Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 54

Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 NEYTENDAMAL Jólatré á jólum Uppruni - saga - varðveisla Margir hafa velt fyrir sér upphafi jólatrésins, sem með birtu og skrauti eykur okkur gleði á jólum. Hugmyndin er talin ævaforn. Sagan segir að 1000 árum fyrir fæðingu Krists hafi sigræn tré og ilmjurtir verið notuð við trúarathafnir og hátíðleg tækifæri í Mið- Austurlöndum og í Asíu. í Norður-Evrópu var jólalurkur þekktur meðal germanskra þjóða og notaður við hátíðarhöld tengd vetrarsólhvörfum. Lurkur, sem oft var stofn af tré, var sérstak- lega valinn og þurrkaður yfir sumarið og tekinn í hús á að- fangadagskvöld. Kveikt var í hon- um með leifum lurks frá fyrra ári, sem varðveittur hafði verið í þeim tilgangi. Það er talinn vera kristinn sið- ur að skreyta heimilin með greni- greinum á jólum. Þar sem grenið er grænt árið um kring, varð það í augum þeirra sem bjuggu á norðurslóðum, tákn eilífs lífs og var það nánast tilbeðið sem slíkt. Sá síður að skreyta jólatré með ljósum og skrauti er talið eiga upphaf sitt í þýsku leikriti sem leikið var á miðöldum. í leikritinu var tréð, „Paradeisbaum" eða Paradísar-tréð, látið tákna ald- ingarðinn Eden. Eftir að leikritið hafði verið bannað, var tréð notað til að skreyta heimilin og þróaðist sá siður smátt og smátt að skreyta tréð með kökum og síðar með kertaljósum. Það var þó ekki fyrr en á 18. öld að þessi siður berst til Norður- landa og þá frá Rínarlöndum. Hér á landi verður hann ekki al- gengur fyrr en á seinni hluta þessarar aldar, eða eftir að greni- tré fóru að standa almenningi til boða. Til gamans má geta þess, að ekki eru margir áratugir síðan tilbúin jólatré skreyttu flest heim- ili landsins á jólum. Uppistaðan var tréstöng notuð sem stofn sem festur var á kubb eða fót. A stofn- inn voru festar hreyfanlegar greinar vafðar kögurklipptum grænum kreppappír. Síðan voru þessar greinar skreyttar og oft með heimatilbúnu skrauti. Krosstijám muna margir eftir og einnig heimatilbúnum jólatijám með greinum sem vafin voru með nýju lyngi ár hvert. Siðir og hefð- ir hvers lands hafa, á þessu svið- um sem öðrum, mótast af aðstæð- um og þeim efniviði sem til stað- ar hefur verið á hveijum tfma. Nú eru jólatrén venjulega keypt viku eða nokkrum dögum fyrir jól. Tré, sem hér eru á mark- aði, eru annað hvort innlend framleiðsla eða innflutt frá Dan- mörku. Mörg þeirra eru oft felld nokkrum vikum áður en þau eru seld, nauðsynlegt er því að vanda vel val tijánna, eigi þau að halda ferskleika sínum fram yfír hát- íðarnar. Hér fylgja nokkur handhæg ráð við kaup og meðferð jólatijáa: 1. Ferskleika trésins má kanna með því að stijúka hendi undir stofninn, ef finna má fyrir raka þá er tréð ennþá ferskt. 2. Beygja má nálarnar, ef þær rétta úr sér þá er tréð ferskt. 3. Leiki vafi á ferskleikanum, er ráð að láta tréð falla niður á stofninn, ef nálar detta af, er ekki ráðlegt að kaupa tréð. Þegar komið er heim með tréð, skal saga um 2 cm af stofninum. Tréð er síðan látið standa á svöl- um eða köldum stað í fötu með vatni í tvo til þijá daga, svo tréð nái að draga til sín vökva. Gott ráð þykir einnig að setja góðan skammt af sýrópi eða sykri í vat- nið. Undir tréð skal velja góðan fót sem getur innihaldið nægjanlega mikið vatn til að viðhalda fersk- leika trésins. Tréð getur tekið til sín sem svarar 'A lítra af vatni á dag, fer það eftir stærð trésins, tegund og hitastigi í herbergi. Jóiatré getur fuðrað upp á ör- skammri stundu, verði það fyrir eldneista, það er því nauðsynlegt að gæta þess vel að jólatréð sé staðsett fjarri hitunartækjum, arni eða svæðum sem mikið er gengið um. Við njótum, á sama hátt og aðrir Vesturlandabúar, ánægju af grænum ilmandi jólatijám á jólum. Hinn varanlegi græni litur táknar, nú sem fyrr, hið eilífa, og tendruð ljósin lýsa upp dimma daga um vetrarsólhvörf og boða okkur, sem búum við hin nyrstu höf, lengri daga, birtu og yl. M. Þorv. ELDVARNIR Á JÓLUM Gætið varkárni í umgengni við rafmagn Kannið merkingar á lömpum Gefíð gaum að merkingum á lömpum og farið eftir