Morgunblaðið - 29.12.1990, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
9
Jólaráðstefna
S.I.N.E.
verður haldin í dag kl. 14.00 í Stúdentakjall-
aranum. Mætum öll.
Stjórn S.I.N.E.
BRÉFA-
BINDIN
frá Múlalundi...
... þar eru gögnin á góðum stað.
Múlalundur
I SÍMI: 62 84 50
HENTUDOS TIL
HJÁLPAR!
Á laugardögum söfnum við einnota
umbúðum á Stór-Reykjavíkursvæðinu.
Hringið í síma 621390 eða 23190 á milli
kl. 11.00 og 15.00 og við sækjum.
ÞJÓÐÞRIF
LANDSSAMBAND BANDALAQ ISLENSKRA SKÁTA
IIJÁLPAnSVEITA
SKÁTA
Dósakúlur um allan bæ
HJÁLPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR
LOKAÐí DAG
Næsti Kolaportsdagur verður 5. janúar - og síðan
alla laugardaga.
Nokkrir sölubásar lausir. Pantanasíminn er 687063
(virkadaga kl. 16-18)
Þökkum seljendum og gestum ánægjulegt
samstarf á árinu.
Vonumst til að sjá ykkur öll aftur á nýju ári.
KOLA PORTIO
Mar*Ka£>S tOg<T
SödMÉmi?
Fl
ÓTRÚLEGIR TÍMAR
Þjóðfélagsgerð sósfal-
ismans hrunin
Davíð Stefánsson formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna skrifar
greinina „Ótrúlegir tímar" í Fréttabréf
SUS. Þar segir hann m.a. að „þjóð-
skipulag sósíalismans hafi lagst af í
Mið-Evrópu og að í Sovétríkjunum,
föðurlandi kommúnismans, sé allt á
fallandi fæti“. Staksteinar glugga í
þetta efni í dag.
„Á meðan til
er böl...“
Davíð Stefánsson for-
maður SUS segir m.a. I
grein sinni:
„Það segir sína sögu
að þau ríki, sem búið
hafa við alræðisskipulag,
eru nú ekki fær um að
fæða og klæða þegna
sína. Hungursneyð er yf-
irvofandi í Sovétríkjun-
um og Þjóðverjar, fornir
fjendur rússnesku þjóð-
arinnar, reynast Rússum
nú hinir beztu bræður.
Það er tímanna tákn.
Þótt við sjálfstæðismenn
höfum háð hugsjónabar-
áttu gegn rikjum sósial-
ismans, sem oft var
grimmileg, þá var það
barátta gegn þjóðskipu-
lagi þeirra en ekki þegn-
um. Nú, þegar þær þjóðir
feta vandrataðan veg til
frelsis, eiga um sárt að
binda, kallar skyldan á
okkur til að hjálpa með-
bræðrum okkar með ein-
hverjum hætti...
Það á enn við sem
Tómas Guðmundsson
segir í kvæði sinu Heim-
sókn:
„Og vitund þín mun
öðlast sjálfa sig
er sérðu heiminn far-
ast kringum þig
og elfur blóðs um
borgarstrætin renna.
Því meðan tíl er böl
sem bætt þú gast
og barist var á meðan
hjá þú sast,
er ólán heimsins einn-
ing þér að kenna.“
Varðveitum
það sem vel
hefur reynzt
Formaður SUS heldur
áfram:
„Yfirburðir lýðræðis-
þjóðamia og samtaka-
máttur þeirra kemur
meðal annars fram i því
að ríkin, sem hafa hrund-
ið af sér oki kommúnism-
ans, leita nú í síauknum
ópuráðið og sumar þess-
ara þjóða vilja ganga í
Evrópu-bandalagið.
