Morgunblaðið - 11.01.1991, Síða 19

Morgunblaðið - 11.01.1991, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 11. JANUAR 1991 19 Þættir úr sögu Leikfélag's Reykja- víkur á sýningu í upphafi var óskin“ er yfirskrift sýningar, sem opnuð verður í forsal Borgarleikhússins þann 11. janúar nk. Sýningin verður haldin á vegum Borgarskjalasafns Reykjavíkur og Leikfélagsins. Borgarskjalasafnið tekur við skjölum og gögnum félaga, fyrir- tækja og einstaklinga í Reykjavík til varðveislu, auk skjala frá borgar- stofnunum og borgarfyrirtækjum, en sá hluti er að sjálfsögðu fyrir- ferðarmestur. Safnið varðveitir skjöl og gögn Leikfélags Reykjavík- ur frá stofnun þess og er þar margt skemmtilegt að finna, enda Leikfé- lagið bráðum aldargamalt. Á sýningunni verða tugir ljós- mynda, aðallega úr innlendum og erlendum verkum sem sýnd hafa verið hjá Leikfélaginu *- allt frá stofnun þess og fram til dagsins í dag. Að auki verða sýnd gömul handrit, leikskrár og ýmis forvitni- leg skjöl. Væntanlega munu margir sýningargesta þekkja gamalkunn- ug andlit af sviðinu á myndum, og til þess að kanna hversu vel menn muna eftir stjörnum fyrri ára eða leiksýningum, geta menn spreytt sig á getraun - og þeir sem eru í senn heppnir og glöggir gætu hreppt verðlaun. Sem fyrr segir verður sýningin Fimm með HlV-smit FIMM einstaklingar greindust með HVI-smit á árinu 1990 og af þeim sem smitaðir voru greindust þrír með alnæmi. Á Islandi hafa samtals greinst sext- án einstaklingar með alnæmi, sem er lokastig sjúkdómsins og eru tíu þeirra látnir. • í frétt frá landlækni kemur enn fremur fram að samanlagt nýgengi sjukdómsins er 6,3/100.000 íbúa og er kynjahlutfall HlV-smitaðra og alnæmissjúklinga um það bil ein kona fyrir hveqa sex til sjö karl- menn. Fram að áramótum höfðu samtals 59 einstaklingar á íslandi greinst með smit af völdum HIV. ♦ ♦ ♦ Heba heldur við heilsunni Byrjum aftur lí.janúar Holl hreyfing með tónlist Þol - magi, rass, læri Teygjur - slökun Trimm- form ineðferð HEILSURÆKTIN HEBA Auðbrekku 14, Kópavogi 1 símar 642209 og 641309. opnuð 11. janúar, en þann dag árið 1897 var Leikféipg Reykjavíkur stofnað og hóf starfsemi í Iðnó. Sýningin verður opin almenningi, en að auki opin leikhúsgestum fyrir sýningar. Áætlað er að sýningin standi í tvo mánuði. Aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Doktor í rafmagnsverkfræði Jón Atli Benediktsson 26. nóvember sl. varði Jón Atli Benediktsson doktorsrit- gerðina Statistical Methods and Neural Network Approaches for Classification of Data from Multiple Sources við rafmagns- verkfræðideild Purdue Univers- ity í West Lafayette, Indiana í Bandarikjunum. Ritgerðin fjallar um tölvuúr- vinnslu og flokkun stafrænna myndgagna frá mörgum gagnalind- um. Nýjar aðferðir til slíkrar flokk- unar eru settar fram en hefðbundn- ar flokkunaraðferðir eru ekki not- hæfar við flokkun marglindagagna. í ritgerðinni eru tölfræðilegar að- ferðir þróaðar og jafnframt eru tauganetslíkön notuð. Jón Atli Benediktsson fæddist í Reykjavík 19. maí 1960. Foreldrar hans eru Katrín Jónsdóttir og Bene- dikt II. Alfonsson kennari. Jón Atli lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anum í Reykjavík 1980 og prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla ís- lands 1984. Frá 1984 til 1985 starf- aði hann sem sérfræðingur á Upp- lýsinga- og merkjafræðistofu Verk- fræðistofnunar Háskóla íslands. Hann var einnig stundakennari við rafmagnsverkfræðiskor HÍ skólaár- ið 1984-85. Frá haustmisseri 1985 stundaði Jón Atli nám við raf- magnsverkfræðideild Purdue Uni- Versity. Einnig starfaði hann á rannsóknarstofu skólans sem helg- uð er úrvinnslu fjarkönnunargagna (LARS) frá 1985. Jón Atli lauk MSEE-prófi frá Purdue University 1987. Hann er kvæntur Stefaníu Oskarsdóttur stjórnmálafræðingi. Krossgátubók O.P. útgáfan hefur gefið út Krossgátubók ársins 1991 með krossgátum eftir Sigtrygg Þór- hallsson, Hauk Svavars og Gísla Olafsson. í bókinni, sem er 67 blað’síður, eru 62 krossgátur og lausnir. Þetta er áttunda krossgátubókin, sem Ó.P. útgáfan gefur út. Hún er prentuð hjá Prentstofu Guðm. Benedikts- sonar. ALLT AÐ 60% AFSLATTUR ______TEPPI - DÚKAR - FLÍSAR - MOTTUR - PARKET_____________ GÓLFTEPPÍ - 15-35% AFSLÁTTUR Dæmi: Saxony kanadísk stofuteppi, Áður kr. 3.020,- _____100% polyestert blettvarin,_________Nukr. 1.363,-_____ PARKET 15% AFSLÁTTUR BOEN norskt gæðaparket, uppáhaldsparket allra fagmanna. Dæmi: Eik, Dallas B. Áður kr. 3.286,- - Nú kr. 2.793,-____ GÓLFDÚKAR - 15-20% AFSLÁTTUR Aílir Armstrong-dúkar lækka um 15% á útsölunni. Armstrong þarf ekki að líma. Dæmi: Boutique. Áður kr. 1.231,- Nú kr. 984,- FLÍSAR - ALLT AÐ 60% AFSLÁTTUR AF AFGAN GSFLÍ SUM ítalskar og spænskar flísar í miklu úrvali. Öll hjálparefni og fagleg ráðgjöf. Dæmi: Galaxy gólfflísar. Áður kr. 2.302,- < Nú kr. 1.726,- Tilboð á Höganás veggflísum 15x15 cm. Áður kr. 2.640,- •____________________________________Nú kr. 1.395,-___ STÖK TEPPI, MOTTUR OG DREGLAR MEÐ 15-50% AFSLÆTTI DÚKAR OG TEPPI: Afgangar og bútar á heil herbergi og minni fleti með 35-60% afslætti. Hafið málin með ykkur. Það sparar ykkur tíma og fyrirhöfn. Þíð getið Sparað þúsundir á útsölunni hjá okkur. KRfcDITKORT EliURO 1 KRISPIT EUOOCARO rmwwíi V/SA Samkorf Lego-kubbar fyrir yngrí bömín TEPBVBUÐIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26 S - 91 681950

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.