Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 29. DESEMBER 1990 25 á fundi með samstarfsfólki ráðherra á hádegi á laugardag. Tilboðið hljóðaði upp á 134 millj- ónir kr. sem greiddar skyldu með 12 ára skuldabréfum á sjálfskuldar- ábyrgð kaupenda eða með öðrum tryggingum. Því var jafnframt lýst yfir að hópurinn hyggðist safna fleiri aðilum til þátttöku og bjóða út a.m.k. 100 millj. kr. viðbótar- hlutafé. Stóðu áform þeirra til að stofna sérstakt félag um kaupin og ná dreifðri eignaraðild að fyrirtæk- inu. Ásakanir Olafur Ragnar sakar þingmenn um að hafa lekið upplýsingum um tölur endurskoðendanna til sam- starfshópsins eftir fundinn á föstu- dag svo fulltrúar hans gætu soðið saman tilboð sem væri byggt á þessum tölum og nefnir sérstaklega Páll Pétursson í því sambandi. Runólfur og félagar hans segja hins vegar að þarna hafi ráðherra séð sér leik á borði og sýnt eigend- um Drafnars og Egilssíldar tilboð samstarfshópsins svo þeir gætu boðið betur. Róbert Guðfinnsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma er annar aðaleigandi Egilssíldar og stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann segir þessar ásakanir fráleit- ar því tilboð Drafnars og Egilssíldar hafi verið komið fram nokkru fyrr. „Endurskoðandi var búinn að gera úttekt á okkar tilboði og þeim tölum var lekið til samstarfshópsins sem skilaði sínu tilboði inn á laugardag- inn 15. desember. Þessar ásakanir ganga því engan veginn upp,“ seg- ir hann. Fulltrúar samstarfshópsins kepptust áfram við að safna fleiri þátttakendum með sínu tilboði og sendu skeyti með 175 nöfnum í ráðuneytið á miðvikudag en þá var allt um garð gengið. Var-þeim til- kynnt að búið væri að skrifa undir kaupsamninginn og sameiningu Þormóðs ramma, Drafnars og Eg- ilssíldar. Óþörf sameining? Fulltrúar samstarfshópsins mót- mæltu harðlega sölunni og ásaka ráðherra fyrir að hafa komið vel stæðu fyrirtæki í hendur tveggja pólitískra samheija sinna í stað þess að selja Siglfirðingum hlutinn beint. Bæjarbúar hafi ekki áhuga á aðild að Drafnari og Egilssíld. Hin- ir nýju eigendur Þormóðs ramma hafna þessu algerlega. Róbert segir að fæstir þeirra hafi nokkru sinni litið fjármálaráðherra augum áður en skrifað var undir og póiitík komi þar hvergi nærri. Þá hefur verið deilt um mat á stöðu Þormóðs ramma. Segja full- trúar samstarfshópsins að skammtímaskuldir fyrirtækisins hafi verið miklar í vor og vanskil mikil, þegar milliuppgjörið átti sér stað, en staðan hafi gjörbreyst síðari hluta ársins með samningum við lánardrottna. Fjármálaráðherra svarar því til að samstarfshópurinn hafi boðið lægri upphæð í fyrirtækið en eig- endur Drafnar og Egilssíidar og að heildarverðið upp á 150 milljónir hafi verið í hæsta kanti þess mats sem lagt var á virði hlutabréfanna í greinargerð Endurskoðunar hf. Þá hafi mat endurskoðenda á reikn- ingum Drafnars og Egilssíldar sýnt að þau hafi mjög trausta eiginljár- stöðu og séu nánast skuldlaus fyrir- tæki en með sameiningu við Þormóð ramma taki eigendur þeirra mikla áhættu því Þormóður rammi sé stórskuldugur. Tilboð Drafnars og Egilssíldar hafi verið hagstæðara en tilboð samstarfshópsins. Öflugasta at- vinnufyrirtækið fari í hendur heimamanna, almennt hlutafjárút- boð fari fram og miklu hafí skipt að Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna