Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 Tvö skip Eimskipafélagsins hafa misst gáma í aftakaveðri: Augnablikið sem heil eilífð — segir Jón Guðnason skipstjóri á Reykjafossi LAXFOSS, skip Eimskipafélags- ins, missti þrjá gáma útbyrðis við Færeyjar á fimmtudag og er það í annað sinn á tæpri viku sem skip Eimskipafélagsins missa gáma útbyrðis í aftakaveðri. Jón Guðnason, skipstjóri á Reyiga- fossi, sem fékk á sig mikinn brotsjó aðfaranótt laugardagsins 22. desember, segir að veðurofs- inn hafi verið um 10-11 vindstig og brotsjór hafi lagt skipið á hlið- ina. „Það er erfitt að gera sér grein fyrir hversu lengi skipið hallaðist. Við svona kringum- stæður finnst manni augnablikið sem heil eilífð. Skipveijar voru þó ekki í hættu," segir hann. Jón sagði að Reykjafoss hefði verið staddur um 600 mílur suð- vestur af landinu þegar sjórinn reið yfir en við það fóru sjö gámar út- byrðis. „Það var vissulega vont veð- ur en þetta var þó bara ein af mörgum brælum sem hægt er að lenda í. Það voru 10-11 vindstig og samsvarandi sjór. Það amaði þó ekkert að mannskapnum um borð,“ sagði hann. Áætlað verðmæti vamings í gámunum sjö sem fóm útbyrðis af Reykjafossi er um 25 milljónir kr. Eigendur varningsins fá hann væntanlega bættan hjá trygginga- félögum en ekki er ljóst hvort Eim- skip hf. þarf að bera einhvem skaða vegna þessa máls. Aftakaveður gekk yfír við Fær- eyjar þegar Laxfoss missti þijá 40 feta gáma í hafíð en skipið var á leið frá íslandi til Bretlands og Evrópu. í einum gáminum var físk- ur en í hinum tveimur var almenn vara til Bretlands. „Þetta verður að teljast mjög óvanalegt því þetta hefur líklega ekki komið fyrir oftar en tvisvar til þrisvar áður á síðustu sex árum,“ sagði Hjörleifur Jakobs- son, forstöðumaður áætlanadeildar Eimskips. Hann taldi ekki að skip- veijar hefðu verið í hættu en þeir reyndu að festa gámana betur eftir að ólagið hafði gengið yfir skipið. Af gámunum sjö sem féllu út- byrðis af Reykjafossi vom þrír físk- gámar, sem lestaðir vom á Ný- fundnalandi og ráðgert var að flytja’ til Evrópu, og fjórir gámar með vörar til íslands, þar af einn með almennri vöm, annar með búslóð en í hinum tveimur vom fímm not- aðir bílar. „Af fyrri reynslu má ætla að verðmæti þessa vamings sé um 25 milljónir kr.,“ sagði Hjörleifur Jak- obsson forstöðumaður áætlana- flutninga Eimskipa. Hann sagði að venjan í svona málum væri sú að tjónþoli leiti til síns tiyggingafélags og fái vömna bætta. Hann sagði að í þessu tilfelli hafí allir verið með sínar vömr tryggðar. Hins vegar lægi ekki enn fyrir hver væri ábyrg- ur fyrir þessu tjóni. Mikil örtröð á hlutabréfamarkaði: Morgunblaðið/Þorkell Mikil örtröð var hjá verðbréfafyrirtækjum í gær eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var í Verðbréfamarkaði íslandsbanka. Á annað þúsund manns keyptu hlutabréf í gær HATT á annað þúsund manns keyptu hlutabréf í gær hjá verð- bréfafyrirtækjunum og þurfti fólk að standa í biðröðum langtimum saman eftir að hljóta afgreiðslu. Flestir keyptu hluta- bréf í hlutabréfasjóðum en hluta- bréf nokkurra almenningshluta- félaga voru einnig á boðstólum. Hlutabréfasjóðimir hafa í sumum tilvikum gert ráðstafanir til að tryggja sér hlutabréf en aðrir munu geyma það fjármagn sem streymt hefur inn í þá að undan- förau í skammtímaverðbréfum þar til arðbær hlutabréf fást. Verðbréfafyrirtækin ,munu hafa opið í dag og fyrir hádegi á gaml- ársdag. Hjá Verðbréfamarkaði íslands- Kvóti á saltfiski til Evrópubandalagsins: Lítil breyting frá fyrra ári „ÞAÐ er auðvitað ánægjulegt að það skuli vera samþykktur kvóti, en þetta er lítil breyting frá þeim kvóta sem gilti fyrir árið 1989,“ sagði Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðendá (SÍF) um samþykkt sjávarútvegsráð- herra Evrópubandalagsins um kvóta á innflutning á saltfiski og söltuðum flökum. Sjávarútvegsráðherrar EB náðu á fímmtudag fyrir jól samkomulagi um að heimila innflutning á 55 þúsund tonnum af saltfíski á 7% tolli og 1.200 tonnum af söltuðum flökum með 11% tolli. „Það sem skiptir máli fyrir okkur í þessu sambandi er tollurinn á blautverkaða saltfiskinum, þorsk- flökunum og ufsaflökunum. Þetta er óbreytt að öllu leyti nema hvað magnið á blautverkaða fískinum eykst um tvö þúsund tonn. Þetta er auðvitað kostur fyrir okkur því annars þyrftum við að greiða 13% toll.. Ástand vinnukran- ans í Tý rannsakað SJÓPRÓF vegna banaslyssins um borð í varðskipinu Tý sl. fimmtudag hófust í gær og verður framhaldið í dag. Ekk- ert hefur komið fram við rannsókn slyssins sem varpað getur ljósi á orsakir þess, að sögn Jóns Magnússonar, lög- manns Landhelgisgæslunnar. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Umboðsmaður fram- leiðenda vinnukranans sem skipverjinn varð undir er væntanlegur hingað til lands eftir helgi. Rannsóknarlögregla ríkisins óskaði eftir sérfræðilegu áliti Vinnueftirlits ríkisins á ástandi vinnukranans og að sögn Eyjólfs Sæmundssonar forstjóra Vinnu- eftirlitsins gengur sá þáttur rannsóknarinnar vel. Eyjólfur sagði að eftir helgi væri umboðs- maður framleiðenda vinnukran- ans væntanlegur til landsins og þá yrði farið yfir niðurstöður rannsóknarinnar með honum. Þá kæmi einnig í ljós hvort nauð- synlegt væri talið að gera breyt- Sigurður Bergmann ingar á öllum samsvarandi krör.- um í íslenska skipaflotanum. Skipverinn sem lést í slysinu hét Sigurður Bergmann. Hann var 47 ára og lætur eftir sig aldraða foreldra og dóttur á tvítugsaldri. Þessi samþykkt tekur ekki gildi fyrr en 1. apríl og það er galli fyr- ir okkur. Árið byijar með 25 þús- und tonna tollfijálsum kvóta, sem við keppum um við Kanadamenn og Norðmenn, og þess vegna er það mikils um vert fyrir okkur að fram- leiða eins mikið og hægt er á fyrstu vikunum," sagði Magnús. Magnús sagði að töluverður sam- dráttur hafí orðið á heildarfram- leiðslunni á þessu ári, en verðmætið væri heldur meira, bæði í dollurum talið og íslenskum krónum. „Útlitið er tiltölulega gott, en það er einn galli á gjöf Njarðar. Páskamir em mjög snemma á næsta ári og sá fískur sem við framleiðum á næstu vikum verður líklega uppurinn á erlendum mörkuðum fyrir pásk- ana,“ sagði Magnús. banka keyptu yfír 650 manns hluta- bréf í gær fyrir um 80-100 milljón- ir. Þurfti fólk að bíða í biðröðum sem náðu út á götu á aðra klukkustund en fjölmargir keyptu einnig gegnum síma. Að sögn Svanbjöms Thorodds- en, deildarstjóra hjá VÍB, vom til hlutabréf í Eimskip, Flugleiðum, Ármannsfelli og Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans. Langmest sala var hins vegar í bréfum hlutabréfa- sjóða. Vegna mikilla kaupa á hluta- bréfum í hlutabréfasjóðum streymir mikið fjármagn inn í þá á stuttum tíma. Svanbjörn Thoroddsen segir að þegar hafí verið gerðar ráðstafan- ir til að tryggja Hlutabréfasjóði VÍB hlutabréf auk þess sem sjóðurinn muni geta keypt þau bréf sem komi til innlausnar eftir áramótin. Síðdegis í gær höfðu 300-400 manns keypt hlutabréf fyrir um 50-60 milljónir króna hjá Landsbréf- um, að sögn Sigurbjöms Gunnars- sonar, deildarstjóra. Salan var mest í íslenska