þeim. Max 60 W þýðir að í þessum lampa má ljósaperan ekki vera stærri en 60 wött. Annars hitnar lamp- inn of mikið. Gæta skal þess að peran sé af réttri gerð fyrir lam- pann og að lampar, ekki síst kastarar, séu í nógu mikilli fjar- lægð frá brennanlegúm efnum. festa vandlega. Skipta skal strax um bilaðar eða brotnar perur og skal samstæðan tekin úr sam- bandi á meðan. Gengið skal þannig frá framlengingarsnúrum að samskeytin séu vatnsþétt ef þau eru utanhúss. Lágspenntar ljósasamstæður þurfa líka að- gæslu. Gætið þess að nota ekki aðra spenna en þá sem fylgja samstæðunum, og að tengja ekki fleiri samstæður við sama spenni en ætlast er til af framleiðanda. Aðgæsla - varúð Slökkvið á ljósasamstæðum og öðrum skrautljósum á nóttunni, og einnig ef íbúðin er skilin eftir mannlaus. Sama gildir um sjón- varp og önnur rafeindatæki. (Samkv. upplýsingum frá Rafmagnseftirliti ríkisins.) Verndið börnin, lágspenntir lampar geta vaídið íkveikju Gætið þess vel að ung börn leiki sér ekki með lampa eða önnur raftæki sem tengd eru hærri spennu en 24 voltum. Lág- spenntir lampar, sem nú eru al- gengir, eru einnig varasamir vegna þess að þeir gefa frá sér Skata á Þorláksmessu Á fjölmennu þingi, sem hald- ið var hér í borg fyrir skömmu, sagði einn spekingurinn að íslensk menning væri ekki til. Rökin voru þau, að allir hlutirn- ir í fundarsalnum væru erlend- ir nema stólarnir sem setið var á! Þessi fullyrðing var, fyrir einlægan þjóðernissinna, einum of stór biti að kyngja, því vissu- lega er islensk menning til, og er hún bæði fjölbreytt og merkileg. Hluti af okkar menningu, sem fella má undir þjóðmenningu, er þjóðleg matargerð. Hún byggir á mjög sterkum hefðum sem fólkið í landinu viðheldur og hlúir að sérstaklega í kringum hátíðir eins og jólin. Hvar annars staðar en á íslandi tíðkast almenn sláturgerð að hausti og súrmeti á Þorra. Nauðsynlegur þáttur jólahalds er að hafa íslenskan mat á borðum eins og hangikjöt og laufabrauð og skötu, kæsta og/eða saltaða á Þorláksmessu. Skatan, sem kæst er og þurrk- uð fyrir vestan, er söltuð fyrir sunnan. Hún er borðuð stöppuð með bræddum hnoðuðum mör fyrir vestan, en soðin í stykkjum og borðuð með hamsatólg fyrir sunnan. Þeir sem vanist hafa þessum eðalfíski, telja hann óað- skiljanlega hluta jólaundirbún- ingsins. Hin sérstæða lykt, sem fylgir suðu á skötu, hverfur fyrir ilmi frá suðu jólahangikjötsins. Fisksalar hafa verið að draga að sér skötu síðan í haust. Sköt- una hefur verið erfíðara að fá nú en áður, var okkur sagt, síðan farið var að selja hana ferska til Frakklands. Erfítt hefur verið að draga saman upplýsingar um það magn sem landsmenn innbyrða af skötu fyrir jólin, en það mun ,skipta tonnum. Um síðustu helgi hófu físksalar undirbúning sölu Þorláksmessu- skötunnar með því að leggja ákveðið magn skötubarða í bleyti. Saltaða skötu þarf að útvatna svo hún verði hæfilega sölt fyrir smekk neytenda. Nú er salan á skötunni þegar hafín, mörg mötu- neyti, stofnanir og sjúkrahús. munu bjóða upp á skötu seinni hluta vikunnar, á undan jólamatn- um. A heimilum fer skatan í pott- inn á Þorláksmessu og þjóðlegar hefðir verða í hávegum hafðar. Þjóðlegar hefðir í siðum og venj- um fólks um hátíðir eru vissulega hluti af íslenskri menningu. Gleðileg jól. M. Þorv. mikinn hita og geta auðveldlega kveikt í, ef þeir eru of nálægt brennanlegu efni. Notið öruggar ljósasamstæður Gamlar Ijósasamstæður (ser- íur) geta verið hættulegar, ef þær eru farnar að bila. Öruggast er að kaupa samstæður sem hafa fengið gildingu hjá Rafmagnseft- irliti ríkisins. Þeim eiga að fylgja leiðbeiningar á íslensku. Bilaðar perur geta valdið íkveikju Skipta skal strax um bilaðar perur. Inniljósasamstæður eru yfírleitt tengdar 220 volta spennu. Logað getur á samstæð- unni þó að ein eða fleiri perur bili. En við það hækkar spennan á hinum perunum sem hefur í för • með sér hitamyndun, sem ýmist sprengir perur eða bræðir peru- stæði, og getur á þann hátt vald- ið íkveikju. 220 volta útiljósasamstæður eru vandmeðfarnar Útiljósasamstæður verður að

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.