Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/LESBOK 9. tbl. 79. árg. LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991 Prentsmiðja Morgunblaðsins Rauði herinn ræðst inn í opinberar byggingar í Litháen: Sovéski herinn hætti að úthella - sag’ði í ákalli Yytautas Landsbergis til Gorbatsjovs, leiðtoga sovéskra kommúnista Vilnius. Reuter. SOVÉSKIR hermenn réðust í gær inn í opinberar byggingar í Viln- ius, höfuðborg Litháens, eftir að Míkhail Gorbatsjov, leiðtogi sov- éskra kommúnista, hafði varað Litháa við því að lýðveldið yrði að lúta stjórn hans. „Herinn hefur hafið stríð gegn Iýðveldinu Lithá- en,“ sagði Vytautas Landsbergis, forseti landsins, sem hvatti einnig Gorbatsjov til að láta hermennina hætta að úthella blóði Litháa á götum Vilnius. ‘ Fallhlífahermenn ruddust inn í byggingu varnarmálaráðuneytis- ins og helstu fjölmiðlamiðstöðina í Vilnius. Starfsmönnum var ógnað með byssum og þeir neyddir til að fara úr byggingunum. Embættis- menn varnarmálaráðuneytisins sögðu að sjö manns hefðu særst í árásinni á ráðuneytið og fjölmiðla- miðstöðina. Þrír þeirra hefðu orðið fyrir byssukúlum er skriðdrekaher- maður missti stjórn á sér og hóf skothríð á fjölmiðlamiðstöðina. Einn er alvarlega særður. Loka óháðri fréttastofu Moskvu. Reuter. TALSMAÐUR sjálfstæðrar fréttastofu, Interfax, í Sovét- ríkjunum skýrði frá því í gær að starfsemin hefði verið stöðv- uð að skipun nýs harðlínufor- stjóra Gostels, ríkisútvarps og sjónvarps í landinu. Frá 1. jan- úar hefur Interfax haft samstarf við fréttastofur í Eystrasalts- ríkjunum og flutt hlutlausari fréttir af ástandi mála þar en ríkisreknu fjölmiðlarnir. Fréttastofan, sem er í einkaeign og var stofnsett 1989, hefur haft aðstöðu í húsakynnum Gostel en hugðist leigja sér annað húsnæði á næstunni. Talsmaður Interfax sagði að fréttastofan fengi ekki að ná í tækjabúnað sem hún ætti á staðnum og ljóst væri áð mark- miðið með aðgerðunum væri að koma í veg fyrir sjálfstæða frétta- miðlun. ' Landsbergis tilkynnti síðar að sovéskir hermenn hefðu hertekið helstu símstöð borgarinnar en það reyndist þó á misskilningi byggt. Litháíska þingið samþykkti ályktun, þar sem það hét því að hvika hvergi frá sjálfstæðisstefnu sinni. Það hafnaði einnig kröfu Gorbatsjovs um að farið yrði að sovéskum lögum og hvatti þjóðir heims til að styðja sjálfstæðisbar- áttu Litháa. Herinn reyndi ekki að ná þing- húsinu á sitt vald og vopnaðar landvarnasveitir Litháa sóru þess eið að verja það til síðasta manns. Um 2.000 Litháar voru við þing- húsið í gærkvöldi, veifuðu fána lýðveldisins og sungu ættjarðarlög. Leiðtogar kommúnistaflokks Litháens, sem nýtur lítils stuðnings og vill halda í tengslin við Sovétrík- in, tilkynntu á blaðamannafundi að þeir væru að stofna „endur- reisnarráð“ sem væri reiðubúið að „taka völdin í sínar hendur“. Sov- éska fréttastofan TASS sagði að tilgangur aðgerða hersins væri að skila aftur eignum til kommúnista- flokksins sem aðskilnaðarsinnar hefðu tekið eftir að þeir lýstu yfir sjálfstæði lýðveldisins 11. mars. Litháíska fréttastofanEL TA sagði að Vytautas Landsbergis, forseti Litháens, hefði reynt að fá að ræða við Gorbatsjov í síma en aðeins fengið það svar að Sovétfor- setinn væri að snæða hádegisverð og of önnum kafinn til að geta rætt við hann. Landsbergis bað fyrir skiiaboð þar sem hann hvatti Gorbatsjov til að „stöðva blóðsút- hellingar sovéskra hermanna á götunum". Sjá fréttir á bls. 2 og 18. Réuter Tugþúsundir Litháa komu saman við mikilvægar bygg- ingar í Vilnius, höfuðborg Litháens, í gær er sovéskir hermenn réðust til