Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.01.1991, Blaðsíða 33
M0R(ÍUNBLAÐIÐ IAÚtíAROAGUR 12. .ÍA%TÚÁR 1091 ’ 33* VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS t>essir hringdu ... Lyklar Lýklakippa með húslyklum í grári leðurbuddu tapaðist við biðskýlið við Borgarleikhúsið eða á leið þaðan niður að Blindraheimili. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í Elsu í síma 689060. Arafat og friðarátak Lesandi hringdi: „Þegar ég var að velta því fyrir mér, hvort ég ætti að skrifa undir áskorun um frið við Persa- flóa, kannaði ég hver væri skráður fyrir þeim síma, sem auglýstur hefur verið vegna átaks fyrir friði. Kom þá í ljós, að það er Elías Davíðsson sem er sérlegur fulltrúi PLO hér á landi. Yasser Arafat, leiðtogi PLO, hefur skipað sér í sveit með upphafsmanni stríðsátak- anna, Saddam Hussein, og seg- ist Arafat fagna stríði. Ég hætti við að skrifa undir áskorunina." Gleraugu Gleraugu í grænu leðurhulstri töpuðust annan í jólum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 34107. Myndavél Myndavél tapaðist sunnudag- inn 6. janúar, sennilega í stiga- gangi í Álfheimum 26 eða fyrir utan húsið. Finnandi er vinsam- legast beðinn að hringja í Ag- nesi í síma 34731. Gleraugu Brúnleit karlmannsgleraugu töpuðust á laugardaginn 5. jan- úar, sennilega við Háagerði, Sogaveg eða Tryggvagötu. Finnandi er vinsamlegást beðinn að hingja í Bjössa í síma 44420. Horft til baka TTjörnin og líf- ið í Miðbænum Til Velvakanda. Það er sífellt verið að benda á nauðsyn þess að reyna að end- urlífga eða stuðla að auknu lífi í Miðbænum. í tímans rás hefur Reykjavíkurtjörn gegnt þar veiga- miídu hiutverki jafnt sumar sem vetur. Á vetram hefur borgarstjór- inn látið sprauta vatni á Tjámarís- inn til að gefa fólki kost á að bregða sér á skautasvell á Tjörn- inni. Með tilkomu skautasvellsins inni í Laugardal virðist borgar- stjórinn hreinlega hafa gleymt skautasvellinu á Tjörninni. Þar er aðstaðan ekkert lakari nú en verið hefur. Enn em þar ljóskastarar til að lýsa upp skautasvellið. Svo sá ég eitt kvöldið að opnaður hefur verið nýr mvndarlegur söluturn í húsinu á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu (happdrætti DAS er þar líka). Að sjálfsögðu á borgar- stjórinn að sjá til þess að þáttur skautasvellsins á Reykjavíkurtjörn falli ekki niður í Miðbæjarsögunni. Sýna í verki að borgarstjómin vilji leggja sitt af mörkum til þess að lífga upp á lífið í Miðbænum. Skautamaður _____________Brids_________________ Arnór Ragnarsson Bridsdeild Skagfirðinga Ágæt þátttaka var hjá Skagfirðing- um sl. þriðjudag, þrátt fyrir spila- mennsku í Reykjavíkurmótinu sama kvöld. 18 pör mættu til leiks, í eins kvölds tvímenningskeppni. Úrslit urðu (efstu pör): N/S: Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson 280 Aðalbj. Benediktsson — Þórður Sigfússon 249 Ármann J. Lárusson - Eyþór Hauksson 248 A/V: Hannes R. Jónsson - Jón 1. Björnsson 253 Leifur Jóhannesson - Jean Jensen 245 Gunnar Andréss. - Sigurður Brynjólfss. 229 Á þriðjudaginn kemur verður haldið áfram með eins kvölds tvímennings- keppni. Allt spilaáhugafólk velkomið. Spilað er í Drangey v/Síðumúla 35 og hefst spilUmennskan kl. 19.30. Svæðamót á Norður- landi eystra Svæðamót Norðurlands eystra í brids, sveitakeppni, fer fram á Akur- eyri dagana 25.