Morgunblaðið - 29.12.1990, Page 14

Morgunblaðið - 29.12.1990, Page 14
14___________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990_ Forsjárhyggjan, starfs- fræðslukerfíð og sannleiksást menntamálaráðuneytisins eftir.Guðjón Tómasson Þann 12. desember síðastliðinn birti menntamálaráðuneytið at- hugasemdir við grein minni sem bar heitið „Er forsjárhyggjan að mola allt starfsfræðslukerfi okkar?“ At- hugasemdir ráðuneytisins eru í fjór- um meginliðum og þar er ég ýmist sakaður um órökstuddar fullyrðing- ar eða að ég fari með staðlausa stafí. Mér er það sönn ánægja að fá tækifæri til að bæta rökstuðning minn fyrir því hvernig forsjárhyggj- an er að mola verkmenntakerfi okk- ar. 1. Ráðuneytið telur það alrangt hjá mér, að með lögum nr. 72/1989 hafi verið numin brott aukin áhrif atvinnulífsins á skólakerfið, og að það sé út í hött að stjómkerfi skól- anna og fræðslukerfísins sé óstarf- hæft vegna fjölda stjórnunarstiga, stjórnskipunarþátta, embætta og skilyrða, að enginn viti lengur hver á að stjóma hverju. Ráðuneytið tel- ur meginatriði laganna vera, að fjölgað var í skólanefndum úr 5 í 7 og starfsmenn skólanna og nem- endur fengju fulltrúa í skólanefnd. Skoðum örlítið nokkur brot úr nefndum lagabreytingum, hvað var numið brott og hvað kom í staðinn. 1. A brott var numið ákvæði varðandi tilnefningu í skólanefnd skóla sem annast starfsmenntun, og hljóðaði svo: „Þegar um er að ræða skóla sem annast starfs- menntun skal af hálfu sveitastjórna gætt við tilnefningu að fulltrúi við- komandi starfsgreina eigi sæti í skólanefnd." Tekin var á brott sú eina trygging sem atvinnulífið hafði til beinna áhrifa á námsframboð viðkomandi skóla. 2. Áður vom stjórnskipunarstigin við skóla tvö. Skólanefnd sem í voru 5 fulltrúar, 4 tilnefndir af við- komandi sveitarfélagi og 1 af ráð- herra. Þeirra framboð, tillögur til fjárlaga og fjárhagslegt eftirlit. Síðan var skólaráð skólameistara til aðstoðar við daglega stjómun og rekstur skólans. Skólaráð var skipað fulltrúum kennara, nem- enda, aðstoðarskólameistara við skólann. 3. Nú em stjórnstigin orðin þrjú. Skólanefnd sem í em 7 fulltrúar. 1 tilnefndur af ráðherra, 3 af sveitar- félagi, 2 af starfsmönnum skóla og 1 af nemendum. Hlutverk skóla- nefndar er óbreytt. Skólaráð heitir nú skólastjóm og hefur sama hlut- verk og áður, en í því er fjölgað um þá áfangastjóra sem starfa við skólann. Síðan kemur. nýtt stjórn- skipunarstjg, þ.e. almennur kenn- arafundur. Sá fundur skal fjalla um stefnumörkun, námsskipan, kennsluhætti og aðra starfsemi skólans. Þegar reglugerðin er skoð- uð, þá kemur hringlandinn í ljós. Ákvörðun skólanefndar, t.d. um reglur, stjórnskipan og ráðningu í stjórnunarstöður, þarf að senda til skólastjórnar, og eða almenns kenn- arafundar til umsagnar áður en þær koma til framkvæmda. Fyrirtæki sem býr við slíkt stjómkerfi yrði á skömmum tíma gjaldþrota, nema því aðeins að það hefði lögbundna. einokun. 4. í lagabreytingunni 1989 var enn aukið við laga- og reglugerða- bundin störf og starfsheiti innan skólanna. Inn komu eftirfarandi ákvæði: Setja skal í reglugerð ákvæði um menntun og starfssvið námsráðgjafa og skólasafnvarðar. Setja má í reglugerð ákvæði um menntun og starfssvið annara starfsmanna. Nú er því svo komið, að ísland hefur skipað sér fremst í hóp miðstýringarvaldsþjóða, ráð- herra hefur fengið beina heimild í lögum til að setja í reglugerð bund- in skilyrði varðandi menntun og starfssvið fyrir öll störf innan fram- haldsskólans. Það eru þessi atriði, sem ég á við, þegar égtala um aukið miðstýr- ingarvald og segi að stjómkerfí skólanna hafi verið breytt til hins verra og gert nánast óstarfhæft. Já, slíkur fjöldi stjórnskipunarþátta, með laga- og reglugerðarbundin skilyrði varðandi öll störf, mun ávallt vinna gegn hagkvæmni og ala af sér þiýstihópa. 