Morgunblaðið - 11.01.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 11.01.1991, Síða 15
b I I MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 Lýðræði innan verka- lýðshreyfingarinnar eftir Þóri Karl Jónasson Hvar er lýðræði innan verkalýðs- hreyfingarinnar og hvað er eðlilegl lýðræði innan verkalýðshreyfíngar- innar? Robert Michel gerir ráð fyrir að lýðræði geti ekki þrifist innan stórra stofnana eins og t.d. stjóm- málaflokka og verkalýðshréyfíngar. í slíkum stofnunum hljóti alltaf að ráða lítill hópur sérfræðinga, sem búa yfir, þekkingu, fjármagni og fjölmiðlum, sem gerir þeim kleift að halda völdum lengi. Tilvitnun lýkur. Ef við skoðum þetta út frá verka- lýðshreyfingunni á íslandi er óhætt að segja að það sé ekki mikið lýð- ræði í verkalýðshreyfíngunni. Ef við skoðum forystu hreyfíngarinnar þá hefur ekki átt sér stað mikil endurnýjun innan hennar á undan- fömum árum. Og ef einhveijir hafa vogað sér að minnast á það em þeir litnir hornauga, og sakaðir um að vera byltingarsinnar og hafa ekkert vit á hlutunum. Em þeir fáu sem stjórna verkalýðshreyfingunni svo hæfir að það geti það engir aðrir? Auðvitað er það ekki svo, en þegar sumir verkalýðsleiðtogar trúa því sjálfír þá er eitthvað að. Við sem stöndum að mótframboðinu í Dags- brún trúum því ekki að í 4.000 manna félagi finnist ekki aðrir ein- staklingar til að stjórna en þeir sem stjórna því nú. Ekki hætti Dagsbrún að vera til þegar Héðinn heitinn Valdimarsson hætti að vera for- maður félagsins eða þegar Eðvarð Sigurðsson hætti. Málið er nefni- lega það að það koma alltaf menn í manns stað. Það á ekki að vera neitt náttúmlögmál að verkalýðs- foringjar eigi að sitja ævilangt. Eins og málum er háttað er mjög erfítt að bjóða fram í verkalýðsfélögum. Þar hafa menn byggt sér múra, múra til þess eins að geta setið sem lengst, helst ævilangt. Það er ekki nokkur vafi á því að verkalýðshreyf- ingin stendur nú á miklum tímamót- um, því ef okkur tekst að velta stjóm Dagsbrúnar, þá fara ýmsir að hugsa sér til hreyfings. Lýðræðið er svo mikið í Dagsbrún að við sem stöndum í framboðinu þurtum að leita annað er við ætiuð- um að fá aðgang að fundarsal fé- lagsins. í 2. grein í lögum félagsins segir orðrétt: „Tilgangur félagsins er sá, að efla og styðja hag félags- manna og menningu á þann hátt, sem kostur er á, með því að ákveða kaupgjald, vinnuskilmála, tryggja öryggi við vinnu og stuðla að því að verkalýðurinn taki sjálfstæðan þátt í stjórnmálum lands og bæjar- félags í samvinnu við önnur verka- lýðsfélög, fyrir hagsmunamálum verkalýðs, með því að skipuieggja innan félagsins.“ Samkvæmt 2. grein félagslag- anna ber félaginu að upplýsa fé- lagsmenn sína um réttindi þeirra. En hvemig eiga félagsmenn að vita réttindi sín þegar enginn er til að upplýsa þá, nema á lítinn hátt. Eiga starfsmenn félagsins ekki að fara út á vinnustaðina og halda fundi? Ég veit ekki betur en fyrir örfáum ámm hafi verið samþykkt aðhækka félagsgjöld um 0,1% til að ráða mann í það starf. Það er nefnilega þannig að það geta ekki allir félags- menn farið á skrifstofu félagsins vegna vinnu sinnar. I fyrrahaust var salur félagsins lagaður og endurbættur, en hann var ekki endurbættur fyrir okkur hinn almenna félagsmann. Þegar á Þórir Karl Jónasson „Gerum drauminn að veruleika, skiptum um forystu í Dagsbrún, fáum þar nýja menn með nýjar hugrnvndir og gerum félagið að öflugri hreyfingu.“ reyndi fengum við ekki aðgang að honum. Það er frekar einkenniiegt að við sem stöndum að mótfram- boðinu höfum allir gegnt trúnaðar- 15 störfum fyrir félagið, en samt er okkur ekki treyst fyrir fundarsal. Við þurfum ekki nema að líta í launaumslög okkar til að sjá hvað stjórn Dagsbrúnar hefur staðið sig vel. Þessum mönnum ber að skilja það að þeir eru í vinnu hjá okkur og við getum sagt þeim upp þegar við viljumm það. Það er tími til kominn að stjórn Dagsbrúnar sé sagt upp. Forysta félagsins er kom- in úr sambandi við fólkið. Sumir af þeim hafa setið inná skrifstofu félagsins í áratugi. Ætli við sem vinnum á smánartöxtum gerum okkur ekki betur grein fyrir því hvaða kröfur við eigum að fara fram á. Það er ekki á hverjum degi sem boðið er fram í Dagsbrún. Við vilj- um hvetja alla Dagsbrúnarmenn að kynna sér stefnuskrá okkar og sjá hvað við höfum uppá að bjóða. Við munum reyna að heimsækja alla vinnustaði í janúar þar sem Dags- brúnarmenn eru og við viljum ein- dregið hvetja alla sem borga í félag- ið að gerasts aðalfélagar. Það er hægt með því að fara á skrifstofu Dagsbrúnar og fylla þar út inntöku- beiðni eða hringja á skrifstofuna og ,fá hana senda heim. Gerum drauminn að veruleika, skiptum um forystu í Dagsbrún, fáum þar nýja menn með nýjar hugmyndir og ger- um félagið að öflugri hreyfíngu eins og stendur í 2. grein félagsins. Höfundur er í trúnaðarráði Dagsbrúnar og framkvæmdastjóri mótframboðsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.