Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.12.1990, Blaðsíða 42
HANDKNATTLEIKUR / NM STULKNA MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 29. DESEMBEIl 1990 ÍÞfémR FOLK ■ BRYAN Robson hefur staðið sig yel í síðustu tveimur leikjum Manchester United og komið á óvart, en hann hefur verið frá í hálft ár vegna meiðsla. Alex Ferguson segir að gengi United standi og falli með fyrirliðanum. ■ JIMMY Ca.se og Russell Os- man verða með Southampton í dag gegn Tottenham, en þeir hafa ekki leikið í síðustu leikjum vegna meiðsla. H ÞRIR sóknarmenn Norwich eru meiddir og verða tæplega með í Coventry. Það eru þeir Robert Fieck, Robert Rosario og Lee Power. ■ NIGEL Jemson og Steve Hodge eru meiddir og missa senni- lega af leiknum gegn Manchester City. ■ WAYNE Clarke og Clive AI- len verða tæplega með Manchester City vegna meiðsla. H PETER Shilton hefur. verið meiddur en gerir allt sem hann getur til að vera í marki Derby gegn Everton í dag. Tap h.efur ekki átt sér stað í síðustu sjö heimaleikjum Co- ventry gegn Norwich. Heimamenn hafa unnið fimm, en tvisvar hafa liðin gert jafntefli. ÆT Ottinn hjá Derby eykst með hverri heimsókn á Goodison Park. Everton hefur sigrað í þeim þremur leikjum, sem liðin hafa leik- ið þar á síðustu 10 árum og marka- talan er 6:1. Leeds hefur mætt Wimbledon fjórum sinnum heima eða úti síðan 1980, unnið tvisvar og gert jafntefli í hinum leikjunum, en markatalan er 10:4. Fögnuður Chelsea var mikill eft-. ir leikina gegn Luton í fyrra, en Chelsea vann báða. Róðurinn hjá Manchester City hefur verið erfiður í Notting- ham síðan 1980. Forest hefur unn- ið fjóra leiki, tapað einum og einu sinni var jafntefli. E1 hefur ekki komið í veg fyrir að QPR hefur unnið báða hei- maleikina gegn Sunderland síðustu 10 árin. Tottenham gerði jafntefli í Sout- hampton í fyrra, sigraði 1988, en hefur annars tapað í firhm af síðustu sjö leikjum á The Dell. Tipparar hafa oft lent í erfiðleik- um með leiki í 2. deild, en Bri- stol City og Middlesbro gerðu 1:1 jafntefli í Bristol í eina leiknum síðan 1980. Ian Liversedge, sjúkraþjálfari Oldham, hefur ekki séð lið sitt tapa á heimavelli Millwall í 10 ár. Robson gerði átta mörk fyrir Wolves í deildinni í fyrra, en þá vann liðið WBA 2:1 í báðum innbyrðis leikjunum. ÍÞR&mR FOLK H JEAN Fernandez, þjálfari Nice, hefur sagt upp eftir áskorun frá stuðningsmönnum liðsins. „Allt frá fyrsta leiknum hafa áhorfendur vilja losna við mig,“ sagði Fern- andez. Liðið byijaði illa en hefur ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum og er nú í 14. sæti. Jean- Noel Huck tekur við liðinu og stjórnar því í næstu leikjum. H ANDREAS Brehme kemur- aftur inní lið Inter Mílanó fyrir leik liðsins gegn Sampdoria á morgun. Juventus mætir AC Mílanó en tvo sterka leikmenn vantar í liðin. Roberto Baggio verður ekki með Juventus vegna meiðsla og Marco van Basten er ekki í liði AC Mílanó vegna veik- inda. Um helgina HANDBOLTI Tveir leikir verða í Flugleiða- mótinu í handknattleik í Laugar- dalshöll í dag. Kl. 15 leika Nor- egur og Svíþjóð og kl. 17 ísland og Japan. Mótinu lýkur á morg- un, sunnudag. Þá leika Noregur og Japan kl. 18 og ísland og Svíþjóð kl. 20. Norðurlandamóti stúlkna lýk- ur í Kaplakrika í dag. Kl. 14 leika Danmörk og Svíþjóð og kl. 16 Noregur og ísland. KÖRFUBOLTI Þriðji leikur Islands og Dan- merkur á jafnmörgum dögum verður í íþróttahúsi Vals að Hlíðarenda í dag og hefst kl. 16. FRJÁLSIÞRÓTTIR í dag verður haldið innan- hússmót í fijálsum íþróttum í íþróttahúsinu á Selfossi. Ára- mót er það kallað og hefst kl. 14. Képpt verður í stökkgreinum og kúluvarpi. Gamlárshlaup ÍR fer fram mánudaginn 31. desember, 15. árið í röð, og er öllum ogið. Skráning byijar kl. 13 við ÍR- húsið við Túngötu gegnt Landa- kotsspítala og þar hefst hlaupið kl. 14. Vegalengd er um 9,5 km, en hlaupið verður eftir Túngötu, Holtsgötu, Ánanaustum, Eiðs- granda, Norðurströnd, 'Lindar- braut, Suðurströnd, Bakkavör, Skólabraut, Nesvegi, Ægissíðu, Lynghaga, Suðurgötu og Tún- götu, en endamark er á sama stað og rásmark. Hlaupið verður notað sem viðmiðun vegna vals á HM í víðavangshlaupi, sem fer fram í Belgíu í mars. BORÐTENNIS Borðtennismót Víkings og Arnarborgar hf. verður haldið í TBR húsinu á morgun, sunnu- dag. 2. fl. karla byrjar kl. 11, 1. fl. kárla kl. 13, 1. fl. kvenna kl. 14, mfl. karla og kvenna kl. 16. Keppt verður í punkta- keppni. Þátttaka tilkynnist í s. 36862, 51775, 652618 eða 25268, en dregið verður í riðla í herbergi BTI í dág kl. 11. SIGLINGAR Siglingafélagið Ymir heldur síðasta mót ársins í Fossvogi í dag kl. 10. Sigldar verða þrjár umferðir ef veður leyfir. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lok, lok og læs. Sænsku stúlkurnar Karin Nilsson og Jessica Carlsson ná að stöðva Hörpu Magnúsdóttur í leiknum í ga;r. Skellur gegn Svíum Þetta eru óvönduð vinnubrögð og árangurinn eftir því. Við vissum það fyrir mótið að við stæð- um þessum þjóðum langt að baki hvað varðar reynslu og æfingu. Þess vegna stefndum við að því að sleppa við skelli en það tókst ekki,“ sagði Gústaf Björnsson, þjálfari stúlknalandsliðsins, eftir ellefu marka tap gegn Svíþjóð á Frosti B. Eiösson skrifar Island-Svíþjóð 14:25 íþróttahúsið Kaplakrika, Norðurlanda- mót stúlkna í handknattleik, föstudag- inn 28. desember 1990. Gangur leiksins: 3:8, 3:10, 6:12, 8:14, 11:20, 14:25. Mörk íslands: Halla M. Helgadóttir 8/5, Harpa Magnúsdóttir 2, Hulda Bjarnadóttir, Herdís Sigui-bergsdóttir, Auður Hei-mannsdóttir og Matthildur Hannesdóttir eitt hver. Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 3, Fanney Rúnarsdóttir 3. Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Svíþjóðar: J. Carlsson 7/4, Á. Eiiksson 4, K. Nilsson 3, M. Ohlsson, M. Norén, A. Lungdahl og K. Carlsson 2 hver, L. Ohlsson, C. Eriksson og U. Karlsson eitt hver. Varin skot: H. Gárlid 9. lltan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Ole Strand og Björn Börre- son, Noregi. Danmörk-Noregur 24:12 Norðurlandamótinu í gær. íslensku stúlkurnar höfðu í fullu tré við þær sænsku fyrstu tíu mínút- ur leiksins en eftir það fylgdi fimm- tán mínútna leikkafli þar sem ekk- ert gekk upp hjá íslenska liðinu — það sænska skoraði sjö mörk í röð og breytti stöðunni í 3:10. I síðari hálfleiknum héldu sænsku stúlkurnar uppteknum hætti og það er því ljóst að liðið mætir Dönum í hreinum úrslitaleik KNATTSPYRNA í dag. ísland og Noregur hafa bæði tapað báðum leikjum sínum til þessa og leikur þeirra kemur því til að ráða því hvort liðið hafnar í þriðja sæti á mótinu. Eftir hinn slæma kafla í fyrri hálf- leik virtust íslensku stúlkurnar aldr- ei ná upp baráttu og varnarleikur liðsins var mun slakari heldur en í leiknum við Dani. Bjarni þjálfar Ómar spilar Bjarni Jóhannsson þjálfar lið Grindavíkur í 2. deildinni í knattspyrnu en ekki Ómar Torfason eins og sagt var í blaðinu fyrir skömmu. Ómar leikur með liðinu og þjálfar yngri flokka en Bjarni sér um þjálfun meistaraflokks. Bjarni ságði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði orðið fyrir nokkr- um óþægindum og strax sama morgun og fréttin birtist fengið tilboð frá nokkrum liðum. Ólafur Ólafsson, sem lék með Víkingi, hefur einnig gengið til liðs við Grindvíkinga. Hann á að baki rúmlega 30 leiki í 1. deild. GETRAUNIR 1 X 2 Fjórfaldur pottur Þrjártil fjórar milljónir til skiptanna POTTURIIMIM hjá íslenskum getraunum verður fjórfaldur í dag og hefur slíkt ekki gerst fyrrá starfsárinu. Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Getrauna, sagði að gera mætti ráð fyrir þremur til ljórum milljónum í pottinum eða helmingi hærri upphæð en mest hefur verið í haust. I síðustu viku kom fram 41 röð með 11 réttum leikjum og gaf hver 10.478 krónur í vinning. 10 réttir gáfu 765 krónur. Leikur vikunnar hjá Sjónvarpinu verður viðureign Manchester Un- ited og Aston Villa á Old Trafford. United hefur aðeins tapað einum af síðustu níu heimaleikjum gegn Villa, tvisvar hafa liðin gert jafn- tefli og markataln í leikjunum níu er 25:9 heimamönnum í hag. Staöan á ýmsum tímum Hálfleikur Urslit Mín spá 1 x 2 12 réttir leikv. rf't' Coventry City : Norwich City ■ Everton : Derby County Leeds Utd. : Wimbledon Luton Town : Chelsea Manchester Utd. : Aston Villa □ Notth. Forest : Manchester City Queens Park R. : Sunderland Southampton : Tottenham Bristol City : Middlesbro Millwall : Oldham Watford : Swindon Town West Brom. Alb. : Wolves

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.