Morgunblaðið - 29.12.1990, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
Ambergur Stefánsson,
Borgamesi - Minning
Fæddur 9. október 1897
Dáinn 19-. desember 1990
Hinn 19. desember sl. lést Arn-
bergur Stefánsson á Dvalárheimili
aldraðra í Borgarnesi. Með honum
er genginn einn af frumheijum
bættra samgangna hér á landi á
framanverðri öldinni. Maður sem
ruddi marga brautina í Borgarfirði
og víðar um land, meðan vegir voru
næsta frumstæðir og oftast aðeins
slóðir fyrir hestvagna. Arnbergur
var maður sem aflaði sér meiri
tækniþekkingar en almennt á fyrstu
árum bílaaldar hér á landi og til
hans var leitað þegar þurfti að gera
við eða stilla viðkvæman og vand-
meðfarinn vélbúnað.
Arnbergur Stefánsson var Skag-
fírðingur. Hann fæddist í Sólheima-
gerði í Akrahreppi 9. október 1897,
yngstur barna þeirra Soffíu Guð-
bjargar Björnsdóttur og Stefáns
Péturs Magnússonar. Alsystkinin
voru fjögur, Sveinn Jósef, Karólína,
Guðbjörg og Arnbergur. Elst var
Sigurbjörg. Faðir hennar var Björn
Bjarnason bóndi á Löngumýri. Ekki
varð úr hjónabandi hans og Soffíu
Guðbjargar og þegar Sigurbjörg var
á öðru ári hóf Soffía Guðbjörg bú-
skap á Tyrfingsstöðum í Akra-
hreppi. Hún réð til sín ráðsmann,
Stefán Pétur Magnússon, og nokkr-
um mánuðum síðar gengu þau í
hjónaband. Það var 16. desember
1888. Vorið eftir flutti fjölskyldan
að Sólheimagerði. Arnbergur var
að sögn mjög glaðsinna barn og
unglingur og sú lyndiseinkunn
fylgdi honum alla tíð. Þungar sorg-
ir urðu hlutskipti fjölskyldunnar er
eldri sonúrinn, Sveinn Jósef,
drukknaði í Hérðasvötnum aðeins
18 ára gamall en Guðbjörg systir
hans lést á sóttarsæng, éinnig á
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
unga aldri. Hin systkinin urðu öll
langlíf. Sigurbjörg giftist Jóni
Hannessyni bónda í Deildartungu,
Borgarfirði. Hún lést 97 ára. Kar-
ólína giftist Sæmundi Eggertssyni
frá Leirárgörðum. Hún varð 94
ára. Arnbergur kvæntist Þorgerði
Hállmundsdóttur. Hann varð 93
ára.
Arnbergur Stefánsson flutti úr
Skagafirði ásamt móður sinni vorið
1914. Faðir hans var þá látinn.
Hann dó 30. maí l913. Báðar syst-
urnar fluttar úr héraðinu. Hart var
í ári á Norðurlandi á þessum tíma.
Vorið 1906 höfðu foreldrar Arn-
bergs neyðst til þess að bregða búi
og fara í húsmennsku. Heimilið á
Sólheimagerði sundraðist. Eldri
börnunum var komið til vinnu á
heimilum sem betur voru sett á
þessum erfiðu tímum.
Eftir að Arnbergur og móðir
hans komu í Borgarfjörð voru þau
í Deildartungu hjá Sigurbjörgu og
Jóni Hannessyni.
Arnbergur stundaði nám í
Hvítárbakkaskóla veturna 1917-
1919 og þótti afbragðs námsmað-
ur. Veturinn 1918 gekk mikil plága
yfir ísland, spánska veikin svokall-
aða. Hvítárbakkaskóli breyttist á
nokkrum vikum í sjúkrahús. Miklir
kuldar þennan vetur juku á erfið-
leika. Það varð til bjargar, að stutt
var til læknis á Stafholtsey, en þar
var Jón Biöndal læknir ávallt reiðu-
búinn til hjálpar. Enginn sími var
á bæjunum og varð sendimaður,
oftast gangandi, að sækja lækninn,
sem einnig kom gangandi í sjúkra-
vitjanirnar. Ekki var lát á veikind-
um í Hvítárbakkaskóla þennan vet-
ur og flestir voru nemendur fölir
og veiklulegir þegar skóla lauk um
vorið.
