Morgunblaðið - 29.12.1990, Side 17

Morgunblaðið - 29.12.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 norður í land á um 140 milljónir króna. Þar með hafi kvótinn horfið af Suðurnesjum til Skagaijarðar. Þetta dæmi gangi einfaldlega ekki upp. Bátur sem geti aflað fyrir 50 til 60 milljónir, standi ekki undir slíkri ijárfestingu, auk þess sem raunveruleg verðmæti að baki ijár- festingunni séu engan veginn ná- lægt því að vera 140 milljónir króna. Spurning um byggðamál Brynjólfur segir um þetta: „Það er þessi spurning um byggðamál, sem rétt kjörnir fulltrúar til löggjaf- arvalds og síðan sem framkvæmda- vald eiga að hafa eitthvað með að gera. Að sjálfsögðu hljóta byggða- mál að koma við sögu við endur- skipulagningu í sjávarútveginum og ég á von á að þar verði breytingar á. Hvort það gerist þannig að ákveðið verði af stjómvöldum, lög- gjafa og framkvæmdavaldi, að at- vinnutæki, eins og skip t.d. skuli verða selt frá einum byggðakjarna eða ekki, skal ég ekki segja neitt um. En oftar en ekki tel ég slíka íhlutun eða slíkar aðgerðir frekar trufla en hitt. Þó má vel vera að slíkar aðgerðir geti verið réttlætan- legar, a.m.k. til skamms tíma.“ Bjartmar, Árni og Geir segja það tíðkast að kvótakaupin séu gjald- færð, þegar um einnota kvóta er að ræða, og útgerðin fái þannig skattafrádrátt yegna kaupanna. Þannig séu skattgreiðendur að hluta til að greiða kvótakaup út- gerðanna. En þegar varanlegur kvóti sé keyptur, þá sé hann eign- færður, sem veki aftur upp spurn- inguna um það hvernig hægt sé að eignfæra hjá einstökum fyrirtækj- um sameign allrar þjóðarinnar. Geta við enga sakast nema ' sjálfasig Brynjólfur Bjarnason segir að margir af þeim aðilum sem eru nú í fiskverkun, en voru í útgerð áður og seldu báta sína á yfirsprengdu kvótaverði telji nú að þeir eigi að fá kvóta, eftir að þeir eru búnir að taka hagnaðinn af sölunni. „Eðli- lega er þetta erfitt og ein af niður- stöðunum sem menn geta komist, er sú að erfitt er að reka fisk- vinnslu í dag, nema með því að reka jafnframt útgerð. Ef menn hafa á einhveijum tímapunkti selt báta sína og skip með kvóta til Félagar í FFF óttast mjög um hag fiskvinnslu í landinu, þar sem fiskverkendur eru ekki jafnframt útgerðarmenn. „Að öllu óbreyttu, verður engin fiskvinnsla hér í landinu eftir tvö ár, nema í tengslum við útgerð. Það er einfaldlega staðreynd að fiskvinnslan með útgerð á kvótann á íslandi,“ segir Bjartmar Pétursson, framkvæmdastjóri Skerseyrar og einn stjórnarmanna í FFF. þess að snúa sér alfarið að vinnslu og treysta eingöngu á markaði með hráefnisöflun, þá geta þeir við enga sakast nema sjálfa sig, ef ekki gengur sem skyldi. Fyrst og síðast standa þessir menn frammi fyrir því að verða að gagnrýna eigin ákvörðun, þ.e. að vera bara með vinnslu, en ekki út- gerð. Þeir geta ekki gert kröfu til þess að vegna þess að þeir tóku áhættuna, þá eigi að útvega þeim hráefni. Þeir verða bara að sitja uppi með gerðan hlut. Þeir eiga möguleika eins og aðrir að verða sér úti um báta og gera út. Ég er ekki þar með að segja að það sé hin