2. í öðru lagi andmælir ráðuneytið þeirri fullyrðingu minni, að við samningu reglugerða hafi verið forðast að hafa atvinnulífíð með í ráðum. Það er rétt hjá ráðuneytinu, að það voru margir vinnuhópar við samningu reglugerða, og það er lika rétt að fundir voru haldnir 6. og 20. mars, og að ég sat á þeim báð- um. Það er hinsvegar alrangt sem ráðuneytið heldur fram, að það hafí lagt sig í framkróka við að ná víðtæku samstarfi við fulltrúa úr atvinnulífinu um samráð við setn- ingu reglugerðanna. Ég tel því nauðsyn á að rifja upp fyrir ráðu- neyti og lesendum nokkur atriði varðandi þetta mál. Með setningu laganna nr. 57/1988 voru numin úr gildi samtals 21 lög, ásamt fjölda relgugerða sem byggðu á þeim lög- um. Ráðuneytið skipaði síðan án tilnefninga fjölda vinnunefnda til að semja drög að reglugerð við þessi einu nýju lög. Þessar vinnu- nefndir áttu að ijalla um og -gera tillögur um ákveðin svið eða þætti sem áður voru bundin sérstökum lögum og reglugerðum. Þau vinnu- brögð, að skipa marga vinnuhópa til að vinna eitt og sama verkið er mér óskiljanleg. Enda kom á dag- inn, að í hópunum fór verulegur tími í umræður um ákvæði eldri laga og reglugerða, sem alþingi hafði fellt úr gildi, og hvernig hnoða mætti einstökum ákvæðum þeirra inn í nýja reglugerð. Já, og svo langt var gengið, að inn voru sett ákvæði sem ekki eiga stoð í þeim lögum sem alþingi samþykkti. Rúmum þremur mánuðum eftir að reglugerðimar áttu að taka gildi var komið að kynningu reglugerð- ardraganna og þau send út til um- sagnar útvaldra aðila og stuttur frestur gefinn. Þar sem ég sat sem formaður skólanefndar Iðnskólans í Hafnar- firði þá fékk ég drögin til umsagn- ar og lagði þau m.a. fram í Fræðslu- ráði málmiðnaðarins. Þá kom í ljós að hvorki samtök vinnuveitenda né launþega höfðu fengið þessi drög til umsagnar, og þá var aðeins vika eftir af auglýstum umsagnarfresti. Þá kannaði ég hjá Landssambandi iðnaðarmanna, Meistara- og verk- takasambandi byggingarmanna, Vinnuveitendasambandi Islands og fleirum, hvort þeir hefðu fengið drögin til umsagnar, en svo var ekki. Ráðuneytið bætti að vísu úr þessu eftir að samtökin óskuðu eft- ir því að fá drögin til umsagnar. Já, og þetta kallar ráðuneytið að leggja sig í framkróka um að ná víðtæku samstarfi við atvinnulífíð. I þriðja lagi gerir ráðuneytið at- hugasemd við þá fullyrðingu mína, að tekið hafí 18 ár að koma í gegn námskrá í stálskipasmíði og byija að rekja málið frá breytingu reglu- gerðar frá 1978, og að Iðnfræðslu- ráð hafí samþykkt námskrá í stálsmíði 1981. Hér verð ég enn að fríska upp á minni ráðuneytis- manna. Stálskipasmíði hófst á ís- Jandi árið 1955 með smíði dráttar- bátsins Magna. í apríl 1956 var stofnað Félag dráttarbrauta, og í aprfl 1965 var stofnað Félag drátt- arbrauta- og skipasmiðja. Þessi samtök hafa allt frá stofnun látið sig menntun starfsmanna sinna miklu varða. Árið 1967 sat ég fyrsta fund minn með fulltrúum vinnuveit- Sjóður 1, Vaxtarsjóður og Valsjóður sameinaðir Til eigenda Sjóðsbréfa 1, Vaxtarbréfa og Valbréfa. Frá síðustu áramótum hefur Verðbréfamarkáður Islandsbanka hf. séð um rekstur Valsjóðs, Vaxtarsjóðs og Sjóðs 1 sem voru upphaflega stofnaðir af Verðbréfamörkuðum Alþýðu-, Utvegs- og Iðnaðarbanka. Ávöxtun sjóð- anna og uppbygging hefur frá upphafi verið mjög svipuð. Því hefur nú verið ákveðið að sameina þá frá og með næstu áramótum. Hinn sameinaði sjóður mun heita, Sjóður 1 - Vaxtarbréf. Líktog Vaxtar-ogValsjóðurmun hinn nýji sjóðursameinakosti skammtíma og langtíma verðbréfasjóða vegna möguleika á innlausn án kostnaðar fyrstu þrjá virka daga hvers mánaðar. Ennfremur hefur Vaxtarsjóðurinn haft ögn rýmri heimildir til kaupaá verðbréfum en hinir, og