Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 67 tií auðugra hfo Sanaya Roman Bók Emina Inngangur' Ramt>»w P„ Roóegu' og judith Sunion tc iYKILL AÐ pERSÓNULEGUM srnuíOG andlegum woska Hv seiritan al lattskk sóbsettan Förum nú hína leiðina Til Velvakanda. Fyrir allmörgum árum marseraði hópur hugsjónamanna niður Lauga- veginn undir blaktandi fánum hins blóðrauða hers og kyijaði baráttu- söng af miklum eldmóði. Úr þeim söng man ég bara niðurlagið sem var: „Lifi Lenín og hinn rauði her,“ og var það margendurtekið og söngur fullhuganna glumdi um mið- bæinn. Svo fór hópurinn niður á plan gegnt Eimskipafélagshúsinu. Ræðumaður sté í pontu og steytti hnefa og formælti „helvítis auðvald- inii“, og boðskapur vorboðans var: Fullar vísitölubætur á öll laun. MikidVatn hefur runnið til sjávar síðan þessi boðskapur var fluttur, og fulltrúar verkalýðsins trúðu boð- skapnum og börðust fyrir honum. En afleiðing hans hefur orðið skelfi- leg fyrir láglaunafólkið, það fólk sem boðskapurinn átti að vernda. Fullar vísitölubætur á öll laun virka þannig að kjör láglaunafólks rýrna en kjör hinna hálaunuðu batna. Séu vísitölubætur reiknaðar 10 prósent Látið úti- ljósin loga Blaðburðarfólk fer þess á leit við áskrifendur að þeir láti útljósin loga á morgnana núna í skammdeginu. Sérstaklega er þetta brýnt þar sem götulýsingar nýtur lítið eða ekki við tröppur og útidyr. fær sá, sem hefur 60 þúsund krón- ur í mánaðarlaun 6 þúsund krónur í launabætur, en sá sem hefur t.d. 300 þúsund krónur í mánaðarlaun fær 30 þúsund krónur í launabæt- ur. Svo kemur verðbólgan og tekur þessar 6 þúsund krónur og meira til af iáglaunamanninum en há- launamaðurinn hefur dtjúgan skild- ing sem raunverulegar launabætur. Þegar þessi þróun hefur gengið í tugi ára, verður láglaunamaðurinn að vinnuþræli. Launin duga ekki lengur fyrir lífsnauðsynjum, þó að hann vinni mikla yfirvinnu. Þurfi hann að taka lán, svokölluð láns- kjaralán með vísitölu út á eignir sem hann á, þá eru lánskjaralánin svo snilldarlega útspekúleruð að skuldin vex í hvert sinn sem borgað er af láninu uns ekki verður við neitt ráðið og iántakandinn missir sína eign í lánskjarahítina. En fjármagn- seigandinn hrósar happi. Þennan vísitölu- og prósentafaraldur kalla ég djöflaveisluna. Til þess að bæta kjör láglauna- fólks ætti að fara „hina leiðina“ eins og Eysteinn Jónsson hafði á orði fyrir allmörgum árum, — setja verðbólguna á núll, lækka vöruverð um t.d. 15 prósent, lækka laun hátekjufólks um 15 prósent en lág- tekjufólks um 5-10 prósent í fyrstu lotu. Þennan hátt ætti að hafa á uns íslenska krónan yrði jöfn að verðgildi þeirri dönsku, og kjör á íslandi lík því sem er á hinum Norð- urlöndunum. Fyrir svo sem þremur árum áttu laun að hækka um 7 prósent sam- HEILRÆÐI Kertaljósin gefa þessum árstíma ávallt hátíðlegan blæ. En kertunum þarf að sinna af gætni og umgangast þau með varúð. Þau þurfa að vera vel fest í öruggum kertastjökum og ein er sú regla, sem aldrei má gleymast. Að slökkva á kertum áður en gengið er til náða, farið úr herbergjum eða hús yfirgefin. Oft er mikið um eldfimt skraut í nánd við kert- in og þvi miður hefur alltof oft lítið og fallegt kertaljós orðið að stóru, eyðandi báli vegna aðgæslu- og hugsunarleysis. Njótum jólanna með slysalausum dögum. kvæmt einhverri vísitölu. Mig minnir að Víglundur Þorsteinsson hafi þá stungið upp á því fyrir hönd atvinnurekenda að laun skyldu hækka um 1,5 prósent fyrir alla en að öðru leyti um jafna krónutölu á öll laun. Þetta var viturleg tillaga eins og á stóð, en var hafnað. Boðskapurinn: „Lifi Lenín og hinn rauði her“ og fullar vísitölur á öll laun hefur reynst banvænt eitur í röðum vinnandi fólks með lágar tekjur. Nú er Lenín dauður og rauði herinn ráðvilltur og söngur boðberanna þagnaður — nema hvað Davíð Oddsson, sá stórmerki mað- ur, lætur spila Nallann við hátíðleg tækifæri, ASÍ biður um aðstoð við að lumbra á ríkisstjórninni og BHMR tekur skólanemendur sem nokkurs konar gísla eða skjöld í kjarabaráttu sinni og hótar að gera ríkisstjórninni allt til miska, en Olafur Ragnar Grímsson stendur einbeittur með höfðingssvip og reynir að hamla gegn framrás djöflaveislunnar. Mál er nú að snúa við og fara „hina leiðina" til að bæta kjör vinn- andi fólks og efla atvinnulífið í landinu með skynsamlegri löggjöf. Oskar Jensen Sóf asett 3+1 +1 +2 litlir í áklæói. Allt þetta kr. 161.000,- stgr. EURO og VISA greiðslukjör Armúla 8, símar: 8-22-75 og 68-53-75 LIKLEGASTA LÆRIÐ! ' JumiÆSSKA LETTRliYKTA _ RA UMLSSLÆm j m HOFN hf. Hvaða skepna er „rauðvín“? Til Velvakanda. Við erum hér nokkrir starfsfélag- ar sem höfum verið að velta því fyrir okkur að undanförnu hvers konar skepna „rauðvín" sé. A.m.k. virðist vera hægt að fá læri af því . og það meira að segja léttreykt. Starfsfélagar Barnakuldaskór Hlýir og mjúkir kuldaskór með ekta gæru og stömum sóla. Stærðir frá 20-27 Litir: Hvítur og dökkblár. Verð kr. 1.985 smáskór sérverslun nneð barnaskó, Skólavörðustíg 6b, sími 622812. BÆKUR I ANDA NYALÐAR Miblabar rableggingar fra Ijosverum ab handan. B*KUr sem glebja og hjálpa- Þær eru innbundnar og kosta kr. 2.490,- BOK EMMANUELS (Emmanuels Books) Rituö af Pat Rodegast LIFÐU I GLEÐI (Living with joy) Rituö af Sanaya Roman Fást í öllum helstu bókaverslunum NÝALDARBÆKUR Bolholti 6, símar 689278 og 689268.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.