Morgunblaðið - 29.12.1990, Síða 10

Morgunblaðið - 29.12.1990, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 Morgunblaðið/RAX Frá undirritun samningsins. Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Veraldar, ásamt nokkrum forráða- mönnum Kenya Airways. Veröld o g Kenya Airways gera samstarfssamning Samstarfssamningur milli ferðamiðstöðvarinnar Veraldar og Kenya Airways var undirrit- aður nýlega og gerðu þeir Andri Már Ingólfsson, framkvæmda- stjóri Veraldar, og Joseph W.N. Nyagah, framkvæmdastjóri Kenya Airways. Samningurinn er undirritaður í tilefni þess að Veröld mun í febrúar- mánuði nk. standa fyrir ævintýra- ferð til Kenya undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar. Samningurinn gerir ráð fyrir samstarfi þessara aðila í náinni framtíð og er ferðin að þessu sinni aðeins fyrsta skrefið í þá átt, segir í frétt frá Veröld. Ferð Veraldar er í raun þríþætt. Dvalið verður í höfuðborginni Nairobi, farið í safari-ferð um fræga þjóðgarða Naivasha-vatns og Maasai Mara og loks er hvíldardvöl á Mombasa-ströndinni. Þess má geta að miðbaugur jarðar liggur um landið mitt, en það er tæplega 600 þúsund ferkílómetrar að flatar- máli. Heildarfjöldi íbúa Kenýa er um 17 milljónir manna, en íbúafjöldinn í höfuðborginni er hins vegar um 1,5 milljónir. íbúar landsins eru af ýmsum kynþáttum og eru flestir þeirra dökkir á hörund og greinast í um 100 mismunandi ættbálka, sem hver hefur sín einkenni, bæði í útliti og menningarháttum. Skemmdir unnar á jólatré Blönduósi. JÓLATRÉ Blöndósinga sem stendur við nýju kirkjuna á Blöndu- ósi var eyðilagt aðfaranótt föstudagsins. Oll stög sem halda trénu voru skorin sundur, „ljósasería" eyðilögð og nokkrar greinar voru brotnar. Ljóðatónleikar Tónieikar Jón Ásgeirsson Ung sópransöngkona, Hulda Guðrún Geirsdóttir, söng sína fyrstu tónleika í Norræna húsinu sl. fimmtudag. Henni til aðstoðar voru Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari og Kristinn H. Árna- son gítarleikari. Á efnisskránni voru íslensk lög, fimm söngvar eftir Siþelíus, ijórir eftir Strauss og þrír eftir Lennox Berkeley, úr lagaflokknum „Songs of the Half-Light“, sem útleggja mætti Rökkursöngvar. Lagaflokkur þessi er saminn fyrir söngrödd og gítar. Tónleikarnir hófust á Fuglinn í Ijörunni, eftir Jón Þórarinsson og þá mátti strax heyra að hér er á ferðinni efnileg söngkona þó ekki sé nema rúmt ár síðan hún lauk 8. stigi hér heima, bæði í söng og píanóleik. Frá liðnum dögum eftir Pál ísólfsson kom næst og þar eftir Draumalandið eftir Sigfús Einarsson, sem hún söng mjög vel en nokkuð hægt. . íslenska hlutanum lauk með Síðasti dansinn, eftir Karl O. Run- ólfsson og söng hún það ágæta yel. Þrátt fyrir að margt væri fal- lega gert í Ijórum lögum eftir Sibelíus, vantaði nokkuð þá leikni sem aðeins aflast með reynslu. í Rökkursöngvunum vantaði einnig punktinn yfir iið og líklega þarf til meiri æfingu í að fella saman sönginn og viðkvæman gítarundirleikinn, sem var fallega útfærður af Kristni H. Árnasyni. Hulda Guðrún Geirsdóttir Síðustu og bestu lögin voru fjórir söngvar eftir Strauss, þrír úr op. 10, 2, 3 og 8. og eitt af 'þeim lögum sem eiga margt sam- eiginlegt með leikrænu gaman- söngvunum eftir Hugo Wolf, nefnilega Hat gesagt op. 36 nr. 3 er Strauss samdi við leikrænan texta úr Des Knaben Wunder- horn. Öll lögin söng Hulda Guðrún mjög vel en einkarlega þó Die Nacht og Allerseelen. Þrátt fyrir að Hulda Guðrún eigi ekki langt nám að baki, er hún efnileg söngkona, hefur góða rödd og syngur af öryggi. Verður fróðlegt að fylgjast með henni að loknu framhaldsnámi. Ólafur Vignir lék af öryggi og sérstak- lega fallega í Strausslögunum. