Morgunblaðið - 11.01.1991, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.01.1991, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. JANUAR 1991 Nei, ráðherra Svar til Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðisráðherra eftir Guðmund Hallgrímsson Á miðri jólaföstu fékk ég svar frá ráðherra við grein er ég ritaði í lok október sl. og birtist í Mbl. 3. nóv. Ég er sammála mörgum sem komið hafa að máli við mig um að greinin sé vart sæmandi ráðherra. Hann gerir mér upp orð og skoðanir sem eiga ekki við nokkur rök að styðj- ast. Ég tel mig tilneyddan að svara ráðherra þar sem hann sakar mig um að hafa farið með helber ósann- indi. Þar á ráðherra við tilvitnun mína í samtal mitt við Halldór Ásgr- ímsson sjávarútvegsráðherra og Finn Ingólfsson þar sem þeir héldu að þeir gætu skírskotað til eigin- hagsmuna minna varðandi tillögu- flutning í lyfjaverðlagsnefnd. Ég lýsi því hér með aftur yfir að ég stend við fyrri fullyrðingu mína, enda er hún sannleikanum samkvæm. Ég hef í sambandi við áburð ráð- herra spurt sjálfan mig aftur og aftur hvort stjórnmál séu virkilega komin á svo lágt stig að menn vilji ekki lengur standa við orð sín ef þau eru óþægileg fyrir viðkomandi. Ég er í þeirri erfiðu aðstöðu að ég var einn á móti tveimur þekktum stjórn- málamönnum (annar reyndar þekkt- ur af endemum) og hef því ekkert vitni að samtali okkar. Guðmundur Bjarnason segir að umrætt samtal hafi verið trúnaðarsamtal. Mér var ekki kunnugt um það og hveiju þurfti að leyna eða tala um í trúnaði? Undanfarið hefur Halldór Ás- grímsson verið auglýstur sem pred- ikari í kirkjum, enda^eflaust sæmi- legur predikari. Sem slíkur og sem fyrrverandi kirkjumálaráðherra veit ég að hann þekkir vel 8. boðorðið. Hvað raunverulega fór fram í sam- tali okkar Halldórs verðum við báðir að eiga við Guð og samvisku okkar því ég geri lítið með umsögn Finns Ingólfssonar. Kannski eiga hér vel við hin fleygu orð Sókratesar þegar hann sagði „Sá sem ætlar verulega að taka málstað réttlætisins verður að lifa embættislaus og skipta sér ekki af stjómmálum". Ég tel að hinn langi valdaferill Framsóknarflokks- ins sé farinn að sljóvga siðgæðisvit- und ráðamanna hans svo að þeir þurfi að komast í ærlegt frí og fara í rækilega naflaskoðun. Siðblinda hvers? Guðmundi Bjarnasyni verður tíðrætt um störf mín í lyfjaverðlags- nefnd sem eiga að hafa mótast af siðblindu og eiginhagsmunapoti. Ég get ekki gert að því þótt það setji að mönnum hlátur þegar þeir heyra framskóknarmenn væna aðra um eiginhagsmunapot. Ég skal í örstuttu máli gera grein fyrir „meintu hagsmunapoti" mínu í nefndinni. Ég hef setið u.þ.b. 6 ár í lyfjaverðlagsnefnd og hef aldrei á því tímabili stutt tillögu um hækkun heildsöluálagningar, hinsvegar hef ég stutt allar tillögur formanns nefndarinnar um lækkun m.a. um 20% á árinu 1990. Ég tek hinsvegar eftir því að Guðmundur Bjarnason nefnir ekki þá staðreynd að eitt sinn er ágreiningur varð í nefndinni ák- vað ráðherra að halda óbreyttri álagningu en ekki tækka hana eins og hann gat gert. Hverra hagsmuna var hann þá að gæta? Á síðasta átakafundi í lyíjaverðlagsnefnd var fulltrúi lyfjavöruhóps félags íslenskra stórkaupmanna (sem ég er félagi í) flokksbróðir Guðmundar Bjarnasonar. Ég hef rökstuddan grun um að þessi fulltrúi hafi rætt Guðmundur Hallgrímsson „Ég- get ekki gert að því þótt það setji að mönnum hlátur þegar þeir heyra framsóknar- menn væna aðra um eiginhagsmunapot.“ við Halldór og Finn um störf lyfja- verðlagsnefndar áður en hann kom til fundar í nefndinni. Þessi fram- sóknarmaður taldi af og frá að hægt væri að lækka álagningu lyfja í heildsölu og vildi óbreytta álagning- arprósentu. Ég greiddi hinsvegar atkvæði með lækkun, hvar voru þá eiginhagsmunir mínir? Ráðherra op- inberar í skrifum sínum vanþekk- ingu á lögum þeim sem lyfjaverð- lagsnefnd starfar eftir og í heild skortir hann þekkingu á því hvaða hlutverki einstakar nefndir og stofn- anir innan ráðuneytisins gegna og hvemig hann getur haft áhrif á störf þeirra. Þar sem hann skilur ekki núverandi skipulag setur hann fram ónauðsynlegar tillögur um breyting- ar. Ég veit að ráðherra ber mikið traust til Almars Grímssonar apótek- ara og fyrrum náins samstarfs- manns síns. Almar segir í sérstakri bókun í desember sl.: „Ekki hafa komið fram haldbær rök um að leysa lyíjaverðlagsnefnd af hólmi enda hafa opinberir aðilar, þ.m.t. Trygg- ingastofnun ríkisins, meirihluta í nefndinni og öllum (leturbreyting mín) ágreiningsatriðum vísað til úr- skurðar ráðherra.“ Ég bið þig ráð- herra og aðra óupplýsta ráðamenn áð hætta hér með að halda fram ásökunum um möguleika einstakra nefndarmanna til að skara eld að sinni köku í nefndinni. Ríkiseinokun á lyfjainnkaupum í grein ráðherra kemur fram að boðaðar eru nýjar aðgerðir í lyfja- sölumálum, sem lítillega hafa verið kynntar í fjölmiðlum. Þessar aðgerð- ir og aðdragandi þeirra eru vissulega efni í löng skrif og bíða því seinni tíma. Eiginlega eru þær svo gamal- dags og andstæðar nútíma við- skiptaháttum að það þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þær komi Mf. -Jjjjljjjl IW JJJ jjD mmvm d|s kwm 1,01,*», KYNNING ■ HtllSUTgPIW Betri líðan - betra lít " rtBL xsss^r*1*114'” oglaugard.kl. 13-id- ■^55- KelloggsALLBRAN375g—I WEETABIX morgunverður 215 g - -—1Z8.- I-ÆKM ALPEN músli 375 g-.___198.- Þorska-ogufsalýsi. ...85.. KORNI hrökkbrauo. RYNKEBY ávætosato újval. tómal og ep|a. verö frá 99.- ASP0PÆ°&s# ' ....aöeins 65.- Í^fiSminna.«5 9 rt, ....... aðems125, MYLLW, myslubrauð. - , fflSwfs-jt ajft sarÆjg: Pomelos kr.kgKotasæla Appelsínnr kr. kfl—-—• Kiwi kr. LÉTTNUÓLKII. 59.- SaSSBSWiS laugard.kl.11 -16 14 KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD AHKLIG4RDUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.