Morgunblaðið - 11.01.1991, Page 10

Morgunblaðið - 11.01.1991, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991- Námskeið um hjóna- bandið haldin í Kirkju- lundi og Bústaðakirkju NÁMSKEIÐ um hjónabandið og fjölskylduna verða haldin í Kirkjulundi, félagsheimili Keflavíkurkirkju, og í Safnaðar- heimili Bústaðakirkju dagana 13.- 16. janúar næstkomandi. Námskeiðið er i fyrirlestraformi og verður mál fyrirlesarans, Evind Froen, túlkað jafnóðum á íslensku. hjónabandið og fjölskylduna í Gler- árkirkju á Akureyri, í Húsavíkur- kirkju og Siglufjarðarkirkju. Skráning á námskeiðið í Kirkju- lundi er hjá Ragnari Snæ Karlssyni í Keflavík, en þeir sem sækja vilja námskeiðið í Bústaðakirkju geta snúið sér þangað. (Úr fréttatilkynningu) Evind Froen Námskeiðið í Kirkjulundi hefst á sunnudaginn, 13. janúar og því lýk- ur mánudagskvöldið 14., en í Bú- staðakirkju verða námskeiðin hald- in á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld í næstu viku. Á námskeiðunum verður fjallað um hjónabandið og fjölskylduna og hvernig hægt er að styrkja samband og auðvelda tjáskipti hjóna og koma í veg fyrir misskilning og árekstra. Evind Froen er hjónabands- og fjölskylduráðgjafi frá Noregi. Hann er kunnur kennari og fyrirlesari í heimalandi sínu og víða um heim. Hann hefur haldið námskeið um Sýningar í Hafnarborg í HAFNARBORG stendur ný yfir sýning á verkum eftir nemendur við Flensborgarskóla i Hafnarfirði. Sýningin var opnuð 20. des. sl. í tilefni af útskrift nýstúdenta frá skól- anum sem fram fór í Hafnarborg. Hér er um að ræða sýnishom af vinnu nemenda í myndmenntavali síðasta áratuginn. Sýningin stendur til 27. janúar nk. í kaffístofu Hafnarborgar er sýn- ing á verkum eftir tólf hafnfírska listamenn. Þau eru: Aðalheiður Skarphéðinsdóttir, Elin Guðmunds- dóttir, Gestur Þorgrímsson, Gunn- laugur Stefán Gíslason, Janos Probstner, Jóna Guðvarðardóttir, Kristrún Agústsdóttir, Pétur Bjarna- son, Rúna, Signður Erla Ágústsdótt- ir og Sverrir Ólafsson. í Sverrissal eru til sýnis verðlauna- tillögur úr samkeppni er fram fór um byggingu tónlistarskóla og safn- aðarheimilis við Hafnarfjarðarkirkju. Opnunartími í Hafnarborg er frá kl. 14-19 alla daga nema þriðjudaga. Kaffistofan er opin daglega frá kl.- 11-19. Flugleiðir: Farþegum í áætlunarflugi fjölgaði um 7,6% árið 1990 HEILDARFJÖLDI farþega sem Flugleiðir fluttu í áætlunarflugi á síðasta ári er áætlaður 736.681 en voru 684.541 árið 1989. Þetta þýðir aukningu um 52.141 farþega eða 7,6% heildaraukningu í áætl- unarfluginu. Heildartölur fyrir leiguflug Flugleiða á síðasta ári liggja ekki endanlega fyrir en gert er ráð fyrir að fjöldi farþega þar hafi verið svipaður og 1989 eða um 48.500. Heildarfarþegafjöldi Flugleiða í fyrra var því um 785.000 farþegar. Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir þetta vera bráða- birgðatölur þar sem enn liggi ekki alveg fyrir tölur desembermánaðar sökum þess hversu stutt er liðið frá áramótum. Farþegum hefur íjölgað á öllum þeim svæðum sem Flugleiðir fljúga til. Á milli íslands og Norðurland- anna er áætlað að 143.373 farþeg- ar hafi flogið á síðasta ári með Flug- leiðum en árið 1989 var samsvar-. andi fjöldi 132.712. Milli íslands og Norðurlandanna er aukningin 8%. Milli íslands og annarra Evrópu- landa en Norðurlandanna flugu í fyrra 183.357 farþegar en voru 158.593 árið 1989. Þar er því aukn- ingin 15,6%. Farþegar í Norður-Atlantshafs- flugi Flugleiða eru áætlaðir 153.154 á síðasta ári en voru árið áður 140.999. í Norður-Atlants- hafsfluginu er því aukningin 8,6%. í innanlandsflugi Flugleiða voru farþegar 256.797 en voru 1989 252.237. Þar er því aukning um 1,8%. Einar sagði hlutfallslega mestu aukninguna hafa orðið í fluginu til Mið-Evrópu en einnig væri ánægju- legt að farþegum fjölgaði nú á ný í Norður-Atlantshafsfluginu en þar hefði verið samdráttur árin á und- an. Væri aukningin í því flugi að miklu leyti til frá Norðurlöndunum og sérstaklega áberandi í tengslum við Baltimore-flugið frá Stokk- hólmi. Útlitið væri líka gott fyrir fyrri hluta 1991 - bókanir næstu þrjá mánuði eru 54% meiri en í fyrra. Heildartekjur Flugleiða á síðasta ári námu um tíu milljörðum króna og gert er ráð fyrir að félagið muni skila rekstrarhagnaði í fyrsta skipti í fjögur ár. Bestu þakkir sendi ég öllum þeim, sem heiÖr- uðu mig í tilefni 60 ára afmœlis míns á gamlárs- dag, með gjöfum og hlýjum kveðjum. Guðmundur Kristinsson, Bankavegi 2, Selfossi. ENN TILBOÐ 3000 steikur seldust í desember. Það tryggir okkur hagstæðari innkaup í janúar og febrúar. Pið njótið góðs af. N AUTAGRILLSTEIK MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU, KRYDDSMJÖRI OG GRÆNMETI kr. 690.- SVÍNAGRILLSTEIK MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU, KRYDDSMJÖRI OG GRÆNMETI kr. 650.- uu/ jaríinn Sparileiðir Islandsbanka fœra þér vœna ávöxtun! Á síbastlibnu ári nutu sparifjáreigendur góbra vaxtakjara hjá íslandsbanka. Ávöxtun Sparileibanna árib 7 990 var þessi: Sparileiö '/ Sparileiö Sparileiö Sparileiö > > Ársávöxtun 10,8%- 11,4% 11,1%- 12,0% 13,31% 10,17% Raunávöxtun 3,4% - 3,9% 3,7% - 4,6% 5,75% 6,10% Ávaxtaðu sparifé þitt á árangursríkan hátt. Farðu þínar eigin leiðir í sparnaði! ISLANDSBANKl - t takt við nýja tíma!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.