verður þeim eiginleika haldið fyrir Sjóð 1 - Vaxtarbréf. Eigendur Valbréfa, Vaxtarbréfa og Sjóðsbréfa 1 munu því frá og með 1. janúar 1991 njóta ávöxtunar og eiginleika hins nýja sjóðs. Ekki er þörf á að koma með áður útgefin bréf til skráningar eða endurútgáfu hjá VÍB því að gengi Vaxtarbréfa, Valbréfa og Sjóðsbréfa 1 verður áfram birt daglega. Þeim sem það vilja er boðið að skipta á Sjóðsbréfum 1, Vaxtarbréfum og Valbréfum og öðrum Sjóðsbréfum VÍB, eða innleysa þau, án kostnaðar dagana 3. til 18.janúar næstkomandi. Nýjum viðskiptavinum bjóðum við að eignast Sjóð 1 - Vaxtarbréf frá og með 3. janúar 1990. Itarlegar upplýsingar um hinn nýja sjóð, stærð hans, eignaskiptingu og áætlaða ávöxtun, liggja frammi í afgreiðslu VÍB. Þeim sem hafa einhverjar frekari spurningar varðandi sameininguna, eiginleika hins nýja sjóðs eða önnuratriði, ervelkomiðaöhafasamband viö ráðgjafaVIBíÁrmúIa 13aeða í síma 91-681530. framkva*mdastjóri VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 108 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. Símsvari 68 16 25. Guðjón Tómasson „Er nokkur furða þó mönnum bregði illa í brún þegar þeir lesa síðan í námskrá ráðu- neytisins, að búið sé að gjörbreyta námskránni í vélsmíði og fleiri málmiðnaðargreinum, án þess að bera það svo mikið sem undir þá að- ila sem um eiga að fjalla lögum og reglugerðum samkvæmt.“ enda í málmiðnaðargreinum og menntamálaráðuneytis um nauðsyn þess, að endurskoða og aðlaga nám í iðngreininni plötu- og ketilsmíði að þörfum stálskipasmíðinnar. Árið 1968 efndu samtök launþega og vinnuveitenda í málmiðnaðargrein- um sameiginlega til ráðstefnu um stöðu og þróun málmiðnaðar. Þar voru m.a. flutt erindi um iðnmennt- un og tækniþróun, samkeppnisað- stöðu og skipulagsuppbyggingu málm- og skipasmíðaiðnaðarins í landinu. Til ráðstefnunnar var boðið sitjandi ríkisstjórn, alþingismönn- um og fulltrúum ráðuneyta. Þessi ráðstefna er upphaf farsællar sam- vinnu samtaka atvinnulífsins í málmiðnaði um sín innri mál, og þar á meðal menntun innan starfs- greinanna. í ályktunum frá þessari ráð- stefnu er mikið fjallað um menntun og tækniþróun innan málmiðnaðar- ins, og þar er m.a. ítrekuð þörf fyrir aðlögun náms í plötu- og ket- ilsmíði að þörfum stálskipaiðnaðar- ins. Baráttan fyrir námskrá í stál- skipasmíði hófst 1967 og samþykkt Iðnfræðsluráðs á námskrá í stál- skipasmíði var gerð 1981, en það er eins og mig minni að ráðuneyti menntamála hafí ekki samþykkt þá námskrá fyrr en 1985, en það kann að vera rangt. Það breytir hinsveg- ar engu um það, að jafn óviðunandi er fyrir atvinnulífíð hvort breyting- arnar taka 14 eða 18 ár. Styðji menntun ekki við atvinnuþróun á hveijum tíma, þá hrakar samkeppn- ishæfni viðkomandi atvinnugreinar. 4. í fjórða lagi telur ráðuneytið óskiljanlegt að breytingar sem gerðar voru á námskrám í málmiðn- aðargreinum, eins og t.d. í vélsmíði, skuli koma mér fyrir sjónir eins og þruma úr heiðskíru lofti, þar sem ég hafi einmitt sjálfur mælt með þeim sem formaður Fræðsluráðs málmiðnaðarins. Já þetta eru stór orð, en þarna held ég að forsjár- hyggju menntamálaráðuneytisins hafí orðið fótaskortur í eigin flór. Sannleikur málsins er sá, að á þeim fundum sem fulltrúar Fræðsluráðs málmiðnaðarins sátu, var aldrei fjallað um breytingar á námskrá í vélsmíði. Ég vil því i stuttu máli rekja þá sögu sem ráðuneytið vitnar til, svo lesendur geti séð hvernig forsjárhyggjan snýr út úr hlutunum og segir að svart sé hvítt. Hið rétta er, að kennarar í málm- iðnaðargreinum við Iðnskólann í Reykjavík töldu sig ekki geta kennt samkvæmt gildandi námskrá í vélsmíði, sbr. bréf frá 26. okt. 1988. Málinu var vísað til þáverandi fræðslunefndar í vélsmíði. Fræðslu-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.