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 570. þáttur Jólatréð sem um ræðir er gjöf til' Blöndósinga frá Moss í Noregi sem er vinabær Blönduóss. Að sögn Ófeigs Gestssonar bæjar- stjóra á Blönduósi hafa jólatré undangenginna ára fengið að standa óáreitt bæjarbúum til ynd- is og bænum til prýði en nú virð- ist sem sú tíð sé liðin. Ófeigur Opið ídag kl. 10-16. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. Gestsson sagði ennfremur að ekki yrði gert við tréð vegna mikils kostnaðar og þessvegna munu bæjarbúar þurf að sætta sig við myrkvað jólatré það sem-eftir lif- ir jólanna. Málið hefur verið kært til lögreglu og er nú í rannsókn. ALMENNA FASTEIGNASAl AH LAUGAVEG118 SfMAR 21150 - 21370 Þegar ég minntist á orðið skyrja (565. þáttur) sem hugs- anlegt nýyrði fyrir „jógúrt“, nefndi ég að sams konar orð kæmi fyrir hjá Guðmundi Andr- éssyni í merkingunni kýr. Ég gætti þess þá ekki að „skyija“ hjá G.A. er víst rangur rithátt- ur. Bæði Alexander Jóhannes- son og Ásgeir Bl. Magnússon skrifa skirja. í íslenskri orð- sifjabók segir: „skirja kv. „kvíga, ung kýr (í þulum); óstýrilát og villingsleg kona; óstillt ær eða kýr“, „klunnalegur kvenmaður ...“, en Alexander segir á þýsku; „junge kuh“. I Snorra-Eddu stendur: Kýr heitir skiija, kvíga ok frenja ok auðhumbla, hon er æzt [elztj kúa. Sýnist af þessu að orðið skirja sé skylt skerja sem m.a. merkir „frekjuleg og gangmikil kona; rásgjörn, óþekk skepna, ær eða kýr“, sbr. og skerjála= óstýrilát stelpa, gjálíf kona, óþekk skepna. Mér datt skyrja (fyrir jóg- úrt) í hug út frá orðinu skyr. Enda þótt það sé víst eitthvað skylt skirja, ætti það svo sem engu að spilla, enda orðið skirja áreiðanlega á fárra vörum um sinn. Getum við tekið upp skyrj- una í staðinn fyrir jógúrtina? ★ Flugorðanefnd hefur nú haldið hundrað fundi, og hefur ritstjóri Flugorðasafns, Jónína Margrét Guðnadóttir, sent þætt- inum tvo pistla, en búast má við að flugorðasafnið komi út í bók eftir um það bil ár. Þá er hér fyrri pistillinn: „Flughreyflar eru allir brunahreyflar (internai com- bustion engines) og skiptast í tvo meginflokka, þ.e. strokk- hreyfla (piston engines eða reciprocating engines) og hverfihreyfla (gas turbine engines) eftir þvf hvar og hvern- ig bruninn fer fram. Hinir fyrrnefndu hafa verið nefndir ýmsum nofnum á íslensku, þ. á m. bulluhreyflar eða stimpilhreyflar og sprengihreyflar, en það heiti getur þó verið villandi. Margir eru mótfallnir bullunni af fag- urfræðilegum ástæðum, en aðrir á móti stimplinum vegna dönskuáhrifa. Nefndin vildi því sneiða hjá ágreiningnum, með því að kenna þennan meginflokk hreyfla fremur við strokkinn, enda ræður tilhögun strokka heitum flestra undirhugtaka. Má þar nefna gróin heiti einsog stjörnuhreyfil (radial engine) og raðhreyfil (inline engine) og nýyrðin flathreyfil (horizontally. opposed engine) og veltihreyfil (rotary engine, Wankel engine). Hverfihreyflar, hinn megin- flokkur brunahreyfla, byggja á notkun hverfils (gas turbine), en í stað þess að kenna þá við hverfilinn sjálfan þótti nefndinni fara betur í munni að nota sögn- ina „að hverfa“ („að snúa“ eða „láta snúast“) sem stofn í heit- inu. Til þess flokks heyra eiginlega þotuhreyflar, á ensku annað- hvort turbojet engine eða turbofan engine, og leggur nefndin til að þeir verði nefndir annaðhvort einstreymis- og tví- streymishreyflar eða kjarna- streymis- og kápustreymis- hreyflar með tilvísun til þess hvort