Morgunblaðið - 20.12.1990, Side 51

Morgunblaðið - 20.12.1990, Side 51
IQ )DHOM MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUÐAGUR 20. ÐESEMBER 1990 51 Ajólum Blaðinu hefur borist eftir- farandi ávarp: Jólin eru í hugum okkar flestra hátíð friðar og kyrrðar. Um þessi jól geta friðarsinnar um allan heim fagnað mikil- vægum áföngum í afvopnunar- málum. Kjarnorkuvopnin, sem stórveldin ákváðu fyrir aðeins áratug að setja upp í Evrópu og ógnuðu fólki í austri og vestri, heyra nú sögunni til. Þeir múrar sem margir töldu ókleifa eru hrundir, óvinamynd- ir gufaðar upp og herir stór- veldanna eru nú sem óðast að tygja sig til heimferðar frá ríkjum Evrópu. Kalda stríðinu er nú loksins lokið. En við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir að friðvænleg- ar horfi nú í okkar heimshluta eru enn háð stríð víðs vegar í heiminum. Hættan á styijöld í Mið-Austurlöndum, hefur sennilega aldrei verið meiri. Við Persaflóa eru nú mörg hundruð þúsund hermenn í viðbragðs- stöðu. Vígbúnaður er gífurleg- ur og allt bendir til að stríð geti hafist þar innan nokkurra vikna. Ef til styrjaldar kemur verða afleiðingarnar skelfileg- ar. íraski herinn hefur þegar hótað að beita efnavopnum og hætta er á að kjarnorkuvopn verði notuð í fyrsta skipti síðan sprengjurnar féllu á Hírósíma og Nagasakí. Vopnuð átök geta ekki leyst þann vanda sem skapast hefur vegna innrásar írakshers í Kúvæt en munu hafa í för með sér enn meiri þjáningar fólksins sem býr á þessu svæði. Það verður þvi að leita allra leiða til sátta. Deilu- aðilar verða að kalla heri sína heim og hefja þegar samninga- viðræður. Takmarki friðarhreyfínga um kjarnorkuvopnalausan og friðsaman heim hefur enn ekki verið náð. Fyrstu skrefin eru að baki og í dag göngum við friðargöngu og tendrum friðar- ljós í þeirri von að sá dagur megi koma að þjóðir heims læri að leysa ágreiningsmál sín án vopnaðrar íhlutunar. Gleðileg jól. Friðarhópur fóstra, Friðar- hópur listamanna, Friðar- hreyfing íslenskra kvenna, Friðarömmur, Friðar- og mannréttindahópur BSRB, Menningar- og friðarsam- tök íslenskra kvenna, Sam- tök herstöðvaandstæðinga, Samtök lækna gegn kjarn- orkuvá, Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá, Saintök um kjarn- orkuvopnalaust ísland. Bústaðakirkja Helgihald í Bústaða- kirkju um jól og áramót Að vanda verður fjölbreytt tónlist samfara helgihaldi í Bústaðakirkju umjól og áramót. Á Þorláksmessu verður barna- messa klukkan 11.00. Barnakór Breiðagerðisskóla mun koma í heimsókn. Stjómandi hans er Þor- valdur Bjömsson. Á aðfangadag verður aftansöng- ur klukkan 18.00. Frá klukkan 17.15 verður tónlist í kirkjunni. Einsöngvarar verða Ingveldur Olafsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Stefanía Valgeirsdóttir, Eiríkur Hreinn Helgason og Viktor A. Guð- laugsson. Einleikari á trompet verð- ur Lárus Sveinsson. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta klukkan 14.00. Á undan verður tónlist. Einsöngvarar verða Ingibjörg Marteinsdóttir og Ing- veldur Hjaltested. Einleik á trompet leikur Eiríkur Pálsson. Skírnarguðsþjónusta verður klukkan 15.30. Á annan dag jóla verður fjöl- skylduguðsþjónusta klukkan 14.00. Hátíðarhljómsveit, barnakór og bjöllukór. Einsöngvari Erna Guð- mundsdóttir. Skírnarguðsþjónusta klukkan 15.30. Föstudaginn 28. desember verð- ur jólatrésfagnaður barnanna í - safnaðarheimilinu klukkan 14.00. Sunnudaginn 30. desember verð- ur helgistund með orgelleik kl. 14.00. Á gamlársdag verður aftansöng- ur ki. 18.00. Blásarasveit leikur og einsöngvari verður Guðrún Jóns- dóttir. Á nýársdag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 14.00. Ræðumaður verður frú Elín Guðjónsdóttir. Ein- söngvari Eiríkur Hreinn Helgason. Þann 6. janúar, sem er þrettánd- inn, verður barnamessa klukkan 11.00 og guðsþjónusta klukkan 14.00. Organisti og söngstjóri er Guðni Þ. Guðmundsson. Stjórnandi barna- kórs Erna Guðmundsdóttir. Bústaðakirkja hefur alla tíð verið fjölsótt og ekki hvað síst á helgri hátíð. Von mín er að svo megi enn vera. Með þessum línum fylgja ein- lægar jóla- og nýárskveðjur. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur. steltan oF denmark KAFFIKÖNNUR FONTUPOTTAR BAKKAR AHÖLD o.m.fl. SKOVERSLUN KÓPAVOGS IsAmoY iVIDEO: Hvar sérðu það betra? VRD4890 kr. 117.873,- stgr. í> o • Super VHS myndbandstæki • Mynd í mynd (PIP) • Fjögurra hausa • Tveir hraðar á mynd og hljóð • HiFi Stereo • Nicam • Stafrænt (Digital) o.fl. og hægspilun • Hleður sig á einni sekúndu • Audio-video • SCART-tengi o.fl. VHR 7350 kr. 48.690,- stgr. • Tveir hraðar á hljóði og mynd • Fjögurra hausa • SCART-tengi • Hleðursig áeinni sek- úndu VHR7100 kr. 37.980,- stgr. • Hraðstart, hleður sig á einni sekúndu • SCART-tengi • Leitar að eyðu á spólu • Mynd frá sjónvarpi meðan horft er á myndbandstæki • Hraðstart • Fjölrása fjarstýring með upptöku- minni • Myndleitun í báðaráttir • Truflunarlaus kyrrmynd Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.