Um þetta leyti höfðu tíu bændur
í Borgarfirði bundist samtökum um
að kaupa vörubíl. Tilgangurinn var
að flytja nauðsynjar úr Borgarnesi
að Kljáfossbrú, en þangað náði
bílfær vegur. Þeir leituðu til Arn-
bergs, buðu honum að verða
bílstjóri á þessum fyrsta vörubíl,
sem kom í Borgarfjörð. Arnbergur
tók þessu boði, fór til Reykjavíkur
og lærði á bíl hjá Jóni Sigmunds-
syni, sem þá rak litla bílaviðgerða-
stöð í bakhúsi við Laugaveg 20. Jón
hafði dvalið í Bandaríkjunum og
unnið í Ford-bílaverksmiðjunum.
Hjá þessum manni lærði Arnbergur
nú bílaviðgerðir og bílstjórn. Sjálfur
kenndi Jón nemendum sínum ýmis-
legt bóklegt um bílvélar og gang-
verk og annaðist einnig verklega
kennslu á verkstæðinu, en hafði
mann í vinnu við að kenna akstur-
inn. Arnbergur tók bílprófið 21.
maí 1920 og nokkru síðar ók hann
vörubílnum sína fyrstu ferð frá
Borgarnesi að Kljáfossbrú, þar sem
eigendur bílsms, sem flestir voru
bændur I Reykholtsdal, biðu hans.
Vegirnir, sem lágu um þetta leyti
frá Borgarnesi upp í Norðurárdal
og um Kljáfossbrú í Reykholtsdal,
voru frumstæðir. Arnbergur sagði
svo frá síðar, að oft hefði bíllinn
fest svo illa að allan varninginn
varð að bera af honum, stundum
þrisvar í ferð. Arnbergur ók vöru-
bíl bændanna í eitt ár, en þá varð
að samkomulagi að hann keypti af
þeim bílinn og annaðist flutninga
fyrir þá áfram. Hann fór enn til
Reykjavíkur og ,tók þá meirapróf
sem veitti réttindi til farþegaflutn-
inga og til kennslu á bíl. Hann
keypti einnig fólksbíl. Bílaútgerð
og flutningar urðu aðalævistarf
hans þaðan í frá.
Arnbergur kvæntist 20. maí
1925 glæsilegri stúlku, Þorgerði
Hallmundsdóttur frá Eskiholti. Hún
fæddist 13. október 1899, dóttir
Hallmundar Halldórssonar sem var
ættaður úr Dalasýslu og Arnfríðar
Sveinsdóttur, borgfirskrar ættar.
Þorgerður hafði 12 ára gömul farið
til vistar á heimili Jóns kaupmanns
frá Svarfhóli og konu hans og vat'
þar til heimilis uns hún giftist.
Þau Arnbergur og Þorgerður eða
Bergur og Gerða, eins og þau voru
kölluð daglega, byggðu sér hús
miðsvæðis í Borgarnesi, sem eftir
að göt'uheiti og númer voru tekin
upp er Berugata 10.
Borgarnes vat' ungum systur-
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
Í1.FLB1985
Hinn 10. janúar 1991 er tólfti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 12 verður frá og með 10. janúar nk. greitt sem hér segir:
Vaxtamiðimeð 5.000,-kr. skírteini kr. 487,00
Vaxtamiðimeð 10.000,-kr. skírteini kr. 974,00
___________Vaxtamiöi með 100.000,- kr. skírteini_kr. 9.740,00_
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júlí 1990 til 10. janúar 1991 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 2969 hinn 1. janúar 1991.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Inníausn vaxtamiða nr. 12 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúar 1991.
