Morgunblaðið - 11.01.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 11.01.1991, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR PÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 HANDKNATTLEIKUR / SPANARMOTIÐ Einar Þorvarðarson: „Tekur tíma“ Þetta var mjög köflóttur leikur, en ég er sérstaklega ánægður með Guðmund, og Valdimar var mjög góður. Guðmundur fann sig ekki gegn Júgóslövum, en eftir að hafa komið á bekkinn og farið yfír stöð- una, gekk honum betur. Núna var hann með á nótunum frá bytjun, ■srþótt vörnin hafi ekki alltaf verið sam- stíga,“ sagði Einar Þorvarðarson, aðstoðarþjálfári landsliðsins. Beinu hraðaupphlaupin nýttust, sem er af hinu góða og spor í áttina, en heildar- taktinn vantar enn og samvinnan er stirð. En þetta eí ungt lið, þetta er nýtt lið og þetta tekur tíma.“ Guðmundur Hrafnkelsson „Mér gekk ágætlega með dauða- færin, en átti að taka fleiri bolta utan af velli. Ég er ánægður með hrað- aupphlaupin, en í heildina spiluðum við ekki nógu vel. Við gerðum of mörg mistök, sérstaklega í fyrri hálf- leik og var eins og leikgleðina vant- aði. En þetta kemur, mér finnst við vera með betra lið en Svisslendingar ^og það er undir okkur komið að Ijúka dæminu.“ Valdimar Grímsson „Það var tími til kominn að standa sig. Ég fann mig mjög vei og er ánægður með minn hlut, en það er alltaf liðsheildinni að þakka, þegar vel gengur. Vömin hefur alltaf verið okkar aðalsmerki, en hún var ekki nógu góð í fyrri hálfleik. Góð vörn skilar sér í hraðaupphlaupum og þau gengu upp.“ - Konráð Olavson „Það er einhver lægð yfir liðinu, en það er eðlilegt að það komi bak- slag. Hins vegar áttum við að bæta við, þegar forystan var orðin fimm mörk. Þá ætluðum við að gera mörg mörk í hverri sókn. Eins er þetta vandamál hvað við fáum mörg mörk á okkur á miðjunni, vandamál, sem er einn helsti höfuðverkur okkar." Sigurður Bjarnason „Þetta kom hjá mér í lokin, en ég er óánægður með nýtinguna. Hittnin er bara ekki í lagi, þó ég nái að skapa mér ágætis færi. Én ég gerði meira en gegn Júgóslövum og við áttum að sigra með mun nieiri mun, en vonandi fylgjum við þessu eftir í næsta leik, gegn Svisslendingum." Þorbergur Aðalsteinsson „Það er alltaf erfitt að ná upp stemmningu gegn liði eins og því spænska. Þetta eru ungir strákar og menn freistast til að vanmeta þá, en það má ekki ganga út frá því að þessir drengir séu lélegir. Þeir eru sterkir og Ortega er til dæmis fimmti markahæsti leikmaðurinn í spænsku deildinni. Það kom mjög slæmur kafli í fyrri hálfleik og í hléinu spurði ég strák- ana hvað þeir væru -að hugsa. Við tókum okkur sarnan í andlitinu og þetta var mikið befrá eftir hlé. Það er mikil breidd í hópnum, vörnin var betri nú en síðast og þetta er að koma — ég hef engar áhyggjur." ÍÞRÓnW FOLX ■ FYLKIR varð Reykjavíkur- meistari í meistaraflokki karla í innanhússknattspyrnu í vikunni, og Valur í kvennaflokki. Fylkir vann KR 5:4 í úrslitum. Aðeins tvö lið mættu til leiks í kvennaflokki, Val- ur og KR, og sigruðu Valsstúlkurn- ar. Svo skemmtilega vill til að fyrir- liðar liðanna, Ragnheiður Víkingsdóttir og Anton Jakobs- son, búa saman. Það hefur því væntaniega verið glatt á hjalla á heimili þeirra í vikunni. Guðmundur Hrafnkelsson lék mjög vel gegn B-liði Spánvetja í gær. Hann varði hvað eftir annað einn á móti einum, þaraf fjögur vítaköst. Guðmundur lok- aði á Spánverja GUÐMUNDUR Hrafnkelsson var öryggið uppmálað, þegar ísland vann U-21 lið Spánar 28:22 á Spánarmótinu í gær- kvöldi. Hann varði hvað eftir annað einn á móti einum, þaraf fjögur vítaköst. Hraðaupp- hlaupin nýttust vel, horna- mennirnir Valdimar Grímsson og Konráð Olavson voru í mikl- um ham og öruggur sigur í annars köflóttum leik var aldrei íhættu. Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að láta yngri mennina spreyta sig og lét þá ljúka dæminu. Birgir kom aðeins inná, þegar íslendingar voru einum ileiri og Einar lék í vörninni fyrir Stefán, en Kristján, Jakob, Bjarki, Patrekur og á bekknum allan Steinþór Guðbjartsson skrifartrá Madríd Hrafn sátu tímann. Miðjan vandamál Eins og gegn Júgóslövum var samvinnan ekki nógu góð á miðj- unni í vörninni. Spánverjarnir gerðu sex mörk, þaðan sem íslendingar eiga að vera sterkastir fyrir, og tvö af línunni. Samt komu ágætis kafl- ar inni á milli og var allt annað að sjá til Júlíusar en í fyrsta leik. Byij- unin í báðum hálfleikjum var mjög góð og liðið fékk aðeins á sig átta mörk í seinni hálfleik, sem lofar góðu. Guðmundur var ávallt vel á verði og íslendingar fengu ljölmörg tæki- færi til að sigra með enn meiri mun, en gáfu eftir, bæði í stöðunni 9:4 og 22:17. Þá var óðagotið mik- ið í sókninni og heimamenn fengu fimm ódýr hraðaupphlaup. Sérstak- lega var miðkaflinn fyrir hlé slæm- ur, en þá var tækifærið til að bijóta Spánveijana algjörlega niður. Sigurður á réttri leið Sigurður Bjarnason var lengi í gang, en undir lokin sýndi hann hvers hann er megnugur, gerði þijú mörk í röð og átti línusendingu á Stefán, sem innsiglaði sigurinn á síðustu sekúndu. Skotnýting leik- stjórnandans var samt ekki nógu góð og bráðlætið of mikið. á stund- um. Valdimar Grímsson og Konráð Olavson fóru á kostum. Guðmundur var vel vakandi fyrir hraða þeirra og þeir voru óragir í hornunum. Júlíus var mun ákveðnari í sókn- inni en gegn Júgóslövum, en getur meira. Stefán Kristjánsson, sem kom ekkert inná gegn Júgóslövum, gerði góða hluti og lét boltann ganga og Einar Sigurðsson stóð fyrir sínu í vörninni. Geir Sveinsson nýtti færin, en fékk úr litlu að moða. Liðið hefur ekki verið sannfær- andi frá byijun til enda í fyrstu tveimur leikjunum. Það skortir ein- beitingu allan tímann og strengi vantar til að ná nauðsynlegri sam- ,vinnu. Ísland-Spánn B 28:22 íþróttamiðstöðin í Aleobendas, Spánarmótið í handknattleik, fimmtudaginn 10. janúar 1991. Gangur leiksins: 0:1, 1:1 3:3, 7:3, 7:4, 9:4, 9:9, 10:11, 12:12, 14:12, 15:14, 15:15, 19:15, 21:16, 22:18, 26:20, 28:22. Island: Valdimar Grímsson 9, Konráð Olav- son 6/1, Sigurður Bjarnason 5, Stefán Kristjánsson 3, Geir Sveinsson 3, Júlíus Jónasson 2. Kristján Arason, Patrekur Jó- hannesson, Bjarki Sigurðsson, Jakob Sig- urðsson, Einar Sigurðsson, Birgir Sigurðs- son. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15/4 (þar af 5/2, er boltinn fór aftur til mót- heija), Hrafn Margeirsson. Utan vallar: 10 mínútur Mörk Spánar B: Olalla 9/1, Ortega 4, Campos 3, Cruz 2, Femandez 1, Valenzu- ela 1/1. Varin skot: Perez 5, Zarate 3. Utan vallar: 4 mínútur. Áhorfendur: Um 300. Dómarar: Amigo og Berridi frá Spáni. SPÁNARMÓTIÐ SLAND - JÚGÓSLAVÍA SPÁNN A- SPÁNNB SLAND - SPÁNNB SPÁNNA- SVISS ..23: 26 ..31:21 ..28: 22 ..27:22 Fj. leikja U T Stig Stig SPÁNNA 2 2 0 58: 43 4 ÍSLAND 2 1 1 51: 48 2 JÚGÓSLAVÍA 1 1 0 26: 23 2 SVISS 1 O 1 22: 27 O SPÁNN B 2 0 2 43: 59 0 KORFUKNATTLEIKUR Svar KKÍ við opnu bréfi KKRR Varðandi ákvörðun okkar um að ' veita frest vegna leikmanns UMF’G þá mótaðist sú ákvörðun okkar af eftirfarandi: Erlendir leikmenn eru alfarið undir stjórn þess félags sem þeir leika með. KKÍ hefur engan rétt til þess að nota slíkan leikmann án heimildar félagsins. Þarna hefur tekist gott samstarf hingað til og félögin sýnt þá velvild að lána leik- menn sína. Er þá bæði um leiki eins og stjörnuleik, sem er fyrst og fremst til að setja skemmtilegan svip á körfuknattleikinn og jafn- framt til fjáröflunar fyrir KKÍ. Einnig hafa þeir verið til mikils gagns við undirbúning landsliðsins, þ.e.a.s. að skapa lið sem veitt getur landsliðinu verðuga keppni, sem undirbúning vegna komandi lands- leikja. Þess konar leikur var á Sauð- árkróki á þessum tíma. Akvörðunin var því tekir. með það í huga að áfram verði gott samstarf við félög- in varðandi notkun erlendra leik- manna. Við veltum jafnframt fyrir okkur hvort landsliðsmenn myndú sitja við sama borð. I okkar huga er það ekki. Landsliðsmanni ber að leika með landsliði þegar þess er óskað og hann hefur persónulega möguleika á að verða við því. Hann er á hveijum tíma_ leikmaður tveggja liða innan KKÍ, félagsliðs- ins og landsliðsins. Þess vegna yrðu slíkir hlutir skoðaðir með það í huga. Varðandi spurninguna um stjörnuleik KKÍ og ef einhver myndi slasast þar þá var það meðal ann- ars hlutur sem við höfðum í huga. Ef leikmaður myndi siasast þar í örfáa daga myndum við leitast við að fresta leik eða leikjum. Ef við- komandi slasast þannig að hann geti ekki leikið fljótlega myndum við gefa liðinu ákveðinn tíma til að ná sér í annan leikmann. Varðandi reglugerð um móta- nefnd KKÍ, þá er það rétt að sam- kvæmt lögum KKÍ ber að hafa slíka nefnd starfandi. Þetta mál hefur verið tekið upp á formannafundum KKÍ og á síðasta ársþingi og félög- in beðin um að tilnefna menn í mótanefnd. Á þessum fundum hafa félögin óskað eftir því að mótanefnd væri undir ábyrgð stjórnar KKI. Stjórn KKÍ mun fagna því þegar félögin verða tilbúin að tilnefna menn í slíka nefnd og værum við tilbúnir að boða til formannafundar strax ef þessi ósk kæmi upp á borð til okkar. Við yrðum kátastir allra ef slík nefnd yrði skipuð. Varðandi það að ÍBK myndi leika 3 leiki á 7 dögum, þá*viljum við benda á eftirfarandi: Það er rnjög algengt að lið leiki 3 leiki á 7 dög- um og t.d. í janúar er Þór að leika sinn 3. leik á 7 dögum, þegar liðið leikur við ÍBK. UMFG er að leika sinn 3. leik eftir leikinn við ÍBK, gegn Tindastóli sem 3. leik á 7 döguni og 4. leikinn 2 dögum seinna gegn Val, þ.e.a.s. 4 leikir á 9 dög- um. Þetta eru örfáar ábendingar um að mjög almennt er að lið leiki 3 leiki á 7 dögum. Að lokum, stjórn KKRR segir í bréfi sínu að það sé ekkert óeðlilegt að UMFG fari fram á frestun leiks- ins en sætta sig ekki við ákvörðun formanns og framkvæmdastjóra KKÍ. Þessu til að svara þá er það verk- svið stjórnar KKI að leysa úr beiðn- um sem til þeirra berast. í þessu tilviki erum við að vinna verk sem kosin mótanefnd ætti að vinna. Það hefur verið ósk félaganna að við sinnum þessari ábyrgð og rök þeirra hafa verið að verkið hafi verið vel unnið af okkar hálfu. í þessu tilviki byggist ákvörðun okkar, eins og aðrar, á að sýna sanngirni í ákvarðanatöku. í þessu tilviki bar lið skaða af því að iána leikmann til KKÍ, sem þeim bar engin -skylda til að lána til okkar. Það var mat okkar að þetta ætti ekki að skaða ÍBK miðað við það keppnisfyrirkomulag sem leikið er eftir. Þeir sitji við sama borð og önnur félög og eru ekki að leika fleiri leiki en almennt gerist. Við vonumst til að ósk komi um formannafund, þar sem mótanefnd yrði aðal umræðuefnið og tilnefn- ingar kæmu frá félögunum um mótanefnd. Reykjavík 10. janúar 1991. Kolbeinn Pálsson formað- ur KKÍ. Pétur Hrafn Sigurðsson frainkvæmdastjóri KKÍ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.