æskilegasta þróun því einhvern tíma kemur að því að meiri fiskur fer yfir markað. Það er mjög eðlileg þróun að mínu mati,“ segir Brynj- ólfur. Verður ekki leyst nema með auðlindaskatti Auðvitað brennur sú spuming á vörum þeirra sem íhuga þessi mál, hvað eigi að koma í staðinn, ef fyrir- komulagið er jafnómögulegt og margir telja. Félagarnir í FFF segja: „Það verður að skylda fiskinn inn á innlendan markað og skera á þessi tengsl. Það verður að koma að því að allur fiskur komi inn á markað, en slíkt verður að gerast í áföngum. Fyrst verður að setja gámafiskinn á markað. Þannig set- ur þú undir lekann með það að út- lendingurinn láti fískinn rýrna á leiðinni yfir hafið og vigti hann svo vitlaust úti, og íslenska þjóðfélagið taki þannig á sig alla rýrnunina. Allur fiskur sem fluttur er út í dag, er vigtaður erlendis. Það er hefð- bundin 10% yfirvigt erlendis. Á síðasta ári voru 119 þúsund tonn vigtuð upp úr hafinu erlendis og við þau má a.m.k. bæta 10%, eða 12 þúsund tonnum, þannig að sam- tals er hér um 131 þúsund tonn að ræða. Ef allur fiskur verður vigtað- ur hér, áður en hann er seldur út, þá er hægt að koma í veg fyrir þetta, en tillaga vigtunarnefndar- innar gerir ráð fyrir því. Annað skrefið væri síðan að láta regluna um 20% rýrnun vegna gámaútflutn- ings taka gildi, til þess að jafna aðstöðumuninn." Sjá fyrir sér íslandsmarkað hf. Ef allur fiskur væri boðinn upp á íslenskum markaði, segja þeir félagar sem sjá fyrir sér í fram- tíðinni íslandsmarkað hf. að um mikil margfeldisáhrif yrði að ræða. Fiskurinn yrði að hluta til seldur úr landinu, beint til erlendra kaup- enda og markaðsstarfsemin færðist hingað heim. „Það er ekkert sem skeður á fiskmarkaði í Grimsby, Hull eða Bremerhaven, sem ekki er hægt að fara niður á Faxamark- að á morgnana og sjá. Það sem gefur að líta er fiskur í körum eða kössum, uppboðshaldari og físk- kaupendur. Það er enginn neyt- andi, engin húsmóðir, sem kemur á þessa markaði, hvorki hér né er- lendis og kaupir í soðið. Allt sem gerist úti getum við látið gerast hér á mörkuðunum, auk þess sem hér er vigtað rétt,“ segir Bjartmar. Má ekki skilja heilu byggðirnar eftir lamaðar Fiskverkendurnir í FFF segja að tryggja verði að heilu byggðirnar verði ekki skildar eftir lamaðar, í kjölfar kvótasölu. Það verða að vera einhvers konar átthagafjötrar, bundnir úthlutun kvóta, til þess að tryggja afkomu fólksins í landinu. „Þetta verður líklega ekki ’ leyst nema með auðlindaskatti, sem skapar raunvirði kvótans, en það gerist ekki með þessari fijálsu kvótaverslun, þar sem þeir stóru ráða verðlagningunni og sölsa stöð- ugt undir sig stærri hlut, í skjóli þess fjármagns sem þeir hafa yfir að ráða,“ segir Árni. Félagar í FFF gagnrýna það einnig að stórir útgerðaraðilar eins og Grandi hf. sem hefur um 27 þúsund tonna kvóta ráði verðlagn- ingunni á fiskmörkuðunum. Það skipti ekki sköpum fyrir slíkt fyrir- tæki að kaupa brot af sínu hráefni til vinnslu á mjög háu verði af mörkuðunum. Grandi kaupi megnið af sínum físki á Landsambands- verði af sjómönnum sínum. Vanti fiskvinnslu Granda aukið hráefni, þá sé allt sem falt er keypt á fisk- mörkuðunum, og einfaldlega boðið þar til aðrir hætta að bjóða. Geir hefur mjög ákveðnar skoðanir í þessum efnum: „Grandi er með fasta menn á Faxamarkaði og hefur ítrekað tekið allan þann físk sem á boðstólum er. Hvar eru togararnir hans? Þeir eru í Bremerhaven, Hull og Grimsby að selja afla sinn.