lagði fram baktryggingu fyrir kaup- um Drafnars og Egilssíldar. Óttar Proppé skrifar bréf Sama dag og gengið var frá söl- unni á Þormóði ramma sendi Óttar Proppé, stjórnarformaður fyrirtæk- isins, bréf til allra þeirra sem skrif- að höfðu sig með tilboði samstarfs- hópsins. Þar segir hann m.a.: „Vonast er til að sem flestir Sigl- firðingar telji það skynsamlega fjár- festingu fyrir sjálfa sig og byggðar- lag sitt að taka þátt í ofangreindri hlutaijáraukningu. Eins og áður hefur komið fram munið þið Sigl- firðingar hafa tímabundinn for- gangsrétt að þessu nýja hlutafé, en vitað er að aðilar utan Sigluijarðar hafa áhuga á þátttöku." Runólfur Birgisson mótmælti þessu harðlega í bréfi til Magnúsar Péturssonar, ráðuneytisstjóra, 23. desember. Sagði hann hörmulegt að nafnalistar með tilboðunum skuli hafa borist stjórnarformanni Þor- móðs ramma sem hafi misnotað þessar upplýsingar sem ráðuneyt- inu hafi verið sendar sem trúnaðar- mál. „Við kreijumst þess, að ráðu- neytið biðji 175 Siglfirðinga afsök- unar,“ segir hann í bréfí sínu. Öflugra fyrirtæki Róbert Guðfinnsson, fram- kvæmdastjóri, segir að nýju eigend- urnir vilji allt til vinna að Siglfirð- ingar sameinist um hið nýja fyrir- tæki. Stærra og öflugra sjávarút- vegsfyrirtæki skapi aukna atvinnu og bæti afkomu Siglfirðinga. „Að loknu hlutafjárútboði á Siglufirði eygjum við þá von að koma þessu fyrirtæki í hóp fýrirmyndarfyrir- tækja á borð stærstu sjávarútvegs- fyrirtæki landsins. Við munum sækjast eftir skráningu fyrirtækis- ins á verðbréfasölum því til stendur að bjóða út aukið hlutafé í fram- tíðinni og fá skráningu hjá skattin- um. A komandi ári ætti ársveltan að fara upp í a.m.k. 1.100 milljónir kr.,“ segir hann. Skorradalur: Eldur laus í íbúðarhúsi Grund, Skorradal. ELDUR kviknaði í ibúðarhúsinu í Efri-Hrepp í Skorradal um klukkan 2 aðfaranótt 23. desem- ber. Ikveikjan var útfrá rafmagni og var mikil mildi að ekki hlaust stórtjón af. Hjónin Guðmundur Þorsteinsson og Gyða Bergþórsdóttir voru lengur á fótum en venjulega vegna jóla- undirbúnings. Um kl. 2 eftir mið- nætti fóru þau í bað áður en þau gengu til náða. Um það bil sem þau komu úr baðinu fór rafmagn af hluta hússins. Guðmundur tók vasaljðs og fór að rafmagnstöflu liússins, sem staðsett er í bakgangi, til að athuga livað ylli rafmagnsleysinu. Þegar hann kom inn í ganginn þá sá hann að reyk lagði út um rofa við hurðar- staf og jafnframt gaus á móti honum sterk brunalykt. Þegar hann leit upp í loftdósina þá sá hann að þar var bæði eldur og reykur. Hann brá skjótt við og fór með duftslökkvi- tæki upp á geymsluloft yfir gangin- um og dældi úr því niður um gólf- rifu yfir eldsupptökunum. Að því búnu fór hann aftur niður og sá þá að enn logaði. Þá reif hann loftplöt- ur frá - en þær voru úr trétexi - náði síðan í vatnsslöngu úr þvotta- húsinu og með því að sprauta úr henni heppnaðist loks að ráða niður- lögum eldsins og var slökkvistarfi lokið þegar hjálp barst frá Hvann- eyri, en þar er staðsett deild frá slökkviliði Borgarfjarðardala. Þarna mátti ekki miklu muna því loft ibúðarhússins eru öll úr timbri og lofteinangrun er úr hefilspæni, sem og í allri íbúðinni. Það þarf ekki að spyija hver leikslok hefðu orðið ef eldurinn hefði komist í þann eldmat allan, sem hefði gerst hefðu hjónin gengið til náða á venjulegum tíma. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 21.-27. desember 1990 — Mikið annríki var hjá lög- reglumönnum dagana fyrir jól. Umferð var mikil á aðalleiðum, í kringum stórmarkaði og verslun- armiðstöðvar. Annríkið var því mest fólgið í að aðstoða vegfar- endur við að komast leiðar sinnar eða að fylla út tjónstilkynninga- reyðublöð. Tilkynnt var um 56 umferðaróhöpp síðustu dagana fyrir jól. Um hátíðisdagana var tilkynnt um 28 umferðaróhöpp. Svo virðist sem margir ökumann- anna hafí ekki • ekið með nægi- legri aðgát og ekki tekið tillit til breyttra aðstæðna síðustu dag- ana. Af þessum 82. óhöppum voru 9 umferðarslys. — Síðan á aðfangadag hefur verið tilkynnt um slys á 5 gang- andi vegfarendum, en þeir féllu allir á hálu yfirborðinu utan dyra. Það er því ekki síður ástæða til að vara gangandi fólk við hálk- unni og fara varlega. — A aðfangadag og jóladag veitti lögreglan fötluðu fólki að- stoð við að komast á milli staða, en geta má þess að slík aðstoð er lögreglumönnum ein sú ánægjulegasta sem veitt er. — Dagana fyrir jól voru 22 þeirra ökumanna, sem stöðvaðir voru í akstri, grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis. Enginn þeirra hafði lent í umferðaró- happi. Um hátíðsdaga voru „ein- ungis“ 4 ökumenn grunaðir um hið sama. Einn þeirra hafði lent í umferðaróhappi. — Fremur „léleg nýting“ var á fangageymslunum dagana fyrir jól og um hátíðina. Skýringarinn- ar má sennilega að hluta til leita til þess að áfengisverslanir voru lokaðar á laugardeginum fyrir jól og á aðfangadagsmorgun, en fjöl- margir höfðu dregið innkaupin í þeirri trú að opið yrði í verslunun- um þessa daga. Þeir hinir sömu fengu því tækifæri til þess að sýna á sér betri hliðina allt þetta tímabil með ágætum árangri. Flestir þeir, sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af vegna ölvunar, voru gestir „skemmtistaðanna“ liðna helgi. — Tilkynnt var um 17 innbrot og 11 þjófnaði á tímabilinu. Eitt innbrotanna var tilkynnt skömmu eftir miðnætti á aðfangadag. Á föstudeginum var brotist inn í geymslu fjölbýlishúss og stolið þaðan matvælum til jólanna og handtösku var stolið úr ólæstum bíl í Skeifunni. Á laugardeginum var t.d. brotist inn í kirkju og til- kynnt um þjófnað af perum af jólatrénu við Austurvöll. Á mánu- deginum var tilkynnt um innbrot og þjófnað á áfengi af veitinga- stað. Á jóladag var tilkynnt um innbrot í íþróttahús, í blómaversl- un, á skemmtistað og í verslun. Á annan í jólum var t.d. tilkynnt um innbrot í bíl og á veitingastað. Á miðvikudag voru tvö ungmenni handtekin eftir að hafa brotist inn í skóla í austurborginni. — Talsvert var um að ungt fólk væri staðið að hnupli í Hagkaup- um í Kringlunni dagana fyrir jól. Flest bar það fyrir sig að hlutirn- ir, s.s. bækur, bindi, hljómplötur o.þ.h., væru ætlaðir til jólagjafa. — Nú eru áramótin framundan og vill lögreglan af því tilefni beina þeim tilmælum til fólks að gæta varúðar við meðferð blysa og flugelda. Þá þakkar lögreglan samskiptin á árinu sem er að líða og óskar landsmönnum ölium gleðilegs nýs árs. H F ÁRMÚLA 11 ■ SÍMI 681500 nEIIT7 EAUD Takmarkaður fiöldi DEUTZ-FAHR rúllubindivéla árgerð 1991 til afgreiðslu í desember á hagstæðu haust tilboðsverði. Hafið samband strax. DEUTZ FAHR - D.P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.