Morgunblaðið - 11.01.1991, Page 13

Morgunblaðið - 11.01.1991, Page 13
nokkurn tíma til framkvæmda. Ég vii því aðeins benda á tvö dæmi um vanþekkinguna og ösamræmið í. áróðrinum og gjörðum ráðherra. I boðuðum aðgerðum á að koma upp afar fuilkomnu tölvukerfi, upplýs- ingakerfi um lyfjanotkun sem m.a. á að koma fyrir hjá hveíjum lækni sem skrifar lyfseðil og gera þannig einhverjum „stóra bróður" kleift að fylgjast með lyfseðilskrifum allra lækna. Sérfræðingur ráðherra hefur áætlað að þetta kerfí muni kosta 100-200 milljónir (raunhæf tala er sennilega mun hærri). Á sama tíma og þessir menn tala um upplýsingas- kort sem þessi „stóri bróðir" á að leysa, hafna þeir beiðni deilda innan ráðuneytisins um að kaupa- yfirlit yfir sölu lyfja á íslandi (lyfjastati- stik) er út kemur ársfjórðungslega og kostar á bilinu 100-150 þúsund krónur á ári! Að mínu mati þurfa stjórnvöld ekki miklu meiri upplýs- ingar en fram koma í umræddu yfir- liti til að geta tekið allar nauðsynleg- ar ákvarðanir í lyfsölumálum. Annað dæmi: Því er haldið að al- menningi að með boðuðum aðgerð- um megi spara jafnvel hundruð millj- óna kr. í lyfjakaupum með því að stofna ríkiseinokunarfyrirtæki um innkaup á lyfjum. Nýlega birtist út- dráttur úr ársreikningum hins þekkta fyrirtækis Pharmaco sem er með ca. 55% af lyfjaheildsölunni í landinu. Allir sem til þekkja vita að fýrirtækið er vel rekið en samt er hagnaður þess af 655 milljón kr. veltu aðeins 28 milljónir kr. 1989 og stór hluti af þeirri upphæð er fjármagnstekjur. Hver trúir því að ríkisendurskoðunarfyrirtæki í sov- éskum stíl muni skila viðlíka hagn- aði þótt það fengi þau 45% sem eft- ir eru. Samt reyna þeir að blekkja fólk með því að 'segja að þeir geti sparað hundruð milljón króna með hinu nýja fyrirkomulagi! I umræddum tillögum er gert ráð fyrir fjölda nýrra embættismanna, fjölmennu lyfjamálaráði, nýju emb- ætti lyfsölustjóra í anda landlæknis- embættisins, auk fyrrnefnds einok- unarinnflutningsfyrirtækis í eigu m.a. ríkissjóðs, Tryggingastofnunar ríkisins, lífeyrissjóða, félagasamtaka og reyndar er heildsölum boðið að vera með! Þeir kunna það framsókn- armenn að setja báknið á vetur. Já, trúi því hver sem vill að slík tillaga sjái dagsins ljós á árinu 1991. Hér hefur sósíalisminn og trúin á ríkisforsjá gengið aftur eins og draugur, því flestir hafa staðið í þeirri trú að þessi kerfi hafið gefið upp öndina í Austur-Evrópu. Allar þessar tillögur ganga í berhögg við þróun í Evrópu þar sem lögð er áherzla á frelsi í viðskiptum, einnig með lyf. Þær tillögur ætti ráðherra að glugga ofurlitið í áður en hann byijar á skipulagsbreytingum sínum. Það er vissulega kominn timi til að skipta um stjórn í heilbrigðisráðu- neytingu svo þjóðinni verði forðað frá dýrkeyptum mistökum óupp- lýstra manna. Höfundur er lyfjafræðingur og forstjóri Lyfja hf. Næturgal- iiui túlkaður á táknmáli SÝNING verður á leikritinu Næt- urgalanum á Litla sviði Þjóðleik- hússins laugardaginn 12. janúar, fyrir félag heyrnarlausra. Þetta verður í annað sinn sem sýningin er leikin fyrir heyrnarlausa og túlkuð um leið á táknmáli, en leik- ritið var leikið fyrir nemendur Heyrnleysingjaskólans fyrir skömmu. Ekki er vitað til þess að heil leik- sýning hafi áður verið túlkuð á þenn- an hátt hérlendis. Heyrnarlausir nutu sýningarinnar mjög vel og hefur Þjóðleikhúsið í hyggju að halda áfram þar sem því verður við komið. Sýningin á Næturgalanum á laugar- daginn er sú 112., en leikritið hefur nú verið sýnt í grunnskólum Reykjavíkur, Kópavogs, Garðabæjar, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar og Akraness. í næstu viku flýgur Næturgalinn til Austurlands, þar sem leikið verður fyrir nemendur 20 skóla í Austur- landsumdæmi. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1991 13 Dulheimar bergsins eftir Jón Jónsson Fegurð hrífur hugann meira ef hjúpuð er. Svo andann grundar ótal fleira en augað sér. (H.H.) Einhver kvað hafa sagt, að hin mesta fegurð væri falin í hinu smásæja, og víst er um það, að meiri fegurð er í einu blómguðu puntstrái en margan grunar, þótt falin sé hún öðrum en þeim, sem eftir leita með tæknilegri aðstoð. Fæsta mun þó gruna fegurð þá, sem falin er í myrkri neðanjarðar, sem skaþaðist í eldglansi og ofsahita, en eftir það er dulin í kulda og eilífu myrkri. Nokkuð þarf því til að lokka fram þá fegurð, sem hjúp- uð er myrkri og aðeins „andann grunar“. Í bókinni Hraunhellar á Islandi, sem Mál og menning nú sendir frá sér, en höfundur er Björn Jón Jónsson Hróarsson, jarðfræðingur, hefur tekist að varpa ljósi á bókstaflega og í dýpri merkingu, þá huldu feg- urð sem hraunhellar íslands hafa að geyma. Bókin er 174 blaðsíður, í henni er 141 litmynd, sumar þeirra frá- bærar, auk korta og skýringar- mynda. Frágangur bókarinnar er vandaður. Það má því segja að vel sé af stað farið, því þetta er það ég be?t veit, fyrsta ritið á íslensku sem fjallar um þetta efni. Rannsóknum á hraunhellum hef- ur til þessa lítið verið sinnt hér á landi og lítið um þá ritað, nema þá helst Surtshelli. Guðmundur Kjart- ansson, jarðfræðingur, er einn af þeim fáu sem það hafa gert og það er ánægjulegt að sjá að höfundur bókarinnar hefur tileinkað Guð- mundi þetta verk, sem eingöngu ijallar um hella og hellarannsóknir. Gott er að heyra góðs manns getið, þótt horfinn sé hann af sjónarsviði. I inngangi er farið yfir það, sem hraunhellar kallast og þeir fiokkað- ir eftir því hvernig þeir hafa mynd- ast og þannig fengnir 7 flokkar. Með því er lagður grunnur að vísindalegri skilgreiningu og skipu- lagningu. Ætla ég að það muni vera, svo sem mest annað í þessari bók, brautryðjendastarf. Þá er sögulegt yfirlit yfir það, sem höf- undur kallar hellamennsku, og er þar drepið á það sem fyrst er kunn- ugt um íslenska hella, viðhorf fólks til slíkra myndana, þjóðtrú og sagn- ir sem tengjast hellum, o.s.frv. Stutt f ágrip af jarðsögu íslands fylgjr og þar fellt inn í stærð nokkurra stærstu hrauna. Mér telst til að í bókinni sé lýsing á 153 hellum. Megin kafli bókarinnar feilur undir yfirskriftina hellaskrá og hef- ur inni að halda lýsingu á fjölda hraunhella víða um land ásamt frá- sögum um hellaferðir og hellarann- sóknir. Fjallað er um útbúnað til hellaferða, en þann kafla hefði ég kosið að hafa styttri og eitthvað á þessa leið: Gerist félagar í Hella- rannsóknafélagi íslands og farið aðeins með sérfróðu fólki í hella- ferðir. Ábyrgðarhluti er að um- gangast hella. Ég hygg að það verði ljósmynd- irnar, sem nær allar eru í lit, sem fyrst og fremst vekja áhuga al- mennings á bókinni og efni hennar. Þar er slegið „hlið að huliðsbyggð- um“ og opnaður heimur, sem öðrum en hellamönnum og þeim, sem dirf- ast að feta í fótspor þeirra, var og verður hulihn. Margar myndanna eru frábærar og sýna fegurð þeirra myndana, sem hellarnir hafa að geyma en líka það að þar hefur kunnáttumaður haldið á tækjum og sem tekist hefur að laða fram þær töframyndir, sem þögult myrkrið hefur varðveitt um aldir. Hvað seg- ist t.d. um krýnda kónginn í Híðinu þar sem hann stendur ofurlítið álút- ur með lítinn prins á vinstri hönd, en frammi fyrir tveim vöxtulegum dijólum, annar jafnvel með reiddan arm? Er það hrokinn og rangsleitn- in sem hreykir sér yfir hógværð- inni? „Steingert fólk með bundnar tungur." Hvernig svo sem á er lit- ið, þá sýnist mér að höfundi hafi tekist að gæða þennan undirheima- lýð því lífi, sem hann á skilið og hefur lengi mátt bíða eftir. Sérstæð- ar eru ísmyndanir í hellum, síbreyti- legar og hverfular, allt eftir aðstæð- um. Samkvæmt heiti bókarinnar fjallar hún um hraunhella og hefði því átt að láta þar staðar numið. Viðbætir um sjávarhella og íshella hefði því mátt sleppa. Ég verð að játa að umfjöllun höfundar um Skaftáreldahraun og þó sérstaklega um Landbrotshraun er miður vel heppnuð. Fjarlægð frá hringvegi að steinboganum (Öðul- brúarárhelli) á Öðulbrúará er þó um 10 km og „staðsetning" hans á þeim stað er mér óskiljanleg. Ekki er tímabært að gefa nafn helli, sem ekki er fundinn og augljóst að höf- und skortir staðþekkingu ef hann telur að bijótast megi inn í hellinn frá Krummagili á nokkrum klukku- stundum. Látum nafngift bíða síns tíma og hugmyndina um loftpressuinn- brotið frásegi ég mér með öllu. Öllu verri er þó klausan um Landbrots- hraun því þar er farið með rangt mál. Það er fyrir allnokkru fullsann- að að hraun það getur ekki verið úr Eldgjá og er auk þess mörg þúsund ára gamalt. Undarlegt finnst mér ef ekki er hægt að taka afstöðu í deilumáli þar sem annars vegar er sett fram rökstudd 5 ald- ursákvörðunum, sem í öllu falli hljóta að dæmast hlutlausar niður- stöður og hins vegar rakalausar fullyrðingar. Þessum klausum báð- um hefði að skaðlausu mátt sleppa. Eigi ber segja það ekki veit. Nokkra smámuni mætti einnig tína til svo sem það að Leitahraun er ekki á Hellisheiði og svolítið hljómar hjá- kátlega að segja að hellir beri höfuð og herðar yfir. Hefði ekki mátt segja t.d. ber af? Bókin er sögð vera árangur tíu ára starfs. Má það vel heita góður árangur. Sem heild er þetta hin eigulegasta bók, fræðirit og lista- verk. Lesmál og myndmál. Fræði- mennskan fær sitt og þeir, sem ráða yfir nokkru myndlæsi hafa í hana mikið að sækja. Hún er ný- mæli og á erindi til allra þeirra, sem hafa hug á að kynnast sem flestum þáttum hinnar fjölbreyttu náttúru landsins. Hún sómir sér vel í hópi þeirra verka sem kynna landið. Útgefanda bera þakkir fyrir vand- aðan frágang bókarinnar. Höfundur erjarðfræðingur. Bók um Rauða penna ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu bókin Rauðir pennar - bók- menntahreyfing á 2; fjórðungi 20. aldar, eftir Örn Ólafsson. í kynningu útgefanda segir m.a.: „í bókinni fjallar höfundur um þessa áhrifamiklu bókmenntahreyfingu sósíalista þar sem meðal annars komu við sögu menn á borð við Halldór Laxness, Stein Steinarr, Halldór Stefánsson, Jóhannes úr Kötlum og Kristin E. Andrésson. Rakin eru stefnumið hreyfingarinn- ar og tengsl þeirra við bókmennta- sköpun höfundanna sjálfra, alþjóð- leg tengsl eru dregin fram og mikil- væg verk rædd. Órn hefur stuðst við fjölmargar heimildir, þar á með- al margvísleg gögn sem aldrei hafa birst áður.“ Bókin er 286 blaðsíður, unnin í Fjölritunarstofu Daníels Halldórs- Örn Ólafsson Honda Accord Sedan 2,0 EX ’91 Verðfrá 1.360 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁIAR FYRIR ALLA (H) VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN TOPPTTLBOÐ Kvenskór m/spennu Litur: Svartur Stærðir: 36-41 Verð: 2.495,- Herra- og kvenskór m/spennu Litir: Brúnn, svartur Stærðir: 36-46 Verð. 2.995,- Kvenkuldaskór Litir: Svartur, brúnn Stærðir: 36-41 Verð: 2.995,- 5% staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs Kringlunni 8-12, s. 689212 Domus Medica, Egilsgötu3,-s. 18519 Toppskórinn Veltusundi 1, - s. 21212

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.