“ - En er þetta ekki bara hinn frjálsi markaður, þar sem hæstbjóð- andi fær fískinn? spyr ég. „Jú, jú, en maður skyldi nú ætla að Grandi tæki eitthvað af sínum skipum heim, og sæi sinni fisk- vinnslu þannig fyrir hráefni. Þetta er ekkert annað en djöfulsins tvískinnungur. Þeir hafa mikið meira en nógan fisk úr sínum eigin skipum, til þess að fullnægja hrá- efnisþörf sinnar fiskvinnslu," segir Geir. Þeir stóru kaupa aðeins brot af sínum fiski á fiskmarkaðsverði - En ef þeir telja hagkvæmt að kaupa líka fiskinn á mörkuðunum, hvers vegna ættu menn að agnúast út í það, á hinum fijálsa markaði? Þeir segja að Grandi kaupi fisk- inn alltaf á hæsta verði, og sprengi upp verðið á fiskmörkuðunum. Það geri þeir vegna þess að það sem þeir kaupi á mörkuðunum sé svo lítill hluti af heildarfiskmagninu sem þeir kaupa. „Megnið af sínum þorski kaupir fiskvinnsla_ Granda af sjómönnum sínum á LÍÚ verði. Hvers konar viðskiptasiðfræði er það að Grandi komi inn á fiskmark- aðina og kaupi ufsa á 60 krónur kílóið, á sama tíma óg hann er að borga körlunum hjá sér um borð 50 krónur fyrir kílóið af þorsk? Eða að kaupa þorsk á mörkuðunum á 110 til 120 krónur kílóið, eins og Grandi hefur iðulega gert?“ spyr Árni. „Stóru útgerðaraðilarnir sem landa hjá sjálfum sér kaupa um 90% af sínum fisk af sínum sjómönnum á Landsambandsverði. Því er ekkert mál fyrir þessa stóru að taka síðustu 10% á fiskmörkuðunum á allt að þreföldu LIÚ verði,“ segir Bjartmar. Benda fiskverkendurnir á að þeir sitji alls ekki við sama borð og þeir sem ráði yfir stórum kvóta og geti leyft sér að kaupa lítið brot af fiskn- um á uppsprengdu verði, í skjóli þess að uppistaðan í þeirra fisk- kaupum sé afli þeirra eigin togara, þar sem þeir geti greitt LÍÚ verð fyrir fiskinn. Auk þess sé samning- um Granda hf. við sína sjómenn þannig háttað, að það sé eingöngu karfí og ufsi sem fer á markaðina, en þorskur og ýsa inn í hús á Lands- sambandsverði. Af orðum þeirra FFF manna er ljóst að þeir og þeirra starfsfólk hafa ríka ástæðu til þess að óttast um hag sinn, verði ekki um róttæk- ar breytingar að ræða á næstunni. Þeir hafa bent á að mikilvægt skref í rétta átt, væri að allur fiskur færi yfir innlendan markað. Undir þau sjónarmið tekur Brynjólfur Bjarnason, og segist sjá slíkt fyrir sér í framtíðinni. Vera kann að slíkt reynist erfitt í framkvæmd, einkum hvað varðar ísaðan fisk, sem fiski- skipin flytja út í lestum en ekki í gámum. Hvort og þá hvernig tekst að koma böndum á óhefta kvóta- sölu, er annað mál, en kannski hafa þeir Bjartmar, Árni og Geir á réttu að standa þegar þeir segja: „Það verða að vera einhvers konar átt- hagafjötrar bundnir úthlutun kvóta, til þess að tryggja afkomu fólksins í landinu. „Þetta verður líklega ekki leyst nema með auðlindaskatti, sem skapar raunvirði kvótans.