þannig að lesandinn skynji umhverfið og sögu staðar- ins og þá um leið hvernig lands- lagið hefur orðið til og hvers vegna landið lítur út eins og það gerir í dag. Hvaða öfl hafa verið þar að baki. Samhliða eru tínd til ljóð, ýmsar frásagnir, bæði náttúrafræðilegar, sögulegar og þjóðsögulegar sem mér finnst bráðnauðsynlegur þáttur til að þetta sé eitthvað skemmtilegt. Bókinni er ekki bara ætlað að vera venjulegt lesefni heldur er reynt að fræða lesandann og skemmta honum á hverri opnu. Vonandi er þetta það áhugavert lesefni að menn geti flett bókinni aftur og aftur án þess að verða leiðir á henni.“ Guðmundur Páll segir að hann hafi reynt að gera bókina sem fjölbreytilegasta. Þannig er sagt frá sögu landsins á mjög mis- munandi hátt og notaðar gamlar jafnt sem nýjar heimildir. Elsta heimildin sem notuð er í bókinni er svo dæmi sé tekið tuttugu og fimm alda gömul og nýjasta ljóð- ið sem í henni er að finna er frá 1989. Fjölbreytnin kæmi líka fram í umbrotinu og væra engar tvær opnur eins þó eftir sem Guðmundur Páll Ólafsson. áður giltu ákveðnar reglur. I myndefni bókarinnar segir Guðmundur Páll að sé að finna tvenns konar nýjungar. í fyrsta lagi hefur verið unnið kort yfir hvern stað og eru þau teiknuð á tölvu. Væri mikil vinna á bak við hvert kort. Þá er í öðru lagi að finna svo kallaðar svipmyndir í bókinni en það eru mjög daufar útgáfur af helstu myndum þar sem eru helstu örnefni og kenni- leiti staðarins. Er þetta gert til að lesandinn, sérstaklega sá sem er ókunnugur staðnum sem fjall- að er um, fái strax tilfinningu fyrir svæðinu og komist í sam- band við það. Bókin „Perlur í náttúru ís- lands“ er 420 síður að lengd. Útvegsbankahúsið: Enn óákveð- ið um kaup FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Ólafur Ragnar Grímsson, segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort ríkissjóður kaupi Utvegs- bankahúsið fyrir dómshús. ,,Það hefur verið kannað hvaða breytingar þarf að gera á húsinu og hvað þær muni kosta. Við höfum ekki haft tíma til þess í fjármálaráðu- neytinu að fara yfir þær tillögur, en við munum gera það núna á næst- unni,“ sagði fjármálaráðherra í gær. Hann sagði að í fjárlögum yrði heimild til að kaupa húsnæði fyrir héraðsdómstóla í Reykjavík og ann- ars staðar á landinu. FFSI: Gagnslaust verðlagsráð FUNDUR framkvæmdastjórnar Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands (FFSÍ), sem hald- inn var 18. desember sl., harmar að ekki skyldi hafa náðst sam- komulag í Verðlagsráði sjávarút- vegsins um frjálst verð á botn- fiski, eða verð sem tengt væri verði á uppboðsmörkuðum. Fundurinn lýsir furðu sinni á síðustu verðákvörðun yfimefndar Verðlagsráðsins, þar sem fulltrúar kaupenda og útgerðarmanna hafi sameinast um breytingu á verði botnfisks, sem sé í engu samræmi við það, sem lög um Verðlagsráð sjávarútvegsins kveði á um. „Með þessari ákvörðun er enn á ný verið að staðfesta gagnsleysi. Verðlagsráðsins við raunhæfa verð- myndun á sjávarfangi hér innan- lands. Jafnframt álítur FFSÍ að jafnvægi á milli kaupendá og selj- enda í ráðinu sé brostið, þar sem fulltrúi útgerðarmanna telur sig eiga meiri samleið með fulltrúm fiskvinnslunnar en sjómanna.“ Kór Lang- holtskirkju syngurjóla- söngva KÓR Langholtskirkju minnir á sína árlegu jólasöngva í Lang- holtskirkju, sem að þessu sinni verða haldnir föstudaginn 21. desember. Á efnisskránni eru innlend og erlend jólalög, svo og jólasálmar. Auk Kórs Langholtskirkju kemur Barnakór Árbæjarskóla fram á tón- leikunum. Einsöngvarar verða Ólöf K. Harðardóttir og Ragnar Davíðs- son en stjórnandi Kórs Langholts- kirkju er Jón Stefánsson. Kirkjan verður upplýst með kertum meðan á tónleikunum stendur og í hléi verður tónleikagestum boðið upp á heitt kakó. Miðar verða seldir við innganginn og er ókeypisfyrir börn. Jólatónleikar Tónlistar- skólans í Stykkishólmi Stykkishólmi. TÓNLISTARSKÓLI Stykkishólms undir stjórn Daða Þórs Einars- sonar hélt sína árlegu jólatónleika, þar sem flestir nemendur skól- ans komu fram og sýndu árangur það sem af er vetri. Var dagskráin bæði fjölbreytt og vönduð og bæði var fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með tónleikunum. Nemendur sem léku vora ekki allir hávaxnir og léku á ýmis hljóðfæri hin sígildu jólalög o.fl. Aliir reyndu að standa sig og það tókst. Margir sóttu þessa tón- leika og voru á einu máli um að þeir væru skólanum og Hólminum tii sóma. Tónleikar þessir voru haldnir í nýju kirkjunni okkar í fyrsta sinn og eru flutningsskilyrði þar afbragð. Hér er að koma jóla- fríið og strax eftir áramótin byrjar skólinn aftur af fullum krafti. - Árni. Einn nemenda Tónlistarskólans. Morgunblaðið/Árni Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.