Morgunblaðið - 29.12.1990, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
15
nefndin fékk þá Guðmund Guð-
laugsson yfirkennara við Iðnskól-
ann í Reykjavík og Nicolai Jónasson
fræðslufulltrúa Fræðsluráðs málm-
iðnaðarins til að freista þess að
finna lausn á þessu vandamáli Iðn-
skólans í Reykjavík. Þeir lögðu
síðan tillögur sínar fyrir sameigin-
legan fund fræðslunefndar í
vélsmíði, þróunarhóp Iðnfræðslu-
ráðs og fulltrúa frá samtökum
vinnuveitenda og launþega í málm-
iðnaðargreinum.
Á þessum fundi, svo og fundi
Fræðsluráðs málmiðnaðarins var
ijallað um tillögur þeirra Guðmund-
ar og Nicólais til lausnar á þessu
vandamáli Iðnskólans í Reykjavík.
Guðmundur Guðlaugsson yfirkenn-
ari fullvissaði fundarmenn um að
innihald útfelldra námsáfanga í
námsbrautartillögu þeirra, miðað
við gildandi námskrá, væru felldir
inn í aðra námsáfanga. Aukið rými
hefði fengist fyrir þá kennslu, þar
sem lokaþáttur sérgreinaáfanga
verður tekinn á sérstöku 60 stunda
námskeiði á vegum Fræðsluráðs
málmiðnaðarins. Að fenginni þeirri
fullvissu, að ekki ætti að skerða
kröfur gildandi námskrár, þá féllust
samtök vinnumarkaðarins í málm-
iðnaðargreinum á að gera þá tilraun
sem tillaga þeirra var um. Tillaga
þeirra tvímenninga er dagsett
11.11. 1988, og hljóðar upphaf
hennar svo: „Hjálögð tillaga að
námsbraut í vélsmíði er hugsuð sem
tilraun og skref í átt að sam-
þykktri námskrá, þar sem reynt er
að þjóna nokkuð öllum ljórum sér-
sviðum greinarinnar." Á áður-
greindum fundum var aldrei einu
orði á það minnst að breyta gild-
andi námskrá, heldur aðeins að
heimila framangreinda tilraun til
að uppfylla gildandi námskrá. Eg
kannast ekki við nein önnur gögn
varðandi þetta mál, hvorki frá ráðu-
neyti né Iðnfræðsluráði en bréf
kennara dags. 26.10. 1988 og til-
lögur Guðmundar Guðlaugssonar
og Nicolai Jónassonar með fylgi-
gögnum dagsett 11.11. 1988 um
nám í vélsmíði.
Er nokkur furða þó mér bregði
illa í brún þegar ég les síðan í nám-
skrá ráðuneytisins, að búið sé að
gjörbreyta námskránni í vélsmíði
og fleiri málmiðnaðargreinum, án
þess að bera þær breytingar undir
þá aðila, sem um eiga að fjalla lög-
um og reglugerðum samkvæmt.
5.
Menntamálaráðuneytið segir í
lokin, að það fagni allri umræðu
um menntamál, og þar er ég ráðu-
neytinu sammála. Ég vil því í lokin
grípa þetta tækifæri og óska eftir
nokkrum upplýsingum frá mennta-
málaráðuneytinu varðandi stjórnun,
vinnuskyldu og launauppbyggingu
til nokkurra starfa á framhalds-
skólastigi.
Spurningarnar eru eftirfarandi:
1. Að hve miklu leyti er kennari
framhaldsskóla undir stjórn
skólastjóra, og að hve miklu leyti
undir stjórn ráðuneytisins? Hef-
ur skólastjóri heimild til að setja
kennara t.d. til námsgagnagerð-
ar til að fylla upp í það sem á
kann að vanta upp í venjulega
40 stunda viðveruskyldu á viku
á vinnustað?
2. Hver yrðu árslaun verkmennta-
kennara með 15 ára starfsaldur,
próf frá handavinnudeild Kenn-
araskóla íslands og með fullgild
kennsluréttindi? Árs vinna hans
við skólann væri sem hér segir:
Kenndi fimm 40 mín. kennslu-
stundir fyrir hádegi, og aðrar
fimm 40 mín. kennslustundir
eftir hádegi 5 daga vikunnar frá
1. sept. til 31. maí og að hann
ynni 8 klst. á dag í skólafríum
um jól, páska og allan júní- og
júlímánuð að gerð námsgagna
fyrir skólann. Hvernig skiptast
launin milli dagvinnu og yfir-
vinnu?