Reykjavík, 29. desember 1990
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
börnum Arnbergs frá Akranesi
tnikið ævintýraland. Þarna var gott
að koma og dvelja nokkra daga í
senn. Arnfríður, móðir Þorgerðar,
var í heimili hjá ungu hjónunum
meðan henni entist aldur, mikil
gæðakona og barngóð. Dóttur-
dæturnar, Hulda, fædd 1927, og
Elsa, fædd 1936, voru að sjálfsögðu
augnasteinarnir. Þarna var mikið
um að vera og bílarnir fjórir sem
húsbóndinn átti og gerði út voru
ungum dreng af Skaganúm stór-
fenglegri en orð fá lýst. Bílstjórarn-
ir voru sumir hvetjir heimilismenn
um lengri eða skemmri tíma, svo
að sjálfsögðu var mikið um að vera
á mannmörgu heimili. Þá var
vindmillan á hæðinni fyrir ofan
húsið ekki síður merkileg. Áður en
rafvæðing sveitanna varð að veru-
leika varð að hlaða rafgeyma vegna
útvarpstækjanna. Arnbergur
smíðaði vindrafstöð og hlóð raf-
geyma bænda og annarra gegn
vægu gjaldi. Þá var ekki síður for-
vitnilegt að litast um í bílageymsl-
unni, sem var um leið verkstæði.
Þarna fékkst húsbóndinn við
margvísleg og flókin tæki sem kom-
ið hafði verið í viðgerð og hann
amaðist ekki við því þó að drengur-
inn spyrði í sífellu til hvers þessir
hlutir væru. Alltaf sama ljúf-
mennskan og léttleikinn og skapið
góða.
Það leiðir af líkum að margir
leituðu til Arnbergs til að læra á
bíl. Hann var um áratugi mikilvirk-
ur ökukennari í Borgarnesi og einn-
ig á Akranesi. Bæði var um að
ræða kennslu til minnaprófs og
meirapt'ófs. Enda þótt kennslan
væri aukastarf skipta nemendurnir
hundruðum.
Þegar bílaviðgerðir urðu iðngrein
hlaut Arnbergur réttindi bílvirkja,
enda flestum færari í greininni.
Eftir að hann dró úr bílaútgerð
starfaði hann á bílaverkstæði Kaup-
félags Borgfit'ðinga og síðar í
áhaldahúsi Borgarneshrepps. Eftir
langan starfsdag fluttu þau Þor-
gerður og Arnbergur át'ið 1987 úr
húsi sínu við Berugötu 10 og gerð-
ust vistmenn á Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi. Þau voru lengst
af við allgóða heilsu. Dætur þeirra,
tengdasynir og barnabörn létu sér
annt um þau og heimsóknir voru
tíðar. Hulda er gift Þorvaldi Þor-
valdssyni bifreiðarstjóra í
Reykjavík. Þau eiga fjögur börn.
Elsa er gift Gísla Sumarliðasyni
skrifstofumanni í Borgarnesi og
eiga þau tvö börn.
Þau Arnbet'gur og Þorgerður
bjuggu í farsælu hjónabandi þar til
hún lést í apríl 1990. Það urðu því
aðeins nokkrir mánuðir milli ferða
þeirra hjóna yfir móðuna miklu.
Arnbergur Stefánsson var að
mörgu leyti mjög sérstakur maður.
Hann var einn þeirra sem ruddi
brautina fyrir þá sem eftir komu í
fleiru en einu tilliti. Hjálpsemi hans
og góðvild var sérstök. Hann hafði
ungur fengið að kenna á harðræði
lífsins á bernskuslóðunum, sem
þrátt fyrir það voru honum og systr-
um hans kærar. Hann hafði ungur
gengið á vit tæknialdarinnar, sem
þá var upp runnin á Islandi. Gérð-
ist þá þegar sókndjarfur.liðsmaður
og vann af djörfung og færni að
tæknivæðingunni á samgöngusvið-
inu. Hann var einn þqirra aldamóta-
manna sem gladdist yfir bættum
hag þjóðarinnar og lagði sitt pund
á þá vogarskál án þess að spytja
um daglaun að kveldi. Slíkra er
gott að minnast.
Við Mæzý sendum Huldu, Elsu
og ijölskyldum þeirra samúðat'-
kveðjur.
Sveinn Sæmundsson
Kveðjuorð:
Jóhanna Birna Helga-
dóttir, Fremstagili
Fædd 6. júlí 1911
Dáin 21. desember 1990
Sælir eru hógværir því að þeir munu landið
erfa. (Matt. 5.5.)
Það er ekki að ástæðulausu að
þetta orð hefur leitað á hugann
eftir að við fengum að vita að hún
Birna á Fremstagili hefði sofnað
svefninum langa þann 21. desembet'
eða í lok jólaföstu.