Havel forseti Tékkó-
slóvakíu segir áð það sé
Atlantshafsbandalaginu
að þakka að andstaðan
gegn kommúnismanum
lifði og sigraði í austan-
fjaldsríkjum. í þ'ósi þessa
vekur það furðu að heyra
ýmsa íslenzka stjórn-
málamemi halda því
fram að aðild okkar að
NATO sé orðin úrelt.
Hvenær hefur það verið
svo að hlutum, sem hafa
mæli samstarfs við Iýð-
i’æðisríkin. Austurhluti
Þýzkalands er nú orðinn
hluti af Evrópu-banda-
laginu og NATO. Ung-
veijar, Tékkar, Júgósla-
var, Rúmenar, Búlgarar
og Pólverjar liafa sýnt
áliuga á imigöngu í Evr-
þegar sannað ágæti sitt,
sé kastað fyrir róða?“
Aðdragastaft-
ur úr öllum...
Síðar í grein sinni seg-
ir Davíð Stefánsson:
„Á meðan stjómvöld í
Póllandi, Tékkóslóvakíu
og Ungveijalandi og
víðar keppast við að
einkavæða ríkisfyrirtæki
og létta álögum af þegn-
unum, _ hyggjast stjóm-
völd á íslandi eim þyngja
skattabyrðina. I flestum
efnum er stefna þeirra
öfug við framfarastefn-
una í Mið-Evrópu. Það
vakti athygli mína þegar
efnahagsráðgjafi vinstri
stjórnai'innar lýsti því
yfir fyrir nokkm í grein
í Morgunblaðinu að
skattlagning væri komin
að endamörkum sínum.
Þau ummæli þessa sér-
fræðings um efnahags-
stefnu ríkisstjómarinnar
ættu að segja sína sögu.
Samt þreytast forystu-
menn félagshyggjuflokk-
anna ekki á að koma með
tillögur um enn frekari
skattahækkanir...
Að undanfömu hefur
verið fjallað nokkuð um
þá staðreynd að hagvöxt-
ur á íslandi væri mjög
lítill ef miðað er við önn-
ur lönd sem eru aðilar
að Efnahags- og fram-
farastofnuninni OECD.
Þetta ætti að vera okkur.
sem yngri emm nokkur
viðvömn. Málið snýst um
það hvort velmegun
verður sú sama á Islandi
og i nágramiarikjunum.
Það kann jafnvel að
kosta atgervisflótta frá
landinu; að vclmenntað
ungt fólk sem þjóðfélagið
hefur kostað miklu til að
mennta, telji hag sínum
betur borgið í öðrum
ríkjum. Vinstri stjómin
sem nú situr að völdum
virðist ekki hafa miklar
áhyggjur af þessu, a.m.k.
sýna verkin ekki að reynt
sé að breyta til betri veg-
ar. í þess stað að horfa
til framtíðar em ríkisum-
svifin og skattheimtan
aukin og kraftur dreginn
úr atvinnulífinu."
„Kraftur nýrr-
ar kynslóðar“
í lokaorðum greinar-
innar segir m.a.:
„Á árinu átti SUS 60
ára afmæli, og var yfir-
skrift afmælisársins
„kraftur nýrrar kynslód-
ar“. Þessi orð urðu að
áhrínisorðum í kosninga-
baráttunni sl. vor. Það
tókst að virkja þann
kraft sem býr í æsku
Sjálfstæðisflokksins til að
vinna stóra sigra um land
allt Nú skiptir mestu að
halda uppi merkinu og
vinna af jafnmiklum
krafti í næstu kosning-
um.“
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
f 1. FL B1986
Hinn 10. janúar 1991 er tíundi fasti gjalddagi vaxtamiöa verðtryggöra
spariskírteina ríkissjóös með vaxtamiðum í 1. fl. B 1986.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 10 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
__________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 4.353,40_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1990 til 10. janúar 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1364 hinn 1. janúar 1986
til 2969 hinn 1. janúar nk.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 10 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1991.
Reykjavík, 29. desember 1990
SEÐLABANKIÍSLANDS