hlutabréfasjóðnum sem er í vörslu Landsbréfa en einnig seldust bréf í Flugleiðum og Olís. Hjá Fjárfestingarfélaginu vom til sölu hlutabréf í Olíufélaginu hf., Hlutabréfasjóðnum, Almenna hluta- bréfasjóðnum hf. Útgerðarfélagi Akureyringa, Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans og Ármannsfelli. Þar keyptu hátt í 500 manns hluta- bréf í gær og var heildarsalan á bil- inu 50-60 milljónir. „Salan hefur verið ótrúlega mikil og jafnvel meiri en í fyrra," sagði Agnar Jón Ágústs- son, hagfræðingur hjá Fjárfesting- arfélaginu. Hann sagði að mest hefði verið selt af bréfum í Almenna hluta- bréfasjóðnum. Því fé sem kæmi inn í sjóðinn yrði ráðstafað í skammtímabréf þar til góð hlutabréf fengjust. Um 300-400 manns keyptu hluta- bréf í gær fyrir um 60-70 milljónir- hjá Kaupþingi. Þar var sömuleiðis mikil ös en sparisjóðir og útibú Bún- aðarbankans höfðu einnig hlutabréf til sölu. Það sem af er þessu ári hefur hlutabréfavísitala HMARKS hækk- að um 78%., Vísitalan var lækkuð lítillega í desember vegna tæknilegra leiðréttinga. Ikveikja af völd- um flugelds SLÖKKVILIÐ Reykjavíkur var kl. 20.30 í gærkvöldi tilkynnt um eld á svölum fjölbýlishúss við Ártún 8 í Kópavogi. Kviknað hafði í rusli í pappakassa og hafði íbúð- areigendum tekist að slökkva eld- inn að mestu þegar slökkviliðið kom á staðinn. Talsvert bál var á svölunum og mátti ekki miklu muna að eldurinn læsti sig í íbúðina því rúður spmngu undan eldinum. Lögreglan telur að flugeldur hafí kveikt í kassanum en nokkrir krakkar höfðu verið að skjóta upp flugeldum við húsið skömmu áður. Bankaráð Landsbanka íslands: Halldór Guðbjama- son ráðinn bankastjóri BANKARÁÐ Landsbanka íslands flokks borgarar. Þrátt fyrir að lögin samþykkti á fundi sínum í gær að ráða Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðing, i stöðu banka- stjóra frá 1. janúar 1991 í stað Vals heitins Araþórssonar. Halld- ór kveðst vera mjög ánægður með ráðninguna. „Baráttan var hörð en ég trúði að ég hefði það að lokum," segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. Ég hef unnið að bankamálum í 16 ár á ýmsum sviðum. Þetta hefur orðið mitt lífsstarf og ég kann best við mig í bankastörfum," sagði hann. Halldór sagði að sýknudómurinn í Útvegsbankamálinu hefði einnig haft áhrif á ákvörðun sína að sækj- ast eftir stöðunni. „Það er engin launung á, að á meðan það mál var í gangi vom settir ákveðnir hlekkir á menn, og þeir vom gerðir annars segi, að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð, þá er það í reynd svo að ef maður er ákærður liggur við að hann sé dæmdur þar til sjálfur dóm- urinn er kveðinn upp. Það má segja að niðurstaðan í málinu hafi hleypt í mig ákveðinni orku. Kannski hefur hún ráðið úrslitum um að menn stóðu aftur í fæturna," sagði hann. Halldór er fæddur 20. október 1946 á ísáfírði. Hann varð stúdent frá MA árið 1967 og lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Islands 1972. Halldór var starfsmaður bankaeftirlits Seðlabanka íslands frá 1971-1975 og var útibússtjóri Útvegsbankans í Vestmannaeyjum 1975-1980. Hann var aðstoðar- bankastjóri Alþýðubankans á ámn- um 1981-1983 og bankastjóri Út- vegsbankans frá 1983-1987. Hann Halldór Guðbjarnason. starfaði eftir það um tíma hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga og vann m.a. að stofnun Samkorta. Að undanfömu hefur hann stundað framhaldsnám í Boston í Banda- ríkjunum. , Halldór er kvæntur Steinunni Brynjúlfsdóttur, meinatækni, og eiga þau þrjú böm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.