Við áttum því láni að fagna að
kynnast henni 5-6 síðustu æviár
hennar, eða þann tíma við höfum
verið búsett á Blönduósi. Yngsta
dóttir okkat' var aðeins á fyrsta ári
þegar við fórum í fyrstu heimsókn-
irnar á Fremstagili, og þar sem við
búum fjarri nánasta skyldfólki og
öfum og ömmum var hjartahlýjan
frá Birnu vel þegin, og fór Laufey
Fríða okkar ekki varhluta af henni.
Þrátt fyrir mikið barnalán og fjölda
barnabarna og barnabarnabarna
hafði Birna rúm í hjarta sínu fyrir
lítinn telpuhnokka sem hafði ekki
tækifærit il að heimsækja ömmur
sínar í önn hversdagsins. Þegat' við
hjónin höfum þurft að bregða okkur
frá hvort sem um lengri eða
skemmri tíma var að ræða, var
ávallt jafn auðsótt að Laufey Fríða
fengi að dvelja á Fremstagili, þar
sem'hún fann sig örugga og vel-
komna. Fyrir það langar okkur að
færa þakkir.
Birna var hljóðlát kona í marg-
menni og bar ekki tilfinningar sínar
eða skoðanit’ á torg, en í samræðum
þar sem fáir voru saman komnir
duldist okkur ekki að hún var greind
kona og vitur. Hún átti lifandi trú,
sem hún kappkostaði að lifa í sam-
ræmi við. Störf sín vann hún af
einstakri natni og alúð, og hvenær
sem okkur bar að garði streymdi
þessi hlýja frá henni sem mun ylja
okkur áfram. Án þess að ætlast til
þess ávann hún sér virðingu í hug-
um okkar. Um kýrnar sínat' talaði
Birna með sömu hlýjunni og væri
ekki að undra þótt þær söknuðu
handtakanna hennar.
Birna kveið ekki ferðalaginu
langa. Hún vissi að hún átti örugga
heimkomu í nýju föðurlandi. Hún
fékk að starfa fram á síðustu stund.
Kallið kom óvænt og söknuður ást-
vina hennar er sár. En um leið
hljómar r eyru okkar fagnaðarboð-
skapurinn um frelsara mannanna
og fyrirheit um nýtt föðurland sem
við öll megum erfa.
Við þökkum Guði fyrir Birnu
Helgadóttur og megi bænir hennar
blessa alla ástvini hennar.
Elín, Guðm. Ingi og dætur.
Hinn 21. desember sl. andaðist
á heimili sinu, Fremstagili í Engi-
hlíðarhreppi, Birna Helgadóttir
fyrrum húsfreyja þar.
Birna var fædd 6. júlí 1911 á
Kirkjubóli, býli er var skammt frá
Víðimýri í Skagafirði. Foreldrat'
hennar voru Helgi Guðnason er
ættaður var úr Bárðat'dal og kona
hans, Sigurbjörg Jónsdóttir ey-
firskrar ættar. Birna var yngst ijög-
urra alsystkina og átti auk þess
þijú hálfsystkini yngri. Öll eru þessi
systkini nú látin nema eitt.
Móður sína missti Birna þriggja
ára, en dvaldist áfrarn með föður
sínum og seinni konu hans Maríu
Björnsdóttur á nokkrum stöðum í
Skagafirði til 14 ára aldurs, en
fluttist þá til Akureyrar og dvaldist
þar við ýmis störf, þar til hún kom
sem kaupakona vorið 1935 vestur
í Laugadal að Fremstagili til Hilm-
ars Frímannssonar, er þá vat' bóndi
á Fremstagili.
Sem af líkum má ráða var ekki
um skólagöngu hjá Birnu að ræða
utan hins hefðbundna barnaskóla-
náms.
Á Akureyri dvaldist hún hjá
frændfólki sínu og átti þar gott
atlæti og góð ár, en að sjálfsögðu
varð hún að fara að vinna strax
og hún gat sér til framfæris, því
snemrna mun það hafa orðið hennar
takmark að sjá fyrir sér sjálf, halda
sérstaklega vel á því sem aflaðist
og gjat-nan frekar miðla öðrum en
1
-