Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 45
1 I I i I I i I 3 4 4 4 4 4 4 <seei .otr H*i-'t/.4TjrwT>'r;: cmf ■Kr'^iru MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Merk tillaga um ný- skipan öryggismála eftir Sigurð Helgason Á Alþingi liggur frammi tillaga til þingsályktunar um samæfða yfirstjórn öryggismála. Flutnings- menn eru Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, Matthías Á. Mathiesen, Friðjón Þórðarson og Ólafur G. Einarsson. Með sérstakri yfirstjórn öryggismála er tilgangurinn að samhæfa þá stjórnsýslu sem lýtur að öryggis- og löggæslu ríkis og almennings í landinu. Þeir gera ráð fyrir að hlutverk yfírstjórnar verði að fara með samstjórn lögreglu-, landhelgisgæslu-, toilgæslu-, al- mannavamamála og aðra öryggis- gæslu ýmissa fijálsra félagasam- taka. Til þess að undirbúa setningu löggjafar um yfirstjórn öryggis- mála leggja þeir til að sett verði á fót nefnd sjö þingmanna sem kosin verði hlutbundinni kosningu í sam- einuðu Alþingi. Nefndin skal ljúka störfum eigi síðar en 1. feb. 1992. Með tillögu þessari fylgir ítarleg greinargerð. Lögð er þar áhersla á þá staðreynd að ríki geti ekki talist fullvalda nema fyrir hendi sé ríkis- vald, sem geti haldið uppi lögum og rétti. Bent er á að þjóðin missti sjálfstæði sitt er má rekja til veiks ríkisvalds á þjóðveldistímanum. Það er því höfuðtilgangur þings- ályktunarinnar að ná fram skilvirk- ari stjórn. Annars vegar með því að nýta sem best mannafla og fjár- magnið. Hisn vegar með nýjum aðferðum og nýjum vinnubrögðum og betri nýtingu tækjabúnaðar. Þannig gæti lögreglan, landhelgis- gæslan, tollgæslumenn og fleiri aðilar aðstoðað hvert annað á fjöl- mörgum sviðum. Sama má segja um útlendingaeftirlitið, fíkniefna- deild og mengunarvarnir svo að nokkuð sé nefnt. Þá er og gert ráð fyrir hlutdeild almennings í örygg- is- og gæslustörfum. Bent er á mikilvægt hlutverk Slysavarnafé- lags íslands, flugbjörgunarsveita, hjálparsveita skáta og fleiri félaga, sem þyrfti að nýta betur. Þá er bent á að miklar breytingar eiga sér stað á sviði öryggis- og varnar- mála í heiminum og er nauðsynlegt að við förum að huga að því í al- vöru að taka enn fleiri verkefni af varnarliðinu. Við íslendingar höf- um alltaf gengið út frá þvi að er- lent varnarlið verði ekki hér um alla framtíð og virðist margt benda til þess að við í alvöru ættum að taka sjálf að okkur eigin varnir í enn ríkari mæli. Ég tel að hér sé tekið á mjög merku máli sem þurfi að taka föst- um tökum. Ég tel aftur á móti ekki rétt að í þetta mál verði skip- uð þingmannanefnd. Reynslan af skipan stjómarskrárnefndar ætti að vera víti til varnaðar. Þá finnst mér tillögumenn flækja málið með illskiljanlegum málalengingum. Til- laga fjórmenninganna er mjög tímabær og athyglisverð. Við ís- lendingar verðum að marka framt- íðarstefnu í öryggis- og varnarmál- um er gerir ráð fyrir að við ætlum að varðveita frelsi okkar og sjálf- stæði um ókomna framtíð. Um Kólumbusareggið Sjálfstæðisflokkurinn hefur ver- ið kjölfestan í íslenskum stjórnmál- um. Það verður því að gera meiri kröfur til sjálfstæðismanna en til annarra flokka. Öllum er ljóst að það voru aðilar vinnumarkaðarins sem mörkuðu stefnu í efnahags- og kjaramálum, en núverandi ríkis- stjórn hefur reynt að telja þjóðinni trú um að hafi verið þeirra verk. Skömmu áður en þjóðarsáttin var gerð hafði ríkisstjórnin samið við BHMR, en mörg ákvæði þessa sam- komulags fengust ekki staðfest. Forsætisráðherra og nokkrir sam- ráðherrar hans gáfu munnlegt lof- orð um leiðréttingu