Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 51
IQ )DHOM MORGUNBLAÐIÐ PIMMTUÐAGUR 20. ÐESEMBER 1990 51 Ajólum Blaðinu hefur borist eftir- farandi ávarp: Jólin eru í hugum okkar flestra hátíð friðar og kyrrðar. Um þessi jól geta friðarsinnar um allan heim fagnað mikil- vægum áföngum í afvopnunar- málum. Kjarnorkuvopnin, sem stórveldin ákváðu fyrir aðeins áratug að setja upp í Evrópu og ógnuðu fólki í austri og vestri, heyra nú sögunni til. Þeir múrar sem margir töldu ókleifa eru hrundir, óvinamynd- ir gufaðar upp og herir stór- veldanna eru nú sem óðast að tygja sig til heimferðar frá ríkjum Evrópu. Kalda stríðinu er nú loksins lokið. En við megum ekki gleyma því að þrátt fyrir að friðvænleg- ar horfi nú í okkar heimshluta eru enn háð stríð víðs vegar í heiminum. Hættan á styijöld í Mið-Austurlöndum, hefur sennilega aldrei verið meiri. Við Persaflóa eru nú mörg hundruð þúsund hermenn í viðbragðs- stöðu. Vígbúnaður er gífurleg- ur og allt bendir til að stríð geti hafist þar innan nokkurra vikna. Ef til styrjaldar kemur verða afleiðingarnar skelfileg- ar. íraski herinn hefur þegar hótað að beita efnavopnum og hætta er á að kjarnorkuvopn verði notuð í fyrsta skipti síðan sprengjurnar féllu á Hírósíma og Nagasakí. Vopnuð átök geta ekki leyst þann vanda sem skapast hefur vegna innrásar írakshers í Kúvæt en munu hafa í för með sér enn meiri þjáningar fólksins sem býr á þessu svæði. Það verður þvi að leita allra leiða til sátta. Deilu- aðilar verða að kalla heri sína heim og hefja þegar samninga- viðræður. Takmarki friðarhreyfínga um kjarnorkuvopnalausan og friðsaman heim hefur enn ekki verið náð. Fyrstu skrefin eru að baki og í dag göngum við friðargöngu og tendrum friðar- ljós í þeirri von að sá dagur megi koma að þjóðir heims læri að leysa ágreiningsmál sín án vopnaðrar íhlutunar. Gleðileg jól. Friðarhópur fóstra, Friðar- hópur listamanna, Friðar- hreyfing íslenskra kvenna, Friðarömmur, Friðar- og mannréttindahópur BSRB, Menningar- og friðarsam- tök íslenskra kvenna, Sam- tök herstöðvaandstæðinga, Samtök lækna gegn kjarn- orkuvá, Samtök íslenskra eðlisfræðinga gegn kjarn- orkuvá, Saintök um kjarn- orkuvopnalaust ísland. Bústaðakirkja Helgihald í Bústaða- kirkju um jól og áramót Að vanda verður fjölbreytt tónlist samfara helgihaldi í Bústaðakirkju umjól og áramót. Á Þorláksmessu verður barna- messa klukkan 11.00. Barnakór Breiðagerðisskóla mun koma í heimsókn. Stjómandi hans er Þor- valdur Bjömsson. Á aðfangadag verður aftansöng- ur klukkan 18.00. Frá klukkan 17.15 verður tónlist í kirkjunni. Einsöngvarar verða Ingveldur Olafsdóttir, Kristín Sigtryggsdóttir, Stefanía Valgeirsdóttir, Eiríkur Hreinn Helgason og Viktor A. Guð- laugsson. Einleikari á trompet verð- ur Lárus Sveinsson. Á jóladag verður hátíðarguðs- þjónusta klukkan 14.00. Á undan verður tónlist. Einsöngvarar verða Ingibjörg Marteinsdóttir og Ing- veldur Hjaltested. Einleik á trompet leikur Eiríkur Pálsson. Skírnarguðsþjónusta verður klukkan 15.30. Á annan dag jóla verður fjöl- skylduguðsþjónusta klukkan 14.00. Hátíðarhljómsveit, barnakór og bjöllukór. Einsöngvari Erna Guð- mundsdóttir. Skírnarguðsþjónusta klukkan 15.30. Föstudaginn 28. desember verð- ur jólatrésfagnaður barnanna í - safnaðarheimilinu klukkan 14.00. Sunnudaginn 30. desember verð- ur helgistund með orgelleik kl. 14.00. Á gamlársdag verður aftansöng- ur ki. 18.00. Blásarasveit leikur og einsöngvari verður Guðrún Jóns- dóttir. Á nýársdag verður hátíðarguðs- þjónusta kl. 14.00. Ræðumaður verður frú Elín Guðjónsdóttir. Ein- söngvari Eiríkur Hreinn Helgason. Þann 6. janúar, sem er þrettánd- inn, verður barnamessa klukkan 11.00 og guðsþjónusta klukkan 14.00. Organisti og söngstjóri er Guðni Þ. Guðmundsson. Stjórnandi barna- kórs Erna Guðmundsdóttir. Bústaðakirkja hefur alla tíð verið fjölsótt og ekki hvað síst á helgri hátíð. Von mín er að svo megi enn vera. Með þessum línum fylgja ein- lægar jóla- og nýárskveðjur. Pálmi Matthíasson, sóknarprestur. steltan oF denmark KAFFIKÖNNUR FONTUPOTTAR BAKKAR AHÖLD o.m.fl. SKOVERSLUN KÓPAVOGS IsAmoY iVIDEO: Hvar sérðu það betra? VRD4890 kr. 117.873,- stgr. í> o • Super VHS myndbandstæki • Mynd í mynd (PIP) • Fjögurra hausa • Tveir hraðar á mynd og hljóð • HiFi Stereo • Nicam • Stafrænt (Digital) o.fl. og hægspilun • Hleður sig á einni sekúndu • Audio-video • SCART-tengi o.fl. VHR 7350 kr. 48.690,- stgr. • Tveir hraðar á hljóði og mynd • Fjögurra hausa • SCART-tengi • Hleðursig áeinni sek- úndu VHR7100 kr. 37.980,- stgr. • Hraðstart, hleður sig á einni sekúndu • SCART-tengi • Leitar að eyðu á spólu • Mynd frá sjónvarpi meðan horft er á myndbandstæki • Hraðstart • Fjölrása fjarstýring með upptöku- minni • Myndleitun í báðaráttir • Truflunarlaus kyrrmynd Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.