-27. janúar. Þátttöku- tilkynningar þurfa að berast til Reyn- is Helgasonar í síma 25788 eða Frímanns Frímannssonar í síma 24222 fyrir kl. 20.00 þriðjudaginn 22. jan- úar. Þátttökugjald á sveit er kr. 5.000. Spilað er um silfurstig og 2 efstu sætin fá rétt til þátttöku á íslandsmóti. Tvímenningur, svæðamót, verður á Húsavík, laugardaginn 2. febrúar og hefst- kl. 10.00 f.h. Spilaður er Michell, tvær umferðir. Spilað er um silfurstig og fær’efsta parið rétt til þátttöku í úrslitum íslandsmótsins. Skráning á staðnum. Frá Bridsfélagi Selfoss og nágrennis Suðurlandsmót í. sveitakeppni verður spilað á Hvolsvelli, nánartiltek- ið í Hvolnum, 25. og 26. jan. nk. og hefst kl. 18.00 á föstudag. Áætlað er- að Ijúka spilamennsku að kvöldi 26. jan. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist Brynjólfi Gestssyni, Sel- fossi, í síma (98)-21695 fyrir kl. 20.00 þriðjudaginn 22. janúar nk. Þijú efstu sætin gefa rétt til spilamennsku í und- anúrslitum Islandsmótsins í sveita- keppni í vor. Tvímenningsúrslit Milli jóla og nýárs og fimmtudaginn eftir áramót voru spilaðir tveir eins kvölds tvímenningar og urðu úrslit sem hér segir: Fimmtud. 27. desember 1990 Sveinbjöm Guðjónsson - Helgi G. Helgason 108' Kristján M. Gunnarsson - Vilhjálmur Þ. Pálss. 106 GrímurAmarsson-GunnarÞórðarson 93 Fimmtud. 3. janúar 1991 Sveinbjöm Guðjónsson - Helgi G. Helgason 190 Grimur Amarsson - V altýr Pálsson 186 Kristján M. Gunnarsson - Vilhjálmur Þ. Pálss. 180 Runólfur Jónsson - Þráinn Ó. Svansson 173 Snæfellsnesmót í tvímenningi Bræðurnir Ellert Kristinsson og Jón Steinar Kristinsson frá Stykkishóimi urðu Snæfellsnesmeistarar í tvímenn- ingi 1990 en spilað var um titilinn í Grundarfirði 30. des. sl. Þeir bræður hlutu 76 stig yfír meðalskor en röð -næstu para varð þessi: EggertSigurðsson-ErlarKristjánsson 67 Jóhannes Amgrimss. -StefánAmgrimss. 39 ÞórGeirsson-Jóhannlsleifsson 32 Viggó Þorvarðarson - Guðni Friðriksson 25 Sextán pör tóku þátt í mótinu. Til Velvakanda. „O, Guð vors lands, ó, lands vors Guð. Vér lofum þitt heilaga, heilaga nafn“. Þessar ljóðlínur úr þjóðsöng okkar íslendinga eru mér efst í huga þegar ég lít til baka og horfti til liðins árs og starfsemi Salem sjómannastarfsins. Markmið þess er að útbreiða Guðsorð og vinna að eflingu þess fagnaðarerindis, sem Jesús Kristur eingetinn sonur Guðs kom til ,að flytja mönnum. í þetta kemur svo margvísleg önnur þjónusta, sem er vel þegin af sjó- mönnum. Já, lofað verið Drottins heilaga nafn. Hann hefir gert marga undursamlega hluti í gegn- um orð sitt og heilagan anda. Hann hefir líka gefið mér heilsu og kraft til að sinna þessari þjónustu. Þegar ég veiktist um miðjan. janúar af blóðtappa og lamaðist nokkuð, var beðið fyrir mér í Jesú nafni, og Guð gaf svo sannarlega bænasvar, svo ég var ekki nema viku á sjúkra- húsi. Læknar voru undrandi á svo skjótum bata. „Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum." Sálm. 46:1. Meðan ég lá þarna, sendi norsk skipshöfn mér blóm og árnaðaróskir með bæn um að ég gæti heimsótt þá um borð næst þegar þeir kæmu hingað. Þetta ylj- aði mér um hjartarætur. Það minnti líka á hug margra sjómanna til þessa starfs. Ég bið Guð að blessa þá alla og leiða. Drottinn varðveitti mig líka frá beinbroti þegar bifreið var ekið á mig þegar ég var á heim- leið úr skipaheimsóknum. Þegar ég stóð upp, sagði ég við manninn sem olli þessu. Nú skulum við lofa Drott- inn og þakka honum fyrir að ekki fór ver, og tók hann undir það. Ég er viss um að þama hefir engill Drottins komið í milli og forðað harðari árekstri. Lof sé Guði fyrir hans miklu náð. „Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami.“ Heb. 13:9. Gefnar voru 28 Biblíur, 82 Nýja Testamenti og 70 Passíusálm- ar og auk þess smærri biblíuhlutar, blöð og rit tiPfólks frá 40 þjóðlönd- um. Akurinn er því stór og sáning- in fer vítt yfir, og er það mikil- Guðs náð, og hann sér um upp- skeruna. Að þessu sinni voru gefnir 317 jólapakkar til sjómanna sem voru fjami heimilum sínum um jól- in. 141 til ísl. sjómanna og 176 til erlendra, auk þess jólakveðjur til 25 annarra skipshafna. Ég færi öllum, fjær og nær, mínar innile- gustu þakkir, sem voru með og gáfu efni í alla þessa pakka. Þetta vekur gleði og sérstaka stemmn- ingu á heilögu jólakvöldi. Það hafa margir sjómenn sagt mér um leið og þeir hafa tjáð mér þakkir sínar. Hveijum pakka fylgir kveðja og ritningargrein til hugleiðingar. Á þjóðhátíðardegi Norðmanna 17. maí var höfð sérstök samkoma fyrir norska sjómenn á Sjómannastof- unni. Var þar sungið og vitnað um Frelsarann, sem einmitt kallaði á sína fyrstu lærisveina til fylgis við sig úr fiskimannastétt, og þeir urðu honum hlýðnir og breiddu út boð- skap hans. Starfsfólk Sjómanna- stofunnar bar fram ókeypis veiting- ar af mikiili rausn. Það þakka ég innilega og bið Guð að launa ríku- lega. Fór samkoman vel fram og bless- un Guðs var yfir. Að lokum var öllum Norðmönnunum gefnar fal- legar áritaðar norskar landslags- myndir í tilefni dagsins. Já, „hvers er að minnast og hvað er það þá sem helst skal í minningu geyma“? Margt hefir auðvitað skeð með þjóð vorri, bæði til gleði og sorgar. Mörg- um gleymast fljótt gleði og þakkar- efnin, en að sjálfsögðu eigum við að þakka Guði, því frá honum koma allar góðar gjafir. En svo kemur sorgin líka í veg okkar, og þá finn- um við kannski enn betur hve gott það er að eiga Jesú sem Frelsara okkar og „einkavin í hverri þraut“. Hann segir: „Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun veita yður hvíld.“ Matt. 11:28. „Hjarta yðar skelfist ekki, trúið á Guð og trúið á mig.“ „Frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður.“ Jóh. 14:1 og 27. Kom til Jesú, hver sem þú ert, og í hvaða kringumstæðum sem þú ert. Hann kallar: „Kom og fylg mér.“ Hann stendur við sín loforð þér til handa. Hann gefur þér var- anlega gleði og frið. Huggun og styrk í sorg og trega, og umfram allt: „En í því er hið eilífa líf fólg- ið, að þeir þekki þig hinn eina sanna Guð, og þann sem þú sendir, Jesúm Krist.“ Jóh. 17:3. Ég bið Guð að blessa land okkar og þjóð, og að hún megi þekkja sinn „vitjun- artíma" og heyra hróp spámanns- ins: „Ó, land, land, land, heyr orð Drottins." Jer. 22:30. „Nemið stað- ar við veginn og litist um og spyrj- ið um gömlu göturnar, hver sé ham- ingjuleiðin, og farið hana, svo að þér finnið sálum yðar hvíld.“ Jer. 6:16. í Jesú nafni áfram enn, með ári nýju, kristnir menn. Það nafn um árs og ævispor, sé æðsta gleði og blessun vor. (V.B.) „Sæl er sú þjóð, er á Drottinn að Guði.“ Sálm. 33:12. „Verði gróandi þjóðlíf, með þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkisbraut.“ Sigfús B. Valdimarsson — Simí 29117 SvARTA PANINAN Hraðréttaveitingastadur tíhjarta borgarinnar __ Sími 16480 matmn með þér heim eða borðað TILB0Ð Á FJÖLSKYLDUPÖKKUM í heilan mánuð bjóðum við nú 20% afslátt af fjölskyldupökkum sem innihalda kjúklinga, franskar, sósu og salat. Fjökkyldupakkí fyrír 5. 10 kjúklingabitar, franskar, sósa og salaf. ^ Verð áður 2520 kr. Verð nú 2000 kr. Athugið. Aðeins 400 kr. á mann. Fjölskyldupakki fvrir 3. 6 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verð áður 1640 kr. Verð nú 1300 kr. Pakki fyrír 1. 2 kjúklingabitar, franskar, sósa og salat. Verð áður 610 kr. Verð nú 4 JQ kr. Þú getur bæði tekið hann á staðnum. IQúkttngastaðtirtim SOUTHERN FRIED CfflCKEN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.