á verstu ann- mörkum. Með aðgerðaleysi og vegna skorts á áræði drógu þeir að hefja viðræður við BHMR. Ríkis- stjórnin valdi síðan fráleitustu leið- ina að leggja deiluna fyrir Félags- dóm, því að aðeins vilhallur dómur skyldi tekinn gildur. Með slíkum vinnubrögðum er og vegið að þrí- skiptingu valdsins, sem lýðræðið byggir á hjá frjálsum þjóðum. Er hægt að ætlast til þess að vinnu- deilur verði í framtíðinni leystar í Félagsdómi, ef ríkisvaldið virðir ekki niðurstöður hans? Að mínu mati átti Sjálfstæðis- flokkurinn sterkan leik sem hefði getað snúið allri atburðarásinni honum í hag. Með lögum nr. 13/1987 um umboðsmann Alþingis var stigið mikilvægt heillaspor í margvíslegum mannréttindamálum hér á landi. Einn virtasti lögfræð- ingur og fræðimaður landsins, „ Yið íslendingar verð- um að marka framtíð- arstefnu í öryggis- og varnarmálum er gerir ráð fyrir að við ætlum að varðveita frelsi okk- ar og sjálfstæði um ókomna framtíð.“ Gaukur Jörundsson, var kjörinn fyrsti umboðsmaður Alþingis. Þann skamma tíma, sem hann hefur starfað, hefur verið tekið á fjöl- mörgum málum af festu og sann- girni og nýtur embættið trausts landsmanna. Mál þau sem tekin hafa verið til umfjöllunar snúa að auknu eftirliti með stjórnsýslu rík- isins og byggist á margvíslegum Sigurður Helgason kvörtunum á stjórnsýslugerning- um. Umboðsmaður gefur Alþingi árlega skýrslu um starfsemi sína og hafa aðfinnslur hans veruleg áhrif, sem hér verður ekki rætt nánar. Það er meginregla að umboðs- maður hafi ekki afskipti af þing- störfum eða öðrum störfum, sem eru undir eftirliti Aiþingis. Á þessu er veigamikil undantekning í 11. gr. umræddra laga, en þar segir orðrétt: „Ef umboðsmaður verður þess var að meinbugir séu á gild- andi lögum eða almennum stjórn- — valdsfyrirmælum, skal hann til- kynna það Alþingi, hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórn." Á þetta ákvæði hefur ekki reynt ennþá, enda umboðsmaður störfum hlað- inn og hefur lítinn tíma að sinna þessu mikilvæga verkefni. Það virðist vera samkvæmt eðli málsins rökrétt að Alþingi gæti óskað eftir áliti umboðsmanns Al- þingis, hvort á gildandi lögum séu meinbugir. í Svíþjóð hefur þingið snúið sér til embætti umboðs- manns, hvort meinbugir séu á lög- gjöf en þeir voru með fyrstu þjóðum ' að setja lög um umboðsmann. Að mínu mati hefðu svör umboðs- manns getað gjörbreytt allri máls- meðferð þessa máls og þá ekki síst Sjálfstæðisflokknum í hag. Ég tel víst að með svari umboðsmanns hafi verið höggvið á Gordionshnút- inn. Fallið hefði að sjálfu sér niður ómerkileg umræða um að ríkis- stjórnin segði af sér og starfsstjórn síðan að setja ný bráðabirgðalög. Fallegir hlutir gefa lífinu gildi Það á einnig við um penna. Sumir misskilja þá en við ætlumst til þess að skrifað sé með þeim. Parker Duofold kúlupenninn hér að neðan er vissulega fallegur, enda hefur ekkert verið til sparað. Hitt er þó mikilvægara að hann er mjög vandaður. Parker Duofold dansar um blaðið með jöfnu flæði af bleki. Það er hrein unun að skrifa með Parker Duofold. Parker Duofold fæst hjá eftirtöldum söluaðilum. t PARKER REYKJAVÍK Penninn, Hallamiúla Mál og menning, Slðumúla Eymundsson, Mjódd Penninn, Kringlunni Griffill, Síðumúla Mál og menning, Laugavegi Eymundsson, við Hlemm Penninn, Austurstræti KÓPAVOGUR Bókaverslunin Veda HAFNARFJÖRÐUR Bókabúð Olivers Steins KEFLAVÍK Bókabúð Keflavíkur ÍSAFJÖRÐUR Bókaverslun Jónasar Tómassonar AKUREYRI Bókaverslun Jónasar Jóhannssonar Tölvutæki - Bókval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.