loftið sem hreyfillinn tekur til sín fer allt gegnum hreyfil- kjarnann eða hluti þess er leidd- ur framhjá honum. Nefndin hef- ur enn ekki gert upp á milli þessara tveggja samstæðna. Hverfihreyflar eru einnig notað- |' ir til að knýja skrúfu, skrúfu- hverfihreyflar (turboprop eng- ine), eða ýmsa ása, t.d. þyril á þyrlum. Nefnast þeir áshverfi- hreyflar (turboshaft engine). Eru þá upptaldar megingerðir flughreyfla og sem fyrr er þess vænst að lesendur hafi samband við ritstjóra flugorðasafns, hafi þeir eitthvað til málanna að leggja. Síminn er 694442 á skrifstofunni, Aragötu 9.“ ★ Orðið blóraböggull er í O.M. þýtt „sektarlamb, e-r til að skella skuldinni á“, í Blöndal Syndebuk. Bæði orðin blóra- böggull og sektarlamb eru not- uð til að þýða e. scapegoat. Blórar (kk., flt.) eru sakar- áburður, sbr. gott er að hafa barn til blóra (og kenna því alla klækina) eða góð eru börn til blóra= það er gott að hafa einhvern til að skella skuldinni á, t.d. krakkana. Að gera eitthvað í blóra við einhvern merkir bæði að gera e-ð án vitundar e-s eða gera e-ð af sér, þannig að grunur falli á é-n, og gott ef ekki jafnvel nú orðið í merkingunni í andstöðu við e-n. Uppruni þessa orðafars er óvís. Sjá orðtakasafn dr. Hall- dórs Halldórssonar. ★ Hlymrekur handan kvað: Dags daglega drottinn er prúður, í dýrð sinni handleikur brúður og klippir út myndir, - en komist upp syndir, þá kemur á höfðingjann snúður. ★ Óska ég svo ykkur sældar árs og friðar. Hafið þðkk, og lifið lengi leikandi á gleðistrengi. (Braghenda, frárímuð; 20. öld.) Jón Sig. 041 Kfl 91 97A LÁRUS Þ' VALDIMARSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI L I I WWLIO/U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Á frábæru verði í Fellahverfi Séríbúð í lyftuhúsi. 6 herb. á tveimur hæðum. 4 rúmg. svefnherb. Tvöf. stofa. Tvennar svalir. Sérþvottahús, bað og gestasnyrting. Sér- inng. af gangsvölum. Góður bílsk. Mikið útsýni. Frábær greiðsluskjör. Lítil íbúð - stórt lán 2ja-3ja herb. efri hæð í Norðurmýri. Eldhús og bað endurnýjað. Þríbýli. Húsnæðislán kr. 2,4 millj. Við Nýbýlaveg með bílskúr Nýleg og góð 2ja herb. íb. á 2. hæð. Sólsvalir. Ágæt fullgerð sameign. Ennfremur 2ja herb. suðuríb. á 2. hæð við Stelkshóla með góðum bflsk. Skipti möguleg á góðri einstaklíb. Glæsilegt einbýlishús á Álftanesi á útsýnisstað 170 fm auk bílsk. um 40 fm. Eignarlóð 947 fm, ræktuð. Húsið er langt komið í byggingu. Afh. samkvæmt óskum kaupenda. Margskonar eignaskipti möguleg. Nokkur góð raðhús tii sölu í borginni og nágrenni. Ýmiskonar eignaskipti möguleg. Teikn. og nánari upplýsingar á skrifstofunni. 3ja herb. góðar kjallaraíbúðir við: Rauðalæk, Karfavog og Miklubraut. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Góð 3ja-4ra herb. íbúð óskast til kaups í Grafarvogi, Hraunbæ, Ártúnsholti eða Breiðholti. Upplýsingar um viðskiptin á árinu 1990 meðaltal seldra eigna: Raunvirði var 98,3% af kaupverði. Útborgun var 97,6% af kaupverði eða 69,6% af raunviröi. Á fyrstu 29 dögum samningstímans greiddu kaupendur 39,9% af raun- virði útborgunar eða 27,8% af raunvirði kaupverðs. Afhending var 56 dögum eftir undirritun kaupsamnings. Útborgun var greidd á 254 dögum, Hlutfall raunvirðis var 136% af fasteignamati. Hlutfall raunvirðis var 89,1% af brunabótamati. Miðað er við hækkun lánskjaravísitölu á milli ára sem var 8,45% og vexti 8% af verðtryggðum skuldum. Bestu nýársóskir til viðskiptamanna okkar og annarra landsmanna með þökk fyrir árið sem er að kveðja. • • •

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.