inngöngu í varnarmálaráðuneytið og helstu fjölmiðlamiðstöðina í borginni. Á stærri mynd- inni má sjá Litháa umkringja skriðdreka við fjölmiðla- miðstöðina en á innfelldu myndinni sjást hermennirnir ráðast inn í hana. Þúsundir manna stóðu enn við opinber- ar byggingar í borginni í gærkvöldi, þar á meðal þing- húsið, í von um að það gæti orðið til þess að þær yrðu ekki herteknar. Persaflóadeilan: Friðarumleitanir de Cuell- ars njóta fulls stuðnings EB Viðbrögð Bush varfæmisleg Washington, Stokkhólmi, Kaupmannahöfn. Reuter. VIÐBRÖGÐ Bandaríkjamanna við í Vilnius voru varfærnisleg í gær herra Svíþjóðar, sagði þær „afar Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sov- étríkjanna, hringdi í George Bush Bandaríkjaforseta í gær ti) að ræða við hann um Persaflóadeiluna og Bush sagði blaðamönnum að at- burðina í Litháen hefði þá borið á góma. „Hann veit hver afstaða mín er. Ég er mjög vongóður um að þeim takist að finna leið til að leysa þetta mjög svo flókna vanda- aðgerðum sovésku hermannanna en Ingvar Carlsson, forsætisráð- uggvænlegar". mál án þess að beita hervaldi," sagði Bush. Marlin Fitzwater, talsmaður Bandaríkjaforseta, sagði að Bandaríkjastjórn liti atburðina „afar alvarlegum augum“ en of snemmt væri að álykta að sovéski herinn væri byijaður að brjóta sjálfstæðishreyfinguna í Litháen á bak aftur með valdi. Genf, Bagdad, Nikosíu, Washington. Reuter. JAVIER Perez de Cuellar, fram- I írösk stjórnvöld í Bagdad í dag, kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- sagði í gærkvöldi að hann kynni anna (SÞ), sem hyggst ræða við | að leggja til að hlutlausar friðar- gæslusveitir á vegum SÞ yrðu sendar til Kúveits ef írakar hyrfu á brott þaðan. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að starfsbræð- ur lians í Evrópubandalaginu (EB) hefðu lýst yfir stuðningi við hugmyndir de Cuellars. Ingvar Carlsson, forsætisráð-, herra Svíþjóðar, sagði atburðina „afar ógnvænlega" og að leysa bæri deilur Litháa og Sovétmanna með samningum. „Það er því skoð- un sænsku stjórnarinnar að ekki sé hægt að umbera valdbeitingu." Uffe Ellemann-Jensen, utanrík- isráðherra Danmerkur, varaði við því að efnahagsaðstoð Evrópu- bandalagsins væri háð því hvernig sovésk stjórnvöld tækju á málum Eystrasaltsþjóðanna. Genscher sagði að framkvæmda- stjórinn hefði kynnt utanríkisráð- herranum tillöguna á fundi þeirra í gær og þeim hefði litist mjög vel á hana. Það yrði í verkahring Öryggis- ráðs Sameinuðu þjóðanna að ákveða hvaða hermönnum friðargæslusveit- irnar yrðu skipaðar. Joao De Deus Pinheiro, utanríkisráðherra Portú- gals, sagði að í tillögu de Cuellars kærni fram að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna um Mið-Austurlönd eftir að íraski herinn yrði á brott úr Kúveit. Saddam Hussein íraksforseti sagði í ræðu sem hann flutti á ráð- stefnu múslima í Bagdad að ekki kæmi til greina að íraskar liersveit-. ir í Kúveit yrðu kallaðar heim án skilyrða. Latif Nassif al-Jassem, upplýsingamálaráðherra íraks, vís- aði einnig á bug fregnum, sem birt- ust í bandarískum fjölmiðlum í gær þess efnis að Saddam Hussein hefði í ^yggju að kalla hersveitirnar heim skömmu eftir að fresturinn, sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu lionum til að láta Kúveit af hendi, rennur út. Á nteðan voru gerðar ráðstafanir til að flytja Vesturlandabúa frá Arabíuskaga. Bandaríska sendiráð- ið í Tel Aviv hvatti alla Bandaríkja- menn í ísrael að fara úr ísrael vegna vaxandi hættu á stríði. Sjá fréttir á bls. 18. blóði Litháa á götum Vilnius

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.