“ _________________________17 Ljóðabrot á ljúfum nót- um og nettum Hljómplötur Ámi Johnsen Ljóðabrot, hljómplata frá Hrynj- andi sem þau syngja á Sif Ragn- hildardóttir, Ingvi Þór Kormáks- son, Guðrún Gunnarsdóttir og Bjarni Arason, er bráðskemmtileg og þægileg plata með ljóðabrotum úr ýmsum áttum. Platan er á undurblíðan hátt blúsdjössuð með ýmsum tilþrifum. Ljóð og textar eru eftir Stein- unni Sigurðardóttur, Magneu Matthíasdóttur, Guðrúnu Guð- laugsdóttur, Sveinbjörn Þorkels- son, Ragnar Inga Áðalsteinsson, Pétur Eggerz, Ingva Þór Korm- áksson, Benny Andersen og Árna Grétar Finnsson, en tónlistin er eftir Inga Þór Kormáksson. Það gætir tilþrifa í mörgum lög- unum á þessari plötu og hún vinn- ur á við frekari kynni, enda afs- lappaður blær yfir henni og hlýleg- ur. Mörg lögin eru hrífandi þó mest kalli lagið Alein á ferð í túlk- un Sifjar Ragnhildardóttur sem ber hinn fjarræna franska tónblæ í rödd sinni þegar hún vill svo við hafa. Lagið Ómissandi^ er einnig skemmtilegt við texta Árna Grét- ars Finnssonar, en í síðustu vísunni segir: Lifðu meðan enn er tími til en týn ei sjálfum þér í dagsins ðnnum. í kirkjugörðum er svo yfirfullt af ómissandi fyrri tíðar mönnum. Guðrún Gunnarsdóttir syngur lagið Ómissandi. Þá er lagið við ljóð Ragnars Inga Aðalsteinssonar, Við úthafsins strönd, gullfallegt við undurfallegt ljóð skáldsins, en ljóðabrotin eru hvert með sínu sniði og raunar er ósanngjarnt að dæma á milli þeirra, því hvert þeirra á hjartalag sem rétt er að rækta með hlustun og vangaveltum um snotra plötu. Góð tilþrif hjá Upplyftingu Upplyfting heldur uppteknum hætti sem á fyrri hljómplötum sínum og stendur fyllilega undir nafni á plötunni Einmana sem er nýkomin út. Þar fer saman góð hljómsveit, góður söngur og ágæt- ir textar og lög. Á plötunni eru 10 lög, bráðgóð mörg og vel flutt. Fyrst skal telja Hvar er partý sem er dúndurgott lag og vel sungið af Sigurði V. Dagbjartssyni. Þá er lagið Einmana með söng Sigrún- ar Evu Ármannsdóttur mjög gott og vel sungið og sama er að segja um söng Sigrúnar Evu, sérstak- lega í lögunum í nótt og Elska þinn mann, lag Sheril Wynetta sem hefur unnið hug og hjörtu landans með góðum lögum og skemmtileg- um söng. Upplyfting hefur orðið mikla reynslu í tónleik og það leynir sér ekki á nýjustu plötunni, sem er allt í senn lipur og skemmtileg með listrænum tilþrifum, enda auðheyrt að þar er á ferð fólk sem tekur starf sitt alvarlega. Einmana Upplyftingar er gott innlegg í tónleik landans á því Herrans ári 1990 og eins og sum- ir eru lagnari en aðrir í að mæla mælt mál þá leikur hljómlistin við hvern fingur Upplyftingarmanna hvort sem það er af fíngrum fram eða vörum. Hljómsveitin er góður stofn og hefur skilað góðri nýt- ingu, eða hver er ætlunin önnur en að skila frá sér áheyrilegri plötu sem stendur fyrir sínu. Einmitt það sem Upplyfting hefur gert. Þú svalar lestrarþörf dagsins ' síöum Moggans!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.