3. Hver myndu laun vélfræðings,
sem hefði 15 ára starfsreynslu
af rekstri hátæknistýrðra vél-
kerfa, en engin kennslufræði-
réttindi, ef hann ynni sömu
vinnu og kennarinn í lið 2?
Þessi dæmi hér að framan eru
ekki tekin af handahófi. Þau eru
tekin með hliðsjón af því, að í lögum
og reglugerð um framhaldsskóla er
lögð kennsluskylda á framhalds-
skóla og iðnmeistara í atvinnulífinu.
Framangreindur vinnutími er lág-
marksvinnutími iðnmeistara með
kennsluskyldu í atvinnulífinu sam-
kvæmt kjarasamningum. Reglu-
gerð leggur einfaldlega á þyngri
kvaðir og meiri eftirlitsskyldu, þó
ekki sé minnst á refsiákvæði á
meistara í atvinnulífinu en skólana
sjálfa, nema í þeim tilfellum þegar
skólinn sjálfur er meistarinn.
Svona til upplýsinga í lokin, þá
vil ég taka fram, að ég stundaði
sjálfur stundakennslu á framhalds-
skólastigi í 13 ár. Ég hætti þeirri
kennslu, þegar ég átti að fá hálf
laun fyrir alla mánuði ársins fyrir
eftirfarandi kennslu: Frá kl. 8 til
20 mín. yfir 9 fimm daga vikunn-
ar, og frá kl. 8 til kl. 11 á laugardög-
um í níu mánuði á ári, sem í raun
voru ekki nema liðlega átta þegar
tekið er tillit til jóla- og páskaleyf a.
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdastjóri og starfar nú
sem ráögjafi.
Sveifla í Púlsinum
ÁRAMOTAFAGNAÐUR með
forskoti og svingi nefnist ára-
mótagleði sem haldin verður á
veitingastaðnum Púlsinum á
laugardagskvöld. Fagnaðurinn
verður í samvinnu Jassvakningar
og Púlsins.
Fram kemur íjöldi tónlistar-
manna sem ætla að leika fram eft-
ir nóttu jasstónlist. Meðal þeirra er
Friðrik Theódórsson, söngur og
bassi, Jón Möller, píanó, Guðmund-
ur R. Einarsson, trommur, Tómas
R. Einarsson, bassi. Þá koma fram
ýmsir gestir eins og Þorleifur Gísla-
son saxafónleikari, Hjördís Geirs
söngkona auk fjölmargra annarra.
STAÐGREIÐSLA
Skatthlutfall
og persónuafsláttur
árið 1991
Aríðandi er að launagreiðendur kynni sér
rétt skatthlutíall og skattafslátt 1991
Þrátt fyrir breytingar á almennu skatt-
hlutfalli og persónuafslætti veröa ný
skattkort ekki gefin út til þeirra sem
þegar hafa fengiö skattkort.
Frá og með 1. janúar 1991 ber launa-
greiðanda því að reikna staðgreiðslu af
launum miðað við auglýst skatthlutfall
og upphæð persónuafsláttar og taka
tillit til þess hlutfalls persónuafsláttar
sem tilgreint er á skattkorti launamanns.
Ný skattkort sem gilda fyrir árið 1991
verða einungis gefin út til þeirra sem
öðlast rétt til þeirra í fyrsta sinn. Á þeim
verður aðeins tilgreint hlutfall persónu-
afsláttar auk persónubundinna upplýs-
inga um launamanninn en skatthlutfall
og upphæð persónuafsláttar kemur þar
ekki fram.
Frá og með 1. janúar 1991 eru fallin úr
gildi eftirfarandi skattkort: Skattkort
með uppsöfnuðum persónuafslætti og
námsmannaskattkort útgefin 1988-1990.
Skatthlutfall
staðgreiðslu er 39,79%
Á árinu 1991 verður skatthlutfall
staðgreiðslu 39.79%. SkatthIutfa11
barna, þ.e. sem fædd eru 1976 eða
síðar, verður 6%.
Persónuafsláttur
er22.831 kr.
Persónuafsláttur ársins 1991 hefurverið
ákveðinn 273.969 kr. Mánaðarlegur
persónuafsláttur verður þá 22.831 kr.
Sjómannaafsláttur
er 630 kr.
Sjómannaafsláttur ársins 1991 verður
630 kr. fyrir hvern dag sem maður telst
stunda sjómannsstörf.
Breytingar síðar á árinu
Breytingar sem kunna að verða á upp-
hæð persónu- og sjómannaafsláttar
síðar á þessu ári verða auglýstar sér-
staklega. Auk þess fá allir launagreið-
endur sem hafa tilkynnt sig til launa-
greiðendaskrár RSK orðsendingu um
breytingar á fjárhæðum.
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI