Morgunblaðið - 11.01.1991, Page 44

Morgunblaðið - 11.01.1991, Page 44
- svo vel sétryggt SJOVAooALMENNAR FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Laxalón óskar eftir gjaldþrotaskiptum STJÓRN fiskeldisstöðvarinnar Laxalóns hf. hefur farið fram á að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta, en beiðni um það var lögð fram í gær hjá skiptaráðandanum í Arnessýslu þar sem fyrirtækið er skráð. Auk eldisstöðvar á Laxalóni við Vesturlandsveg á fyrirtæk- ið eldisstöðina Fiskalón í Ölfusi og kvíaeldisstöð í Hvammsvík í Hval- firði, en þar hefur það einnig starfrækt golfvöll og veiðihús. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins ákváðu eigendur Laxalóns hf. að óska eftir gjaldþrotaskiptum í framhaldi af því að íslandsbanki gjaldfelldi nú í vikunni 83 milljóna kr. afurðalán til fyrirtækisins, en það hafi verið gert vegna þess að trygg- ingum á fiski í kvíunum í Hvalfirði hafði verið sagt upp. Heildarskuldir Laxalóns nema samkvæmt heimildum blaðsins rúm- lega 300 millj. kr., en samkvæmt mati ísiandsbanka eru eignir tæp- lega 210 milljóna kr. virði miðað við arðsemi og staðgreiðslu. Því til við- bótar er fiskur metinn á um 80 millj^ ónir. Auk Islandsbanka eru Fram- kvæmdasjóður og Mjólkurfélag Reykjavíkur helstu lánardrottnar. Heimild kennara til yfirvinnu aukin HÁSKÓLARÁÐ ákvað í gær að lyfta yfirvinnuþaki fástráðinna kenn- ara við Háskóla Islands úr 60 stundum á mánuði í 100 stundir. Þá er í athugun innan háskólans hvernig unnt er að fækka námskeiðum eða samnýta þau á milli deilda. Samtök stundakennara við HÍ hafa beint þeim tilmælum til félagsmanna að þeir taki ekki að sér kennslu á vorönn vegna yfirstandandi kjaradeilu þeirra og ríkisins. „Við gerum hvaðeina sem í okkar valdi stendur fil að tryggja að starf- semi háskólans verði með sem eðli- legustum hætti,“ sagði Sigmundur Guðbjarnarson, háskólarektor. „Það fyrsta sem rætt var um var að reyna að fá fastráðna háskólakennara og sérfræðinga háskólastofnana til að taka að sér meiri kennslu. Til þess að svo megi verða urðum við að lyfta svokölluðu yfirvinnuþaki sem hefur verið á kennslu og rannsóknum, úr 60 stundum í 100 stundir fyrir sann- anlega unna yfiivinnu," sagði Sig- mundur. Hann sagði að ekki yrði ljóst fyrr en eftir hálfan mánuð hve margir stundakennarar telja sér ekki fært að kenna á vorönn. Stundakennarar við háskólann eru yfir eitt þúsund á vormisseri en gm sex hundruð þeirra kenna tiltölulega lítið. Á fundinum var einnig samþykkt að fram skuli fara hæfnismat fyrir stundakennara og er undirbúningur að því hafinn. „Ætlunin er að stundakennarar verði flokkaðir eftir hæfni og ágæti í starfi á sínu fag- sviði og í kennslustörfum. Það verð- ur þá hægt að umbuna þeim eitt- hvað meira sem skara fram úr,“ sagði Sigmundur. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Skammdegisstemmning frá Snæfellsjökli Bilun í hjólabón- aði Fokker-vélar: Farþegi stöðvaði vélina fyr- ir flugtak BILUN varð í hjólabúnaði á Fokker Friendship-flugvél Flug- leiða á flugvellinum á Höfn í Hornafirði á miðvikudag. Þegar vélin var að aka út á flugbraut- ina til flugtaks kom í ljós að slátt- ur var á öðru vænghjólinu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðs- ins var það farþegi sein sá að hjólið titraði óeðlilega og gerði viðvart. Var vélinni snúið við og ákveðið að senda aðra vél til Hornafjarðar eftir farþegunum en viðgerðarmenn fóru austur og gerðu við hjólið. Var vélinni flogið til Reykjavíkur um kvöld- ið. Að sögn Einars Sigurðssonar, blaðafulltrúa, höfðu gengjur og ró brotnað í stýringu á innri hluta dempara hjólsins. Sagði Einar óljóst hvaða afleiðingar þetta hefði getað haft ef vélin hefði farið í loftið. Loftferðaeftirliti var tilkynnt um atvikið og verður því send skýrsla um bilunina. Truflanir á spennu á Stór-Reykjavíkursvæðinu; Landsvirkjun stöðvi sölu á orku til Stálfélagsins - segir rafveitusljóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur AÐALSTEINN Guðjohnsen, rafveitusljóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, segir að Landsvirkjun verði að stöðva raforkusölu til Islenska stálfélagsins hf. þar til fundist hefur lausn á ójafnri spennu sem íbúar í syðri byggðum Breiðholts, Garðabæ og Hafnarfirði hafa mátt búa við. Fyrst varð vart við þessar trufl- I urnar í Reykjavík og Hafnarfirði anirsíðastliðiðhaustoghafarafveit- | fengið margar kvartanir vegna þessa. Spennutruflanir hafa jafnvel komið fram á Suðurnesjum. Að sögn Aðalsteins er aðallega um að ræða trufianir á ljósum í húsum á þessum svæðum en hins vegar hefðu ekki borist kvaitanir um tjón. Stálfélagið kaupir raforku beint Borgardómur Reykjavíkur: Greiðslur frá vinnuveitandanum skerða ekki rétt til fæðingarstyrks BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur tekið til greina kröfur Láru V. Júlíusdóttur, lögfræðings ASÍ, í máli sem hún höfðaði persónu- lega gegn Tryggingastofnun ríkisins til að krefjast þess að stofnun- in skerði ekki rétt hennar til fæðingarstyrks og fæðingardagpen- inga í fæðingarorlofi enda þótt vinnuveitandi hennar, Alþýðusam- band íslands, hafi samið um það við hana að hún skyldi njóta óskertra tekna í fæðingarorlofi, með því að skuldbinda sig til að greiða það sem vantaði á greiðslur Tryggingastofnunar til að hún nyti fullra launa. Lífeyrisdeild Tryggingastofnun- ar ríkisins hefur ekki talið þær konur eiga rétt til greiðslu frá Tryggingastofnun í barnsburðar- leyfum sem njóti einhverra launa frá vinnuveitanda sínum. í dóms- málinu lágu ekki fyrir upplýsingar um fjölda þeirra kvenna sem synj- að hafði verið um greiðslur á þess- um grundvelli né heldur hversu lengi Tryggingastofnun hefur við- haft þessa aðferð en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins varðar hún hagsmuni og réttindi ljölda kvenna á almennum vinnumarkaði sem samkvæmt kjarasamningum eiga rétt til launa frá vinnueitend- um í fæðingarorlofi. Dómurinn féllst á það með Láru V. Júlíusdóttur að hún hefði ekki notið óskertra launa þrátt fyrir fyrrgreindan samning við vinnu- veitanda sinn. Þótt ASÍ hafi lagt út fyrir óskertum launum meðan á barnsburðarleyfi stóð liafi verið samið um að greiðslur þær sem Lára fengi frá Tryggingastofnun j-ynnu til ASI sem endurgreiðsla. Þá taldi dómurinn að Lára teldist hafa lagt niður launuð störf, en það er skilyrði fyrir greiðslu fæð- ingardagpeninga, þrátt fyrir að hún hefði á tímabilinu sinnt ákveðnúm þáttum starfs sine, með- al annars mætt á fundum í stjórn- skipuðum nefndum, enda væru slík störf óverulegur hluti skyldustarfa hennar. Tryggingastofnun var því gert að greiða Láru V. Júlíusdóttur 232 þúsund krónur auk vaxta frá því í apríl 1989. Georg Kr. Lárusson, settur borgardómari, kvað upp dóminn. Lára V. Júlíusdóttir hdl. flutti málið sjálf fyrir sína hönd en lög- maður Tryggingastofnunar var Viðar Már Matthíasson hrl. frá Landsvirkjun en vegna eðlis starfseminnar, sem útheimtir mikla raforkunotkun, hefur spennan á fyrrgreindum svæðum orðið ójöfn. Aðalsteinn segir að spennujöfnunar- búnaður sem Landsvirkjun kom upp við stálbræðsluna hafi bersýnilega ekki skilað tilskildum árangri. „Eins og búnaðurinn er hjá Landsvirkjun og Stálfélaginu er ekkert sem getur komið í veg fyrir þetta nema að raforkusala til fyrirtækisins verði stöðvuð þar til búið er að ráða bót á þessu og við erum að ganga frá bréfi til Landsvirkjunar þar sem við óskum eftir því,“ sagði Aðalsteinn. ■ Guðmundur Helgason rekstrar- stjóri hjá Landsvii'kjun segir þetta vera spurningu um staðsetningu stálbræðslunnar. „Eiginlega er þetta bara spurning um hvort stálbræðsl- an geti verið þarna áfram eður ei. Það er vissulega hægt að koma í veg fyrir ójafna spennu af þessum völdum en það tekur bæði langan tíma og kostar peninga,“ sagði Guð- mundur. Hann sagði að kostnaður- inn af slíkum lagfæringum félli væntanlega á Stálfélagið. „Þetta er nú hálfskrítin umsögn hjá Guðmundi," sagði Páll Halldórs- son framkvæmdastjóri íslenska stál- félagsins. „Sá búnaður sem Lands- virkjun setti upp hefur gert heilmik- ið og mjög hefur dregið ur spennu- sveiflum í Hafnarfirði. Ég held að það sé ekki raunhæfur möguleiki að flytja verksmiðjuna. Ódýrara yrði að koma upp stífara kerfi sem þyldi álagið. Ég hygg að það sé túlkunar- atriði á hvern kostnaður fellur sem þessu er samfara," sagði Páll.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.